Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 4. maí 1989 Bæjarstjórn Blönduóss: Mótmæla undanþágu frá greiðslu aðstöðugjalds Bæjarstjóm Blönduóss hefur samþykkt mótmæli gegn tillögum félagsmálanefndar efri deildar Al- þingis, þess efnis að mjólkurstöðv- ar og sláturhús verði undanþegin greiðslu aðstöðugjalds í nýjum tekjustofnalögum fyrir sveitarfé- lög. Samþykktin var gerð samhljóða á fundi bæjarstjómarinnar fyrir skömmu. í henni segir það vera í fyllsta máta óeðlilegt að örfá sveit- arfélög í landinu verði með lögum látin greiða niður verðlag afurða mjólkurstöðvanna og sláturhús- anna, til landsmanna allra. Tillaga félagsmálanefndar er rökstudd með því að ef fyrrnefnd fyrirtæki greiði aðstöðugjald muni verðlag á framleiðslunni hækka til neytenda og ef til vill leiða af sér „fjölsköttun“ eins og segir í nefnd- arálitinu. f greinargerð með samþykkt bæjarstjórnarinnar segir: „Ef stjómvöld em þeirrar skoðunar að áhrif af álagningu aðstöðugjalds megi ekki fara út í verðlagið verða þau að greiða niður verðlag eða sjá til þess að viðkomandi sveitarfélög fái tjón sitt bætt með framlagi úr ríkissjóði eða taka til sín verkefni í þeim sveitarfélögum sem ákvæðið kemur til með að bitna á, að því marki sem tekjuskerðingunni nemur.“ jkb VORBLÓMIÐ 2B.»r Næstkomandi sunnudag munu félagar í barnastúkum landsins ganga í hús og selja bókina Vor- blómið. 1 bókinni er að finna teikni- myndasögur, smásögur, leikrit, skrýtlur, þrautir, leiki, gátur, ljóð, ævintýri og fleira. Auk þess sem íjöldi teikninga prýðir Vor- blómið. Það er gefið út af I.O.G.T. En reglan hefur gefið sambærilega bók út á hverju ári í röskan aldarfjórðung. Bókin er aðeins til sölu fyrsta sunnudag hvers maímánaðar og er ein helsta fjáröflunarleið barnastúkanna. í ritnefnd eiga sæti Ólafur R. Hjartar, Ásgerður Ingimarsdótt- ir, Eðvarð Ingólfsson og Mjöll Matthiasdóttir. jkb Seðlabankinn: Gróði í fyrra álíka og tapið árið 1987 Um 1.350 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Seðlabankans á síðasta ári. Þarna er um stóra breytingu að ræða frá 1.100 milljóna króna tapi árið 1987. Reikn- að til sama verðlags var hagn- aðurinn á síðasta ári álíka upphæð og tapið árið áður. Breytingar á verðlagi hér á landi og gengisþróun er það sem mestu veldur um þessar miklu sveiflur. Þannig rýrnaði Bandaríkjadollar, sem miklu skiptir í bókum bankans, um 11% árið 1987 en hækkaði hins vegar um 30% í verði árið 1988. Samkvæmt Seðlabankalögum skal helmingur af meðalhagnaði næstlið- inna þriggja ára, að frádreginni arð- greiðslu, renna til ríkissjóðs. Þessi skattur nam 95 milljónum króna á s.l. ári. Breyting á Seðlabankalögum í mars s.l. kveður á um að bankinn skuli greiða til ríkissjóðs sem nemur þrem fjórðu hlutum að innheimtum viðurlögum vegna lausafjárstöðu innlánsstofnana. Þetta ákvæði var látið ná til ársins 1988. Alls greiðir Seðlabankinn um 509 milljónir króna í arð og skatta til ríkisins, þar með talið landsútsvar, fyrir árið 1988. Lokaframkvæmdir við nýja Seðla- bankahúsið kostuðu bankann 130 milljónir á s.l. ári. Rekstrarkostnað- ur bankans var um 400 milljónir króna. Þar af voru 232 milljónir króna vegna launa og launatengdra gjalda. Starfsmenn bankans voru 154 í 141 starfsgildi um s.l. áramót og hafði þá fjölgað um 4,5 starfsgildi á árinu. Þar við bættust samtals rúmlega 19 milljónir kr. sem bankinn greiddi vegna bíla starfsmanna, náms þeirra og félagsmála, og niðurgreiðslu á mat handa þeim. Af öðrum kostnaðarliðum má t.d. nefna 10 milljóna ferðakostnað, 7,9 millj. til gestamóttöku og funda- halda, 2,5 millj. í gjafir og styrki, 9,5 milljóna kostnað vegna bóka- og myntsafns, og listaverka og 5 millj. vegna annars bílakostnaðar en starfsmannabíla. Þá greiddi bankinn t.d. rúmar 10 milljónir vegna þjónustu Pósts og síma og annað eins fyrir tölvuþjón- ustu. Fasteignakostnaður var hátt í 38 millj. á árinu, hvar af 24 millj. voru fasteignagjöld og skattar. -HEI Formaður tæknifræðinga- félagsins Sveinn Frímannsson var kosinn nýr formaður Tæknifræðingafélags íslands á aðalfundi félagsins fyrir nokkru. Fráfarandi formaður, Daði Ágústsson, flutti skýrslu um störf félagsins á síðastliðnu ári. Aðrir í stjórn félagsins voru kosnir Eiríkur Þorbjörnsson, Júlí- us Þórarinsson, Hreinn Jónasson, Haraldur Sigursteinsson, Gunnar Sæmundsson og Bergsteinn Gunn- arsson. Uppgjör loðnuvertíðar: Sigurður aflahæstur Heildaraflinn á loðnuver- tíðinni sem nú er ný lokið var 920.491 tonn, þar af veiddust 311.431 tonn á fyrir áramót og 609.060 tonn eftir áramót. Alls fóru 46 bátar til veiða á þessari loðnuvertíð og veiddu þrjú skip yfir 30 þúsund tonn. Aflahæstu skipin eru þessi, Sigurður RE 4 með 32.686 tonn, þar af voru 8.619 tonn veidd fyrir ármót, en 24.067 eftir, í öðru sæti er Hólmaborg SU 11 með 31.911 tonn, 13.652 tonn veidd fyrir áramót, en 18.259 eftir, í þriðja sæti er Helga IIRE 373 með 31.736 tonn, þar af 13.400 tonn veidd fyrir ára- mót, en 18.336 tonn eftir. í fjórða sæti er Hilmir SU 171 með 29.084 tonn, í fimmta sæti er Höfrungur AK 91 með 28.242 tonn og í sjötta sæti er Jón Kjartansson SU 111 með 28.200 tonn. Mestu var landað hjá Fiskimjöls- verksmiðju Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. á vertíðinni, eða 94.928 tonnum, í öðru sæti er Síldarvinnsl- an hf. á Neskaupstað með 87.641 tonn, í þriðja sæti er Síldarverk- smiðja ríkisins á Seyðisfirði með 77.387 tonn. í fjórða sæti er Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði, með 70.597 tonn, í fimmta sæti er Fiski- mjölsverksmiðjan í Vestmannaeyj- um, með 69.961 tonn og í sjötta sæti er Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, FES, með 55.838 tonn. Tuttugu og þrír bátar fóru í sölu- ferðir erlendis, alls 65 sinnum. Heildarmagnið sem siglt var með voru 57.232 tonn og var Jón Finns- son RE 506 söluhæstur, með 9.916 tonn í níu ferðum, næstur kom Hilmir SU 171 með 9.439 tonn í átta ferðum. Til Færeyja var siglt með 31.119 tonn, til Noregs var siglt með 16.315 tonn og til Skotlands var siglt með 9.798 tonn. -ABÓ Uppstigningardagur: Kirkjudagur eldra fólks í dag er uppstigningardagur, kirkjudagur aldraðra á íslandi. Hvatt er til almennrar þátttöku alls safnaðarfólks. Einnig er mælst til að það aðstoði aldraða eftir föngum við að sækja guðsþjónustur og taka þátt í því kirkjulega starfi, sem fram fer á þessum degi. Uppstigningardagur var upphaf- lega valinn kirkjudagur eldra fólks- ins á ári aldraðra 1982, f samvinnu við Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar. Upp frá því hefur kirkja fslands helgað öldruðum þennan dag. En þeir hafa sums staðar tekið þátt í guðsþjónustum með því að lesa texta dagsins og jafnvel stigið f stólinn. Einnig hefur það fólk sem farið er að æfa kóra, annast kirkju- sönginn. Góð samvinna hefur tekist með safnaðarfólki öllu ásamt presti við að stuðia að því að aldraðir geti átt góðan dag í kirkjunni. Meðal annars með því að aka fólki til og frá og bjóða því í kirkjukaffi eftir messu. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.