Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 4. maí 1989
Tímiim
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Oddur Ólafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verö í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Uppstigningardagur
Kristnir menn fagna í dag, á uppstigningardegi,
því undri þegar Kristur fór himnaförina eftir að
hafa risið upp frá dauðum eins og páskaboðskapur-
inn kennir.
Hvað sem bókstafstrú líður eru þessar frásagnir,
sem tengjast guðseðli Krists, að minnsta kosti
táknrænar og mætti leggja út af þeim á þeim
grundvelli án þess að séð verði að það skaði kristinn
sið og menningu og það samfélag kristinna manna
sem kirkjan er. Hvort sem útlegging kenninganna
er reist á táknskilningi eða bókstafstrú leiðir hún til
sömu niðurstöðu um það, að mannkynið er hluti af
sköpunarverki sem er ein heild og getur allt eins
verið guðs verk eins og afsprengi þokuslæðinga í
einhverju ginnungagapinu án neinnar forsjónar.
Heildarsýn
Fullyrða má, að samningar þeir sem tókust um
helgina milli Alþýðusambands íslands og vinnu-
veitendasamtakanna, hafa verkað sem léttir á
þeirri spennu sem ríkt hefur í hugum fólks
undanfarnar vikur.
Niðurstaða í kjaradeilum Alþýðusambandsins
var afar brýn, því að frekara þóf í samskiptum
vinnuveitenda og Alþýðusambandsins og dráttur á
samkomulagi hefði stóraukið þann vanda, sem það
er að ráða fram úr kjaramálum í frjálsum samning-
um.
Aðiljar vinnumarkaðarins, þau frjálsu samtök
launamanna og atvinnurekenda sem tilheyra vest-
rænum lýðræðisþjóðfélögum, stóðust þær skyldur,
sem frjáls samningsréttur leggur þeim á herðar.
Þegar rakinn er samskiptaferill þessara aðilja
undanfarnar vikur hefur það komið í ljós, sem oft
hefur þótt á skorta, að þeir gerðu sér grein fyrir
þeirri þjóðfélagslegu ábyrgð sem fylgir frelsinu.
Samskiptin hafa markast af því að hagsmunasam-
tökin viðurkenna í verki, að þau eru valdaafl sem
deila þjóðfélagsvaldinu með hinu kjörna og stjórn-
skipulega valdi Alþingis og ríkisstjórnar.
En þessi samskiptaferill frjálsra hagsmunasam-
taka hefur einnig leitt það í ljós, að ógerningur er
að leysa samningamál á vinnumarkaði án meðal-
göngu og afskipta ríkisvaldsins. Bókstafstrú á að
samningafrelsið á vinnumarkaði sé óháð afskiptum
Alþingis og ríkisstjórnar er röng og getur ekki
staðist í raun. Svo öfgafullt sem það er að ætla
ríkisvaldinu alræði í kaupgjalds- og kjaramálum,
þá eru það einnig öfgar að halda fram afskiptaleys-
isstefnu í því efni.
Þær kjaradeilur, sem verið hafa og eru óleystar
enn að hluta til, eru skýr ávísun á nauðsyn þess að
taka upp nýja hætti í samningamálum, sem byggjast
á samráðum milli hagsmunasamtaka sem raunveru-
legra valdaaðilja í valddreifingarþjóðfélaginu og
ríkisvaldsins. Með því eina móti fæst sú heildarsýn
yfir ástand þjóðmála, sem nauðsynleg er farsælum
rekstri þjóðarbúsins og réttlátri skiptingu þjóðar-
auðsins.
GARRI
Hinn leiði veruleiki
Þegar bullið stendur hæst um
einstaklinga og stofnanir, þá grípa
menn til orða eins og „faglegur“,
sem leysir eiginlega allt af hólmi í
fari einstaklings, framkomu, kunn-
áttu og innræti, eða þá að gripið er
til hugtaks sem heitir „málstaður
verkalýðsins“. Það orðalag er ein-
mitt notað í Þjóðviljanum í gær,
þegar verið var að lýsa átökum
kennara og fjármálaráðherra. Ber
að skilja þetta svo, að málstaður
háskólamenntaðra kennara sé
málstaður verkalýðsins, væntan-
lega sprottinn upp á kennarastof-
um, þar sem suðupottar kjaramála-
krafna standa.
Samkvæmt fréttum af frægum
fundi kennara og fjármálaráðherra
er ráðherrann talinn hinn versti
svikari við málstað „verkalýðsins“,
þ.e. kennara. Hér er um einhvern
hugtakarugling að ræða. Kennarar
eru launþegar, en verið getur að
hið faglega í starfi þeirra valdi þvi
að nú dugar þeim ekkert betur en
nafngiftin verkalýður, sem þeir
hafa gefið sér. Frægar urðu orð-
ræður Páls Kolka og Jóns Pálma-
sonar á Akri á fundi sjálfstæðis-
manna á Blönduósi fyrir margt
löngu. Vildi Páll fara í framboð
fyrir flokkinn og færði þau rök
fyrir máli sínu, að hann væri búinn
að þjóna sem héraðslæknir í þrjátíu
ár og því væri tími til kominn að
hann byði sig fram fyrir flokkinn í
staðinn fyrir Jón á Akri. Jón
Pálmason stóð þá upp glaðbeittur
að vanda, og kvaðst hafa verið
þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í þrjátíu ár. Samt dytti honum
ekki í hug að krefjast þess að verða
héraðsiæknir Húnvetninga. Svona
minnisnóta ætti að vera nokkur
ábending til kennara um, að þeir
eru ekki verkalýður.
Kennarar ■ BHMR eru orðnir
leiðir á því, að ekkert skuli ganga
í launabaráttu sem háð hefur verið
samkvæmt því sem kallað hefur
verið markaðslaunakenningin.
Hún fæst með samanburði við
sambærilegar stéttir, sem vinna
utan samninga við ríkið. Kennarar
geta ekki borið sig saman við neina
kennara á opnum launamarkaði.
Þeir eru allir starfsmenn hins opin-
bera. Markaðslaunakenningin nær
þvi ekki til þeirra, nema þeir vilji í
alvöru bera sig saman við verkalýð-
inn, sem nú hefur samið við vinnu-
veitendur um kaup og kjör. En
kennarar vilja það ekki. Þeir vilja
bara heita verkalýður.
Til dæmis um þetta má vitna til
lýsingar á fundinum með fjármála-
ráðherra, þegar talið barst að
kjarasamningum Sóknarkvenna.
Þeir samningar fengu dræmar
undirtektir hjá fundarmönnum.
„Þið skuluð bara hlæja að kjörum
Sóknarkvenna“, sagði Ólafur
Ragnar. „Þær eyða ekki sjö árum
í starfsmenntun.“
Staða fjármálaráðherra í þeim
samningum sem nú er verið að
freista að ná milli BHMR og fjár-
málaráðuneytisins er mjög erfið.
Sé málið skoðað pólitískt þá eigast
hér við formaður Alþýðubanda-
lagsins annars vegar og þjálfað lið
vinstri stefnunnar og Alþýðu-
bandalagsins hins vegar, þótt trot-
skíistar hafi verið nefndir í leiðinni,
sem eru engir vinir Alþýðubanda-
lagsins. Jörð skelfur því undir fót-
um hinna trúverðugu, enda segir
Þjóðviljinn um fundinn, að þrátt
fyrir að orðaskipti ýmis hafi verið
skemmtileg, „var tónninn víða
stríður og stundum fullur heiftar.“
Vel getur verið að kennarar hafi
verið afvegaleiddir á liðnum ára-
tugum og það komi nú í koll þeim
sem afvegaleiddu. Þetta er spum-
ing um sáningu og uppskeru. Sé
sáð til arfa fá menn ekki uppskeru
í túlípönum. Ólafur Ragnar er
kjarkmaður. í samningum við
BSRB var mótuð launastefna, sem
hann ætlar að standa við í viðræð-
um við BHMR sem leitar markaðs-
launa. Það er því ekkert undarlegt
þótt þeim hjá BHMR þyki fúlt
undir að sitja. Þeir hafa lifað í
þeirrí trú, að nú loksins yrði starf
þeirra metið til starfa forstjóra og
forystuliðs.
Fundarstjóri lýsti þessu þannig:
„Er ríkið eftir fjögurra vikna verk-
fall að leggja fram BSRB-samning-
inn og ekkert annað? Þetta er
orðið leiðinlegt, alveg hundleiðin-
legt.“
„ Veruleikinn er stundum leiðin-
legur,“ sagði Ólafur Ragnar.
Garri
VÍTTOG BREITT
Einkageirinn gjafmildi bíður
Yfirlýsing
Ég undirritaður segi mig hér með úr Alþýðu-
bandalaginu vegna ósanngirni fjármálaráð-
herra, Ólafs Ragnars Grímssonar prófessors,
gagnvart launafólki og hinnar kapítalísku af-
stöðu hans gegn vinnandi stéttum.
Alfreð Árnason
Það eru mikil undur að nokkur
kona eða maður skuli fást til að
starfa í opinberri þjónustu. Sér-
staklega kemur það merkilega fyrir
sjónir að fólk sem gengið hefur
menntaveginn, langan og strangan,
fórni menntun sinni og starfsævi í
að vinna á sultarkjörum hjá stofn-
unum og fyrirtækjum sem rekin
eru af ríki og sveitarfélögum.
Þegar haft er í huga hve einka-
geirinn, hlutafélögin og fyrirtæki
sem rekin eru af hinu frjálsa fram-
taki, þar sem markaðskerfið fær að
njóta sín, eru útbær að borga
starfsfólki sínu hátt kaup, er í
rauninni alveg óskiljanlegt að
nokkur hámenntapersóna skuli
fást til opinberra starfa.
Þegar þar við bætist að einka-
framtakið er einstaklega rausnar-
legt þegar kemur til fríðinda, eins
og t.d. lífeyrisgreiðslna og þarf
starfsfólk markaðskerfisins ekki að
vera komið nema á áttræðisaldur-
inn til að komast á eftirlaun, óverð-
tryggð og óniðurgreidd og þarf
ekki að lúta því að láta óvinveitt
ríkisvald nota skattpeninga sína til
að verðtryggja þau ellilaun sem
ekki verða nefnd eftir öðru en
óværu.
Ráðgátan mikla
Mikið framfaraskref var stigið
þegar opinberir starfsmenn fengu
verkfallsrétt til að sýna því ríki í
tvo heimana, sem heldur að þeir
séu ráðnir til að þjóna almanna-
hagsmunum.
Löglærðir fulltrúar með dómara-
status stöðva nú giftingar og skiln-
aði, þinglýsingar og útgáfu veðbók-
arvottorða og vilja betri kjör. Eins
og aðrir ríkisstarfsmenn eru þeir
að bera sig saman við lögfræðing-
ana sem vinna sjálfstætt eða hjá
öðrum fyrir ofsa fínum tekjum.
Hvað þessir fulltrúar fógeta,
Tryggingastofnunar og annarra op-
inberra kontóra eru að gera í
láglaunastörfunum er og verður
öðrum hulin ráðgáta. Af hverju
stundar fólkið ekki málaflutnings-
störf og fasteignasölu eða fær sér
vinnu hjá almennilegum kapital-
ískum fyrirtækjum, þar sem allir
löglærðir og langmenntaðir fá svo
miklu hærri laun.
Hver er eiginlega að biðja þetta
fólk eða aðra vel menntaða og
eldklára opinbera starfsmenn að
sækja í vesældarlegar stöður hjá
ríkisreknum stofnunum?
Ættjarðarást
Á þeirri síbylju sem gengur yfir
þessar vikurnar um menntun og
færni í starfi, er helst að skilja að
einkaframtakið meti menntunina
að verðleikum til launa en hið
opinbera beiti öllum brögðum til
að hýrudraga sitt starfsfólk og
þeim mun meira sem menntun
þess og hæfileikar eru meiri.
Engu er líkara en að það sé
eitthvert sjálfskaparvíti að álpast
til að fara að vinna hjá ríkisstofn-
unum. Það er nánast sama við
hvaða störf er, það er að segja þau
sem hæfa langskóluðu fólki.
Enginn dregur í efa að ríkis-
stofnanir þurfa á margs konar sér-
menntuðu fólki að halda, en fæstir
munu samt hefja opinber störf af
ættjarðarást einni saman. Þeirri
spurningu hefur aldrei verið svarað
hvers vegna langskólafólkið fer
ekki út á hinn sæla samkeppnis-
markað, þar sem nám og hæfileikar
eru svo hátt metnir til launa og
fríðinda og eftirspurnin eftir færum
vinnukrafti er svo mikil að fyrirtæki
keppast við að yfirbjóða hvert
annað ef völ er á langskólagengn-
um starfskrafti.
Háskólamenntaðir kennarar
hafa látið að því liggja að þeir muni
ekki fórna sér í skólastarf að
hausti, jafnvel þótt ríkisvaldið
manni sig upp í að fara að meta
verðleika þeirra til launa og semja
um viðunandi kjör. Vafalaust mun
markaðskerfi einkageirans taka
mikinn fjörkipp og bjóða í starfs-
kraftinn þegar hann hættir að fóma
sér í ríkisþjónustu og þá munu gull
og grænir skógar í boði fyrir hvern
þann sem rífur sig lausan úr hrak-
smánarlegum kjörum óvinveitts
ríkisvalds.
Fjármálaráðherra er nú úthróp-
aður fyrir að gegna þeirri skyldu
sinni að halda utan um landssjóð-
inn og varast að missa ríkisfjármál-
in úr böndunum. Nokkrir kennarar
auglýstu menntun sína í mannasið-
um með því að bjóða honum til
fundar, gera óp að gesti sínum og
varna honum þannig máls og að
síðustu að ganga af fundi undir
ræðu hans, þar sem þeim féll ekki
bóðskapurinn, sem er andstæður
því að skólakerfið verði lagt undir
markaðsöfl í anda frjálshyggju.
Að hinu leytinu er hann Álfreð
Árnason búinn að segja sig úr
Alþýðubandalaginu vegna kapital-
ískrar afstöðu ráðherrans gegn
vinnandi stéttum.
Svona geta hin ýmsu öfl verið á
ferli í einum og sama manninum,
og fer það eftir lengd skólagöngu
ríkisstarfsmanna hverjum augum
þeir líta fjármálaráðherrann og
kjaratilboð hans.
OÓ
i.v . f'f. • í.’o.KÍ- Cí. t.»'» ‘ T'J .t V •'
*