Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 13 BOKMENNTIR Hvað varð af sögunni? o Þorvarður Helgason: Bleikfjorublúí. SkSldsaga. Fjöh-aútgSfan. FVrri hluti þeirrar sögu sem hér kemur gerist suður á Mallorka. Þar eru íslendingar í orlofi asamt öðrum Norðurlandabúum. Svo er að sjá sem fólk vilji einkum njóta kynlífs og áfengis. Eftirspurn hvors tveggja er mikil en framboðið virðist þó engu minna. Þó er þarna staddur íslenskur versl- unarmaður sem annars fremur leit- ar einveru og næðis. Hann er aug- lýsingateiknari en langar til að mála myndir og notar tímann til að teikna og mála, þó að hann líti til kvenna þess á milli. Einar heitir hann, skil- inn við konu sem honum leiddist, helst vegna þess að hún gat ekki tal- að um annað en heimilið. Einar glímir við lífsgátuna og talar um hana á segulband. Hann veit að með því að gefa sér eitt og annað sem aldrei verður sannað er hægt að láta ráðgátur um guð og tilveruna ganga upp. Með þessum einræðum fær Þorvarður Helgason. hann þó engan botn í heimspekina. Auk Einars segir frá íslenskum hjónum. Eiginmaðurinn er harla öl- kær og ærið kvensamur, enda er þar komið að efni þessarar bókar. Þegar heim er komið snýst þetta við þann- ig að karlinn drekkur ekki svo að hann sinni ekki vinnu en frúin drekkur alla daga. Erfitt er að finna skýringar þess sem gerist. Saga hjónanna endar á því að þau farast í bflslysi þar sem þau ætla að eyða helgi í sumarbústað og hafa ekkert áfengi með sér. Einar hins vegar tekur saman við konu sér til yndis, þó að sleppt sé að rekja samtöl þeirra og efni þeirra. Helst er svo að sjá sem hann láti lífs- gátuna eiga sig meðan hann nýtur nýrrar konu. Nýja vinkonan á tvö börn og hjónin áttu þrjú börn. Þau koma þó ekki við sögu að öðru leyti. Börn eru sjálfsagt aukapersónur í lífi fólks — eða hvað? Hvort heldur er suður á sólar- strönd eða heima á íslandi byrja karlmaður og kona alla sína sam- fundi með áfengisneyslu. Þar á er engin undantekning. En þó að oft sé drukkið og oft sé notist er því lfkast sem sagan sem átti að segja hafi mis- farist. Því miður. H.Kr. Spegill samtíðar í myndrænni sögu HELLA, skáldsaga Höf: Hallgrímur Helgason Útg: MSl og mennlng Hallgrímur Helgason, kunnur sém.myndlistarmaður og pistla- höfunjiur á Rás 2, kemur ekki mikið á óvart í sinni fyrstu skáld- sögttt Hella, sem nýlega kom út hjá Máli og menningu. Hann hef- ur^þégar öðlast viðurkenningu fyrir myndir sínar og frásagnar- gleðúhans, sem ekki hvað síst felst í því að geta dregið upp skemrhtilegar myndir í stuttu málí af hversdagslegum hlutum,: ér landsmönnum kunn úr úi-" varþi. Óvenju skýrar, myndrænar og.oft smellnar íýsingar á hvers- dagslegum atburðum eru aðals- merki skáldsögunnar Hellu. Sagan er um mannlíf á Hellu og spannar brot úr sumri. Aðalper- sónan er fjortán ára stúlka og fjallar bókin í rauninni um líf hennar þetta sumar, skólalok, sumarvinnu, fjölskyldu og síðast en ekki síst sakleysislegar æsku- ástir og þreifingar á sviði kynlífs- mála. Segja má að bókin fjalli um hversdagsleikann, enda er líf stúlkunnar á engan hátt óvenju- legt og sárafátt markvert gerist hjá henni, sem ekki má búast við að gerist hjá yfirgnæfandi meiri- hluta 14 ára íslenskra stúkna. Þessi venjulegheit eru síðan und- irstrikuð í bókinni með 'því að höfundur gefurs rj.inrri jr 'dæini;- gerðu stúlku," aðalpersóriunni; nekki nafn, heldur er /alltaf vísað , tijkhgnnár n)e_ð :pefsóriúfórnafnT iriu „hún'". Fyrir vikið verður öll atburðarás , ! tbpkirini afár hæ.g og áírriorkufl-; um að hægt séaðtala urh-sogu---! þráð í hefðbundnum skilningi þess orðs. Það kemurrþo ekki. veruléga að sölc -því lýsingarnaf, sem dregnar eru fram, eru ljóð- rænar og oft fallega myndrænar. Höfundi tekst líka á sama hátt að draga með tiltölulega fáum orð- um upp myndir af hversdagsleg- ustu hlutum og smáatriðum þannig að lesandinn kemst ekki hjá því að brosa út í annað, því hann kannast um leið við þau at- riði eða aðstæður sem lýst er. Þetta gerir þessa sögu einhvern veginn óyenjuleja ísíenska og -um^eið ovenjuíega salrináív % Hér ,er á ferðingi skemmíilega skrifuð saga umTyenjulegt ]íó\% Saga srem þrátt fyrir látleysfsleg- an söguþráð er slíkur spegill á samtíðina að meðvitund lesand- ans um fólkiðsí^kVingurrt hann - 'hlýtur að skefpást/ Birgir Guðmundsson Halldóra Thoroddsen: Stofuljóð Reykjavík 1990 „Ég hefsmíðað vhidubrýr sem ég felli ogdregupp aövild yfirhelgad síkimitt" segir Halldóra Thoroddsen í síð- asta kvæði h'óðakvers síns, en kvæðið kallar hún „Brjóstvörn". Þetta gæti vcl verið einkunnarljóð bókarinnan innan viö vindubrýr sínar sér skáldið sjálfa sig sem einbúann er fylgist með því er fyr- ir utan og handan er á seyöi með hæfilegri tortryggni og kímiö blik í auga. Einsemdarstand sjálfrar sín í skjoli þeirrar smáu veraldar sém hún skynjar sig í kemur henni og ofur spaugilega fyrir sjónir. Eins og í kvæðinu ,Á Weri": Ein sit ég við simann soga að mér reykinn iangt handan iinunnar Ijúft bergmál manna. ... eða þá í kvæðinu „Haldreipi": Þegar hart er i heimi og íwergi vœrt oghriktirihverristoð, ¦¦¦ held ég mér gjarnan í rgksugustútinn krampakcnndum tökum, cins og barnið í stwöiö ogsggog sjjg. Af og tíl gætir óþreyju í hinu þreytandi skjóli, „þar sem eldhús- innréttingin 7 vomir ýfif hvcrju fótmáli", eins og scgir í kvæðinu „Firrð". Sem og f kvæðinu „Sjálfsmynd". En hvað um það — „sjá hcr er þinn staður", sagði annað skáld í anuarri bók: Margur :.éf: tóguf óg þáff aumkunar og húggunar við: t.d. hið volaöa karl- kyn í .^skítugum skóm" eða fci hetja kvæðisins „Til Magnúsar", en bæði eru kvæðin nicstu ger- Halldóra Thoroddsen Stofuljóð semar. í þcssu samfélagi mis- kunnarþarfarinnar verður kðttur- inn ekki útundan: „Legfðu kettinum áð vera úþp Isófa og bannaðu hohum þaðekki^" segif í kvæðinu .^Vðferðafræði". Þannig bregður nú fyrif nýnri hlið í sýn höfundar á sjálfa sig og umheiminn: hún cr hin cilífa koua, satt að scgja goðsagnamynd hennar, kannskc kynjuð rakleitt frá spunakonunum miklu, örlaga- nornunum. Þcirrar ættar er hún að minnsta kosti sú er um hánótt kemuf tíí dyra á Mclrakkas lé ttu og vcitir feröalöngum beina í kvæð- inu „Ofsjðnir fyrir tvo"; Einnig SÚ sem f háf sinn og vef vciðir orð móðurmálsins yfir vöggu tveggja sona í kvæðinu „Orö" og spinnur „átthagafjótra um vöggur". ».. Satt að segja finnst oss nafnið „Stofuljdð" allt of kýrrlátt nafe handa þcssari bók. En ef vefkonan sjálf vill svo vera láta—|>á lútum vérbvf. ÁM r ¦ w A MEÐAL PISLARVOTTA NUTIMANS Sr. Rögnvaldur Finnbogason: Jtrúsalcm — Borg hinna talandi strína. ;FjöIvil990. ' Hér er um að ræða sögu höfundár af ferð hans til Egyptalands og ísra- els sl. vor,'éri taka ber fram í upphafi að markmiðið með bókinni er drjúg- um víðara en flestra ferðalýsinga. Sr. Rögnvaldur hefur um árabil kynnt sér ýmsar austrænar kirkjudeildir kristinna manna og Gyðingatrú og islams-trú að auki. Þessar athuganir hans hafa sfðan beint sjónum hans UTAN VEGAR MEÐ JAKOBÍNU Á FJALL VEGURINN UPP A FJALLIÐ SmSsSgur Höf: Jakobína Sigurðardóttir. Útgef: MSl og menning, Itcykjavík 1990. Vegurinn uþp á fjallið er safn átta stuttra smásagna, sem ritaðar eru af sannri frásagnarlist Jakobínu Sigurðardóttur. Nokkuð er um liðið frá því að höfundurinn sendi síðast frá sér bók, eða um áratugur, og því er von til að margir fái sögurnar í hendur með eftirvæntingu þeirra, sem beðið hafa lengi þess sem þeir þekkja. Varla dregur það úr aðdá- endum hennar að bókin hefur verið tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna. Stíll sagnanna er hreinn og eðli- legur og anda þær af mannlífi sem við þekkjum öll. Efni sagnanna er ýmist eilífðarvandi okkar allra eða hversdagslegir hlutir sem draga má lærdóm af. Hugsun höfundar er skýr og lesandinn getur haft góða skemmtun og yndi af lestrinum. Á köflum er eins og hún segi sögu sína líkt og þegar sporhundur kemst á slóð. Langdrægni er ekki til og möguleikum smásagna e'r beitt til hins ýtrasta. Vafningslaust er stefnt að enda sögunnar og það sem koma þarf fram er látið koma fram án málalenginga. Persónurnar eru ljóslifandi í hverri sögu og hæfa vel því sem við getum átt von á að kynnast í raunveruleikanum. Hver saga hennar er því sönn. Það er ekki síður merkilegt að sjá hvernig viðfangsefni höfundar er ólíkt í hverri sögu. Til að undir- strika þetta notar hún formið vel, eins og í sögunni Skrifað stendur, þar sem aðeins er um að ræða það sem talað er í samtali og engar Íýs- ingar fylgja. Þar ræður kímni. í sögunni Undir sverðsegg notar hún gjörþekkt myndefni úr göngu Krists efir vegi þjáningarinnar, en kemur samt með óvænta niður- stöðu. í Veginum upp á fjallið tekst gamli tíminn á við svikula undan- látssemi við útþenslustefnu hern- aðarsinna og nýtur þar liðstyrks yngstu kynslóða. Þannig mætti lengi telja. En niðurstaðan er sú að bókin er listfengt verk sem borið er uppi af skýrri hugsun, reynslu og kímni höfundar. Þó að gamla konan í sögunni hafi þvertekið fyrir að fara framar upp á fjallið sitt eftir nýja veginum, segi ég það eitt að gaman er að fara með Jakobínu í bók þess- ari upp á fjall smásagna hennar — utan vega. Kristján Björnsson. sérstaklega að átakarilegurri kjörum ¦þjó^ár Palestífiumartna og hefur hann geRð þessu fólki sérstakari. gaum í ferð sinni. Er neyð þess og undirrót hennar sá boðskapur sem höfundinum er mest í mun að gera lesanda sínum grein fyrir, þótt inni í milli sé að finna almennar lýsingar á löndum og lýðum, eins og í hverri vanalegri ferðabók. í mjög fróðlegum inngangi gerir sr. Rögnvaldur að umtalsefni „rétt" ísraelsmanna til landsins er þeir hafa tekið sér, all vafasamt þjóðarhugtak Gyðinga og herríkið sem þeir hafa komið sér upp. Öll er þessi frásögn athyglisverð og fær lesandanum grun um að sannleikans í þessum málum öllum sé dýpra að leita en hann áður hugði. Höfundur virðist hafa grannskoðað þetta efni og hann reynir sannarlega ekki að draga dul á að hann stígur á ísraelskt land fullur fyrirfram-vandlætingar í garð ísra- elslýðs, eða þó öllu heldur zíonism- ans. Það verður aftur á móti að segjast að þessi vandlæting virðist meiraen réttmæt. Höfundur hittir að máli ýmsa forystumenn Palestínumanna og ferðast undir leiðsögn þeirra til ýmissa staða, þar sem við skref hvert blasa við merki þeirrar áþjánar er fólk þetta lifir við: heimili — heilu þorpin — sem jöfnuð hafa verið við jörðu, vegalaust fólk á hrakningi undan frekjii óg hroka hermanna og aðrar ógnir. Átakanleg er frásögn af heimsókn á fátæklega búið sjúkra- hús, þar sem hryllilega lemstraðir unglingar eru til meðhöndlunar. Fæstra bíður að verða samir að nýju og eru örkuml sumra nær ólýsanleg. Þótt höfundur sé þungorður í garð ísraelsmanna er brjóst hans jafn- framt þungt vegna þess að svo skuli vera fyrir þeim komið — þjóð sem sjálf hefur beðið svo skelfilegar hremmingar, að engin hefði átt að meta umburðarlyndið og mannhelg- ina meir. \ Hér er bóká ferð sem gefur tilemi til þarfrar hugleiðingar og kannske alveg sérstaklega á jólum. Vissulega hefur fréttaflutningur verið mjog einlitur ísraelsmönnum í vil um Iangt árabil. Mál er til komið að óró- inn í landi þeina, sem leitt gæti til heimsslitaátaka, sé skoðaður niður í rótiná af öllu hugsaridi fólki. Þessi bók er vissulega góður grundvðilur til þess að reisa slíkar íhuganií á, hvort sem mönnum kunna að sýnast niðurstöður séra Rögnvaldar endan- legur sannleikur eða ekki. Sá er heldur ekki mergurinn málsins. AM \sWSUSEiitoE8fr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.