Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 11 Strandarkirkja í Selvogi. Sr. TÓMAS GUÐMUNDSSON, Hverageröi: Jól 1990 HÁTÍÐ ljóss og friðar upp er runnin þá dagur er stystur í voru landi. Fæðingarhátíð frelsarans, en segja má að koma Jesú Krists í heiminn sé mesti viðburður veraldarsögunnar. Það er gömul og góð venja að minn- ast jólahelginnar með sérstakri hug- vekju í öllum jólablöðum. Þessar hugvekjur þykja ef til vill hver ann- arri líkar og ekki veit ég hve margir lesa þær, en nú skalt þú halda áfram að lesa. Ef til vill geta eftirfarandi ábendingar hjálpað þér að skynja jólahelgina betur en ella. Taktu biblíuna þína og lestu tvo fyrstu kapítulana í Mattheusarguð- spjalli, þú getur sleppt ættartölunni. Síðan skalt þú lesa tvo fyrstu kapítul- ana í Lúkasarguðspjalli og fella þess- ar frásagnir saman. Upphaf Jóhannes- arguðspjalls þarftu líka að lesa. Síðan slekkurðu á rafmagnsljósunum og hefur kveikt á jólakertinu þínu og reynir að sjá fyrir þér atburðina sem guðspjöllin greina frá. Þú skynjar hinar furðulegu leiðir sem Guð fer til að ná til okkar. Þær leiðir sem hann fer til að fá okkur til að ganga veg lífsins og kærleikans. Þú nemur stað- ar í lestrinum og hugleiðir vissa þætti nánar. Engillinn sagði við Mar- íu: „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs. Drottinn sé með þér. Þú munt fæða son og þú skalt láta hann heita Jesú.“ Og þú staldrar við, við frásögn- ina er englarnir á jólanótt boðuðu fjárhirðunum fæðingu frelsarans. Er fjöldi himneskra hersveita sagði: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum, sem hann hef- ur velþóknun á.“ Efasemdir geta komið upp í hug þinn og þú spyrð: „Hvað er að gera með þessi gömlu austurlensku ævin- týri um stjörnur og engla?“ En hvað er veruleiki og hvað er ævintýri? Frásögn er skráð, ekki í neinu guð- spjalli, heldur í hjörtu íslensku þjóð- arinnar, að á sjávarkambinum í Sel- vogi hafi bjartur engill vísað sjó- hröktu skipi veg. Sagan segir að áhöfn skipsins hafi heitið að reisa kirkju ef hún næði landi. Við það var staðið og við Strönd í Selvogi hefur kirkja verið síðan. Engin kirkja á jafnmikil ítök í hjörtum íslenskra sjó- manna, og jafnvel þjóðinni allri, og Strandarkirkja, sem stendur eins og útvörður á hafnlausri og strjálbýlli strönd. Er eins og táknmynd er minnir þig á Guðs almáttugu hönd, er öllu stýrir. Kristur er ljós heimsins. Eitt helsta tákn jólanna er Ijósið. Ljósin sem við tendrum á jólum lýsa upp myrkrið hið ytra. Fagnaðarboðskapurinn um fæðingu frelsarans á að lýsa upp hug hvers manns. Þú sem efast um mátt þeirrar birtu, settu þig í spor þeirra manna sem í stórsjó og náttmyrkri velktust á stjórnlausu skipi úti fyrir skerjóttri strönd og sáu allt í einu engil Guðs sem vísaði þeim heilum leið til lands. Reyndu að gera þér í hugarlund vonargleði þeirra og fögnuð. Erindi frelsarans í heiminn er að veita hverju jarðarbarni fögnuð hinnar al- gjöru björgunar. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.