Tíminn - 14.04.1989, Síða 20

Tíminn - 14.04.1989, Síða 20
AUGLVSINGASÍMAR: 680001 — 636300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 m^^°*Karfa9! VERÐBRÉFAWBSKIPTI SAMVINNUBANKRNS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 „LÍFSBJÖRG í NORDURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 Gegn náttúruvernd á villigötum PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíminn FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Skýrslugerð og rannsókn á íslandi og í Bretlandi vegna innbrots í skála Jöklarannsóknarfé Breski fararstjórinn yfirheyrirsínamenn Formaður Jöklarannsóknarfélagsins, Helgi Björnsson, telur fullvíst að breskir leiðangursmenn, undir stjórn John Hughes, hafi brotist inn í læstan skála félagsins á Grímsfjalli á Vatnajökli um páskana. Þaðan hafi þeir að öllum líkindum tekið matarbirgðir, sem íslenskur göngu- skíðahópur hafði látið koma fyrir sem varafæði og skilið við skálann ólæstan og ótryggan gagnvart óveðrum. John Hughes, leiðangursstjóri sagði í samtali við Tímann í gær að hann hafi heyrt þessar ásakanir og mun hann nú krefja menn sína um skriflegar skýringar á umgengni við skálann. Þess má geta að leiðangur John Hughes er verndaður af jarlinum af Lichfield, sem er náskyldur Elísabetu Englandsdrottningu. Að hluta til var leiðangurinn styrktur af JVC í Bretlandi, sem lánaði m.a. vélar til töku heimild- armyndar af förinni. Hughes, sem sjálfur fór ekki á jökulinn, sagðist nú ætla að krefja menn sína sagna og vildi fyrir alla muni losna við eftirmála af Vatna-. jökulsferðinni, enda leiðangurinn farinn með konunglegri vernd. IAð sögn Jöklarannsóknarmanna mun Hughes hafa talað um að hafa samband við Helga Björnsson, formann Jöklarann- sóknarfélagsins, og gefa honum persónulega skýrslu um málið áður en hann héldi af landi brott. Það mun hann ekki hafa gert, en kvaðst í samtali við Tímann hafa: innt menn sína sagna strax og komið var til byggða og þeir hafi j Lsvarið fyrir að hafa eyðilagt nokk-j uð eða stolið mat Ur skálanum. Jöklarannsóknarmenn hafa nú, ákveðið að byrja á því að kanna málavexti sjálfir og hefur Magnúsj M„T^ efni að safna gögnum. I framhaldi af því mun stjórn félagsins ákveða hvort haft verður samband við Útlendingaeftirlitið, sendiráð eða Rannsóknarlögreglu ríkisins. Samkvænrt heimildum Tímans mættu bresku leiðangursmennirn- ir íslenskum leiðangri, sem hafði það verkefni að koma matarbirgð- unum fyrir í öðrum skála félagsins á Grímsfjalli, á Háubungu, en hún er sunnar og vestan við Gímsvötn. Eitt af því sem hinir bresku leiðangursmenn höfðu áhyggjur af var hvort mat væri að finna í skálunum á Grímsfjaili. Var þeim sagt að svo væri ekki og væri aðeins annar skálinn opinn og ætlaður leiðöngrum eins og þessum. Síðar um páskahelgina gekk annar íslenskur hópur fram á þá félaga þar sem þeir dvöldu í þeim skála sem átti að vera harðlæstur. Fengu þeir þau svör að skálinn hafi verið opinn þegar þeir komu að honum, en einhverra hluta vegrta var greinilegar skemmdir að sjá á einum glugganum. Við athugun síðar mun þessi gluggi hafa verið spenntur upp með ísexi Bretarnir þrír sem grunaðir eru um innbrotið í Grímsfjallaskálann, ásamt Baldri Þorgeirssyni, sem stendur næst jeppanum. Myndin er tekin er jeppaleiðangur hitti þá á Háubungu á Vatnajökli. og greinileg ummerki önnur var að sjá um innbrot. Þegar leiðangur Magnúsar Hall- grímssonar, verkfræðings, kom að skála þessum að kvöldi 3. apríl, var matur þeirra horfinn og skál- inn ólæstur. Vegna frétta fyrri leiðangra af ummerkjum við jskálann, hafði skíðagönguhópur Magnúsar haft með sér nýjar krækjur og skrúfur til viðgerða. Þessi leiðangur Magnúsar og félaga komst síðan í fréttir er þeir urðu fyrir því að missa einn vist- arsleða sinna niður í sprungu. Það réði úrslitum, að sögn Magnúsar, að þeir höfðu ekki að varamatar- birgðum sínum í skálanum að hverfa. Urðu þeir því að hætta við för sína norður yfir jökulinn og setjast að í skálanum á Gríms- fjaíli. Félagar í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík komu þeim síðan til aðstoðar með nýjar vistir um síðustu helgi á snjóbíl og jeppum. Komu þeir til byggða í fyrradag án þess að lenda í hrakn- ingum. En ekki gátu þeir lokið við upphaflega ferðaáætlun, sem var að ganga þvert yfir Vatnajökul, um 300 km leið. KB MR-ingar dimmitera Áhrifa umhverfissamtaka gætir víða eins og sjá mátti f miðbæ Reykjavíkur í gærdag. Slagorð, eins og „friðum flugurnar", „frið- um laxana“ og „friðum ýsuna" gullu í eyrum vegfarenda. FJér var sem betur fer enginn óaldarlýður á ferð heldur menntskælingar í MR að dimmitera, en þá fagna stúd- entsefnin síðasta kennsludegi áður en upplestrarfrí hefst. Tfmamynd Árni Bjarna Veðbókarvottorð sem nú eru gefin út kunna að gefa rangar upplýsingar: Getur valdið tjóni í eignaviðskiptum Veðbókarvottorð, sem embætti borgarfógetans í Reykjavík gefur út meðan á verkfalli lögfræðinga í ríkisþjónustu stendur kunna að vera röng. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu hefur sent frá sér. Útgáfa veðbókarvottorða liggur víðast hvar niðri hjá embættum borgarfógeta og sýslumanna. Hjá embætti borgarfógeta í Reykjavík eru hins vegar gefin út vottorð. Þar er tekið á móti skjölum til þinglýs- ingar, svo sem kaupsamningum, af- sölum og veðskuldabréfum, enn- fremur lögtökum og fjárnámum, sem gerð hafa verið hjá eigendum eigna, bæði fasteigna, bifreiða og skipa. f tilkynningu stjómar SLÍR segir að skjöl þessi séu ekki færð í þinglýsingarbækur, sem veðbókar- vottorð byggjast á, nema þau fáu skjöl, sem einn starfandi lögfræðing- ur, borgarfógeti, kemst yfir ásamt öðrum störfum sínum, en í þinglýs- ingardeild starfa að jafnaði sjö manns. Ennfremur segir í tilkynningunni að nýútgefin veðbókarvottorð, þ.e. vottorð sem gefin eru út eftir 6. apríl sl., frá því verkfall lögfræðinga í ríkisþjónustu hófst, geti því veitt rangar upplýsingar og valdið tjóni í eignaviðskiptum. Þá er einnig bent á það að vottorð sem útgefin voru áður en verkfall hófst kunna að vera úrelt. Vegna þessa er nú hjá embætti borgarfógeta stimplað á ný vottorð, fyrirvari um gildi þeirra og vill stjórn SLÍR benda fólki sérstaklega á hann og vara við því að á þessi vottorð sé trevst. I lok tilkynningarinnar er það tekið fram að viðvörun stjórnar SLÍ R hafi verið borin undir yfirborg- arfógeta og tillit tekið til athuga- semda hans. - ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.