Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 4. maí 1989 10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Gott hjá Stuttgart -gegn Napólí í fyrri leik liðanna í úrslitum UEFA-keppninnar Ásgeir Sigurvinsson og félagar í Stuttgart voru aðeins 3 mín. frá jafntefli í fyrri úrslitaleiknum gegn Napólí í UEFA-keppninni í Napólí í gærkvöld. Sigurmark leiksins gerði brasilíski landsliðsmaðurinn Careca á 87. mín. Stuttgart fékk aukaspyrnu á 17. mín. leiksins. Ásgeir Sigurvinsson gaf á Maurizio Gaudino sem skoraði af 30 m færi og þannig var staðan í leikhléinu. Diego Maradona jafnaði úr víta- spyrnu á 68. mín. og Careca gerði síðan sigurmarkið á elleftu stundu, eins og áður segir. Stuttgart nægir að sigra 1-0 í síðari leiknum, en hann verður í Stuttgart eftir 2 vikur. Ásgeir átti góðan leik í gærkvöldi Ensku meistararnir Liverpool misstu af tveimur stigum í meistara- slagnum ■ gærkvöld er liðið gerði 0-0 jafntefli gegn nágrönnum sínum Everton. Nottingham Forest vann Millwall 4-í og West Ham vann 2-1 sigur á Newcastle. eins og félagar hans, en fyrirfram var búist við stórsigri Napólí. BL í fyrrakvöld voru þrír leikir í 1. deild, Luton vann stórsigur á Charl- ton í botnbaráttunni 5-2, Manchest- er United vann Wimbledon 1-0 og Southampton vann Aston Villa 2-1. BL Knattspyrna: Jaf nt hjá Liverpool Knattspyrna: KA-menn Tactic-meistarar Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttamanni l ímans á Akureyri: Um síðustu helgi fór fram knatt- spyrnumót á Akureyri sem kennt er við Tactic íþróttavörur. Fjögur lið tóku þátt í mótinu, 1. deildarlið KA og Þórs ásamt 2. deildarliðum Tindastóls og Leifturs. Mótið hófst á föstudag og léku þá KA og Tindastóll og Þór gegn Leiftri. KA marði Sauðkrækinga 2-1 Golf: Einherjar verðlaunaðir Á laugardag verða afhent verð- laun til handa þeim kylfíngum sem náðu þeim áfanga að fara holu í höggi á síðasta ári. Hér er um 36 einstaklinga að ræða og eru þeir þar með komnir í Einherjaklúbbinn. Verðlaunin verða afhent í Síðumúla 35 kl. 17.00 á laugardag. BL og Þór vann öruggan sigur á Leiftri 4-2. En á laugardag fór að draga til tíðinda, því þá unnu Sauðkrækingar stórsigur á Þórsurum 4-2 og var sá sigur síst of stór. KA og Leiftur skildu jöfn 0-0. Síðasta umferðin var síðan leikin 1. maí. Tindastóll og Leiftur gerðu þá jafntefli 2-2 og var það sjálfsmark Eyjólfs Sverrissonar Sauðkrækings 30 sek. fyrir leikslok sem réð úrslit- um. Leikur Akureyrarliðanna var al- gjör einstefna, KA-menn unnu yfir- burðasigur 4-1 og voru mun spræk- ari. Árni Hermannsson, Þorvaldur Örlygsson, Örn Arnarson og Gauti Laxdal skoruðu fyrir KA, en Júlíus Tryggvason fyrir Þór. í KA-liðið vantaði nokkra leikmenn, en það kom ekki að sök þar sem Þórsarar voru mjög slakir. Ekki er gott að koma auga á hvaða ieikstíl hinn júgóslavneski þjálfari Þórs ætlar að leggja fyrir sína menn, en víst er að ekki er hann áferðarfagur. Bæði liðin léku mjög gróft og skörkuðu jafnt í knöttinn sem sköflunga andstæðinganna. JB/BL Fræðslumál: Unglinga ráðstefna Unglinganefnd ÍSÍ gengst fyrir ráðstefnu á sunnudaginn kemur. Þar verður fjallað um íþróttir barna og unglinga. Fjölmargir aðilar er tengj- ast umfjöllunarefninu halda erindi og eru allir áhugamenn um bættar barnaíþróttir hvattir til þess að mæta á ráðstefnuna, sem hefst kl 9.45. Þátttökutilkynningar skulu berast skrifstofu ÍSÍ fyrir kl. 16.00 á föstu- dag. BL Jóna Harpa Viggósdóttir frá Neskaupstað skellir knettinum framhjá hávörn Luxemburgara Og í gólfíð. Tímamynd: Pjetur. Blak: Sigrar og tap - hjá unglingalandsliði kvenna gegn Luxemburg ísland sigraði í tveimur af þremur unglingalandsleikjum kvenna í blaki er fram fóru hér á landi um síðustu helgi. ísland vann fyrsta leikinn 3-1. Hrinutölur voru 15-13, 15-17, 15-11 og 15-6. í öðrum leiknum voru íslensku stúlkurnar þreyttar og töpuðu 3-0, 15-10, 15-8 og 15-13. ísland komst í 10-1 í fyrstu hrinu en missti forskotið niður. í þriðja leiknum náði ísland að hefna með 3-1. Hrinutölur voru 6-15, 15-13, 15-8 og 15-11. Karítas Jónsdóttir KA lék vel í öllum leikjunum og Elva Rut Helga- dóttir HK lék vel í fyrsta leiknum. BL 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! Tveir tipparar urðu 408.488 kr. ríkari um síðustu helgi þar sem þeim tókst að fá 12 rétta. Þá komu 38 raðir fram mcð 11 réttum og vinningsupphæðin fyrir hverja röð er 9.213 kr. Annar þeirra aðila sem voru með 12 rétta keypti röð sína í söluturninum Bræðraborg í Kópavogi á sjálfval. Er þetta önnur vikan í röð sem sjálfval í Bræðraborg skilar 12 leikjum réttum. FYLKISVEN sigraði í bráð- bana í hópleik getrauna, en Fylk- isven og ROZ höfðu orðið efstir og jafnir í keppninni með 105 stig. í bráðabananum urðu úrslit þau að Fylkisven var með 11 rétta en ROZ aðeins 9 rétta. Eins og nafnið gefur til kynna þá saman- stendur FYLKISVEN hópurinn af nokkrum hörðum Fylkismönn- um. Þeir leggja því land undir fót, því í vinning var ferð í Lundúna á bikarúrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni á Wembley leikvanginum. Fjögur fyrirtæki eru nú eftir í fyrirtækjakeppni getrauna. Þau eru þessi: Endurskoðunarsk.st.Sveinn og Haukur-Auglýsingast. Magnúsar Ólafssonar Veitingahöllin-Endursk. B.E.Á. í undanúrslitum keppninnar leika fyrirtækin sem að ofan segir og í 19. leikviku verður síðan úrslitaleikurinn. Þar sem fjölmiðlaleik getrauna er nú nýlokið og nýr leikur hefst ekki fyrr en í 19. leikviku, eru síðasta vika og sú sem í hönd fer, nokkurskonar upphitunarvikur fyrir næsta leik. í síðustu viku var nokkuð jafnræði með fjölmiðlun- um í spám sínurn. Allir voru með 4, 5 eða 6 rétta. Bylgjan og Stöð 2 voru með 6 rétta, en Tíminn, DV, Dagur og RÚV höfðu 5 rétta. Sigurvegarinn í síðasta fjöl- miðlaleik, MBL, var með 4 rétta ásamt Þjóðviljanum og Stjörn- unni. Fram var sem oft áður sölu- hæsta fétag síðustu viku með hvorki meira né minna en 14,64% áheita. Fylkismenn komu næstir með 9,77% og KR var í þriðja sætinu með 6,40%. Stjarnan og Selfoss hafa sótt í sig veðrið að undanförnu í sölunni, en Haukar og FH eru nú horfin af topp 10 listanum. En ekki þýðir að líta of mikið um öxl, horfum fram á veginn á 18. leikviku. Spáin er þessi: Charlton-Wimbledon: 2 Bikarmeistarar Wimbledon eru í miklu stuði um þessar mundir og láta sig ekki muna um að hirða 3 stig í Dalnum. Derby-Aston Villa: 1 Óvænt tap Derby gegn Luton í síðustu viku stappar stálinu í leikmenn liðsins fyrir leikinn gegn Aston Villa. Pottþéttur heimasigur. Middlesboro-Arsenal: 2 Arsenal-liðið er á hörkusiglingu í áttina að meistaratilinum og lið Middlesboro ætti ekki að verða þeim fjötur um fót. Útisigur á Ayresome Park. Newcastle-Millwall: x Allt að tapaður fallbaráttuslagur hjá Newcastle. Liðið nær þó jafn- tefli gegn Millwall, sem hefur átt undir högg að sækja að undan- förnu. Norwich-Everton: x Það hefur ekki gengið sem best hjá Norwich-liðinu að undan- förnu og liðið hefur ekki unnið í síðustu 7 leikjum. Jafntefli verð- ur ofaná í heimaleik gegn Ever- ton. Southampton-Manchester Utd:2 Loks kemur að því að lið Manc- hester United tekst að vinna leik. Eftir marga ósigra að undan- förnu, jafn heima sem heiman, tekst United liðinu að sigra Dýrð- lingana á útivelli. West Ham-Luton: 2 Lið West Ham er fallið í 2. deild,. en Luton er enn í fallhættu, þrátt fyrir sigurleiki uppá síðkastið. Útisigur hjá Luton. Barnsley-Portsmouth: 1 Staða Barnsley í 2. deildinni er mun betri en Portsmouth og því eru allar líkur á heimasigri í þessum leik. Brighton-Ipswich: x Bæði liðin sigla lygnum sjó í 2. deildinni og varla er ástæða til að reikna með öðru en rólegheita- leik, jafntefli. Leicester-Crystal Palace: 2 Crystal Palace-liðið á enn mögu- leika á 1. deildarsæti að ári, en þarf líklega að taka þátt í sér- FJÖLM stakri aukakeppni um sætið. Leicester er neðarlega í deildinni og ekki líklegt til að hirða stig af Palace. Útisigur. Swindon-Stoke: x Stoke hirðir annað stigið af Swindon, sem hefur betri stöðu í deildinni, en ekki er allt sem sýnist. W.B.A.-Sunderland: 1 Öruggur sigur heimamanna á liði Sunderland, sem statt er um mið- bik deildarinnar. Lið Albion er nánast ósigrandi á heimavelli. skúli lúðvíks. V’ í’ - . LEIKIR 6. MAÍ ’89 J CD 2 > o Z Z rs F z z 3 ! cc 3 <3 < D S c. <r < £ Z < -7 o > CD ÍN 8 & z < i < S ■ SAMTALS 1 X 2 Charlton - Wimbledon 2 2 2 2 X X 1 1 X 2 3 4 Derby - Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1 1 2 8 0 1 Middlesbro - Arsenal 1 2 2 2 2 2 2 X 2 1 1 7 Newcastle - Millwall 1 1 X 2 2 J 1 1 1 6 1 2 Norwich - Everton 2 1 X 1 1 X 1 X 2 4 3 2 Southampton - Man. Utd. 2 2 2 2 2 X 2 2 2 0 1 8 West Ham - Luton 1 1 2 2 2 1 2 1 1 5 0 4 Barnsley - Portsmouth 1 * X 7 1 1 1 X 6 3 o Brighton - Ipswich X 2 X X 2 X 1 X X 1 6 2 Leicester - C. Palace 1 1 2 X 2 X 2 1 1 4 2j 3 Swindon - Stoke 1 1 X X 1 1 2 1 1 6 2 1 W.B.A. - Sunderiand U í 1 1 1 1 u 1 X 8 1 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.