Tíminn - 18.01.1990, Side 18

Tíminn - 18.01.1990, Side 18
18 Tíminn Miðvikudagur 17. janúar 1990 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaöur: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjöröur Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgeröl IngviJón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447 fsatjörður JensMarkússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavik ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi FriðbjörnNíelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíðarveig46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargerði 14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pótursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut16A 97-81796 Selfoss Margrót Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjam í nsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vik IngiMárBjörnsson Ránarbraut9 98-71122 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. O ! j C^dda Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Símí 45000 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum Islendingi skólavist og styrktil háskólanáms í Sovétríkjunum háskólaáriö 1990-1991. Umsóknum skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. t Maðurinn minn, Benedikt Guðmundsson bóndi, Staðarbakka lést á Sjúkrahúsinu Hvammstanga, miðvikudaginn 17. febrúar. Ásdís Magnúsdóttir. t Útför Sigfúsar B. Sigmundssonar kennara, Blönduhlið 31, Reykjavik fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóð S.Í.B.S. eða líknarstofnanir. Anna G. Frímannsdóttir Baldur F. Sigfússon Halldóra Þ. Halldórsdóttir Sigmundur Sigfússon Ingibjörg Benediktsdóttir Rúnar I. Sigfússon Björg östrup Hauksdóttir og barnabörn. IIIIIIIIIIIIHIIiíi LESENDUR SKRIFA lllllllllllllllllllllllllillllllilillllllllllllllllllllllllllllllllllllllililllllliilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll seytjándi Hinn Yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar er skírður til nafns heil- agrar þrenningar. f>að getur því varla verið nein goðgá að birta í dagblaði orð úr Biblíunni um þá heimssögulegu atburði sem eru að gerast þessa dagana fyrir augum vorum. Þetta ætti að vera auðvelt þar sem kristin kenning er sú að Guð sé Guð sögunnar, starfi í heimi og stjómi heimsrásinni, þótt hann skýli hönd sinni sjónum manna, að vísu ekki aiveg, ekki alltaf. Hann fer berum orðum um marga hluti, þar á meðai hvers vænta megi. Strax í 4. kafla Opinberunarbókarinnar segir Jesús sjálfur, „votturinn trúi“ (1,5): „Stíg upp hingað, og ég mun sýna þér það sem verða mun eftir þetta.“ (4,1) Þó að Opinberunarbókin fjalii um tíma heimsslitanna, endi ríkjandi heimsskipulags, og því mest um Gyðingana, þá fjallar byrjuriin um kirkjuna og undir lokin kemur hún inn aftur. Seytjándi kaflinn fjallar um atburði þá sem eru að gerast þessa dagana. Ég ætla að fjalla um þær lýsingar hans í örfáum orðum. Bókin er að mestu leyti skrifuð á táknmáli Biblíunnar. Það er því nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um helstu táknin. Sum þeirra eru samt skýrð berum orðum í textanum sjálfum, tákn eins og vötn og hom. Kaflinn byrjar á því að segja að nú skuli skækjan mikla dæmd, sú sem er við vötnin miklu og konungar jarðarinnar hafa drýgt saurlifnað með. Konan er „borgin mikla sem heldur ríki yfir konungum jarðarinn- ar.“ Kirkjan er brúður Krists og ísrael er eiginkona Jahves. Þannig eru konur tákn fyrir kenningakerfi og söfnuði þá sem myndast um kenn- ingar trúarbragða og hugmynda- fræða. Og þess vegna er dýrkun falsguða hórdómur, á máli Biblíunn- ar. Vötnin sem konan situr við eru lýðir og fólk, þjóðir og tungur. (15). Hún hefur því fjöldafylgi. Lýðurinn eltir hana. Þar sem íbúar jarðarinnar hafa orðið drukknir af saurlifnaðar- víni hennar, þá er augljóst að skækj- an mikla er heimshyggja og falstrú- arbrögð og þeirra söfnuðir. En til þess að gera hana auðþekkjanlegri er meira sagt um hana. Skækjan situr á skarlatsrauðu dýri alsettu guðlöstunarnöfnunum. Hún er skrýdd purpura og skarlati, gulli, gimsteinum og perlum. Hún er með gullbikar fullan viðurstyggðar og er það óhreinleikur saurlifnaðar hennar. Á enni hennar er ritað nafn sem er leyndardómur: Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viður- styggða jarðarinnar. Hún er drukkin af blóði hinna heilögu og Jesú votta. Dýrið sem konan situr á hefur sjö höfuð og tíu horn. Hornin eru konungar (12). Konungur er þarna sá sem hefur konungsvald, það er að segja hefur ríkisvald. Stundum tákn- ar orðið konungur þjóðfélagsgerð eða þjóðfélagsforystu. í 13. kapítula Opinbeninarbókar- innar segir frá tveimur dýrum. Dýrið sem konan situr á er annað þeirra. Þessi dýr hef ég túlkað í bók minni Ég er og skal ekki endurtaka þá lýsingu hér, segi aðeins að skarlats- rauða dýrið með guðlöstunarnöfnin er Sovétríkin. Konan sem situr á dýrinu, skækjan mikla, er kommúnisminn og komm- únistahreyfingin og þær ýmsu angalí- ur kenninga sem þeim fyigja, enda hefur kommúnismanum oft verið líkt við trúarbrögð og jafnvel kirkju. Ég kem þá loks að kjarna þessarar greinar, lýsingu Opinberunarbókar- innar á atburðum seinustu vikna, en hún í síðari hluta 17. kaflans (12-18). Hornin tíu eru konungar sem fá vald sem konungar eina stund ásamt dýrinu. Ein spádómsstund er 40 ár. „Þessir hafa allir eitt ráð, og mátt sinn og vald gefa þeir dýrinu." Leiðtogar hinn kommúnistísku al- þýðulýðvelda hafa allir tilheyrt hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu og hlýtt húsbændunum í Moskvu. Þeir hafa einmitt gefið dýrinu mátt sinn og vald. En nú eru 40 árin liðin. Síðan kemur hið undarlega: „Og homin tíu, sem þú sást, og dýrið, munu hata skækjuna og gjöra hana einmana og nakta, eta hold hennar og brenna hana í eldi, því að Guð hefur lagt þeim í brjóst að gjöra vilja sinn og vera samráða og gefa ríki þeirra dýrinu, allt til þess að Orð Guðs koma fram.“ (16-17). Á bak við hina heimssögulegu atburði þess- ara daga er því fingur Guðs. Ég sagði: hið undarlega. Þarna er sagt fyrir, að það muni verða forysta kommúnistaríkjanna sem snúist gegn kommúnismanum, skækjunni, meira að segja forysta Sovétríkj- anna. Forystusveitirnar munu leika kenningar kommúnismans og kommúnistaflokkana hraklega (éta, brenna). Sá eldur sem mun brenna kommúnismann getur naumast verið neitt annað en brennandi hatur, eldur hatursins, því að hornin tíu, konungarnir, „hata skækjuna". Dr. Benjamín H.R. Eiríksson Sárreiður lesandi, hlustandi, sjáandi Leggðu það á þig að vera opin(n) fyrir fréttum/heimsfréttum í, eigum við að segja 6-10 mánuði, kannski skemur. Þá á ég við fréttir í öllum fjölmiðlunum. Þetta hef ég reynt á sjálfum mér. Hver verður svo útkoman? Jú, þú ert litlu nær, þér finnst flest standa í stað. Vissulega eru það mikil gleðitíð- indi hvernig mál leysast fyrir austan jámtjald, þó er ekki allt sem sýnist. Nei, góði lesandi, það eru trúar- brögðin, hin ólíku trúfélögþjóðanna sem öllum glundroðanum valda um heim allan. Trúarleiðtogar þjóðanna eru, ef grannt er skoðað, hinir raunverulegu ráðamenn. Ef þeir koma sér ekki saman logar allt sem getur brunnið. Hinir pólitísku ráða- menn eru máttlitlir, þeim tekst aldrei að koma á friði í heiminum. Mér er sama hvað hver segir. Hin ólíku trúarbrögð hafa lítið sem ekk- ert breyst í gegnum aldirnar. Lftið nálgast hver önnur, þó öll stefni að sama marki. Það er einna helst að Lúter virði páfann eða öfugt. Búið heilagur. Þá em öll hin eftir, Guð má vita hvað þau eru mörg, en þau stærstu getur maður talið á fingmm sér. í raun er þetta mjög einfalt dæmi. Ef þeir sem öllu ráða í heiminum í dag, og þá er ég kominn að kjama málsins, það er að beita vopnum í þágu friðar, ef þessir háu herrar krefðust þess í valdi vopna sinna að trúarleiðtogar þjóðanna talist við og semji ævarandi frið, geta jarðarbúar andað léttar um aldamót. „Maðurinn“ í dag getur búið yfir þvílíkri menntun, kunnáttu, að sól- kerfi okkar er í hættu. Ef ekki er unnt að komast stystu leið að meininu nú þegar er voðinn vís. Annars er það furðulegt að ekki hafi verið vakin athygli á þessu fyrr, eins og það í sjálfu sér er einfalt. Nú er bara að hamra járnið á meðan það er heitt. Ég segi eins og þeir á Stöð ’90: Boltinn er hjá þér, lesandi góður. Hassi Óvæntur stuðningur við LV Það var býsna skondið að lesa pistilinn, sem Geir Thorsteinsson var með hér í þættinum fyrir nokkr- um dögum og átti að vera svar við athugasemdum Landssambands veiðifélaga varðandi verðlag á stang- veiddum laxi. Var ekki annað að sjá, en að hann staðfesti sjálfur með útreikningi sínum um verðlag á laxi í Norðurá á komandi sumri, að LV talan kr. 9.300.- fyrir laxinn 1988 sé rétt en ekki röng, eins og Geir heldur fram. Geir segir að laxinn í Norðurá kosti kr. 14.500 sumarið 1990, miðað við árlegt meðaltal seinustu 10 ára í ánni. Sé nú gert ráð fyrir verðlags- hækkun áranna 1988 til 1990 yrði verðið hjá LV, kr. 9.300, komið í um 14 þús. kr. 1990, ef sú yrði raunin. En þróunin í verðlagi hefur alls ekki verið sú, eins og fram kom í grein LV hér í blaðinu. Það ræður auðvitað verðinu hvemig veiðin gengur fyrir sig og samningar milli aðila um breytingar milli ára verða, eins og dæmið frá Norðurá sýnir. Nú er vitað, að Geir hefur haldið því fram, sbr. kúrfuna, sem birtist í DV, að verðlag á laxi í Norðurá hafi verið ríflega 40 þúsund krónur 1989 og því var slegið upp í blöðum, að meðalverð á laxi hafi verið um 24 þúsund krónur, sbr. upplýsingar frá GeirThorsteinsson. Nýjustu upplýs- ingar Geirs um verðlag á laxi í Norðurá sumarið 1990 eru fróðlegar og býsna langt frá fyrri tölum hans um verð á laxi í ánni, þó að tekið væri tillit til fráviks ársins 1989 frá meðaltali 10 áranna. Sýnist mér að það muni um 120%, sem talan í kúrfunni frægu er hærri en útkoma úr því dæmi 1989. Má það teljast góður árangur á ekki lengri tíma en liðinn er frá því hann birti grein sína í Sportveiðiblaðinu. Væntanlega heldur verðið áfram að lækka eftir því sem meira er reiknað og reiknað. Ég hygg að Landssamband veiði- félaga og ekki síst Veiðifélag Norðurár, sem Geir taldi vera með næstum dýrasta laxinn 1989, megi vel við una, hversu Geir Thorsteins- son leggur sig nú vel fram um að sýna haldleysi sitt í útreikningi á verðlagi á laxi í stangaveiðiám, sem birtist í Sportveiðiblaðinu. eh.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.