Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. maí 1989 fíminn 5 Neyðarástand að skapast í landbúnaði. Hætt við að kornræktin misfarist í ár og sáningin á leið í súginn vegna verkfalls BHMR. Ólafur á Þorvaldseyri: „Við munum I ara í skaða- bótamál við þessa menn“ „Ef ekki tekst að sá korninu fyrir helgi er alls óvíst hvort yfirhöfuð taki því að sá. Við erum þegar búnir að missa verulega góða viku niður af vaxtartímanum og henni getum hvorki við né aðrir bætt aftan við sumarið,“ sagði Olafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir EyjafjöUum. Kombændur og innflytjendur sem flytja inn sáðkorn fyrir þá, hafa sótt um undanþágu til náttúrufræðinga með að fá tollafgreidd sextíu og sex tonn af byggi sem standa í gámum á hafnarbakka í Reykjavík en sáning ætti nú með réttu að standa yfir. Ólafur sagði að kornbændur á Suðurlandi ættu nú á hafnarbakka í Reykjavík sextíu og sex tonn sáð- korns - byggs. En samkvæmt lögum á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins að sjá um eftirlit með innflutningi á fóðri og fræjum. Allur innflutning- ur slíks liggur því nú niðri vegna verkfalls náttúrufræðinga. Eftir því sem dregst að sá korninu sagði Ólafur að mætti reikna með hrað- minnkandi uppskeru í réttu hlutfalli við þann dagafjölda sem sáning dregst á langinn. Hann sagði að sáðkornið sem þeir ekki fá nú vegna verkfallsins sé í þrjú hundruð hektara og ef allt væri með felldu mætti reikna með um sex hundruð tonna uppskeru af byggi, bæði til manneldis og til fóðurs. Meðalverð sem fæst fyrir kornið er um fjörutíu krónur þannig að hér eru um 24 milljónir króna í húfi. „Rannsóknastofnun Landbúnað- arins hefur unnið gott starf við rannsóknir, tilraunir og kynbætur í kornræktinni og við bændurnir erum hryggir yfir því að starfsmenn stofn- unarinnar sem hafa byggt upp þessa nýbúgrein með okkur, skuli nú vera tilbúnir að brjóta hana niður einmitt nú þegar framfarirnar eru að koma í ljós,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að kornbændur hefðu ítrekað reynt að fá undanþágu svo sáning gæti hafist og leitað allra hugsanlegra leiða í því efni. Tækist það ekki myndu þeir freista þess að fá tjón sitt metið og fara í skaðabóta- mál við náttúrufræðinga til að freista þess að fá tjón sitt bætt. „Það er ekki talið að hér sé verið að tala um neyðarástand og því hefur undanþága vegna ofannefnds ekki verið veitt,“ sagði Ingileif Jóns- dóttir sem situr í undanþágunefnd náttúrufræðinga. Félag íslenskra náttúrufræðinga og Félag dýralækna hélt fund með Steingrími J. Sigfússyni landbúnað- arráðherra í gær þar sem ráðherra var kynnt hversu alvarlegt ástand væri að skapast vegna verkfalla fé- lagsmanna þessara félaga. Sem dæmi má nefna eru nú ekki gefnar áburðarieiðbeiningar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins en bændur og garðyrkjumenn þurfa mjög á þeim að halda á þessum árstíma. Þá liggur niðri undirbúning- ur undir ræktunartilraunir stofnun- arinnar og hætt er við að ýmsar rannsóknir á sauðfé í tengslum við sauðburð fari forgörðum. Hjá Skógrækt ríkisins liggur trjá- plöntusala niðri en hún stendur und- ir tæpum helmingi þess fjár sem stofnunin hefur úr að spila. Þá ætti nú að standa yfir sáning birkifræs, en hún liggur niðri og þegar er útséð um að minna verður sáð í ár en ætlað var. Starfsemi Veiðimálastofnunar liggur niðri og ekki hefur verið hægt að merkja seiði frá hafbeitarstöðv- um. Þá er ekkert eftirlit með flutn- ingi seiða milli landshluta eins og lög gera ráð fyrir og öll slátrun liggur niðri vegna verkfalls dýralækna. Landbúnaðarráðherra lýsti áhyggjum sínum yfir því ástandi sem er að skapast vegna kjaradeilunnar og hét fundarmönnum að gera sitt til að leysa hana. -sá touIlsKorn iwoMS|,nq|aM U4°Ms,|nq v U40MS|,nqtaM Kornið stendur í gámi á hafnarbakkanum og allt virðist benda til að það verði þar, þar til verkfallið leysist. Tímamynd:Ámi Bjaroa Búf jártalning kærð? Nokkuð almenn andstaða virðist vera gegn núverandi fyrirkomulagi búfjártalningar í landinu. Guð- mundur Valtýsson er sem kunnugt er einn þeirra sem risið hefur önd- verður gegn talningunni. Ef komið verður með húsleitarheimild hefur hann jafnvel í hyggju að láta reyna á málið fyrir hæstarétti. En það eru fleiri en Guðmundur sem ekki sætta sig við talninguna og má þar nefna Lúther Olgeirsson sem segir fram- kvæmdina fáránlega. „Mín afstaða í þessu máli hefur ekkert breyst og ég mun standa fast á því að ekki verði talið á þennan hátt hér. Það er rétt að taka það fram strax að ekki skakkar svo oft tölum hjá mér að ég þurfi neitt að fela. En ég tel þetta spilla fyrir bændastéttinni og skapa tortryggni. Aðgerðin er auðvitað hæpin ef lög- regluaðgerðum er beitt í þessu skyni," sagði Guðmundur Valtýsson bóndi á Eiríksstöðum í Svartadal, í samtali við Tfmann. Hann taldi þetta ekki á nokkurn hátt geta stemmt stigu við heima- slátrun eins og eitt af markmiðunum á að vera og sagði aðrar leiðir heiliavænlegri í því efni. Eftir að þetta mál kom upp hefur fjöldi manns hringt í Guðmund og látið í ljós ánægju sína með að hann skyldi neita talningarmönnum um aðgang að húsunum. „Mér virðist sem margir sem þegar hafa gengið í gegnum þessa talningu séu mjög óánægðir með hana. í mig hefur hringt fólk frá Aðaldal, Norðfirði, Reykhólasveit og fleiri stöðum og lýst yfir ánægju sinni með þessa glímu mína. Bændur hafa ef til vill sæst á talningu til að forðast vand- ræði en verið mjög óhressir með hana. Eins er hitt að talningarmenn eru oftar en ekki nágrannar bænd- anna og kunningjar úr sveitinni og mönnum leiðist að standa uppi í hárinu á þeim. Lang skynsamlegast af talningarmönnunum hefði auðvit- að verið að fara að dæmi oddvitans í Sveinsstaðahreppi, skila af sér gögnunum og neita að taka þátt í þessu." En eins og greindi frá í Tímanum í gær taldi oddvitinn að- gerðina jafngilda áfellisdómi yfir sér og sínum störfum þar sem hann hefur haft yfirumsjón með forða- gæslu fram til þessa. „Það er óskaplega erfitt að standa í svona löguðu. Ég er með öll mín hús læst og þau verða það þar til komið verður með húsleitarheimild. Ef til þess kemur hefur hvarflað að mér að kæra þann úrskurð til hæsta- réttar. Ég held að héðan af geti það ekki verið nema af því góða að láta reyna á hvort svona nokkuð sé hægt. En í lögum er varað við að gerð sé húsleit nema viðkomandi liggi undir mjög sterkum grun um að hann hafi eitthvað að fela og þá oftst fylgir kæra í kjölfarið. Þessar aðgerðir dynja á bændum núna en hver veit nema þær beinist að öðrum síðar.“ Guðmundur hefur ekki mikla trú á talningunni. „Af því sem mér hefur heyrst er ekki nokkurn hlut að marka þessa talningu. Ef ég hefði haft eitthvað til að fela og kært mig um, hefði það ekki verið neitt vanda- mál. Ég veit um margar leiðir til þess þannig að það er ekki rnálið." En það eru fleiri sem ekki hafa trú á framkvæmd búfjártalningarinnar. „Mér finnst þessi talning fáránleg. Fyrst þeir eru að telja núna þá verða þeir að telja aftur þegar sauðburði er lokið og aftur í haust ef hún á að koma að einhverju gagni. Ef verið er að leita eftir þessu svarta kjöti eins og gefið hefur verið í skyn þá fá þeir skýringu á því aldrei hjá hinum almenna bónda. Búfjáreign í kauptúnum þar sem ekki er að finna neinn fullvirðisrétt, er yfirleitt það stór að hún mettar mikinn hluta markaðarins,“ sagði Lúther Olgeirs- son bóndi í Forsæludal í Vatnsdal, Áshreppi, í samtali við Tímann. Hann hefur ekki heldur í hyggju að taka búfjártalningu þegjandi og hljóðalaust. „Talningarmenn virðast hafa getað talið til þessa án þess að hafa neitt í höndunum nema ansi loðna reglugerð. Ég hugsa að ég komi til með að fara fram á húsleit- arheimild ef af talningu á að verða. Talningu átti að vera lokið þrítug- asta apríl og ég veit ekki hvað þeir ætla að gera. Þá er ótalið í Sveins- staðahrepp og ég sé ekki að þeir hafi ástæðu til að telja hjá mér á meðan. Ég held að bændur geri sér ekki almennilega grein fyrir þessu fyrr en eftir á. Menn eru að átta sig á því núna að verið er að leita eftir einhverri aukaframleiðslu sem ekki hefur komið fram áður,“ sagði Lúther. jkb Stutturfundur um væntan- legt vinnulag í kjaradeilu ríkisins og BHMR í gær: Ný funda- lota hefst í dag Sáttafundur hófst í kjaradeilu BHMR og ríkisins kl. 17 og var hann haldinn í húsakynnum ríkis- sáttasemjara og töldu ýmsir tíma til kominn að deiluaðilar hittust. Óformlegar viðræður hafa far- ið fram að undanförnu milli deilu- aðila og meðal annars sátu Páll Halldórsson formaður BHMR og Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra á tveggja manna tali í gærmorgun. Fundurinn í gær stóð stutt og fór fram undir verkstjórn sáttas- emjara og var ákveðið hvernig að fyrirhugaðri samningalotu verður staðið og hefst næsti sáttafundur kl. tíu árdegis í dag. Ekkert nýtt var lagt fram á fundinum í gær, en Páll Halldórs- son sagði eftir hann að á næstu dögum myndi ráðast hvort samn- ingar tækjust. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.