Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn E^CJRr ÁRIVIÚLA TT SIIVII 681500 HEKK- KLIPPUR BENSIN- OG RAFKNÚNAR VOR í GARDINUM SKRIFSTOFA ALÞINGIS Staða forstöðumanns tölvumála Alþingis er laus til umsóknar Starfssvið: Umsjón með tölvukerfi Alþingis, þróun tölvuvæðingar og þjónustu við notendur. Tæki: Wang VS-7010 tölva (4MB minni, 900 MB diskrými) ásamt um 50 einmenningstölvum (Wang og Macintosh), sem verið er að raðtengja. Verkefni: Helstu verkefnin eru ritvinnsla, útgáfa (WP -(- ritvinnsla, prentsmiðjusamskipti og einka- útgáfa) og vinnsla gagna starfsemi Alþingis (PACE gagnagrunnur). Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. og er æskilegt að umsækjandi gæti hafið störf sem allra fyrst. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Alþingis, sími 11560. Lögtök Eftir kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1 .-3. greiðslutímabil 1989 með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1989 til apríl 1989. Reykjavík 2. maí 1989 Ðorgarfógetaembættið í Reykjavík. Verkstæðissala Hornsófar og sófasett á heildsöluverði. Bólsturverk, Kleppsmýrarvegi 8. Sími 91-36120. Um 462 milljónir í eftirlaunasjóði 140 starfsmanna Seðlabankans: Fimmtudagur 4. maí 1989 v, i1 u».|i»,i.i.uurr"= Síðustu snjóskaflarnir eru nú á undanhaldi á höfuðborgarsvæðinu og margt forvitnilegt kemur í Ijós eins og sést á þessari mynd. Trabanteigandi í Árbæjarhverfi getur nú bráðlega farið að vitja um bílinn sinn þar sem farið er að sjást í hann eftir fjögurra mánaða veru í skaflinum. vmamynd: Ámi Biama Seðlabankajón er séra Jón í lífeyrismálum „Til að mæta þeirri skuldbindingu sem hvílir á (Seðla)bank- anum vegna eftirlaunasjóðs starfsmanna hefur bankinn Iagt til hliðar 462 m.kr. í árslok 1988“, segir m.a. í skýringum með ársreikningi Seðlabankans. Þar af nam sérstakt lífeyrisfram- lag bankans um 216 milljónum króna á árinu 1988. Greiðslur bankanna í eftirlaunasjóði starfsmanna sinna eru athygiivert dæmi um það, hve gamla máltækið um Jón og séra Jón er ennþá í fullu gildi á sumum sviðum. Seðlabankinn bendir á, að sam- kvæmt síðustu áætlun trygginga- fræðings hafi lífeyrisskuldbindingar bankans vegna starfsmanna verið samtals 462 milljónir króna í árslok 1987. Miðað við rúmlega 140 menn í fullu starfi svarar þessi upphæð til nær 3,3 milljóna króna skuldbind- inga að meðaltali á hvem starfsmann. Til þess að tryggja álíka vel af- komu á elliárum fyrir hina 125 þús. „Meðaljóna" á íslenska vinnumark- aðnum hefðu eignir lífeyrissjóðanna þurft að nema rúmlega 410 milljörð- um á sama tíma. Mikið vantaði hins vegar þar á, því í árslok 1987 voru heildareignir allra lífeyrissjóða landsins (að eftir- launasjóðum bankanna meðtöldum) rúmlega 50 milljarðar króna, þ.e. aðeins rúmlega 400 þús.kr. á „Með- aljóninn", eða einungis um 12% af skuldbindingum Seðlabankans vegna hvers „Seðlabankajóns". Þótt lífeyrissjóður „Meðaljóns“ hafi síðan hækkað upp í um 560 þús. með rúmlega 70 milljarða kr. heild- areign lífeyrissjóðanna um síðustu áramót, virðist ljóst að miklu þarf hann þar við að bæta ef hann á að geta gert sér von um lífeyri að nokkru gagni þau u.þ.b. 10 ár sem „Meðaljón“ lifir eftir að lífeyrisaldri er náð. Sé hins vegar gert ráð fyrir að eftirlaunaréttindi „Seðlabankajóns" hafi hækkað úr 3,3 í 4 milljónir að meðaltali á s.l.ári - og síðan að hann eigi eftir að tvöfalda þann rétt sinn á síðari hluta starfsævinnar (í 8 millj- ónir á núvirði) ætti „Seðlabankajón" væntanlega að vera laus við alvarleg- ar fjárhagsáhyggjur á elliárunum. Þegar tekið er mið af því að lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna munu almennt svipuð og hjá bankámönnum virðist á hinn bóginn umhugsunarverð staðreynd fyrir skattgreiðendur landsins, að hrein eign Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins í árslok 1987 var aðeins 7 millj- arðar króna - þ.e. aðeins 15 sinnum hærri upphæð heldur en í eftirlauna- sjóði starfsmanna Seðlabankans. Ekki mun hins vegar fjarri lagi að ríkisstarfsmenn séu 150 sinnum fleiri en starfsmenn Seðlabanka. Það vek- ur spurningu um hvort skattgreið- endur hafi e.t.v. þegar verið skuld- bundnir til að greiða 70-80 milljarða króna (t.d. álíka upphæð og öll ríkisútgjöldin á s.l. ári) vegna lífeyr- isréttinda sem opinberir starfsmenn hafa nú þegar áunnið sér, auk þeirra réttinda sem þeir eiga eftir að ávinna sér í óbreyttu lífeyriskerfi. Sá er munurinn að bankarnir hafa látið reikna út þessar skuldir sínar, en það hefur hið opinbera hins vegar ekki gert - kannski ekki þorað að gera? -HEI SAMEINING SÓLARINNAR OG GEFJUNAR í gær tók til starfa nýtt fyrirtæki í fataiðnaði, Sólin-Gefjun hf. Gerður var samningur milli eig- enda Fataverksmiðjunnar Gefjun- ar og saumastofunnar Sólarinnar hf. um stofnun hins nýja hlutafé- lags sem mun taka við rekstri beggja fyrirtækjanna og yfirtaka sammninga við viðskiptavini þeirra. Eigendur fyrirtækisins eru að jöfnu Samband íslenskra sam- vinnufélaga og hluthafar sauma- stofunnar Sólarinnar hf. en stærst- ur hluthafi í saumastofunni var Guðlaugur Bergmann í Karnabæ. Til samstarfsins var stofnað vegna erfiðleika í fataiðnaði hér- lendis og til þess að styrkja íslenska fatagerð þannig að hér megi við- halda nauðsynlegri þekkingu á þessu sviði og bjóða vandaðan íslenskan fatnað á viðunandi verði, eins og segir í fréttatilkynningu frá hlutafélaginu. Fyrirtækið mun reka fataverk- smiðju og framleiða m.a. hefð- bundinn herrafatnað og annan al- mennan herrafatnað fyrir verslun- ardeild Sambandsins og G. Berg- mann hf. Megináhersla verður lögð á gerð einkennisfatnaðar og sér- saumaðs fatnaðar fyrir vinnuhópa. Áður störfuðu samtals um 30 starfsmenn hjá fyrirtækjunum en 22 þeirra hafa verið ráðnir til starfa hjá nýja fyrirtækinu. Stjómarformaður nýja fyrir- tækisins er Ólafur Friðriksson framkvæmdastjóri verslunardeild- ar Sambandsins, aðrir í stjórn eru Guðlaugur Bergmann og Haf- steinn Eiríksson. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.