Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 15. febrúar 1992 r MINNING Eiríkur Metúsalemsson Kjerúlf Síðustu árin hefur verið stutt stórra högga á milli hér í Fljótsdal. Þrír eldri bændur hafa kvatt. Síðastur þeirra var Eiríkur bóndi í Vallholti. Eiríkur veiktist alvarlega í fyrra- haust, en hafði verið hraustur lengst af sinnar ævi. í æsku tók hann samt berkla og lenti um tíma á sjúkra- húsi, en yfirsteig þá. Eftir rannsókn lækna á Egilsstöðum og í Neskaup- stað var Eiríkur sendur suður á Landspítalann þar sem hann lá lengi milli heims og helju. En lífið er sterkt. Hann komst út af sjúkrahúsi og heim til sín um áramót. Var hann þá hinn hressasti, a.m.k. í andanum, þegar ég hringdi til hans, sagðist hlakka mest til að éta sinn góða sveitamat. Hann var þó í ströngu eft- irliti sunnanlækna, sem boðuðu hann af og til suður. Eiríkur puðaði eitthvað, að hann sagði, en heima var lítið að starfa. Búpeningurinn dauður og grafinn. Eiríkur veiktist snögglega sl. vor, og andaðist í flug- Ásmundur Sigurðsson frá Reyðará í Lóni, fyrrum alþingismaður, lést 8. febrúar s.l., 88 ára að aldri. Ásmundur var bóndi á Reyðará í allmörg ár, en jafnframt kennari á ýmsum stöðum í Austur-Skafta- fellssýslu. Hann var í framboði fyrir Sósíal- istaflokkinn í Austur-Skaftafells- sýslu í fyrstu kosningum flokksins 1942 og síðan áfram meðan gamla kosningaskipanin hélst. Eftir kjör- dæmabreytinguna 1959 var hann á framboðslista sósíalista í Austur- landskjördæmi. Ásmundur tók sæti á Alþingi sem varamaður, 1944,1945 og 1946, en var síðan landskjörinn þingmaður 1946-1953. Kom síðan á þing 1960 og enn 1966 sem varaþingmaður Austurlandskjördæmis. Samstarf okkar Ásmundar á Alþingi og í bóndi í Vallholti vél milli Egilsstaða og Reykjavíkur þann 11. maí (1991). Það er gott að fara svona snöggt þegar þessum aldri er náð, og ekki hrjáði ellihrumleikinn Eirík, því hann mátti heita í fullu starfi og al- veg með heilum sönsum, er hann kvaddi þetta líf. Nú er skarð fyrir skildi. Eiríkur var vinsæll og var hans mjög saknað hér í sveitinni. Það myndast ávallt eitt- hvert tóm þegar fólk deyr. Eiríkur var traustur maður í orði og á borði. Þó var hann í eðli sínu hlédrægur og tranaði sér aldrei fram, en innilegur í viðmóti strax við íyrstu sýn. Hann hefði alveg eins getað verið ráðu- neytisstjóri, umgerð mannsins gat boðið upp á það. En það hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og yrt var á Eirík. Hann var allra manna vina- legastur, hvers manns jafningi, hisp- urslaus og gamansamur. Eiríkur var fæddur á Hrafnkels- stöðum 30. okt. 1915, og alinn þar Sósíalistaflokknum var því orðið langt og mikið. Skoðanir okkar Ásmundar fóru vel saman. Hann reyndist mér einn besti og traustasti samstarfs- maður sem ég hefi átt. Ásmundur var sannur sósíalisti. Hann var af þeirri gömlu og góðu gerð sósíal- ista, sem fann óréttlætið á ýmsum sviðum þjóðfélagsins og sá rang- láta skiptingu þeirra verðmæta, sem sköpuð höfðu verið, oftast með mikíu erfiði og trúmennsku í starfi. Ásmundur var sósíalisti, sem sá að fátækir bændur í sveitum landsins áttu hagsmunalega sam- leið með verkamönnum bæjanna. Hann fann að sósíalismi þeirra, sem vildu æsa bændur gegn verka- mönnum og bæjarbúa gegn sveita- fólki, var rangur sósíalismi. Ás- upp í glöðum og fjölmennum systk- inahópi. Metúsalem faðir Eiríks var sonur Jóns Andréssonar Kjerúlf, og Aðalbjargar Metúsalemsdóttur frá Möðrudal (af Burstarfellsætt). Þau bjuggu á Melum. Andrés Kjerúlf var einkasonur Jörgens Kjerulf iæknis, er hingað fluttist frá Kaupmanna- höfn að Brekku í Fljótsdal 1819. Hann átti Önnu Jónsdóttur, Þor- steinssonar á Melum, sem Melaætt er talin frá. Guðrún, kona Metúsal- ems, var Jónsdóttir, Vigfússonar, Jónssonar, fædd á Hólum í Nesjum, Hornafirði. (Bróðir Jóns Andrésson- ar var Þorvarður læknir á Ormars- stöðum í Fellum). Börn þeirra Metúsalems og Guðrúnar urðu 17 talsins. Þau dóu nokkur í æsku. Ei- ríkur var þriðji að ofan og varð hann því ungur að fara að vinna við bú- störfm á stórbúi foreldra sinna. Hann var ólatur og lærði snemma að vinna, enda var vinnan hans skóli, sem entist honum vel í lífinu. mundur hlaut því að skipa sér í raðir okkar róttækra sósíalista. Ás- mundur Sigurðsson varð einn af bestu talsmönnum okkar sósíalista á sviði landbúnaðarmála. Hann tók saman mjög gagnlegan bækling um „Erindi Sósíalista- flokksins til bænda“ árið 1946. Og hann skrifaði margar greinar um landbúnaðarmál, enda var hann einn gagnfróðasti maður um þau mál sem ég þekkti. Vinátta okkar Ásmundar var traust og góð frá því við fyrst kynntumst. Ég leitaði oft til Ás- mundar, þegar ég vildi ræða vandamál við góðan félaga. Hann var gætinn, vandvirkur og sann- gjarn í dómum um menn og mál- efni. Ásmundur tókst á hendur marg- vísleg trúnaðarstörf á vegum okkar Hann naut ekki annarrar skóla- göngu en hinnar skyldugu barna- fræðslu frá 10 ára aldri til fermingar, eitthvað 2 mánuði á vetri. Á Hrafnkelsstöðum var á þessum árum stærsta fjárbú sveitarinnar. flokks. Hann var lengi fulltrúi flokksins í Nýbýla- og landnáms- stjórn. Hann vann í landbúnaðar- nefndum og í fjárveitinganefnd Al- þingis. Hann var um tíma yfirskoð- unarmaður ríkisreikninga. Síðustu starfsár sín vann Ásmundur í Bún- aðarbankanum og naut þar trausts og virðingar eins og annarsstaðar. Um leið og ég kveð vin minn og samherja Ásmund Sigurðsson, vil ég og kona mín Fjóla þakka konu Ásmundar, Guðrúnu Árnadóttur hjúkrunarkonu, fyrir vinskap og vinarhug sem hún og Ásmundur sýndu okkur. Það var alltaf ánægjulegt og hlý- legt að koma á heimili þeirra Guð- rúnar og Ásmundar. Minningin um góðan dreng og traustan félaga mun lifa. Lúðvík Jósepsson Var Eiríkur strax um fermingu orð- inn fullgildur fjármaður á því búi. Fermingarárið var hann látinn passa 140 lömb á eigin spýtur. Fljótt fór orð af leikni hans í fjármennsku og hversu hann var fjárglöggur. Hrafn- kelsstaðir eru góð beitarjörð, land- rými mikið, engjar heldur reytings- samar en heygóðar. Afkoman réðst mest af flinkri fjárpössun, og oft þurfti að fara sparlega með stráið. Lömb Metúsalems þóttu jafnfalleg í svo stórri hjörð. (Fjárbú Metúsalems varð landsfrægt og var ýmislegt um það ritað). Eiríkur og Droplaug kona hans fengu skipt landi utan af Hrafnkels- stöðum, þegar þau fóru að búa sjálf- stætt, og reistu þar nýbýlið Vallholt á árunum 1946-48, skammt frá gömlum beitarhúsum sem heita Hrólfsgerði. Bærinn stendur á holti eða hól, nokkuð hátt fyrir ofan dal- botninn, og bratt niður frá honum. Bæjarstæðið er sérstakt og þaðan er mikið og fagurt útsýni yfir dalinn og út á Lagarfljót, en Hengifoss blasir við í hlíðinni á móti. Landið er ekki stórt og ræktunarmöguleikar litlir heima við, en úti á Gilsárnesi er töluvert undirlendi ræktanlegt. Yst í landinu er allstór birkiskógur, sem Ranaskógur nefnist, beinvaxinn og fagur. Skógurinn var ítak frá Víði- völlum ytri, en Eiríkur keypti hann af Víðivallabændum kringum 1950. r Asmundur Sigurðsson Keflavík — Suðurnes I tilefni af 75 ára afmæli Framsóknarflokksins verð- ur hátíðafundur i Framsóknarhúsinu i Keflavík laugardaginn 15. febrúar kl. 15.00. Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Keflavíkur. steingrimur Námskeið í nýju formi Á næstu vikum mun Landssamband framsóknarkvenna bjóða upp á „námskeið i nýju formi“. Hagnýt lögfræði Námskeiöinu er ætlað að veita þátttakendum hagnýta fræðslu um al- menn lögfræðiatriði, svo sem afsöl, algenga samninga, meginreglur erfðaréttar og sifjaréttar. Þá verður sérstaklega fjallað um stofnun og slit hjúskapar og hver er réttarstaða einstaklinga annars vegar í óvigðri sambúð og hinsvegar í hjónabandi. Námskeiðið er tvö kvöld og er há- marksfjöldi á námskeiði 15 konur. Kennarí er Sigríður Jósefsdóttir. Byrjendanámskeiö i ræðumennsku Hér er á ferðinni byrjunamámskeið í ræðumennsku. Hámarksfjöldi þátt- takenda er 10. Námskeiðið 4-5 kvöld. Kennarí er Katrín Yngvadóttir. Framhaldsnámskeiö í ræðumennsku Ætlast er til að þátttakendur á þessu námskeiði hafi tileinkað sér grunn- tækni f ræðumennsku. Hámarksfjöldi er 10 konur. Námskeiðið er 4 kvöld. Kennari er Katrin Yngvadóttir. Ákveðnlnámskeiö Námskeiðinu er ætlað að efla öryggi og sjálfsvitund. Hámarksfjöldi er 12-14. Námskeiðið er 3-4 kvöld. Kennari er Steinunn Harðardóttir. Landssamband framsóknarkvenna Létt spjall á laugar- degi — Reykjavík Léttspjallsfundur á laugardegi verður haldinn í Flokksmiöstöö Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, III. hæð, laugardaginn 15. febrúar kl. 10.30. Umræðuefni: Þingstörfin framundan. Umræðuna innleiðir Finnur Ingólfsson alþingism. Fulltrúaráðið. Keflavík Fulltrúaráðsfundur verður haldinn mánudaginn 17. febrúar kl. 20.30 að Hafnargötu 62. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar. Stjórn Fulltrúaráðsins. Kópavogur Skrifstofan að Digranesvegi 12 verður framvegis opin á laugardögum kl. 10.00-12.00. Litið inn og fáið ykkur kaffisopa og spjallið saman. Framsóknarfélögin i Kópavogi. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokksstarfið tímanlega - þ.e. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Rangæingar — Félagsvist Spilum félagsvist i Hvoli, sunnudagskvöld 16. feb. og 1. mars, kl. 21. Seinni tvö kvöldin I fjögurra kvölda keppni þar sem þrjú bestu gilda til aðalverölauna. Aðalverðlaun eru gisting í sex nætur að eigin vali fyrir tvo m/morgunverði hjá Ferðaþjónustu bænda. Gód kvöldverðlaun. Framsóknarfélag Rangæinga. Framsóknarvist Reykjavík Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 16. febrúarn.k. i Danshúsinu, Glæsibæ, kl. 14.00. Guðmundur Bjamason alþingismaður fíytur stutt ávarp I kaffihléi. Veitt verða þrenn verölaun karia og kvenna. Guðmundur Aðgangseyrir kr. 500.- (kaffiveitingar innifaldar). Framsóknarfétag Reykjavíkur. Almennir stjórnmálafundir Framsóknarflokksins Þingmenn Framsóknarflokksins efna til almennra stjórnmálafunda i öllum kjördæmum landsins á timabilinu 26. janúar til 18. febrúar. REYKJAVÍK: 18.02. Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20.30 Finnur Ingólfsson, Steingrímur Hermannsson Fundimir eru öllum opnir, veríð velkomin FRAMSÓKNARFLOKKURINN Finnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.