Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. maí 1989 Tíminn 3 100 millj. kr. hagnaður hjá Olíufélaginu Á aðalfundi Olíufélagsins hf. í arins. Þar kom einnig fram að fjár- gær kom fram að rétt um eitt hundrað milljón króna hagnaður eftir skatta varð af rekstri félagsins og dótturfyrirtækja þess á liðnu ári. Vörusala Olíufélagsins árið sem leið var 4.367,7 milljónir, að frádregnum söluskatti og sölulaunum. Brúttósala félagsins var 5.093 milljónir, og jókst hún um 19,86% frá árinu á undan. Hlutdeild félagsins í heildar- sölu í landinu á bílabensíni og brennsluolíum nam 45,28%. Á árinu voru að meðaltali 280 starfsmenn hjá félaginu, miðað við heilsársstörf. Launagreiðslur og tengd gjöld voru 408 milljónir. Þetta var meðal þess sem fram kom í skýrslum þeirra Kristjáns Loftssonar stjórnarformanns og Vil- hjálms Jónssonar forstjóra til fund- magnsmyndun frá rekstri hjá Olíu- félaginu og dótturfyrirtækjum var 342,4 milljónir árið sem leið, og eigið fé þeirra í árslok var 2.169,1 milljón. Hækkaði það um 303 millj- ónir á árinu, og var eiginfjárhlutfall á efnahagsreikningi 58,3% um ára- mótin. Hlutafé í Olíufélaginu er nú 348,8 milljónir, en það var hækkað á liðnu ári um 20% með útgáfu j öfnunarhlutabréfa. Fundurinn samþykkti að greiða 10% arð af hlutafé, og er það sama arðgreiðsla og var á síðasta ári. Einnig samþykkti fundurinn að hækka hlutafé félagsins enn um 20%, þannig að það yrði að því loknu 418,6 milljónir króna. í stjórn Olíufélagsins hf. voru kosnir þeir Karvel Ögmundsson, Vilhjálmur Jónsson forstjóri á aðal- fundi Olíufélagsins hf. í gær. Tímamynd: Pjetur Kristján Loftsson, Magnús Gauti Gautason, Oddur Sigurbergsson og Sigurður Markússon. -esig Nokknr af flugkennurum og eigendum Vesturflugs við eina af kennsluvéium flugskólans fyrir utan höfuðstöðvarnar á Reykjavíkurflugvelli. Talið frá vinstri Örn ísleifsson, Stcfán P. Þorbergsson, Hörður Hafsteinsson og Þorsteinn Guðmundsson. Tímamynd: Árni Bjama jr Flugkynningardagur hjá Vesturflugi: Utsýnisflug og fallhlífarstökk Flugskólinn Vesturflug hf. stend- ur fyrir opnu húsi í dag til kynningar á starfsemi sinni og gefst fólki kostur á að fara í útsýnisflug á ýmiskonar flugvélum og þyrlu. Þá verður Fall- hlífarklúbbur Reykjavíkur með kynningu á fallhlífarstökki. Opnað verður klukkan 10.00 og stendur kynningin fram eftir degi, allt eftir veðri og áhuga fólks, en áætlað er að kynningin standi til klukkan 18.00. Stefán P. Þorbergsson yfirkennari hjá Vesturflugi sagði í samtali við Tímann að tilgangurinn með þessum flugdegi væri að kynna flugkennsl- una hjá skólanum og gefa fólki kost á að fara í útsýnisflug og sýnishorn af kennslu. „Þá verður Magnús Nordal flugstjóri með listflugvél sína á svæðinu og býður fólki að skreppa í smá hopp og taka nokkrar bakfalls- lykkjur,“ sagði Stefán. Einnig verð- ur Albína Thordarson með stærri þyrluna sína á staðnum og býður fólki í þyrluflug. Félagar úr Fallhlíf- arklúbbi Reykjavíkur ætla að hafa kynningu á fallhlífarstökki og klukk- an 15.00 verður sýningarstökk yfir svæðinu. „Svo er annað sem þeir hafa upp á að bjóða líka og það er að þeir ætla að leyfa fólki að taka þátt í fallhífarstökki. Þeir eru með eina körfu og geta tekið einn og einn farþega í einu og stokkið með hann,“ sagði Stefán. Þá verður Leiguflug Vals Andersen í Vestmannaeyjum einnig með kynningu á starfsemi sinni. Stefán sagði að fyrir utan þetta yrðu myndasýningar og kaffiveiting- ar fyrir þá sem kæmu. Vesturflug hélt slíkan dag í fyrra, og sagði Stefán að undirtektirnar þá hefðu verið hreint ótrúlegar, troðfullt hefði verið út úr dyrum fram undir kvöld. í dag verða þrjár tveggja sæta vélar í notkun, tvær fjögurra sæta, ein sex sæta og ein sjö manna flugvél til að anna útsýnis- og kynningarflug- inu, fyrir utan þyrlu Albínu. Flugskólinn Vesturflug var stofn- aður fyrir um fimm árum af flug- áhugamönnum og flugkennurum. Vesturflug hefur að jafnaði fjórar kennsluflugvélar í notkun í einu, auk tveggja annarra til kennslu í blindflugi og vél til útsýnis- og leigu- flugs. Skólinn er alhliða flugkennslu- skóli, með kennsluréttindi til einka- flugmanns, verkleg atvinnuflug- mannsréttindi og kennsluréttindi til bóklegs og verklegs blindflugs. Stef- án sagði að fjölmargir væru að læra flug í dag og hjá þeim væru líklega um 30 nemendur sem kæmu í nær öllum frítíma sínum, en aðrir viku- lega eða sjaldnar í mánuði. Flugskólinn Vesturflug er til húsa á Reykjavíkurflugvelli, Skerjafjarð- armegin. -ABÓ ■ vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Upplýsi: & É :. 1 | L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.