Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 3 Nefnd á vegum heilbrigðisráðherra hefur skilað inn tillögum sínum sem m.a. miða að því að lækka lyfjaverð og efla yfirstjórn lyfjamála: Lagt til að stofnað verði hlutafélag um lyfjainnkaup Nefnd, sem Guömundur Bjarnason heilbrigöisráðherra skipaði 15. október sl. hefur samþykkt tillögu og er starfsmönnum nefndarinnar falið að útfæra þar nánar nokkur atriöi. Þær hugmyndir, sem nefndin kemur með, ent m.a. þær að eitt fyrirtœki í eigu ríkisins skuli kaupa frá framleiðendum öll lyf sem ríkið greiðir að fullu eða hluta til og að iyfjabúöir eða heilbrigðisstofnanir semji við stjórnvöld um þóknun fyrir afhendingu lyfja til neytenda Einnig var samþykkt að útfæra nán- ar hugmynd um að yfirstjóm lyfja- mála verði efld og einfölduð með stofnun embættis lyfjamálastjóra sem verði hliðstætt embætti land- læknis og að afgreiðsla, söfnun og úr- vinnsla lyfjatengdra upplýsinga fari fram í samræmdu tölvu- og upplýs- ingakerfi. Forveri nefhdar þessar er vinnuhóp- ur sem skipaður var fyrir um ári síð- an og fylgja skyldi eftir tillögu nefnd- ar sem skipuð var árið 1986, af Ragn- hildi Helgadóttur, þáverandi heil- brigðisráðherra. Nefndin, sem skipuð var 1986, átti að gera úttekt á for- sendum álagningar á lyfium svo og á tilhögun álagningar. Hún skilaði skýrslu 8. okt 1989 og í nóvember sama ár skipaði heilbrigðisráðherra fyrrgreindan vinnuhóp sem í voru Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir, Guðmundur Sigurðsson heilsugæslulæknir, Haukur Ingi- bergsson deildarstjóri og Ingólfur J. Petersen skrifstofustjóri. Vinnuhóp- urinn hefur m.a. komið því til leiðar að heildsölu- og smásöluálagning var lækkuð, þak var sett á álagningu dýr- ustu lyfja, gefin var út samheitaverð- skrá lyfia, gefinn var út listi með skrá yfir ódýrustu sambærileg lyf og að reynt var með auglýsingum að hvetja til notkunar ódýrari lyfja og minni lyfianotkunar. Hefur þetta m.a. leitt til þess að kostnaður ríkisins vegna lyfjakaupa er 300 milljónum lægri en ella hefði verið. í vinnuhópnum var einnig rætt um breytingar á skipu- lagi lyfjamála sem leiddi til þess, eins og áður sagði, að Guðmundur Bjarnason skipaði nefnd í október sl. í nefndina vom skipaðir Guðjón Magnússon skrifstofustjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu formaður, Almar Grímsson lyf- sali, Bjami Bjarnason forstjóri, BoIIi Héðinsson formaður Tryggingaráðs, Haukur Ingibergsson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, Jón Bjömsson lyfsali og Kristján Linnet lyfjafræð- ingur. Nefndin hélt alls fjórtán fundi og á 6. fundi nefndarinnar var samþykkt fyrrgreind tillaga. Þar segir að nefnd- in feli starísmönnum sínum að út- færa eftirfarandi hugmyndir nánar m.a. með tilliti til fyrirkomulags, hagkvæmni, laga- og reglugerðar- breytinga og að leggja niðurstöður sínar fyrir nefndina eins fljótt og tök eru á. í greinargerð með tillögunni þar sem hugmyndimar em nánar út- færðar segir að embætti lyfjamála- stjóra, sem nefndin leggur til að verði stofnað, verði heilbrigðisráðherra til ráðuneytis og aðstoðar, og annist fyr- ir hans hönd framkvæmd tiltekinna þátta lyfjamála. Gert er ráð fyrir að Íyfjamálastjóri sé lyfiafræðingur og að innan embættis hans starfi fimm deildir, tölvudeild, hagdeild, skrán- ingardeild, fræðslu- og upplýsingar- deild og eftirlitsdeild. 111 þess að efla samstarf þeirra aðila sem að lyfjamál- um standa leggur nefndin til að stofnað verði Lyfjamálaráð, sem ann- ars vegar verði ráðgefandi fyrir ráð- herra um stjórnvaldsaðgerðir og hins vegar verði það umræðuvettvangur um ýmis máí við hagsmunaaðila. Þar sem nánar er fjallað um hug- myndir um að stofna fyrirtæki sem kaupi lyf frá framleiðendum, segir að verð lyfja á íslandi sé með því hæsta í Evrópu. Síðan segir að með því að hætta að skrá innkaupsverð lyfja eins og nú er gert, en kaupa lyf þess í stað inn á alþjóðlegum markaði eftir því sem verð og skilmálar gerast hag- stæðari hverju sinni, má væntanlega ná fram lækkun á innkaupsverði lyfja. Til þess þarf að koma á fót öfl- ugu innkaupafélagi, t.d. hlutafélagi. Hlutafé mætti Ld. bjóða lyfsölum, sjúkrahúsum, ríkissjóði, lífeyrissjóð- um, lyfjainnflytjendum, félagasam- tökum og öðmm þeim aðilum er tengjast heilbrigðismálum. í hugmyndum nefhdarinnar um af- hendingu ti! neytenda segir að lyfja- dreifing sé einn þáttur heilbrigðis- þjónustunnar, enda sé lyfiakostnaður landsmanna greiddur að stærstum hluta úr ríkissjóði. Þar sem um sé að ræða heilbrigðisþjónustu verði end- urgjald í formi þóknunar Ld. að hluta til fast afgreiðslugjald og að hluta til stiglækkandi álagning. Þóknunin verði samningsatriði milli Trygging- arstofnunar ríkisins og lyfsala með svipuðum hætti og þóknun til ann- arra heilbrigðisste'tta, sem fái greiðsl- ur frá Tryggingastofnun ríksins fyrir þjónustu sína. Með þessu móti sé unnt að tryggja rekstrarafkomu minnstu lyfjabúðanna, þar sem þóknunin yrði mismunandi, La.m. hærri í strjálbýlinu þar sem rekstur sé erfiðari en á þéttbýlustu stöðum. Á síðasta fundi nefhdarinnar lagði Jón Björnsson, formaður Apótekara- félags íslands, fram bókun þar sem segir að hann geti ekki samþykkt skýrslu nefhdarinnar, þar sem hún gefi ekki rétta mynd af störfum henn- ar og þeim umræðum sem þar fóm fram. I bókun Jóns segir að nefndin hafi ekki lokið umfjöllun um þau málefhi sem henni vom falin sam- kvæmt skipunarbréfi hennar og jafn- framt segist Jón ekki treysta sér til að bera ábyrgð á því að færa sjálfstætt vald faglegrar nefhdar, þ.e. lyfiaverða- lagsnefndar, í lyfjadreifingu undir pólitískt vald. Lokaorð bókunar Jóns eru: ,j3g áskil mér rétt til að skila sér- áliti innan skamms tíma." Guðjón Magnússon, formaður nefndarinnar, lýsti furðu sinni og harmaði að Jón Bjömsson kysi í fyrsta sinn á síðasta fundi nefndar- innar að skýra frá því að hann treysti sér ekki til að standa að því nefhdar- áliti sem hann hafi sjálfur tekið þátt í að semja og byggt er á tillögum sem samþykktar vom samhljóða á fundi sem haldinn var 24. nóvember. —SE Síðasti Tími fyrir jólin Blaðið í dag er síðasta blaðið sem kemur út fyrir jól. Tíminn kemur út næst föstudaginn 28. desember. Við óskum lesendum okkar gleðilegrar jólahátíðar. Sprenging í stálbræöslu Sprenging varð í háspennuher- bergi stálbræðslunnar í Hafharfirði á fimmtudag með þeim afleiðingum að 25 metra hlaðinn útveggur þeytt- ist út og fór í mél. Engin slys urðu á fólki. Talið er að bilun í olíufylltum aflrofa hafi valdið sprengingunni. GS. Út er komin í íslenskrí þýðingu Þorsteins Sigurlaugssonar skáld- sagan „Uppruninn", (The Founta- inhead), eftir rússnesk-banda- rísku skáldkonuna Ayn Rand. Uppruninn kom fýrst út í Banda- ríkjunum áríð 1943 og hefur síð- an komið út á fjölmörgum tungu- málum og selst í milljónum ein- taka. Uppruninn birtist nú í fyrsta sinn í íslenskrí þýöingu. a t t a f s l á t t u r Með reglulegum sparnaði, hæstu vöxtum, skattafslætti og lánsrétti leggurðu Grunn sem er sniðinn að þínum þörfum. Grimnur Grunnur er húsnæöisreikningur Landsbankans. Hann er bundinn í 3 til 10 árog nýtur ávallt bestu ávöxtunarkjara sem bankinn býður á almennum innlánsreikningum sínum. Leggja þarí inn á Grunn eigi sjaldnar en árstjórðungslega. Hámarksinnlegg á ári er nú rúm 360.000,- eða 90.000, - ársfjórðungslega. Þannig gefur til dæmis 360.000 króna innlegg 90.000 krónur í skattafslátt. Grunni fylgir sjálfkrafa lánsréttur að sparnaðar- tímanum loknum, en skilyrði er að lánið sé notað til húsnæðiskaupa eða endurbóta og viðhaldsA Hámarkslán er nú 1,8 mllljónir króna. Grunnur er þannig bæði góð sparnaðarleið fyrir þá sem hyggja á húsnæðiskaup eða byggingu og kjörinn Iffeyrissjóður fyrir sparifjáreigendur. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.