Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 18. janúar 1990
Tíminn 17
Þorrablót framsóknarfélaganna
í Reykjavík
Hið árlega þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið
laugardaginn 27. janúar n.k. í Norðurljósasal Danshallarinnar (Þórs-
cafe) og hefst kl. 19.30.
Heiðursgestir verða frú Edda Guðmundsdóttir og Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, sem jafnframt flytur ræðu kvöldsins.
Aðgöngumiða- og borðapantanir eru í síma 24480 (Þórunn).
Verð aðgöngumiða kr. 2.500,-. (Greiðslukortaþjónusta)
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
Árnesingar
Unnur
Stefánsdóttir
Guðni
Ágústsson
Jón
Helgason
Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími verða á eftirtöldum stöðum:
Aratungu fimmtudaginn 18. janúar kl. 14.00.
Laugarvatni í barnaskólanum 18. janúar kl. 21.00.
Alexander Stefánsson Dav íð Aðalsteinsson
alþingismaður varaþingmaður
Vesturlandskjördæmi
Alexander Stefánsson alþingismaður og Davíð Stefánsson varaþing-
maður verða til viðtals og ræða stjórnmálaviðhorfið og héraðsmál á
eftirtöldum stöðum sem hér segir:
Borgarnes
Fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu.
Allir velkomnir.
Framsóknarflokkurinn á Vesturiandi.
Hvergerðingar -
Sunnlendingar!
Þorrablót
Framsóknarfélags Hveragerðis verður haldið að Hótel Örk,
föstudaginn 19. janúar 1990 kl. 19.30.
Heiðursgestir kvöldsins verða:
Indriði G. Þorsteinsson og frú.
Veislustjóri verður: Garðar Hannesson.
Ýmis skemmtiatriði.
Eftirhermur og gamanmál.
Félagar mætum öll og tökum með okkur gesti.
Allir velkomnir.
Miðaverð kr. 1500.-
Miðapantanir fyrir fimmtudag hjá:
Gísla Garðarssyni s: 34707.
Garðari Hannessyni s: 34223.
Sturlu Þórðarsyni s: 34636.
Framsóknarvist
Framsóknarvist verður haldin sunnudag 21.
janúar kl. 14 í Danshöllinni (Þórscafé)
Þrenn verðlaun karla og kvenna. Verð að-
göngumiða kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar.
Stutt ávarp flytur Alfreð Þorsteinsson formaður
F.R.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Indriði G.
Þorsteinsson
llllllllllllllllllllllllilll SPEGILL llllllilllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllll
TinaTurner50ára
Hélt mikla afmælisveislu með risatertu!
Rokkdrottningin Tina Turner
hélt nýlega upp á 50 ára afmæli sitt
í London og bauð 250 gestum í
veisluna.
En þetta með afmælið er ekki í
samræmi við uppsláttarrit um
bandaríska skemmtikrafta, sem
flett var upp í ti! að fá að vita
afmælisdag söngkonunnar. Þar
stendur, að Tina Turner sé fædd í
Brownsville í Texas 25. nóvember
1941. Eftir því að dæma yrði hún
50 ára í nóvember á næsta ári. En
þetta hefur kannski eitthvað skol-
ast til með afmælið, a.m.k. hélt
rokkstjarnan upp á afmælið sitt í
samkomusal klúbbsins „Reform
Club“ í London.
Afmælistertan vakti mikla hrifn-
ingu. Hún var kúlalaga eins og
hnötturinn og studd af tveimur
stórum sykurljónum með mikinn
makka (sem sumir sögðu að minnti
á hárlubba söngkonunnar). Sagt er
að tertan hafi ein og sér kostað 8
þúsund dollara (480 þús. kr.)
Þá var afmæliskjóllinn ekki af
verri endanum. Hann var sérsaum-
aður hjá Dior-tískuhúsinu f París
og kostaði 39.000 dollara! (ca. 2.4
millj. kr.)
Salurinn var skreyttur með hvít-
um liljum og kertum og frægir
söngvarar og músík-fólk kom fram
og skemmti gestum, sem margir
hverjir voru þekktustu skemmti-
kraftar heims, svo sem Eric
Clapton, John Taylor úr Duran
Duran, Mark Knopfler úr Dire
Straits, söngkonan Shirley Bassey
og fyrirsætan Jerry Hall (sambýlis-
kona Mick Jaggers) - en þarna var
þetta fólk í fríi og skemmti sér vel
í afmælinu.
Sambýlismaður Tinu er Erwin
Bach, 34 ára af þýskum ættum.
Þau búa saman í London, en Tina
hefur dvalist þar síðan 1987 eftir að
hún lauk heims-söngferðalagi sínu
Afmælisbarnið skr‘ ;r við gestina