Tíminn - 14.04.1989, Side 15

Tíminn - 14.04.1989, Side 15
Föstudagur 14. apríl 1989 Tíminn 15 llllllllllllllllllll MINNING .■ihl .hir ;:li^ .illiií.ihi^hlMi:lhh !1ni!:iiil:: ^ Jónmundur Ólafsson fyrrverandi kjötmatsmaður Fæddur 26. mars 1906 Dáinn 7. apríl 1989 Vinur minn og samstarfsmaður um 34 ára skeið hefur nú skyndilega kvatt þetta jarðlíf. Hann hafði geng- ið út í garðinn sinn, sjálfsagt til að huga að vorverkunum eins og hans var vandi. Þar hné hann niður og var þegar látinn. Fó dauðinn sé eitt af því fáa sem við vitum með vissu að yfir okkur mun ganga, kemur hann oftast á óvart. Daginn áður töluðum við saman eins og oft endranær. Var hann þá hinn hressasti, gerði að gamni sínu og spjallaði um lífið og tilveruna. En skjótt skipast veður í lofti og nú sakna ég vinar í stað. Langar mig að minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Jónmundur er fæddur að Eyri í Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Ólafsson bóndi þar og kona hans Þuríður Gísladóttir. Börn þeirra hjóna voru níu talsins og eru nú fjögur þeirra látin. Jónmundur ólst upp í föðurhúsum til ellefu ára aldurs en fluttist þá að Geitabergi þar sem hann átti heima fram yfir tvítugsaldur. Hann gekk í Bænda- skólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1928. Til Reykjavíkur fluttist hann 1929 og bjó þar alla tíð síðan. Árið 1935 kvæntist Jónmundur Eyrúnu Einars- dóttur en hún lést 1948. Eignuðust þau einn son Einar Hilmar, yfir- lækni, sem kvæntur er Björku Sig- urðardóttur og eiga þau tvö börn. Jónmundur kvæntist aftur árið 1949 Huldu Daníelsdóttur en hún lést 1983. Eignuðust þau einn son Sigurð Rúnar, skrifstofustjóra. Á hann eina dóttur með fyrrverandi sambýlis- konu sinni Eygló Yngvadóttur. Eftir að Jónmundur fluttist til Reykjavfkur vann hann þau störf sem til féllu. Á þeim tíma var, eins og allir vita, ekki auðvelt að fá fasta atvinnu. Atvinnuleysi var mikið og í raun barist um hvert handtak sem til boða stóð. Vélknúin tæki voru nán- ast ekki til og handverkfæri og mannsaflið látið duga. Reyndist það mörgum hin mesta þolraun og var margur maðurinn útslitinn fyrir ald- ur fram. Fljótt fór orð af dugnaði Jónmundar og samviskusemi í starfi, enda þrekmaður og ósérhlífinn í vinnu. Árið 1930 réðst hann til Sláturfélags Suðurlands og starfaði þar samfellt í 17 ár eða til ársins 1947. Naut hann þar mikils álits, enda víkingur til allra verka og sérlega glöggur á allt er kjöti og kjötmati viðkom. Þar kom líka að Landbúnaðarráðuneytið skipaði hann í stöðu yfirkjötmatsmanns og síðar kjötmatsformanns, sem hann gegndi samfellt um langt árabil, eða þar til hann náði sjötugs aldri. Lagði hann mikla alúð við það trúnaðar- starf og leiðbeindi kjötmatsmönnum um land allt. Ferðaðist hann m.a. milli sláturleyfishafanna eins og tími hans frekast leyfði og notaði þá oft stóran hluta sumarleyfis síns til að halda námskeið til að bæta kjötmatið og samræma það. Leiðir okkar Jónmundar lágu fyrst saman í desember 1947 þegar ég gerðist starfsmaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Jónmundur hóf þar störf f júní 1947 en framkvæmda- stjóri var Sveinn Tryggvason. Ég hafði í upphafi ekki hugsað mér að festa mig í þessu starfi til frambúðar. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Við nánari kynni þótti mér æ betra að starfa með þessum mönnum, en eins og allir vita þá er fátt mikilvæg- ara á vinnustað en góður starfsandi og að fólki lt'ði vel í starfinu. Það fór líka svo að ég starfaði þarna samfellt í fjörutíu ár. Þakka ég það þessum góðu samstarfsmönnum mínum Jón- mundi og Sveini sem ég vann svo lengi með. Ekki spilltu heldur þeir ágætu forystumenn bænda t' stjórn Framleiðsluráðs og Stéttarsam- bandsins sem ég hefi ávallt metið mjög mikils. Mér hefur alltaf verið ljóst hvert lán það var fyrir Framleiðsluráð sem stofnun að ráða Jónmund í sína þjónustu. Trúnaður hans og sam- viskusemi í starfi var á þann veg að allir sem samskipti þurftu að hafa við hann, og þeir voru mjög margir, fundu hversu traustur og ábyggilegur hann var. Hann var mjög nákvæmur í öllu reikningshaldi og skýrslugerð, sem m.a. snerti alla sláturleyfishafa landsins. Ég held að mér sé óhætt að segja að Framleiðsluráðið hafi sem stofn- un notið trausts út á við, hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum um land allt, sem samskipti þurftu að hafa við ráðið. Ég veit að með trúmennsku sinni í starfi skapaði Jónmundur að stórum hluta þetta traust sem í raun er ómetanlegt og verður seint full- þakkað. Á samstarf okkar bar aldrei neinn skugga öll þessi ár. Minningin um hann vrrður mér ávallt kær. Nú þegar Jónmundur er allur og leiðir skilja í bili, þakka ég honum samfylgdina og samstarfið og alla þá vinsemd sem hann ávallt sýndi mér og mínu fólki. Sonum hans og aðstandendum öllum votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Gunnlaugur Lárusson. Illlllll FRIMERKI MARIEHAMN Fyrsta dags stimpillinn er með mynd af Guckuskó. Frímerkin sem komu út 10.4.1989. ALANDSEYJAR Álandseyjar eru ef til vill lítið þekkt frímerkjaland meðal safnara hérlendis. Aftur á móti er það vel þekkt meðal Norðurlanda, þar sem það hefir fengið eigin fána og á rétt til setu á Norðurlandaþingi, á sama hátt og Færeyjar og Grænland. Landið hefur gefið út frímerki frá árinu 1984 og auk þess verið mjög hógvært í útgáfu sinni eða gefið út sex frímerki á hverju ári nema fyrsta áriðvoruþausjö. Þá kom útfrímerki með mynd fánans sem við höfum svo oft séð við Norræna húsið, en auk þess hafa ýms myndefni prýtt merkin frá Álandseyjum. Fyrstu merki þessa árs eiga að kynna flóru landsins og er myndefni þeirra þrjár gerðir af orkídeum, sem þar vaxa. Við nefnum þessi blóm brönugrös og eigum a.m.k. tvær tegundir þeirra hér á landi, sem Áskell Löve minnist á í bók sinni íslenskar jurtir. Frímerkin með myndum Álands- eyjablómanna eru þrjú, að verðgildi 1,50 mörk. 2,50 mörk og 14,00 mörk. En finnskt mark er gjaldmiðill eyjanna. Allan Palmer hefur gert merkin, sem eru prentuð hjá Seð|a- banka Finnlands. Pappírinn í merkj- unum er með yfirborðsmeðferð og upplögin eru lítil, eða 600 þúsund af tveim lægri verðgildunum og 400 þúsund af hæsta verðgildinu. 1,50 mörkin eru með mynd af blóminu Adam og Eva, eða Dactyl- oriza sambucina, sem heita svo þar sem þessi orkídea hefír tvo mismun- andi liti á blóminu. Þær sem eru með rauðu blómi kallast Adam en aftur á móti nefnast þær sem eru með gulum blómum Eva. Blóm þessi vaxa snemma og á hlýjum vorum blómstra þau þegar í byrjun maí. Blómgun þeirra stendur yfir í um mánaðartíma og eru þá engjabrekk- ur rauðar og gular af þessum blómum. Brönugrös eru friðuð á íslandi eins og við þekkjum og sama er að segja um orkídeurnar í Finnlandi og á Álandseyjum. 2,50 mörk eru svo með mynd af hvítri skógarlilju, eða Cephalant- hera longifolia. Hún er með klukku- laga blómi og eitt hið fegursta af blómum Álandseyja. Vex hún í kjarrlendi í þurrum jarðvegi. Hún blómstrar í júní og byrjun júlí. Þetta blóm vex aðeins á um 25 stöðum á Álandseyjum og er einnig friðað. Guckuskór er svo myndefni 14 marka frímerkisins, eða Cypriedium calceolus. Af 30mismunandi orkíde- um sem vaxa á Álandseyjum er þetta sértegund. Blómið líkist inni- skó og er gult. Guckuskórinn vex í þurrum, kalkkenndum jarðvegi, þar sem nokkur raki safnast saman í lundum skógar. Þetta blóm finnst aðeins á um 15 stöðum á Álandseyj- um. Það er því eitt hinna friðuðu blóma eyjanna. Sigurður H. Þorsteinsson. Aðalfundir félagsdeilda KXM / / verða sem hér segir: 1. deild. Laugardagur 22. apríl kl. 14.00. Fundarstaður: Hamragarðar, Hávallagötu 24 Félagssvæði: Seltjarnarnes, Vesturbær og mið- bær, vestan Snorrabrautar. 2. deild. Þriðjudagur 25. apríl kl. 17.30. Fundarstaður: Starfsmannasalurá3ju hæð í Kaup- stað í Mjódd. Félagssvæði: Hlíðar, Háaleitishverfi, Múlahverfi, Túnin og Norðurmýri. Auk þess Suðurland og Vestmanna- eyjar. 3. deild. Föstudagur 21. apríl kl. 20.30. Fundarstaður: Starfsmannasalur á 3ju hæð í Kaup- stað í Mjódd. Félagssvæði: Laugarneshverfi, Kleppsvegur, Heima- og Vogahverfi. Auk þess Vesturland og Vestfirðir 4. og 5. deild. Mánudagur 24. apríl kl. 20.30. Fundarstaður: Starfsmannasalurá3ju hæð í Kaup- stað í Mjódd. Félagssvæði 4. deildar: Smáíbúðahverfi, Gerðin, Fossvogur Blesugróf, Neðra-Breiðholtog Selja- hverfi. Auk þess Norðurland og Austurland. Félagssvæði 5. deildar: Efra-Breiðholt, Árbær, Ártúnsholt og Grafarvogur. Auk þess Mosfellsbærog Kjalames. 6. deild. Mánudagur24. apríl kl. 17.30. Fundarstaður: Starfsmannasalurá3ju hæð í Kaup- stað í Mjódd. Félagssvæði: Kópavogurog Suðurnes. 7. deild. Þriðjudagur 25. apríl kl. 20.30. Fundarstaður: Gaflinn, Hafnarfirði. Félagssvæði: Hafnarfjörðurog Garðabær. Dagskrá samkvæmt félagslögum Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. \r\uo i Mnr Borgarnes, nærsveitir Spilum félagsvist í Grunnskólanum í Borgarnesi föstudaginn-14. apríl kl. 20.30. Annað kvöld í 3ja kvölda keppni. Gengið inn um nyrstu dyr nýja skólans. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Skaftfellingar JónHelgason, Guðni Agústsson, Unnur Stefánsdóttir, alþingismaöur alþingismaður varaþingmaður Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir: 3. í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 15. apríl kl. 21.00. Allir velkomnir. Fundarboðendur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.