Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 10
lOTíminn
Laugardagur 22. desember 1990
Erlend börn hafa sent jólasveininum bréf til íslands í fjölda ára:
„Til jólasveinsins,
Islandi, Norðurpól“
Þeir þrettán íslensku jólasveinar sem búa hér í fjöllunum og eiga
sér föður að nafni Leppalúða og móður sem heitir Grýla, eru nú ekki
þeir, eða frekar sá jólasveinn sem þekktastur er erlendis. Sá jóla-
sveinn gengur í rauðum fötum með hvítu skinni á köntunum og er
með sítt hvítt skegg. Hann er góður og gefur alltaf þægu bömunum
fjafir um jólin, en mörg erlend börn halda að þessi jólasveinn búi á
slandi. Kannski gerir hann það.
í fjölda ára hafa borist til íslands
bréf frá bömum f öðrum löndum
sem skrifa jólasveininum óskir sín-
ar. Þessi bréf bárust alltaf Ferða-
skrifstofu ríkisins þar sem Helga
Þorsteinsdóttir hafði þann starfa að
svara bréfum barnanna. Hún hætti
störfum fyrir tveimur árum og tóku
þá þær Margrét Steingrímsdóttir og
Auður Birgisdóttir, starfsmenn
Ferðaskrifstofu íslands, eins og hún
heitir nú, við ritarastarfinu.
„Það hefur verið ósköp lítið nú í ár;
það eru aðallega nokkrir kennarar í
Bretlandi sem senda okkur bréf frá
nemendum sínum og svo nokkrir
fleiri,“ sagði Margrét hjá Ferðaskrif-
stofu íslands. Margrét sagði einnig
að flest þau bréf, sem þau fengju
núna, væru stfluð beint á þá. Magn-
ús Oddsson hjá Ferðamálaráði sagði
að þeim bærust nokkur bréf á ári
sem hefðu þá oftast verið send beint
til annarra ríkisstofnanna, en frá
tieim færu þau öll til Ferðaskrifstofu
slands.
Frá Ferðaskrifstofunni fá bömin
sent kort frá jólasveininum sem á er
prentaður texti á ensku. Hann er á
þessa leið í íslenskri þýðingu: „Kæri
vinur, Ég var mjög ánægður að fá
bréfið frá þér. Ég óska þér gleðilegra
jóla og mun gera mitt besta til að
uppfylla óskir þínar, vegna þess að
ég veit að þú ert ósköp góður. Ástar-
kveðjur, Jólasveinninn."
Það hafa fleiri aðilar tekið að sér
þann starfa að vera jólasveinn. Norð-
urpóll er fyrirtæki sem hefur auglýst
erlendis að jólasveininn væri að
finna á íslandi. Þeir vinna gjarna í
samstarfi við aðila erlendis og fá
Rafmagnseftirlit ríkisins:
FARIÐ VARLEGA
MEÐ RAFMAGNIÐ
Jólin með allri sinni ljósadýrð eru
nú að ganga í garð. í fréttatilkynn-
ingu frá Rafmagnseftirliti ríkisins
er fólk minnt á að líta eftir og huga
að rafmagnstækjum, tenglum,
jólaseríum o.fl., því að oft vill
brenna við að slfltir hlutir gleymast
í öllu amstrinu fyrir jólin.
Að sögn Bergs Jónssonar hjá Raf-
magnseftirlitinu leggja þeir aðal-
áherslu á þar að fólk kunni að um-
gangast rafmagnið á þann hátt að
það stafi ekki hætta af því. Bergur
sagði að það væri ýmislegt í sam-
bandi við meðferð á rafmagni sem
þyrfti að gæta að nú um jólin. T.d.
Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður afhendir Davíð Oddssyni
borgarstjóra fyrsta tölusetta eintakið af Reykjavíkurmyndum Jóns bisk-
ups.
Reykjavíkurmyndir
Jóns Helgasonar
Fyrsta askjan af þremur með mynd-
um Jóns Helgasonar biskups var
formlega gefln út s.l. miðvikudag-
inn. í þessari fyrstu öskju eru birt-
ar Reykjavíkurmyndir og ritar Guð-
jón Fríðríksson skýríngartexta við
hvetja mynd, og einnig stuttan inn-
gang um ævi og starfsferil Jóns.
Útgefendur eru Árbæjarsafn og ís-
landsmyndir og er askjan gefln út í
500 tölusettum eintökum.
Árið 1945 eignaðist Reykjavíkur-
borg myndir Jóns Helgasonar bisk-
ups, sem eru á annað hundrað tals-
ins. „Má telja þetta heilsteypta
myndasafn upphafið að minjasafni
Reykjavíkur og eru myndirnar nú
meðal mestu dýrgripa Árbæjarsafns
og ómetanlegar heimildir um sögu
borgarinnar," segir í fréttatilkynn-
ingu frá Árbæjarsafni. Jón Helgason
var biskup á árunum 1917 til 1938.
Þrátt fyrir embættisstörf lagði hann
ekki dráttlistina á hilluna, en hana
hafði hann numið samhliða prests-
námi í Kaupmannahöfn. -hs.
I S>2_íí\o\d fiood
.....Oae%idU2.
__________
______
9cáknr C2wv5Ímaó----
______PteaÆe rílau A—x*ðu&..-£eT——
c\vr’v^vpwSvJ o. roiHi. 5ÍiSr'en-
CUv<i 'fejio booVc& -Ond Q.J
cotíx>n áress aná CL (Jolr oP
Svoes. ----------- --
h ðcp OJre uou
oLaxjs aacL cSouíd
WCtóV bo.cU......piecrs^
Srent-c, r., c
Nokkur bréf-
anna sem
bárnst Ferða-
skrífstofú (s-
lands nú fyrir
jólin.
væru perur utan á handriðum mjög
varhugaverðar.
„Þessar perur eru yfirleitt með 220
volta spennu og geta skapað mikla
hætta. Ef pera slæst utan í eitthvað
eða brotnar af einhverjum öðrum
orsökum, þá standa vírarnir sem em
inni í perunni út í loftið. Vírarnir
geta verið lífshættulegir þar sem full
spenna er á þeim. Menn geta rekið
sig í þetta á þröngum svölum eða
börn snert vírana óvart. Því er um
að gera að ganga frá greinunum
þannig að engin hætta sé á því að
þær verði fyrir hnjaski og passa að
ekki rigni ofan í perustæðið," sagði
Bergur.
Bergur vildi líka minna fólk á það
að hafa ekki of stórar perur í neinum
ljósum. „í öllum kösturum og flest-
um ljósum eiga að vera upplýsingar
um það hvað það mega vera stórar
perur í viðkomandi lampa og fólk
má alls ekki fara upp fyrir það. Einn-
ig þarf að gæta þess í sambandi við
ljóskastara að þeim sé ekki komið
fýrir nálægt brennanlegum hlutum.
Fyrir hefur komið að kviknað hefur í
efnum af þessum sökum."
Rafmagnseftirlit ríkisins minnir
fólk á það í fréttatilkynningunni að
slökkva á ljósasamstæðum og öðr-
um skrautljósum á nóttunni, og
eins ef íbúðin er skilin eftir mann-
laus. Sama gildir um sjónvarp og
önnur rafeindatæki en sjónvarps-
tæki geta átt það til að bila með
þeim afleiðingum að það kvikni í
þeim.
Fólki er ráðlagt að kaupa Ijósasam-
stæður sem hafa fengið gildingu hjá
Rafmagnseftirliti ríkisins og fara eft-
ir þeim leiðbeiningum sem fylgja
hverju sinni á íslensku. khg.
sent í gegnum þá nöfn barna sem
vilja fá bréf frá jólasveininum. „Þeir
bjóða jólakort og bréf frá jólasvein-
inum á íslandi og nota hluta af
þessu til styrktar sinni starfsemi,“
sagði Hermann Auðunsson, aðstoð-
armaður jólasveinsins hjá Norður-
pól.
Hermann sagði að þeir hefðu verið
með þessa landkynningu í gangi í
nokkur ár og „við sendum börnun-
um sérstakt jólakort með myndum
af jólasveininum. Síðan sendum við
þeim bréf, sögu og viðurkenningar-
skjal frá jólasveininum fyrir að hafa
verið gott barn. Svo og er hvatt til að
börnin skrifi jólasveininum. Þetta
hefur mælst mjög vel fyrir."
Hermann sagði einnig að starfsemi
þeirra hafi ekki enn náð þeim styrk-
leika að ríkið sjái sér fært að styrkja
þetta, en það er gert á flestum hinna
Norðurlandanna, svo sem á Græn-
landi og í Finnlandi. „Þetta er mikil
landkynning og því viljum við held-
ur að jólasveinninn búi á íslandi en í
Finnlandi eða annarstaðar," sagði
Hermann, aðstoðarmaður jóla-
sveinsins, jafnframt.
—GEÓ
........................llfc__Barftfb
________CloSc._Cpnt^»»5
_____ ~DzS\ck.
___ _Ct***Ȓ
____________Ci~£>itoá
Deor Vabr\e.r Chr'Stroo«S
j. 31 uJtxnb Q rnoJb fi SiviÉ.
: por CWnSlmaS... I- ^JOsJlá SYc
, te hec\r QBooV Vfe. JoJn
i <doa.~s C.r«- .
! Fi^. UJiyrí oJl 'fho.ve. CO^orS
iX r(axnc.fnScr X <2o/ei
! 3=»JV' £a. n daars Some corobj
; Qríd X ^ova Síjoo Sorno. !
vjj.no- c\\c\ s^óor fam cWri
L,**. Cö.'TOLs CW CouicJ
X jioye. iw uPsdaiý cfa>l/
Por Chn£prry>-S On<J i
/h/k X X a Cord
JZQsLr
V
$
2£.
CoMdJS &ÚAío.
Cte«S/<*
--- CW
2j/n?qo
.Pea.r Potlier CKr.'SAmaí .n
Hooo OSt anj ChtOXAí
rtlnjeef^ ncjt-o ij fríartA C»4ha>- do
„ ucx* fúd ih. fídoaees
feo nowe F/u ? CffVld X
, haGe. cl Cortra. mu Ouja
(chah Laúuid. be loueiy
Colei-he ■
Þetta verður algengasti jólamaturínn á boröum landsmanna á aö-
fangadagskvöld. Hamborgarhryggurínn hefur ótvíræðan vinning
fram yfir annan hátíðamat, svo sem hangikjöt, rjúpur, kalkúna eða
annað lostæti. Timamynd: Pjetur
Ferðir rútubíla um jól og áramót
Jól og áramót eru miklir annatímar
hjá sérleyfíshöfum vegna stórauk-
inna ferðalaga fólks til ýmissa staða
víða um landið. Á öllum styttrí leið-
um út frá Reykjavík eru rútuferðir
frá einni upp í sjö ferðir á dag, en á
langleiðum, s.s. til Akureyrar og á
Snæfellsnes, eru daglegar ferðir.
Um annatímann sem nú fer í hönd
ætla sérleyfishafar hinsvegar að bæta
við allmörgum aukaferðum, svo
þjónustan við farþega megi verða
sem best.
Þegar nær dregur jólum eru dag-
lega fleiri en 50 komur og brottfarir
sérleyfisbifreiða frá Umferðarmið-
stöðinni og ætla má að á bilinu 2500-
3000 farþegar séu á ferðinni með sér-
leyfishöfum á degi hverjum síðustu
daga fyrir jól.
Síðustu ferðir fyrir jól á lengstu
sérleyfisleiðum frá Umferðarmið-
stöðinni eru á Þorláksmessu kl. 8.00
og 17.00 til Akureyrar, kl. 8.30 til
Hafnar í Hornafirði, á Snæfellsnes kl.
17.00. og 19.00 og til Hólmavíkur kl.
10.00. Síðustu ferðir fyrir jól frá Um-
ferðarmiðstöðinni eru á aðfangadag
kl. 13.00 til Borgarness, Laugarvatns,
Þorlákshafnar og Hrunamanna-
/Gnúpverjahrepps, kl. 13.30 til Hellu
og Hvolsvallar, kl. 15.00 til Hvera-
gerðis og Selfoss og kl. 15.30 til
Keflavíkur. Á jóladag eru sérleyfisbif-
reiðar ekki í förum. Á gamlársdag eru
síðustu ferðir frá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 15.00 til Hverageröis og Sel-
foss og kl. 15.30 til Keflavíkur.
Á nýársdag aka margar sérleyfisbif-
reiðar ekki, en á styttri leiðum er ek-
ið síðdegis til og frá Borgarnesi,
Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn,
Laugarvatni og Keflavík. Sérleyfis-
hafar hvetja fólk til að panta sér far,
eða kaupa farmiða tímanlega, svo
auðveldara sé að koma farþegum
bæði fljótt og örugglega til vina og
skyldmenna sinna um þessi jól og
áramót. Allar nánari upplýsingar um
ferðir sérleyfishafa eru veittar hjá
B.S.Í., Umferðarmiðstöðinni, s: 91-
22300. khg.