Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Fimmtudagur 4. maí 1989 Fjölbýlishús í miðborg kínverskrar stórborgar. I Peking er nú 7 fermetra íbúðarhúsnæði á mann. Ibúar Peking hafa 7 fermetra íbúðarhúsnæði á mann Sun Shouhai er vel stæður miðað við kínverskan mælikvarða. í hverjum mánuði selur hann fatnað fyrir 5400 dollara á frjálsum markaði. En í stórborgum Kína, sem eru yfirfylltar fólki, er það jafnvel þeim nýríku erfitt að gera sér hið daglega líf þægilegt. Sun Shouhai, sem er 32 ára, býr með konu og barni í aðeins tíu fermetra stórum kofa, án hita, rennandi vatns og salernis. Hann leggur hart að sér að bæta lífsskilyrði fjölskyldu sinnar. Ekki alls fyrir löngu fór hann til íbúðarmiðstöðvar í Peking, sem býður einstaklingum til kaups eigin íbúðir. Hann sótti um íbúð með þrem svefnherbergjum. Hún á að kosta 25.000 dollara. Tilraunir til að færa húsnæðiskerfið í átt til markaðslögmála Sala íbúða til einkaaðila er hluti af umbótum sem verið er að koma á í kínverska húsnæðiskerfinu. Hingað til hefur húsaleiga verið niðurgreidd. í fjóra áratugi hafa ríkisfyrirtæki lagt starfsmönnum sínum til íbúðir gegn smávægilegri leigu. En síðustu tvö árin hefur kín- verska stjórnin gert tilraun til að færa húsnæðiskerfið nær markaðs- lögmálum með því að hækka leiguna og selja húsnæðið. Enn er eftirspurnin eftir sölu- íbúðum ekki mikil. í Peking eru nú 400 nýjar íbúðir boðnar til sölu en enn sem komið er eru ekki nema 240 líklegir kaupendur í sigtinu. Flestir Kínverjar líta á það sem grundvallarréttindi að eiga kost á ókeypis eða ódýru leiguhúsnæði. íbúðirnar óviðráðanlega dýrar Þar sem meðalárstekjur eru að- eins um 400 dollarar eru nýju íbúðirnar óviðráðanlega dýrar fyrir flesta íbúa höfuðborgarinnar. Ma Jinli, sem veitir íbúðamiðstöðinni í Peking forstöðu segir: „Megin- reglan er sú að það er aðeins fólk sem stundar viðskipti eða fólk sem fær senda peninga frá ættingjum í útlöndum, sem getur leyft sér að eignast svona íbúð.“ Þó að óneitanlega hafi ræst heilmikið úr húsnæðismálunum í Kína á undanförnum tíu árum, sýna útreikningar að hver íbúi höfuðborgarinnar hefur samt ekki nema sjö fermetra til umráða. „Blað alþýðunnar", hið opin- bera málgagn kínverska kommún- istaflokksins, hermir að u.þ.b. þriðjungur allra íbúa Peking búi við annað hvort mjög lélegan húsa- kost eða hafi alls ekkert þak yfir höfuðið. Með tilliti til hinna gífurlegu fjármuna sem yfirvöld verða að leggja fram til að greiða niður húsaleigu eru stjórnmálamenn sammála um að frjáls íbúðamark- aður verði að fyrirfinnast, jafnvel þó að hann hafi í för með sér að misjöfn lífskjör manna verði enn misjafnari. „Þetta er ömurlegt. Það er eng- inn möguleiki fyrir fólk eins og mig að kaupa sér íbúð á þessu verði," segir Li Wei, þrítugur iðnverka- maður. Hann býr í tíu fermetra stórum skúr. Erfið kaupskilyrði og íbúðirnar ekki allar í góðu standi Flestir væntanlegir íbúðareig- endur vilja fá íbúð í miðborginni, á einhverri af efri hæðum fjölbýlis- húsanna. íbúðunum verður úthlut- að eftir þeirri röð þar sem þörfin er brýnust, þ.e.a.s. fjölskyldur í sér- lega slæmum húsakynnum hafa forgang. Kaupverðið verður að greiða innan tíu daga. Kaupend- urnir geta selt íbúðirnar aftur eða eftirlátið börnum sínum þær. Endursala er þó ekki leyfileg fyrr en að fimm árum liðnum. Verð íbúðanna er frá 15.000 dollurum fyrir eins herbergis íbúð upp í yfir 30.000 dollara fyrir stærri og betur útbúnar íbúðir. Ibúðir á efstu hæð húsa eru ódýrari en þær sem eru á neðri hæðum. Ma Jinlin hjá • íbúðamiðstöðinni segir að ástæðan sé sú að þar verði of kalt á vetrum og of heitt á sumrum. „í illa byggðum húsum rignir þar inn - auk þess ganga lyfturnar yfirleitt ekki upp á efstu hæðirnar," segir hún. Einn þeirra sem hefur sýnt áhuga á að kaupa íbúð er Tschou. Hann vill kaupa þriggja herbergja íbúð en býr nú í einsherbergis íbúð. Sú var tíðin að hann átti hús með níu herbergjum, en það var tekið af honum á miðjum sjöunda áratugn- um oe nú búa margar fjölskyldur þar. A árinu 1983 borguðu yfirvöld Tschou 250 dollara í skaðabætur fyrir upptæka húsið. „Fyrir þá peninga gæti ég ekki einu sinni keypt hálfan fermetra nú,“ segir hann. Ættingjar í útlöndum hafa út- vegað honum 25.000 dollara og nú getur hann keypt sér sína eigin íbúð. „Það er yndislegt að geta loks komist í fallegra umhverfi," segir Tschou. Linotype Fjórar setningartölvur til sölu. Saman eða í sitthvoru lagi. Hægt er að senda texta á milli véla, en eru sjálfstæðar einingar hver um sig. Tölvurnar eru allar í góðu ásigkomulagi og geta tekið á móti texta frá PC tölvum. • 1 stk. CRTronic300setningartölva með útskrift. • 2 stk. CRTronic S 150 setningar- tölvur með viðauka og útskrift. • 1 stk. CRTerminal 150 með við- auka og spjaldi fyrir PC tölvur. • Ennfremur 1 stk. Linokey 2 inn- skriftarborð. • CRTronic prentari. Nánari upplýsingar á Tæknideild gefa Þorgeir og Ari. Tíminn Lynghálsi 9 - Sími 686300 Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á Iager. Reynið viðskiptin. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.