Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. desember 1990 HELGIN 15 ¦¦¦"¦¦ '"": ¦'-'"") sem er nýjasta afurð Walt Disney- fyrirtækisins. Myndin hefur fengið fá- dæma athygli erlendis og má geta þess að hún er nú þegar orðin vinsælasta teiknimynd sem sýnd hef- ur verið í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á sögu H.C. Andersen og efni hennar er í stuttu máli: Aríel prinsessa í undir- djúpunum er hafmeyja sem verður ástfangin af mennskum prinsi og gerir allt til þess að fá að vera með honum og þetta heyr- ir Úrsúla norn og semur við hana um að hún geti orðið mennsk í þrjá daga ef hún lofi að láta nornina hafa söngrödd sína á með- an. Mikill uppgangur hefur orðið hjá Walt Disney-fyr- irtækinu á undanförnum árum og er það fyrst og fremst Jeffrey Katzenberg, sem er stjórnarformaður Disney, að þakka vegna þess að hann tók við Walt Disney þegar það var á hraðri siglingu niður, reif það upp aftur og þessa dagana er mikil velta hjá fyrirtækinu. Chevy Chase er mættur aftur í Bíóborgina með Griswold-fjölskylduna með sér og saman halda þau jólin hátíðleg. Jólafrí- ið er þriðja myndin í röð- inni um þessa fjölskylda og að þessu sinni eru þau heima hjá sér að undirbúa hátíðina miklu, búast má við að það gangi hálf brösulega eins og oft áður. Chevy Chase sem leikur Clark Griswold hóf leikfer- il sinn í Saturday Night Li- ve-þáttunum sem eru mjög vinsælir í Bandaríkj- unum. Hann starfaði þar með John Belushi og Dan Aykroyd sem voru vaxandi stjörnur á þessum tíma. Chevy hefur nú leikið í fjölda grínmynda, en einna vinsælastar hafa verið myndirnar um Griswold- fjölskylduna. Aðrir leikarar eru: Beverly d'Angelo, Juliette Lewis, John Randolph og Dianne Ladd. Leikstjóri er Jerem- iah Chechik. Seinni jóla- myndin er Prancer, hug- ljúf kvikmynd fyrir ungu kynslóðina sem segir frá ungri stelpu sem finnur sært hreindýr og annast það þangað til að það nær bata og reynir að koma því aftur til síns heima sem er hjá jólasveininum. Sam Elliott sem leikur föður stelpunnar hefur getið sér gott orð í kvikmyndum og dauða segir frá fímm læknanemum sem leika sér að því að deyja með því að stoppa hjarta- og heila- starfsemi sína og koma henni svo aftur af stað að nokkrum mínútum liðn- um. Þetta gerir þeim kleift að skyggnast utan marka mannlegs skilnings en í leiðinni opnar þetta landa- mæri sem manninum er aðeins ætlað að fara yfir einu sinni á æviskeiðinu. Þarna verða þau að svara til saka fyrir gamlar syndir og bæta fyrir þær. Þau hjónaleysi Kiefer Suther- Þrfr menn og lítil stelpa. Um hljómlist sér Maurice Jarre sem er nú einn eftir- sóttasti lagasmiðurinn í kvikmyndamúsik. STJORNUBIO Að þessu sinni er Stjörnu- bíó með tvær jólamyndir á boðstólum. Á mörkum lífs Úr jólamynd Bíóborgarínnar, Prancer. land og Julia Roberts fara með aðalhlutverkin ásamt Kevin Bacon og Oliver Platt. Þetta er mögnuð mynd, ögrandi og grípur áhorfandann heljartökum, segir í fréttatilkynningu frá Stjörnubíó. The Winter People er sú seinni, og verður frumsýnd á annan í jólum. Þarna segir frá Wayland Jackson (Kurt Russell), ungum klukku- smiði úr stórborg sem ásamt 11 ára dóttur sinni fer upp til fjalla til þess að skipta um umhverfi eftir lát konu sinnar og kynnist ungri einstæðri móður, Collie Wright (Kelly McGillis) og verða þau ást- fangin. Wright-fjölskyldan hefur átt í áralöngum deil- um við Campell- fjölskyld-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.