Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. maí 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR IIIIIIIIIUIIIIIIIIIIHllllll niiiiiiiiiii Sverrir Hermannsson: Æruleit tilberanna Umræða um biðlaun alþingismanna hefir verið allhávær að undanförnu og undirritaður ekki farið varhluta af, sem líklegt er, enda er hann einn af þeim sem ber ábyrgð á lögunum, sem um þau gilda og sett voru haustið 1978. Fréttamenn, sem fjallað hafa um málið, hafa hinsvegar lítt hirt um að kynna sér málið til hlítar, enda hætt við að fréttnæmið minnkaði. Það er dapurlegt, en í blaðamanna- stétt bregður nú orðið fár hinu betra ef veit hið verra. Haustið 1978, í tíð vinstri stjórn- ar Ólafs Jóhannessonar, voru sett lög á Alþingi um biðlaun alþing- ismanna. Frumvarpið var flutt af þingfararkaupsnefnd og var for- maður hennar, Garðar Sigurðsson, 1. flutningsmaður. Sá, sem hér heldur á penna, var einn af flutn- ingsmönnum. Fram til þess tíma höfðu þingmenn engar greiðslur fengið, þegar þingsetu þeirra lauk. Mörg dæmi voru um hversu hastar- lega þetta gat komið við, þótt sleppt verði að nefna nema eitt: Björn Jónsson, fyrrv. forseti ASl, var kosinn þingmaður fyrir Akur- eyri 1956. 1 kosningunum 30. júní 1974 féll hann óvænt. Daginn eftir, 1. júlí, var hann launalaus eftir 18 ára samfellda þingsetu. Lagagreinin frá 1978 hljóðar svo: „Alþingismaður, sem setið hefir á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt ábiðlaunum, erhann hættir þingmennsku. Biðlaun jafnhá þingfararkaupi skv. 1. gr. skal greiða íþrjá mánuði eftir eins kjörtímabils setu, en í sex mánuði eftir þingsetu í 10 ár eða lengur. “ Undirrituðum telst svo til að þetta nýja lagaákvæði hafi náð til 51 þingmanns, sem hætt hafa störf- um á Alþingi eftir að lögin voru sett. í þeim hópi er m.a. hr. Ó. Grímsson, fjármálaráðherra, sem valt út af þingi 1983. Við lauslega athugun virðast 18 þessara manna hafa þegar horfið að fulllaunuðum störfum eða verið í störfum, en 11 til viðbótar komnir á eftirlaun hjá Alþingi og annars- staðar. Þrátt fyrir það var öllum þessum mönnum greitt fullt þing- fararkaup í 3 eða 6 mánuði, að þrem mönnum undanskildum, af óútskýrðum ástæðum. Fyrir því er það, að biðlaunaheitið er f sjálfu sér rangnefni. í aprflmánuði 1988 kom undirrit- aður að máli við skrifstofustjóra Alþingis og tjáði honum að hann hefði ákveðið að segja af sér þing- mennsku 17. maí 1988, daginn sem hann tæki við nýju embætti f Landsbanka íslands. - Því má skjóta hér inn í, að engin laga- ákvæði eru til, sem skylda þing- mann til að segja af sér þing- mennsku, þótt hann gerist banka- stjóri. Erindið til skrifstofustjóra var að biðja hann um bréflega staðfest- ingu á eftirlaunarétti undirritaðs. 1 þessu viðtali var það raunar, sem undirritaður gerði sér í fyrsta sinni fulla grein fyrir launagreiðslum til þingmanna að lokinni þingsetu, og hafði greinarhöfundur þó verið þingforseti í fjögur ár eftir að margnefnd lög tóku gildi. Þann 1. júní, þegar fyrsta launa- viðbótin skyldi greidd, hafði þáver- andi forseti Sameinaðs þings, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, sam- band við undirritaðan og tjáði honum að almenna reglan væri að vísu sú, að allir fengju þessar greiðslur, en þrjú dæmi væru um að þessar greiðslur hefðu ekki verið inntar af hendi. Við Þorvald- ur Garðar urðum sammála um að kanna málið til þrautar, þar sem hvorugur okkar gat í neinu falli hætt á að fyllstu lagaákvæða væri ekki gætt. Það var niðurstaða okk- ar Þorvalds Garðars að leita til hins nýja umboðsmanns Alþingis, Gauks Jörundarsonar, um ráðgjöf. Og niðurstaða hans var ótvíræð: Alþingi bæri í öllu falli að inna þessar greiðslur af hendi, eins og gert hafði verið í 10 ár nær undan- tekningarlaust. 48þingmenn höfðu notið þessara kjara á undan Sverri Hermannssyni, án alls tillits til stöðu þeirra eða annarra launa- kjara. Það er því dálítið sérkenni- legt að hlusta á fréttaflutning eins og t.d. hjá fréttamanninum Elínu Hirst, sem mikið hefir fjallað um málið, og lætur aldrei hjá líða að fullyrða, að Sverrir Hermannsson hafi riðið fyrstur á vaðið í þessum efnum. Því verður ekki í móti mælt að slíkar greiðslur geta orkað tvímæl- is. Og nú hefir mikið fát gripið þingmennina okkar. Til þess að reyna að rétta hlut Alþingis í augum almennings var í skyndi flutt lagafrumvarp þess efnis, að greiðslur skyldu ekki inntar af hendi til þeirra, sem segðu sjálfir af sér þingmennsku! Blessaður Jón minn Helgason er 1. flutningsmaður og hefir sjálfsagt ekki treyst sér til við verkefnið fyrr en í apríl, þar sem hann var sjálfur á fullum biðlaunum ráðherra út marz! í allri vinsemd er þörf á að benda þingmönnum á, að þetta hrekkur nú skammt til uppreistar æru, ef þeir þykjast hafa hana að verja í máli þessu. Jafnvel þótt þeir hygg- ist með þessu ná launabótunum af Albert Guðmundssyni, sem þeir reyndar ekki ná, þar sem slík lagabreyting myndi ekki gilda aftur í tímann. Hvaða eðlismunur er á því að þingmaður segi af sér þing- mennsku eða gefi ekki kost á sér til framboðs í öruggt sæti? Er maður- inn ekki með því sjálfur að taka ákvörðun um að hætta þing- mennsku? Hvers vegna skyldu þeir hafa meiri rétt til launa, sem kjós- endur hafna við kjörborðið? Og hvað um biðlaun ráðherra, sem alltaf eru greidd í sex mánuði án tillits til annarra launatekna við- komandi? Með þeirri lagabreytingu, sem nú er lagt til að gerð verði, er einvörðungu verið að ákveða að hætta greiðslum til þeirra örfáu, sem sjálfir segja af sér þing- mennsku, en halda óbreyttum kjörum til handa öllum öðrum. Auðvitað er sá sem hér heldur á penna í engum færum um að segja öðrum til og allra sízt í þessu máli. En hvers vegna í ósköpunum hverfa menn ekki einfaldlega til biðlaunareglunnar, bæði þing- menn og ráðherrar? Þeirrar ein- földu reglu að vinnuveitandinn sér um að þeir haldi óskertum launum í 3 og 6 mánuði, en ekki fram yfir það, þannig að aðrar tekjur, sem viðkomandi kann að fá, dragast frá greiðsluskyldu vinnuveitanda, í þessu falli ríkisins. Þó ekki væri nema til að firra menn þeim hremmingum að verða bitbein til- bera í þjóðfélaginu, sem fylla allar fréttagáttir hrópandi um siðleysi, og allt vegna fjárhæða, sem engan baggamun geta riðið. Eins og menn muna, gerði Þjóð- viljinn harða hríð að greinarhöf- undi á liðnum vetri vegna þessara launagreiðslna frá Alþingi. Senn kann að líða að því að skjólstæð- ingar hans, kapparnir Ó. Grímsson og svarabróðir hans Gestsson, komist á 6 mánaða biðlaun ráð- herra - ef þeir ná tveggja ára setu í ráðherrastól. Það verður fróðlegt að fylgjast með því þegar þeir fara að afsala sér þeim rétti, sem lög kveða á um, því enga tilraun gera þeir til að breyta þeim lögum. Þá mun Ó. Grímssyni vafalaust verða hugsað til þess þegar hann hóf umræðuna um þessi mál - með upplýsingagjöf til handa Pressunni um biðlaun Sverris Hermannsson- ar, þar sem nef þótti of náið augum að notast við Þjóðviljann. UM STRÆTI OG TORG|| KRISTINN SNÆLANDi Saltið Nú þegar göturnar okkar eru komnar vel undan snjó, hefjast enn upp deilur um hvað veldur hinu mikla sliti sem kemur í ljós. Margir eru sannfærðir um að saltið valdi þar miklu en gatnamálastjóri veifar vísum pappírum, sem segja að salt leysi ekki upp malbik. Malbik megi sem best geyma í saltpækli án þess að á því sjái. Þetta er ugglaust rétt. Þegar saltið hinsvegar leysir upp ísingu, hjól- barðarnir þrýsta pæklinum niður f malbikið, þar sem hann loks frýs aftur, þá er hugsanlega kominn skaðvaldurinn. Það skal fúslega viðurkennt að víða er salt jafnvel geymt á malbiki, án þess að á því sjái. Saltausturinn á götumar felur í sér þá samverkandi þætti sem fyrr eru nefndir og valda trúlega hinu mikla sliti á götunum. Hvort bílar gatnamálastjóra dreifa 5,10 eða 15 grömmum af salti á fermetra skiptir væntanlega minnstu. Að breyta frosinni ísaðri götu í rennblauta götu sem hjólbarðar bílanna þrýsta bleytunni niður í og sem loks frýs aftur, það er sú hringrás sem ég tel að sprengi upp og eyðileggi malbik- ið, ekki síður og jafnvel meira en allir naglar. Því miður höfum við enga götu með umtalsverðri umferð, þar sem ekið er um án nagla. Sérleiðir strætisvagnanna eru tæplega marktækar í þessu efni vegna lítillar umferðar og saman- burður'við önnur lönd, sení ekki leyfa notkun nagladekkja, er erfið- ur, nema nákvæmlega sé vitað um styrkleika malbiks þar og hér, svo sem bergtegundir og blöndun mal- biksins. Eins og áður sagði er það væntanlega rétt hjá Inga Ú. Magn- ússyni að saltið sé ekki skaðvaldur- inn. Sé kenning mín um samspi! ,salts_qg hitas_tigs,_ bleyt_u_og frosts. rétt, þá er rétt að huga nánar að Göturnar okkar notkun saltsins. í því efni fullyrði ég að um gegndarlausa ofnotkun hefur verið að ræða hjá Inga Ú. og mönnum hans. Síðastliðinn vetur kom ítrekað fyrir að saltað var á skraufþurrar götur. Rétt sem dæmi. Eina nóttina var nokkur hálka í Breiðholti og væntanlega í Árbæ og Selási. Þessa nótt var Miklabraut skraufþurr og algerlega hálkulaus, hvergi ísing. Eftir könnunarferð starfsmanna Inga Ú. sem farin er um kl. 4 að nóttu streymdu saltbílarnir út. Það.. var ekki óeðlilegt, því vissulega mátti salta lítillega í Breiðholtinu og jafnvel víðar. Þegar ég skömmu síðar kem akandi Grensásveg að Miklubraut kemur saltbíll þar á leið vestur Miklubrautina. Ég áleit að maðurinn væri í könnunarferð, en sem ég ek á eftir honum niður að Kringlumýrarbraut sé ég að saltspýjan stendur í gusum aftur af bílnum. Satt að segja varð ég aldeilis rasandi. Við Kringlumýr- arbraut snýr saltbíllinn við og ekur til baka inn Miklubraut. Ég jafnaði jnig.eftir.ósköpi.n, haonhef.ur.jQks.. séð maðurinn að óþarfi væri að salta lengra. Mun rórri í geði ók ég sem leið lá vestur í bæ og lauk þar erindum mínum. Að því loknu ók ég í austurátt og ég reyni ekki að lýsa hugrenningum mínum er ég mætti saltbílnum spýjandi á fullri ferð vestur Hringbraut á móts við gamla Kennaraskólann. Eins og Miklabrautin, voru allar götur sem ég ók um í vesturbænum skrauf- þurrar. Ferð saltbílsins nægði hins- vegar til þess að bleyta göturnar og að sjálfsögðu vann frostið sigur, fry_st_i_blaut_a_götuna og sprengdi_ upp malbikið. Sh'kar saltanir komu ítrekað fyrir í vetur og virðist sem því ráði einhver taugaveiklunarleg viðbrögð söltunarmanna. Hvað sem því líður, þá var söltunargleðin hreint ótrúleg og oft algerlega þarflaus. Þar fyrir utan mætti líka benda á að oft gæti nægt að salta við strætisvagna- stöðvar, gatnamót, í beygju og brekkur en láta vera að salta á beinar og sléttar götur. Ingi Ú. Magnússon hefur verið ólatur að svara nafnlausum klausum í Vel- vakanda Morgunblaðsins. Það væri fróðlegt og ánægjulegt að sjá svar hans við þessari klausu hér í Tímanum. Gatnamálning Akreinaskil, stefnuörvar og aðr- ar þær merkingar sem málaðar eru á götur skipta miklu máli og stuðla að umferðaröryggi, koma án efa oft í veg fyrir slys eða óhöpp. Þessar merkingar slitna og hverfa en ég tel þær svo þýðingarmiklar að öllum ráðum þuifi að beita til þess að halda þeim sem best við. Nú virðist þessi vinna helst ekki unnin fyrr en undir haust, a.m.k. sést enginn kraftur í þessari vinnu fyrr en síðsumars, þeir sem vinna hvíta massann voru t.d. að fram í frost. Ég tel að nota þurfi hvern þurran og nægilega hlýjan dag í þetta verkefni. Þar sem massinn er væntanlega dýr, þá mætti nota hann sparlega, t.d. að sjálfsögðu ekki á götu sem til stendur að malbika innan nokkurra vikna. í slíkum tilfellum mætti láta nægja að mála. Öll vitum við að í slippn- um eru skip máluð allan veturinn. Sé hægt að mála skip, hlýtur líka að mega mála á götu þurrviðris- daga, sé saltinu sleppt. Gatnamáln- ing ætti þegar að vera hafin. Þetta _ er_ öryggisatriði sem_ gatnamáhq stjóri ætti að huga vandlega að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.