Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 22. desember1990
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
SkrtfstofunLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Fjárlög og skattar
Afgreiðsla ijárlaga er mikilvægasta mál hvers
löggjafarþings. Sú stefna er almennt viðurkennd
að mikla nauðsyn beri til að ljúka fjárlagaaf-
greiðslu íyrir áramót þar sem ijárlagaár og al-
manaksár fara saman. Um slíka meginstefnu get-
ur ekki orðið neinn ágreiningur milli ríkisstjómar
og ábyrgrar stjómarandstöðu.
Fjárlög vom afgreidd í gær á áætluðum tíma.
Mikilvægi þess að svo tekst til er öllum ljóst sem
háðir em ijárveitingum Alþingi, og á ekki aðeins
við um ríkisreksturinn sem slíkan heldur einnig
þau Qölþættu verkefni á sviði félags- og menn-
ingarmála, þar sem frjáls samtök og einstaklingar
eiga í hlut svo og sveitarfélög þar sem sameigin-
leg verkefni ríkis og sveitarfélaga koma við sögu
í margvíslegum myndum. Afgreiðsla ijárlaga
snertir auk þess á ýmsan hátt beina hagsmuni at-
vinnulífsins, þannig að öll þjóðfélagsstarfsemi
tengist fjárlögum að meira eða minna leyti.
Þótt fjarri fari því að tekist hafi að vinna bug á
fjárlagahallanum, sem verið hefur viðvarandi um
margra ára skeið,og síst var minni í stjómartíð
sjálfstæðismanna, verður eigi að síður að telja að
niðurstaða fjárlaga sé viðunandi eftir atvikum. í
stjómarsamstarfínu er eining um að beita aðhaldi
í rekstrarútgjöldum, auka ekki ríkisumsvif á nýj-
um sviðum og stokka upp ýmsa útgjaldaþætti,
sem eðlilegt var að endurskoða. Innan ríkisstjóm-
arinnar hefur verið gott samkomulag um að vinna
í þessum anda án þess að slíkar aðgerðir skertu
möguleika ríkissjóðs til þess að standa við skyld-
ur sínar um að tryggja velferð í landinu og sem
mestan jöfnuð meðal almennings.
Hitt er annað að ljögurra milljarða halli á ríkis-
rekstri er óviðunandi til frambúðar. Þótt núver-
andi ríkisstjóm hafi ekki tekist á tveimur ámm
vegna almennra erfíðleika í efnahagsmálum að
eyða gömlum og uppsöfnuðum íjárlagahalla,
verður það að vera takmark ríkisstjóma á kom-
andi ámm að afgreiða hallalaus fjárlög. Að vem-
legu leyti verður að gera það með álögum á þá
sem nú komast undan sköttum með beinum eða
óbeinum hætti. Skattaálagning á miðstéttarfólk
og erfiðisvinnumenn með miðlungstekjur er orð-
in meiri en nóg. Þangað er ekki meira að sækja.
Virðisaukaskatturinn er einnig svo hár og undan-
tekningarlaus að við hann verður ekki bætt svo
að nokkur sanngimi sé. Hins vegar er margt
óunnið í skattamálum og viðhorf til skattlagning-
ar langt frá því að vera einhlít, hvað þá að þau
séu útrædd.
Fjarri fer því að láta megi staðar numið í al-
mennri umræðu um skattamál. Þvert á móti þarf
sú umræða að verða markvísari en hún hefur ver-
ið.
ÞÓRHALLUR BJARNARSON BISKUP:
Jólaglámur spyr
um Andersen
Einhverjum kann að finnast að
leitað sé langt yfír skammt að
hverfa a.m.k. 80 og meira en
100 ár aftur í tímann og svip-
ast um á erlendri slóð til að
finna frásagnarverða jóla-
reynslu íslenskra manna fjarri
ættjörð og heimili. Það verður
þó gert að þessu sinni með því
að birta kafla úr minningum
tveggja löngu liðinna íslend-
inga.
Fyrri frásögnin er eftir Þór-
hall Bjarnarson biskup og seg-
ir frá aðfangadagskvöldi á
Stúdentagarðinum í Kaup-
mannahöfn, þegar hann var þar
við háskólanám á níunda ára-
tug fyrri aldar. í inngangsorð-
um að frásögn sinni segir bisk-
upinn frá því hversu einlæg-
Iega hann hafi óskað sér þess
að fá að vera einn með sjálfum
sér á jólanóttina, ótruflaður í
herbergi sínu, fá að dveljast í
huga sínum heima í Laufási við
Eyjafjörð eins og hann mundi
bemskujólin sín þar. Það rifj-
ast upp fyrir honum þegar
hann smádrengur nýklæddur í
jólafötin stalst til að renna sér
á lélegum sleða niður svellaða
brekku sem byrjuð var að þiðna
vegna blíðviðris þessi jól og
endaði förina í hráblautu krapi
neðan við brekkuna. Síðan
minntist hann jólanna eins og
þau gengu almennt fyrir sig á
æskuheimilinu, en snýr sér
síðan að þeim veruleika sem
vistin á Garði var. Þórhalli
Bjamarsyni farast svo orð:
„Ég var einn heima á jólanótt.
Hvernig á því stóð kemur ekki
sögunni við. En mig langaði þá
til að halda jólin fyrir mig ein-
an. Ég fékk stjaka að Iáni og
keypti mér kerti og fór í bestu
fötin.
Svo var eitt að varast, að lenda
ekki hjá garðprófasti. Síður en
svo að mér væri kalt til hans.
Ussing garðprófastur var mesti
öðlingur og hreinasti snillingur
í sambúðinni við okkur villi-
kálfana. En þetta kvöldið vildi
ég vera einn um mín jól. Það
var siður garðprófasts að láta
dyravörðinn njósna um það á
göngunum hvort nokkur ein-
stæðingur væri heima þetta
kvöld og var honum þá boðið til
prófasts. Ég varðist með þeim
hætti að sitja í myrkrinu fyrir
luktum dyrum þangað til hjá
var liðin sú heimsóknin.
Ég kveikti síðan á öllum ljós-
unum og las lesturinn. Man það
að mér þótti þjóðlegast að lesa í
Jónsbók. Fór ég mér hægt að
öllu. Heldur varð nú kvöldið
samt langt. Út vildi ég ekki fara
og ekki átti ég von á gestum og
langaði ekki heldur til að fá þá.
En svo minntist ég þess að
kveikt mundi vera uppi á lestr-
arsalnum og þangað væru nú
kvöldblöðin komin.
Það stóð heima. Auðvitað var
þar mannlaust. Settist ég niður
við endann á langa borðinu og
sneri bakinu að dyrunum fram í
söngstofuna og fór að iesa.
Eitthvað hljóð barst mér þá að
eyra frá hurðinni. Ég leit við og
sá engan. Jú, upp laukst gættin
lítið eitt og andlit kom í gættina
og skimaði. Höfuðið færðist síð-
an inn og gesturinn heilsaði í
dyrunum, nærri því með óþarfa
kurteisi.
Gesturinn spurði um Ander-
sen.
„Hvaða Andersen?" spurði ég á
móti. „Er það dyravörðurinn
eða sá og sá stúdent?" Þeir voru
einir 3 eða 4 á Garði með því
nafni.
Eitthvað tal varð úr þessu og
heyrði ég strax að þessi náungi
þekkti ekkert til og hafði bara
spurt út í loftið. Leit ég af hon-
um og fór aftur að lesa.
Betur kunni ég þó við að vita
hann farinn og lagði eyrun við
og beið þess að hallað væri aftur
hurð og heyrðist fótatakið út og
fram.
Skóhljóð heyrði ég ofurlágt og
ekki um að villast. Maðurinn
var að læðast að mér. Það fór
svolítið um mig og ég sneri mér
við. Maðurinn var kominn fast
að stólbakinu. Ég spratt á fætur
með hendur fyrir mér. Fyrsta
hugsunin var sú, man ég, að
ekki mundi þessi maður við
mér hafa, væri hann vopnlaus,
því að allur var hann burðalítill
og væskilslegur.
Varla var þetta beiningamaður,
þóttist ég sjá. Hann var nokk-
urn veginn til fara, reyndar yfir-
hafnarlaus í kuldanum. Gaslog-
inn stóð nú beint framan í and-
litið á gestinum og virti ég það
fyrir mér. Það var Ijóst og
ógeðslega fölleitt, í einlægum
fettum og brettum. Ætti ég að
reyna að koma einu lýsingar-
orði að, var svipurinn ákaflega
flóttalegur. Ég sleppti ekki aug-
um gestsins og beið átekta þegj-
andi. Hann sýndi sig ekki í því
að ráðast á mig, en fór í vasa
sinn og tók þar upp veski, góðan
grip að sjá, það var víst vindla-
veski, og spurði hvort ég vildi
ekki kaupa og nefndi eitthvert
lágt verð.
Ég var svo sem í engum vafa
um það hvernig þessi gripur
væri fenginn. Sú hugsun kom
víst alls ekki upp hjá mér að það
væri borgaraleg skylda mín að
koma þessum manni undir
manna hendur. Og eigi mun
heldur sú hugsun hafa vaknað
hjá mér hvað Kristur mundi
gjört hafa við þennan aumingja,
hefði hann orðið á vegi hans.
Eina hugsunin hjá mér var sú
að ég yrði að koma þessum ná-
unga út af Garði, öllum að
meinalausu. Það var svo sem
bersýnilegt að þangað var hann
kominn, sinna erinda, einmitt
af því að hann vissi að nú var
þar mannlaust þetta kvöld.
Ég hristi bara höfuðið við boði
hans og eftir ofurlitla stund
stakk hann á sig veskinu og fór
að Ieita dyra. Eg gekk á hæla
honum niður stigann, gegnum
garðinn og hliðið og skildi þar
fyrst við hann.
Þegar ég kom heim til mín á 3.
gangi var jólahugurinn úr mér
farinn og gekk ég snemma að
sofa.
En þessi Jóla-Glámur minn er
ekki alveg úr sögunni. Fáum
kvöldum síðar var stolið yfir-
frakka af landa á Garði, Emil
heitnum Schou. Frakkinn var
allkennilegur og lögreglan náði
þjófnum fljótlega. Hann var að
dansa í frakkanum úti á Vestur-
brú. Emil var stefnt til að