Tíminn - 22.03.1990, Síða 9

Tíminn - 22.03.1990, Síða 9
Fimmtudagur 22. mars 1990 Tíminn 9 BÓKMENNTIR Saui Bello: The Bellarosa Connection. Penguin 1989. Leonardo Sciascia: Sizilianische Verwandtschaft Vier Erzahlungen - Das Hexengericht Drei Erzahlungen. Deutscher Taschenbuch Verlag 1988- 1989. Saul Bellow er meðal kunnustu skáldsagnahöfunda. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1976 og hefur hlotið fjölda annarra verðlauna. Þetta er fimmtánda bók hans. Bellow er gyðingur og þessi bók hans er um gyðinga, útflytjendur frá Evrópu og flóttamenn undan morð- æðinu. Sögumaðurinn er stofnandi „Minninga-stofnunar" sem sérhæfir sig í minni og endurminningum. Sagan fjallar síðan um minningar Harrys Fonstein sem er bjargað úr fangelsi í Róm þar sem hann beið þess að vera sendur í útrýmingabúð- ir. Sá sem bjargar honum er Harry Rose, kvikmynda- og fjölmiðlamað- ur frá New York, einnig gyðingur. Hann hafði komið upp andófs- og björgunarkerfi í Evrópu sem vann að því að bjarga gyðingum frá gas- ofnunum. Þessar björgunaraðgerðir stóðu nokkurn tíma. Fonstein kemst undan og til Bandaríkjanna, þar sem hann efnast og hefur nýtt líf. Þaö fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur þangað er að reyna að ná sambandi við Rose til þess að geta þakkað honum fyrir björgun- ina. En Rose virðist ekki kæra sig Saul Bellow og Leonardo Sciascia um neitt þakklæti þeirra sem hann hefur bjargað. Fonstein lifir í minn- ingunum um horfið skyldulið og horfinn heim. Eins og sögumaður segir: „Minningarnar eru lífið. “ Fon- stein nær aldrei að rótfestast í nýju umhverfi og þrátt fyrir raunskyn eiginkonunnar Sorellu nær Fonstein aldrei tengslum við Rose eða fóstur- landið. Rose reynist vera í raun hinn dæmigerði auglýsingamaður, maður sem lifir í auglýsingum og vill alls ekki vera minntur á hrylling gjöreyð- ingarinnar. Hann afneitar endur- minningunni og lifir í umbúðunum og fyrir umbúðirnar. Sagan er mjög vel gerð, listilega skrifuð og inntakið er harmsaga hins uppflosnaða, sem man, og hins, sem er jafnuppflosnaður, og neitar að muna. „Lífið er endurminningin." Leonardi Sciascia er talinn vera mestur móralisti meðal ítalskra rit- höfunda. Hann tekur afstöðu í sög- um sínum og smásögum, mjög ske- legga afstöðu. Hann hefur setið á ítalska þinginu og beitt sér mjög gegn pólitískri spillingu, en í þeim efnum er mafían ekki lítill þáttur. Sikiley er ættarslóð Sciascia. Þar skortir ekki andstæður sem koma skýrt fram í sögum hans. Hann er mikill stílsnillingur og eins og fleiri ítalskir höfundar hefur hann orðið fyrir áhrifum af Manzoni, en hann skrifaði þá bók, „Hin heitbundnu" sem er eitt mesta snilldarverk ít- alskra bókmennta. Smásögur Sciascia eru snilldarleg- ar. Það hefur verið talað um að smásagan sé erfitt form, en þeir sem ná valdi á því formi teljast margir til snjöllustu höfunda. í fyrri bókinni er sagan um frænkuna frá Ameríku og segir frá komu bandarísks hers til Sikileyjar 1943. „Lifi stjörnuríkin,“ var hrópað og hyllingin var af sama toga og hylling Mussolinis tveimur árum áður. En frelsunin olli litlum breytingum. Hugmyndafræði fas- ismans breytti litlu á sínum tíma, nema að því leyti að hún blindaði fólk og sætti það við dapurleg kjör. Búrbónarnir höfðu áður ríkt þarna og nú var hið ríkjandi afl mafían sem átti sér höfuðstöðvar í Brooklyn. „Réttarhöldin yfir norninni" styðst við staðreyndir og er eftir- minnileg saga. Persónur úr „Hinum heitbundnu" koma þar aftur á sviðið og sagan verður áhrifamikið sjón- arspil frá 17. öld. Allar þessar sjö smásögur þessara tveggja bóka eru ágætt sýnishorn um frásagnarlist Sci- ascia. DTV útgáfan hefur gefið út til þessa alls sjö smásagnasöfn höfund- ar. Siglaugur Brynleifsson. VIÐSKIPTALÍFIÐ Myndskreytt alfræði- orðabók frá Oxford Oxford lllustrated Encyclopedia. Gen- eral Editor Harry Judge. Volume 3 World History from earliest times to 1800 - Volume 4 World History from 1800 to present day. Oxford University Press 1988. - ' Þessar bækur eru tvær af átta binda ritverki sem er ætlað að vera alfræði um mannlega þekkingu og ástand mannheima og mótun heims- ins. Hvert bindi spannar viss svið mennskrar þekkingar og reynslu. Þegar eru komin út rit um náttúruna og fyrirbrigði hennar og efna- og eðlisfræði og síðan þessi tvö bindi, sem fjalla um sögu mannsins. Efni hvers bindis er raðað niður eftir stafrófsröð. Væntanleg bindi eru listir, tækni, samfélög manna og alheimurinn. Þessi tvö bindi eru mannkynssag- an frá upphafi og fram til 1800, þriðja bindi, og mannkynssagan frá 1800 til dagsins í dag (þ.e. fram undir árið 1988), fjórða bindi. í fyrra bindinu er forsaga mann- kynsins rakin og þá stuðst við forn- leifafræði. Þar er lýst fyrstu ríkjum mannheima og þeim atburðum sem þykja minnisverðir í Afríku, Asíu, Ameríku og Evrópu. Alls eru upp- flettihugtökin og heitin um 2300. Þættirnir eða greinarnar eru ritaðar af kunnáttumönnum, fræðimönnum og sérfróðum mönnum um hverja grein. Hér eru greinar um homo sapiens allt til frönsku stjórnarbylt- ingarinnar, greinar um einstaklinga, frægar orrustur, þýðingarmikla al- þjóða- eða fjölþjóða samninga, trú- arbrögð, þjóðflokka og fjölmörg önnur fyrirbrigði sem snerta sögu mannheima. Hér er að finna klausur um víkinga og víkingaferðir, Göngu Hrólf og þátt afkomenda víkinga í krossferðunum og áhrif þeirra á Sikiley og Suður-Ítalíu. Annað bindið (4. bindi verksins alls) er sagan rakin frá 1800 til dagsins í dag, eða fram undir og til 1988. Uppflettiorð eru um 2300 eins og í fyrra bindinu. Hér er talsverður hluti persónusaga þeirra sem „hafa mótað gang sögunnar", svo að útgef- endur eru ekki þeirrar skoðunar að „söguleg þróun“ ráði ferðinni. At- burðarásin er hraðari eftir 1800 en fyrrum og breytingarnar örari. Saga álfanna er rakin og saga Ástralíu bætist við. Hér er 200 ára saga rakin í knöppum þáttum. Þessi tvö hundr- uð ár eru ár hrikalegra atburða þjóða- og stéttamorða, hrikalegra styrjalda og á síðari hluta 20. aldar, skelfingar við gjöreyðingu. Offjölg- un og mengun hrjáir nú heimsbyggð- ina og kúgun og forpokun virtist ráðandi í mörgum ríkjum heims, þursar og ómennsk öfl virtust vera á góðri leið með að ná undirtökunum. En það gleðilega gerðist eftir að þessi bók kom út. Það tók að bjarma fyrir lausn úr álögum viðbjóðsleg- asta alræðiskerfis allrar sögu. Upplýsingarnar í þessari bók, einkum varðandi kommúnísk ríki, eru nú margar hverjar marklitlar eða fals eitt. Á síðastliðnum mánuð- um hefur hulunni verið svipt af þeim ríkjum sem síðastliðin 40 ár hafa kappkostað að sýnast allt önnur en þau voru í raun. Það verður fróðlegt að sjá endurútgáfu þessa rits, þegar höfundarnir, sem skrifa um komm- únísk ríki í góðri trú, taka að endurskoða- efnið og byggja á raun- sannari upplýsingúm. Sfðustu mánuðir síðastliðins árs og það sem af er þessu ári verða e.t.v. taldir mestu byltingartímar síðustu 200 ára. Bæði þessi rit eru vönduð að pappír og bandi, myndir eru fjölmargar og uppdrættir bæði í lit og svart/hvítu og textinn knappur og skýr. Þetta er ágæt uppflettibók. Siglaugur Brynleifsson. Olíukreppa um miðjan tíunda áratuginn? í heimi öllum mun dagleg notk- un olíu nema um 54 milljónum tunna, mest í Bandaríkjunum um 17,3 milljónir tunna. Vex notkun olíu nú um 2% á ári, mest í nýjum iðnaðarlöndum, t.d. í fyrra um 14% í Suður-Kóreu og 9% í Taiwan. Ur jörðu dæla Ráðstjórnarríkin mestri olíu, í fyrra um 12 milljón- um tunna á dag. Og selja þau daglega um 2 milljónir tunna til Vesturlanda ogJapan. Bandaríkin eru annað mesta olíuvinnsluland- ið. Úr jörðu var þarlendis dælt7,6 milljón tunnum á dag Lfyrra fén 1970 um 9,6 milljónum tunna, þannig að úr olíuvinnslu dregur). Frá útlöndum kaupa Bandaríkin nú um 54% þeirrar olíu sem þau nota. Fyrir innflutta olíu greiddu þau 49 milljarða dollara í fyrra (en sú upphæð svaraði þá til 44% af vöruskiptahalla þeirra). Vegna vaxandi notkunar olíu í heiminum, minnkandi vinnslu í Bandaríkjunum og staðnaðrar vinnslu í Ráðstjórnarríkjunum, er vænst hækkandi verðs á olíu á tíunda áratugnum. Og um þá hækkun eru uppi ýmsar spásagnir, U.S. Energy Information Associa- tion væntir að meðaltali 4% árlegr- ar hækkunar þess (á raunvirði). Sir Peters Walters, fráfarandi formað- ur B.P., telur að 1995 muni tunna af hráolíu kosta um 25 dollara (á núvirði, sennilega um 27$ á þá- virði). Hækkun alþjóðlegs markaðs- verðs olíu á næstu árum mun að nokkru leytr- verða kómin undir samtökum landa um útflutning olíu, Organization of Petroleum Exporting Countrics (OPEC), sem þrefölduðu það árið 1974 og komu af stað olíukreppunni fyrri og stuðluðu enn að hækkun þess 1979, en þá fór verð á hráolíu upp í 30 dollara fram til 1981. (Skv. Time, 12. mars 1990). Stígandi LESENDUR SKRIFA Mikilsverð viðurkenning: get ég!“ Ef marka má skoðanakannanir þá nýtur núverandi rfkisstjórn ekki mikillar viðurkenningar fyrir um- bóta- og viðreisnarstarf sitt í at- vinnu- og fjármálum þjóðarinnar. Þær niðurstöður benda ekki til þess að fólk almennt meti mikils afkomu atvinnulífsins í landinu eða telji sig eiga mikið undir því um afkomu sína. Öllum landsmönnum var ljóst í hvert óefni var komið hag atvinnu- vega landsins, þó einkum fiskveiða og fiskvinnslu, undir stjórnarforystu Þorsteins Pálssonar og Sjálfstæðis- flokksins. Það var ófögur mynd sem margur sjálfstæðismaðurinn dró upp af því ástandi og þótti þó ekki of mikið sagt. Ekki þarf að saka þá menn um að þeir hafi verið að kveða upp pólit- íska sleggjudóma til að sverta and- stæðinga sína. Þar blasti við algert gjaldþrot og hrun alls atvinnulífs og heilbrigðra viðskipta- og verslunar- hátta. Á sama hátt ber nú öllum dóm- bærum mönnum saman um að ólíkt horfi nú við hjá þessum sömu grein- um atvinnulífsins sem óvefengjan- lega eru undirstaða velmegunar al- mennings í landinu. Dæminu hefur verið snúið við með aðgerðum nú- verandi ríkisstjórnar undir forystu Steingríms Hermannssonar. Þó enn eigi mörg fyrirtæki í örðugleikum og vandræðum með afkomu og rekstur sinn þá breytir það ekki heildar- myndinni. Mörg dæmi um þá viðurkenningu væri hægt að leiða fram til vitnis- burðar um þá breytingu sem orðin er þó það verði ekki gert. En eitt er það vitni sem vert er að leiða fram um þetta og ætti óljúgfróðast að vera um þá þróun mála sem orðin er. Þetta vitni er sjálfur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Þegar hann hrökklaðist frá völdum, rúinn allri tiltrú jafnt flokksbræðra sinna sem annarra fyrir úrræðaleysi sitt, urðu aðrir að taka við og axla vandann. Og það hefur verið gert. Og nú hefur sá bati náðst að hinn sami Þorsteinn Pálsson telur sig nú geta tekið við stjórnartaumun- um og rekið þjóðarbúið upp á eigin spýtur og flokks síns. Nú geti þeir farið frá sem að uppbyggingunni hafa staðið. Þorsteinn segir: „Nú get ég“ Varla er hægt að hugsa sér meiri viðurkenningu á verk þeirrar ríkis- stjórnar, sem nú situr, en þessa frá Þorsteini og fylgismönnum hans. Þessi viðurkenning er svo mikilsverð að hún verðskuldar það að henni sé haldið á lofti. Hún ætti að vera trúverðugri í eyrum margra en það sem Steingrímur og stjórnarliðar segja sjálfir um árangur af starfi sínu. En óneitanlega læðist sá grunur að mörgum að varla sé á það hætt- andi að leggja þjóðhagsmálin í hend- ur Þorsteins Pálssonar og flokks- manna hans nú, þrátt fyrir það sem áunnist hefur. Varla hefur skipt svo sköpum í skaphöfn og hæfileikum mannsins að á það sé hættandi. Þar mætti vel hugsa sér að seinni för hans á þeim vettvangi yrði verri hinni fyrri. Það væri því hið mesta óráð að hætta nokkru til í þeim efnum. Það hljóta líka flokksmenn Þorsteins að sjá, ef þeir hugsa málin gaumgæfi- lega, hvað svo sem Þorsteini kann að þykja um eigið ágæti eftir þá hvíld sem hann hefur fengið frá störfum sem hann réð ekki við og mun ekki reynast maður til nú fremur en fyrr ef á það reyndi. Það sem kemur fram í skoðana- könnunum um fylgi Sjálfstæðis- flokksins hlýtur að vera glapsýn fólks sem ekki gerir sér grein fyrir eðh málsins eða hlutanna eins og þeir liggja fyrir eða man ekki staðr- eyndir stundinni lengur. Guðmundur Valgeirsson. Látið ekki bugast Til þingmanna Norðurlands kjör- dæmis eystra, frá morgunkaffi- mönnum á Súlnabergi, Akureyri. Við, sem búum hér á hinni döpru Akureyri allt árið og erum þess aðnjótandi að fá ykkur í heimsókn á fjögurra ára fresti, förum fram á eftirfarandi við ykkur, umbjóðendur góðir: Að þið berjist nú sem einn maður í málefnum stóriðjunnar er nú stendur Eyfirðingum ef til vill til boða. Látið heyra frá ykkur og mynd- ið öflugan landsbyggðarþrýstihóp sem lætur ekki hagsmunaklíkur höfuðborgarsvæðisins buga sig. Það eru líka augljósir erfiðleik- ar ullariðnaðarins í bænum og ef ekki verður neitt að gert í at- vinnumálum byggðarinnar verð- ur ekki langt að bíða stórflótta fyrirtækja frá bæ og byggð. Ef næsta stórverkefni, bygg- ingu og rekstri nýs álvers, verður valinn staður á suðurhorninu verður bráðum enginn eftir hér til að kjósa ykkur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.