Tíminn - 04.05.1989, Síða 14

Tíminn - 04.05.1989, Síða 14
14 Tímitw FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - Yitzhak Shamirforsætisráðherra ísrael kenndi Yasser Arafat leiðtoga PLO um atburð þann sem átti sér stað í vesturhluta Jerúsal- em þar sem Palestínumaður stakk tvo Gyðinga til bana. Arafat er nú í opinberri heim- sókn í Frakklandi í boði Fran- couis Mitterand Frakklands- forseta. Arafat missti einn náin samstarfsmann sinn í Sídon í Líbanon þegar óþekktir byssu- menn myrtu háttsettan emb- ættismann PLO þar. Þá liggur valdamesti embættismaour PLO meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Sídon eftir skot- árás í fyrradag. Frakkar eru ánægðir með yfirlýsingu Ara- fats um að stofnskrá PLO sé úr gildi fallin og tilveruréttur ísrael otviræður. WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna ítrekaði andstöðu sfna við að hefja viðræður við austan- tjaldsveldin um takmörkun skammdrægra kjarnavopna í Evrópu. Með þessu er enn aukio á klofninginn f NATO, en ekki hefur tekist að jafna ágreining Vestur-Þjóðverja við Bandaríkjamenn og Breta í þessu máli. PEKING - Þúsundir námsmanna tóku þátt í mót- mælagöngu er beindist aegn stjórnvöldum f Kína aðeins nokkrum klukkustundum eftir að leiðtogi kínverska kommún- istaflokksins Zhao Ziyang lagði áherslu á jafnvægi í stjórnmál- um f Kína. Fyrr höfðu 5000 námsmenn krafist lýðræðis á útifundi í Sjanghæ. BEfRUT - Herforingjastjórn kristinna manna í Líbanon segist hafa lokað flotahöfninni í Beirút tfmabundið. LUSAKA - Jóhannes Páll II páfi skoraði á heimsbyggðina að tryagja sjálfstæði Namibíu og hjálpa til við að byggja upp styrkt rfki er byggi á víotækri samstöðu. NIKOSÍA - Afganskir skæruliðar sem hafa höfuð- stöövar sínar í Iran segjast hafa náð samkomulagi við skæruliða sem höfuðstöðvar hafa f Pakistan um stofnun nýrrar bráðabirgðarfkisstjórn- ar. OTTAWA - John Turner leiðtogi Frjálslynda flokksins og stjórnarandstöðunnar í Kanada sagði af sér embætti, en flokkurihn galt afhroð í kosningum f vetur. ÚTLÓNO Óeirðalögreglan í Suður-Kóreu stendur oft í ströngu í átökum við námsmenn. Sex þeirra brunnu inni í háskóla í Pusan í gær. Harka hjá námsmönnum í Suður-Kóreu: Sex lögreglur brenndar inni Sex lögreglumenn brunnu inni þegar námsmenn lögðu eld að stúdentagarði í borginni Pusan þar sem lögreglan freistaði þess að frelsa félaga sína sem róttækir námsmenn höfðu í haldi til að leggja áherslu á kröfur sínar. Talsmaður lögreglunnar sagði að flestir hefðu látist vegna reykeitrunar eftir að námsmennirnir báru eld að bókasafni í byggingu þeirri sem Iögreglumennirnir hugðust rýma. Atburðirnir í gær eru þeir harka- legustu sem orðið hafa í átökum lögreglu og námsmanna undanfarin ár, en róstur hafa verið daglegur viðburður í háskólum og verksmiðj- um í Suður-Kóreu í langan tíma. Ellefu slasaðir lögreglumenn og einn námsmaður var fluttur á sjúkra- hús eftir átök sem urðu í háskólanum í Pusan og sagði talsmaður lögreglu að nokkrir væru enn í lífshættu. Upphaf þessa máls var að fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn voru teknir höndum af námsmönn- um sem voru í mótmælagöngu á götum Pusan. Námsmennirnir héldu lögreglumönnunum föngnum í bókasafni háskólans, en fluttu þá upp á þak þegar lögreglan gerði hina afdrifaríku innrás. Fregnir herma að níutíu náms- menn hafi verið handteknir í kjölfar atburðanna. Roh Tae-woo forseti Suður-Kór- eu kallaði varnarmálaráðherra, innanríkisráðherra, dómsmálaráð- herra og yfirmann öryggislögregl- unnar á sérstakan neyðarfund í Seo- ul vegna þessara atburða í gær. Roh situr nú undir harðri gagnrýni hægri arms flokks síns, en þingmenn þar á bæ vilja mun strangari aðgerðir gegn námsmönnum og verkfallsmönnum í ýmsum fyrirtækjum í Suður-Kóreu. Jerúsalem: Palestínu- maður myrti tvo Gyðinga Palestínumaður stakk tvo ísraela til bana og særði þrjá aðra í helstu verslunargötu í vesturhluta Jerúsal- em í gær. Vegfarendur eltu manninn og félaga hans uppi, handsömuðu þá og börðu hrottalega þar til lögregla kom á staðinn og færði Palestínu- mennina í fangelsi. Er þetta alvar- legasta árás Palestínumanns á Gyð- inga frá því uppreisn Palestínu- manna á hernumdu svæðunum hófst í desembermánuði 1987. Að sögn sjónarvotta rann snögg- Iega æði á Palestínumanninn. Hann ákallaði Allah og réðst að vegfarend- um með hníf og náði að stinga fímm þeirra, allt Gyðinga. Tveir menn, annar níræður og hinn sextugur, dóu nær strax en þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Palest- ínumaðurinn býr í Ramallah en þar í bæ hafa ísraelskir hermenn og lögregla haft sig sérstaklega harka- lega í frammi við að berja niður uppreisn Palestínumanna. Um þrjú þúsund Gyðingar söfnuðust saman framan við stærsta pósthúsið í vesturhluta Jerúsalem eftir atburðinn og kröfðust hefndar. - Dauði yfir Araba, dauði yfir Araba, var helsta krafa þeirra. Þá reyndu sumir Gyðinganna að ráðast á vegfarendur af kynþætti Araba, en lögreglumenn veittu Aröbunum vernd. Með atburði þessum er ljóst að uppreisn Palestínumanna hefur breiðst út fyrir hernumdu svæðin, en vesturhluti Jerúsalem hefur verið hluti ísrael allt frá stofnun 1948 í samræmi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna. Austurhlutann hertóku Israelar í sexdaga stríðinu árið 1967, en í austurhlutanum búa nær ein- göngu Arabar. Nú hafa 19 Gyðingar og að minnsta kosti 459 Palestínumenn fallið frá því uppreisn þeirra hófst. Umhverfis- mál felldu ríkisstjórn Hollands Danska lögreglan nær í skottið á helstu glæpaklíku Danmerkur: Vopnabúr f innst í Kaupmannahöfn Danska lögreglan komst yfir held- ur óvæntan feng í Kaupmannahöfn í gær þegar hún var að vinna að eftirmálum umferðarslyss. Lögregl- an fann 26 skriðdrekaeldflaugar, 100 kg af plastsprengiefni, 62 hand- sprengjur, jarðsprengjur, sjálvirkar skammbyssur, skotheld veski og skotfæri í þúsundavís í íbúð í suður- hluta Kaupmannahafnar. Fjórir menn hafa vcrið handteknir vegna þessa máls. - Ég hugsa það ekki til enda hverjar afleiðingarnar hefðu orðið ef þessum vopnum hefði verið beitt, sagði Kurt Olsen rannsóknarlög- reglumaður á blaðamannafundi vegna vopnafundarins. Mennirnir hjórir sem handteknir voru vegna vopnabúrsins eru taldir höfuðpaurar glæpagengis sem fram- ið hefur fjölda stórrána á Kaup- mannahafnarsvæðinu síðasta ára- tuginn. Fimm aðrir Ðanir sem taldir eru meðlimir glæpaklíkunnar voru þegar komnir undir lás og slá þegar vopnin fundust. Þeir hafa verið sakaðir um mannrán og innbrot, en saksóknari hafnaði kröfu lögreglu um að mennirnir yrðu ákærðir fyrir að senda öfgafullum skæruliðasamtök- um Palestínumanna hluta fengsins. Lögreglan hefur lengi leitað sönnunargagna til að uppræta glæpa- kfíkuna og komst á sporið eftir að einn meðlimur glæpaktíkunnar ók á fang á miða í bifreið mannsins og við húsrannsókn fundust vopnin. Mað- urinn liggur illa slasaður á sjúkra- húsi, en hann hefur verið sakaður um morðið á ungum lögreglumanni sem myrtur var í miðbæ Kaup- mannahafnar í nóvember í kjölfar pósthússráns glæpagengisins. Ruud Lubbers forsætisráð- herra Hollands gekk á fund Bea- trix drottningar í gær og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ástæðan eru harðvítugar deilur milli stjórnarflokkanna um um- hverfismál, en ágreiningur ríkir um það hvernig fjármagna eigi umhverfismálaáætlun sem miðar að því að minnka mengun um 70% á næstu tuttugu árum. Hollendingar hafa verið leið- andi í aðgerðum gegn mengun í Evrópu, en HoIIand er að líkind- um mengaðasta land Vestur-Evr- ópu. Lubbers sem er formaður Kristilega demókrataflokksins hugðist leggja fram frumvarp um hækkun skatta á díselolíu og skattleggja bifreiðar til að mæta hinum mikla kostnaði við um- hverfisáætlunina. Það gat Frjáls- lyndi flokkurinn ekki sætt sig við og því fór sem fór. Mannskætt haglél í Kína Mikið haglél er gekk yfir Sichuan greint í Kínverska dagblaðinu. hérað í Kína í síðustu viku drap að Einnig er talið að 650 þúsund minnsta kosti 157 manns og særði tonn af hrísgrjónum hafi eyðflagst yfir 6000 manns. Fré þessu er í kornskemmu í bopginni Zigong.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.