Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. maí 1§89
Tíminn 11
Þeir tóku Reagan á orðinu og hegðuðu sér samkvæmt boðskap hans en eru nú:
A höggstokknum!
Hinar sönnu hetjur Reagan-byltingarinnar eru nú að
berjast fyrir framtíð sinni á sama tíma og maðurinn
sem kom öllu af stað er svo þögull að eftir er tekið.
Glæpur þeirra er sá sami og þeirra sem stóðu að baki
skelfingarinnar í frönsku byltingunni fyrir 200
árum, þ.e. of mikill byltingarákafi.
Byltingarreglurnar
þrjár: Frelsi, framtak og
föðurlandsást
Á sama tíma og gamli maðurinn
sem hrinti þessu öllu af stað nýtur
sólar og góðs lífs í Bel Air í
Kalifomíu, er verið að draga raun-
verulegu Reagan-byltingarmenn-
ina á höggstokkinn einn af öðrum.
Oliver North, Michael Milken
og Frank Lorenzo voru ofstækis-
mennimir á níunda tugi tuttugustu
aldar. Á meðan athygli almennings
beindist öll að stórorrustunum í
Hvíta húsi Reagans unnu þessir
þrír óþekktu náungar í kyrrþey
með meginbyltingarreglur forset-
ans þrjár að leiðarljósi: frelsi,
framtak og föðurlandsást.
Nú er svo komið að herra Frelsi
(Lorenzo), hr. Framtak (Milken)
og herra Föðurlandsást (North)
em að berjast fyrir framtíð sinni í
réttarsölum. Ákærurnar gegn þeim
eru þær sömu og bornar voru fram
gegn mönnunum sem stóðu að
upphaflegri hrellingu frönsku bylt-
ingarinnar, þ.e. að sýna of mikinn
byltingarákafa.
Lorenzo notfærði sér
frelsið í viðskiptalífinu
Eitthvert mikilvægasta markmið
byltingar Reagans var að frelsa
viðskiptalífið frá reglum sem opin-
ber yfirvöld vildu setja því. Enginn
framfylgdi þessu meginbyltingar-
markmiði Reagans jafneindregið
og Lorenzo. Hann hagnýtti sér
frelsið í háloftunum til að koma sér
upp stærsta flugfélagi í heimi, utan
kommúnistaríkjanna, Texas Air,
sem á Continental, Eastern, New
York Air og leifarnar af People’s
Express. í atganginum við að
byggja upp þetta stórveldi skar
Lorenzo miskunnarlaust niður
laun starfsfólks, braut niður verka-
lýðsfélög og gerði sjálfan sig að
tákni endurfæddrar árásargjarnar
framtakssemi í Ameríku Reagans.
Nú er svo komið að Eastern
flugfélagið er gjaldþrota og starfs-
fólk þess í verkfalli, og almennt er
litið svo á í Bandaríkjunum að þar
sé ekki til óáreiðanlegra og lélegra
flugfélag en Continental. Nú Iítur
út fyrir að hinn umsetni Lorenzo
ætli að verða fyrsti bandaríski at-
hafnamaðurinn sem bíður lægri
hlut í meiriháttar deilu við verka-
lýðssamtök síðan 1981, þegar Rea-
gan settist í forsetastól. Örlög Lo-
renzos eru nú í höndum alríkis-
dómara í gjaldþrotamálum, sem
þegar hefur gagnrýnt Lorenzo
harðlega fyrir harðhentar stj órnun-
araðferðir.
Frámtak Milkens var
verðlaunað - á nú að
verða honum að falli
Milken var e.t.v. óvenjulegasti
en jafnframt minnst þekktur þeirra
sem framfylgdu byltingaráformum
Reagans af mestu harðfylgi. Hann
fann upp hugtakið „junk bonds“,
einhvers konar verðbréfabrask þar
sem íjaun engin verðmæti standa
að baki skuldabréfum en velt er
óhemjufé. Þessi viðskipti gerðu
hann að hæstlaunaða manni sem
sögur fara af fyrr og sfðar og
gerbreyttu ytra borði bandaríska
fjármála- og iðnaðarheimsins.
Milk-en not-færði sér þá hugmynd
Reagans að sjálfsagt sé að fram-
takssemi sé verðlaunuð. Á árinu
1987 hafði Milken um 747 milljónir
dollara upp úr krafsinu, eða tæp-
lega 14 milljónir dollara á viku.
Fyrir skemmstu var fjármálamað-
urinn tilneyddur að leggja fram
Lorenzo braut verkalýðsfélög á
bak aftur, en líka samtök eigenda
flugfélaga og á stóran þátt í að
flugfargjöld hafa lækkað.
Aðdáendur Milkens segja hann
hafa bætt samkeppnisaðstöðu
smáfyrirtækja, og gert venjulegu
fólki fært að gerast fjármagnseig-
endur.
t-æpar 600 milljónir dollara af þessu
fé sem tryggingu hjá dómstól í
New York þar sem hann hafði
verið ákærður f-yrir alls kyns ólög-
legt fjármálabrask í 98 liðum. Ef
réttmæti ákæranna þykir sannað á
hann yfir höfði sér allt að 500 ára
fangelsi.
Föðurlandsvinurinn
North er nú borinn öllum
vömmum og skömmum
North þarf ekki að kynna en á
sffiustu viktHn hefur frægð hans
sem „Hinn mikli ameríski föður-
landsvinur" beðið talsverðan
hnekki. Saksóknarar stjómvalda í
Washington hafa lagt sig fram um
að færa sönnur á að „Ollie" hafi •
skrökvað að þinginu og hindrað
framgang réttvísinnar í íran-
kontra hneykslinu.
í þessum tilgangi hafa saksókn-
arar dregið upp þá mynd af land-
gönguliðaofurstanum fyrrverandi
að hann hafi varla sagt satt orð og
ekki getað greint satt frá lognu,
bragðarefur fullur af blekkingum
sem bjó til skjöl frá eigin brjósti án
þess að lát-a sér bregða, og ósköp
venjulegur þjófur sem geymdi
15.000 dollara af peningunum úr
vopnasölubraskinu sem tengist
íran-kontra í blikkkassa í f-ata-
skápnum sínum. Saksóknari gekk
Oliver North er ekki lengur „þjóð-
hetja“ Reagans en hefur upplýst
að æðstu menn þjóðarinnar lögðu
blessun sína yfir vopnabraskið í
íran-kontra hneykslinu.
m.a.s. svo langt aðlfkja manninum
sem Ronald Reagan kallaði „þjóð-
hetju“ við Adolf Hitler.
Nú bíður North þess að kvið-
dómur komist að niðurstöðu um
sekt hans. Ef hann verður sekur
fundinn á hann yfir höfði sér háar
fjársektir og jafnvel fangelsisdóm.
Hófu gömul gildi
aftur til vegs
Byltingarmennimir þrír eiga
margt annað sameiginlegt en
ömurleg örlög. Hver þeirra um sig
er fulltrúi margra þátta þess menn-
ingargildismats sem Reagan hélt
hæst á loft. Þeir hafa allir komist
áfram af eigin r-ammleik án þess að
eiga að efnaða eða áhrifamikla, og
í leiðinni storkað þeim sem fyrir
voru í valdasessinum. Þeir eru allir
ákaflega vinnusamir menn og allir
lifa þeir í góðu hjónabandi og eiga
böm. Allir þrír hafa brugðist
harkalega gegn þeim siðferðislega
slappleika sem tíðkaðist á sjöunda
og áttunda áratug aldarinnar og
hafið aftur til vegs gömul gildi þar
sem mikil vinna og skorðað fjöl-
skyldulíf er í hávegum haft.
Lorenzo var fyrstur manna í
skólanum sínum í verkamanna-
hverfi f New York til að fá náms-
styrk til Princeton. Milken stund-
aði nám í Berkeley á sjöunda
áratugnum en kaus að leggja fyrir
sig viðskiptafræði frekar en maó-
isma, og hann sniðgekk stúdenta-
mótmæli. North fór eins og allir
vita í stríðið í Víetnam og fyrirgaf
stjórnmálamönnunum og fjölmiðl-
unum aldrei það sem hann áleit
vera svik þeirra við drengina sem
börðust í víglínunni.
Þó að þessir þrír menn séu nú
staddir í miklum vanda eru margir
reiðubúnir að koma þeim til
varnar. Verkalýðsfélögin hata Lo-
renzo en hann kom því til leiðar að
flugfarþegar búa nú við miklu lægri
fargjöld en áður og eigendur
flugfélaganna sitja nú ekki lengur í
notalegu næði og koma sér saman
um að setja upp þau fargjöld sem
þeim þóknast. Þegar Milken mætti
fyrir rétti nýlega safnaðist saman
dágóður hópur stuðningsmanna
hans utandyra til að fagna honum
sem brautryðjanda í því að gera
öllum kleift að gerast fjármagns-
eigendur.
„Junk bonds“in hans eru áhættu-
söm tryggingabréf sem gefa af sér
góðan arð, útgefin af fyrirtækjum
sem ekki geta gefið út venjuleg
skuldabréf vegna þess að þau eru
ekki metin nógu lánshæf. U.þ.b.
170 milljarða dollara virði af slík-
um „junk bonds“ eru nú í umferð.
Aðdáendur Milkens segja að þau
hafi opnað lánamarkaði fyrir þús-
undir smáfyrirtækja og þar með
gert bandarískan iðnað betur sam-
keppnishæfan.
North var líka fagnað vel þegar
hann yfirgaf réttarsalinn eftir að
lokavitnisburðurinn gegn honum
hafði verið borinn fram. Hvort
heldur sem hann verður sakfelldur
fyrir að segja ósatt og hindra
framgang réttlætisins eða ekki hef-
ur hann sannað afdráttarlaust að
hann var ekki að leika einhvem
einkahetjuleik í íran-kontra mál-
inu - eins og yfirmenn í Hvíta
húsinu hafa gefið í skyn.
Skjöl sem birt vom meðan
réttarhöldin stóðu yfir sýna ótví-
rætt að Reagan forseti og Bush
varaforseti heimiluðu vísvitandi
leynilega tilraun til að afla fjár frá
öðrum löndum þegar bandaríska
þingið hafði lagt blátt bann við að
veita kontraskæmliðunum í Níkar-
agúa aðstoð.
Stuðningurinn sem
brást - og byltingin sem
gleymdist
Forsetinn fýrrverandi og félagar
hans vekja nú fyrst og fremst
athygli fyrir að koma hvergi nærri
því fólki sem hefur vottað North,
Lorenzo og Milken stuðning sinn
opinberlega. Ef Reagan væri eins
byltingarsinnaður og hann hefur
viljað vera láta, já jafnvel þó að
ekki væri nema að hálfu Ieyti, væri
hann nú staddur á austurströndinni
og héldi uppi vörnum fyrir storm-
sveitarmennina sína. Þess í stað
þegir hann sem fastast vestur í
Kaliforníu. Ðagar byltingar hans
eru ekki bara líðnir, þeir eru líka
gleymdir.
linilll"""1"' FÓLK iilHIIIIIIIHHII!1" . .................................................................................................................................................................................................. .. ilillllilllllllllli:; illlll|l!l!|l|"!!|!l!:i :.::lllllllllllllllllllllllH!l!"|::' ' ..lilllllllllllHIIII!"1' . i.:.iiill!illlllllllllllll!|l'l":" . ......................................................................... .........................................................