Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 9
noo v ,, , j.------» , u c< Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 9 BOKMENNTIR Þessi ungu augu þín Aðalhciður Sigurbjörnsdóttin Slifumtrá. Skákprcnt 1990. Þessi ljóðabók er til orðin eftir tíu ára „hugsun, alúð og puð", að því er á bókarkápu segir. Ekki skulu þau orð í efa dregin og þessi langi tími er ljóðin hafa verið að skapast og fágast hefur verið biðarinnar virði, því hér er margt vel sagt. Besti eiginleiki þessara ljóða er sá að mörg þeirra eru borin uppi af innri hita og skáld- legri myndgáfu, sem vér sjáum ekki betur en að sé „ekta". Ég tek dæmi af upphafi kvæðisins „Minning I": Þú sast við eldhúsborðið þar.... nákvœmlega þar sem ég hafði svo ofí dður séðþiggráta nú varstu eithvað aðgera álútur einsog þú vceri að skera Þetta er einföld mynd, en það er ekki á allra færi að leika hana eftir. Margrét Þórhildur Danadrottning Margrét Þórhildur Danadrottnlng segir frí lífi sínu. Annt Woldcn- Ræthinge skráði. Þuríður J. Kristjinsdóttir íslenskaði. Myndir eftir Georg Oddner. Bókaútgafan örn og Örlygur 1990. Bókin heitir á frummálinu „Marg- arethe den Anden fortæller om sit liv" og kom út á sl. ári. Skrásetjarinn byggir ritið á mörgum og löngum viðtölum við hennar hátign og í út- gáfu er aðeins fjórðungur þeirra við- tala. Bókin er einræður drottningar. „Margarethe Alexandrine Þórhildur Ingrid fæddist 1940, kom til rfkis 1972 eftir föður sinn Friðrik 9., gift- ist 1967 Henri de Laborde de Monp- ezat greifa, börn Friðrik (f. 1968) og Jóakim (f. 1969) ..." (íslenska al- fræðiorðabókin — Örn og Örlygur 1990). Fyrstu minningar drottningar eru frá hernámsárunum og þá lok her- námsins, friðardagurinn 4. maí 1945. Þann 5. maí um morguninn kom Alexandrína drottning til að horfa á þegar stóri konungsfáninn var á ný dreginn að hún á höll Krist- jáns VIII. Önnur minning hennar var þegar varðskiptin fóru fram og danski lífvörðurinn tók við af lög- reglunni. Hún minnist afa sína Kristjáns X. í hjólastól, en hann lam- aðist við fall af hestbaki 1942 og steig ekki í fæturna eftir það. Krist- ján X. var einingartákn dönsku þjóð- arinnar öll stríðsárin. Hann hélt háttum sínum, reið út hvern dag og breytti engu um hegðun sína og meðan svo var hélt hann reisn sinni og þjóðar sinnar. Danir stóðu sem einn maður gegn öllum tilraunum þjóðernisjafnaðarmanna til gyðinga- ofsókna og Danmörk var eina rfkið þar sem allir stóðu vörð um gyðinga. Sá þáttur sker sig úr hernámssög- unni í Evrópu. Margrét rekur síðan uppvaxtarsögu sína, skólagöngu og þau viðbrigði sem verða í lífi hennar eftir að stjórnarskrárbreytingin var gerð 1953 og hún verður rfkisarfi. Skóla- gangan á Englandi varð afdrifarík, þar kynntist hún tilvonandi eigin- manni sínum. Henni var ljós sú ábyrgð sem á henni hvíldi sem ríkis- arfa og hefði hún þurft að velja milli mannsemisins og Danmerkur, þá hefði hún valið Danmörku. Þess vegna segir hún að Játvarður VIII. hafi svikið þjóð sína þegar hann batt trúss sitt við fráskilda kvenpersónu, Wallis Simpson, sem hann vissi að gerði honum ómögulegt að vera æðsti maður heimsveldisins, enda var hann sannarlega varaður við, bæði af Baldwin forsætisráðherra og erkibiskupnum af Kantaraborg. For- eldrum Margrétar gast vel að Henri de Monpezat greifa og hlaut hann blessun foreldranna. Sambúð þeirra hefur verið með ágætum og eiga þau margt sameiginlegt. Margrét skrifar m.a. um trúmál og trú og kirkju og þar skrifar hún um ábyrgðina og kemur inn á margvís- leg efni sem snerta trúmál. „Ég er síst á móti tilfinningum, en trú og Margrét Þórhildur Danadrottning. tilfinningasemi eiga ekki saman." Athuganir drottningar á hlutverki þjóðhöfðingjans eru af sama toga og föður hennar, afa og næstu forfeðra. Hún líkir starfi sfnu við starf óðals- bóndans, sem tekur við erfðagóssinu og fetar fótspor liðinna kynslóða, með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa, sem oft eru meiri í orði en á borði. Erfðavenjurnar og þar með siðmenningin, sem er verk ótal kynslóða og aðall mannsins, er höf- uðatriðið. Drottningin fjallar um bókmenntir, listir, söguna og fornleifafræðina ásamt þeim efnum sem eru oft helsta fréttaefnið, hryðjuverk, of- beldi, myndbönd og samskipti kynj- anna. Eins og kunnugt er er drottningin listmálari og skrifar um þá tóm- stundaiðju sína, einnig um þær bækur og bókmenntaverk sem hún dáir. Þar koma til sögunnar Charles Morgan (ísl. þýðing á Sögu dómar- ans var gefin út af Menningarsjóði), Lawrence Durrell, einkum Alex- andríu- kvartettinn, og Tolkien. Auk þessa ræðir hún um danskan sálma- kveðskap, en það er sú grein skáld- skapar sem hefur verið afskipt í bók- menntaumræðum nú á dögum, bæði í Danmörku og einnig hér á landi. En í þeim skáldskap er að finna margar perlur íslenskra og danskra bókmennta. Þessar einræður Margrétar eru skemmtileg lesning, skýrar og skil- merkilegar eins og ræður hennar, einkum nýársræðurnar. Hún segir sjálf að hún eigi það til að svara heldur kuldalega, jafnvel vera snakill, en hún er alltaf skemmtilega og blessunarlega laus við alla væmni og kauðalegan þjóð- rembing. Hún þekkir takmörk sín og kann sér hóf og nýtur þess að lifa. Þýðing Þuríðar J. Kristjánsdóttur er vel af hendi leyst og forlaginu ber að þakka að hafa gefið þessa bók út. Siglaugur Brynleifsson Svona er nú skáldskapurinn skrýt- inn. í þessum ljóðum er sársaukinn mikill að fyrirferð og höfundi verður missir og söknuður víða að við- fangsefni: Stundumséég eldrimann ágötu hann hefur þessi unguauguþín og ég harma að þú skytdir ekki fá að eldast Ríkir geðsmunir og ástríða loga glatt víða í þessum kvæðum sem yf- irleitt tekst þó að aga undir forminu og það er sigurvinningur. Þó ætti höfundur fyrir alla muni að keppa eftir að aga sig þarna enn frekar, því til þess held ég að hún hafi hæfileik- ann. Hlálegt má virðast að segja um ljóð eftir konu að þau séu „karl- mannleg", en samt skal einmitt það orð sett hér á blað, til þess að undir- strika að hér er vfða ort af afli og kjarki, sem er ekki uppgerð. Höf- undi tekst betur upp þegar rökkrið og beygurinn hefur undirtökin („Réttur dagsins" — „Martröð") en þegar hún gefur sig draumkenndum sýnum á vald, eins og í lengsta kvæði bókarinnar," „Vegfarandi". Einhvern veginn er skáldið í henni hagvanara í fyrrnefndu ljóðunum. Mætti ég dirfast að gefa höfundi ráð, þá ætti hún að leggja rækt við þenn- an „karlmannlega" eiginleika. Hann er of sjaldgæfur meðal skálda vorra og engin hætta á að það næma og viðkvæma fari forgörðum samt hjá Aðalheiði. Af því hefur hún nóg, sbr. fallegt ljóð, „Viðris munstrandar mar", þar sem nafnið er helftin af þokka kvæðisins. í kvæðinu „Ánauð" segir hún: Það rignir orðum gjálfurshellidemba úti svo varla er út sigandi nokkrum vel völdum Ijóðum En þó tel ég að skáld „Silfurst- ránna" ætti óhikað að hætta sér út í dembuna. Hvernig skyldi svo sterkri myndvísi og svellandi tjáningar- ástríðu og hér er víða að finna vegna í„prósa"? AN AUGLYSINGASIMAR TIMANS: 680001 & 686300 SVO ALLIR HAFI N06 RAFMAGN UM JÓLIN Jafnið notkun yfir daginn Reynið að dreifa eldun yfir daginn eftir því sem kostur er, einkum á aðfangadag og gamlársdag. Notið ekki mörg straumfrek tæki samtímis að óþörfu, t.d. rafmagnsofn, hraðsuðuketil, þvottavél, þurrkara og uppþvottavél. Forðist brunahættu Farið varlega með öll raftæki til að forðast hættu á bruna og raflosti. Gamlar, slitnar leiðslur og lélegar jólaljósasamstæöur geta verið hættulegar. Eigið alla vartappa í flestum nýrri húsum eru útsláttarrofar, en í eldri húsum eru vartappar (öryggi) og rétt er að eiga birgðir af þeim. Helstu stærðir eru 10 amper (Ijós), 20-25 amper (eldavélar o.fl.) og 35 amper (aðalvör fyrir íbúð). Ráðstafanir í straumleysi Ef straumlaust verður skal gera eftirfarandi ráðstafanir: Taka straumf rek raftæki úr sambandi, skipta um viðkomandi vartappa ef straumleysi nær til hluta íbúðar, skipta um aðalvar ef straumleysi nær til allrar íbúðar. Lekastraumsrofi Hafi lekastraumsrofi leyst út er rétt að taka öll raftæki úr sambandi og reyna síðan að setja rofann inn. Síðan má setja tækin í samband aftur, eitt af öðru, þar til bilaða tækið finnst. Bilanatilkynningar Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 604600. Gleðileg jól og farsælt komandi ár! •>. O) 3 (B «o 1 >• 0) O) $ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108REYKJAVIK SÍMI 60 46 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.