Tíminn - 09.05.1992, Qupperneq 10
10 Tíminn
Laugardagur 9. maí 1992
Hin austræna dulúö jók trúna á lækningamætti elixírs herra Valdimars í Frederikshavn.
Kínverjinn
með alasið
Á seinni hluta fyrri aldar tóku ýmis kraftaverkalyf að
bjóðast kvefuðum og brjóstveikum lýð á
íslandi. Og undirtektirnar létu ekki á sér standa.
Það var fyrir rúmurn
hundrað árum: Úti í ná-
lægum löndum, hand-
an
Atlantshafsins, hafði
mönnum tekist að setja
saman dropameðal, er
hafði hin undraverð-
ustulækningaáhrif. Það
var sett á ofurlitlarflösk-
ur, sem tóku nokkra
munnsopa. Þær voru
skreyttar fagurlitum
miða, og á honum var
mynd af Kínverja með
glas í hendi. Merkið var
auðskilið hverjum
hugsandi og athugul-
um manni: Kínverjinn
var ímynd hinnar dul-
rænu visku, en glasið
var tákn þess, að
hverjum og einum
skyldi Ijúflega boðið að
bergja af heilsubrunni
þeim, er náttúran hafði
látið upp Ijúkast til
blessunar fyrir mann-
kynið.
Heilsubrunnur frá
Frederikshavn
Heilsubrunnur þessi hafði opnast í
Danaveldi, nánar tiltekið í bænum
Frederikshavn. Og sá, sem dældi úr
uppsprettunni og tappaði á litlu flösk-
umar, hét Valdimar Petersen. Þegar
hann hafði sett innsigli sitt: W.P7F. í
grænt lakk yfir stútinn, voru flöskum-
ar sendar út í heiminn, en meðalið í
þeim nefhdist Kína-lífs-elbcír.
Kínverjanum með glasið í hendinni
var víða tekið opnum örmum. í raun-
inni fór hann sigurför um löndin, ekki
einungis um Danaveldi, heldur svo vítt
sem spurðist til austurs og suðurs.
Norðmenn tóku honum tveim hönd-
um og í Svíaríki átti hann vinum að
fagna. Þá hélt hann suður um Bæheim
og TVrol og yfir Mundíafjöll, þau hin
miklu, og austur í hálendishéruð
Karpatafjalla, jafnvel austur á slétt-
umar við Svartahaf.
Háir sem lágir tóku honum fegins
hendi, og reyndu brátt sannindin um
lækningamátt hans. Hvaðanæva bár-
ust þakkarbréf til Valdimars í Friðriks-
höfh fyrir þetta dásemdar meðal.
Menn veittu upplýsingar um líkam-
lega armæðu sína og krankleika. Og
það var sama sagan: í öllum löndum
þjáðust menn af magakvefi og melt-
ingarleysi, lystarleysi og taugaveiklun,
tæringu, innanveiki og sjósótt En
Kínveijinn kom öllum til nokkurs
bata, er þakka mátti Valdimar.
Glasið á krónu og fimmtíu
Þetta gerðist á seinni hluta 19. aldar
sem áður segir.
Þó að íslenska þjóðin væri tíðum af-
skipt um þá hluti, sem aðrar þjóðir
höfðu til lystisemda og lífsnautna, varð
ekki sú reyndin í þessum efnum. Valdi-
mar sá um það. Einn daginn var Kín-
verjinn orðinn hér landfastur, hafði
komið með vorskipi, og var nú á boð-
stólum í höfuðstaðnum og á nokkrum
stöðum úti um land. Glasið kostaði 1
krónu og 50 aura, — segi og skrifa
eina krónu og fimmtíu aura, — og vit-
anlega mátti ekki taka innihaldið í 3
eða 4 sopum, það átti að takast inn í
smáskömmtum í litlum skeiðum.
Sparlega varð að fara með þetta dýr-
indis vatn, því að samkvæmt núgild-
andi verði kostuðu þessir þrír sopar
rúmlega 100 krónur.
Ekki hafði Kínverjinn verið lengi hér
á landi, þegar fregnir um ágæti hans
tóku að berast manna milli. Og ekki
nóg með það. Mönnum var ljúft að
vitna, til þess að augu annarra mættu
oprtast fyrir dásemd hins blessaða
vökva.
Sannfærandi vottorð
Maður einn austur í Fljótshlíð, á bæ
þeim, er Tunga heitir, gaf eftirfarandi
„Vottorð.
Ég undirritaður, sem í mörg ár hef
þjáðst mjög af sjósótt og árangurslaust
leitað ýmsra lækna, get vottað það, að
ég hef reynt Kína-lífs-elixír sem ágætt
meðal við sjósótt.
TUngu í Fljótshlíð
Guðjón Jónsson."
Ekki var lakara vottorð, sem kom frá
hendi annars Fljótshlíðings, Lofts
Loftssonar í Kollabæ. Það var á þessa
Iund:
„í frek 8 ár hefur konan mín þjáðst
mjög af brjóstveiki, taugaveiklun og
slæmri meltingu, og hafði hún þess-
vegna reynt ýmiskonar meðal, en allt
að árangurslausu. — Ég byrjaði þá að
reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír
ffá Valdimar Petersen í Frederikshavn
og keypti af honum nokkrar flöskur
hjá hr. J.R.B. Lefolii á Eyrarbakka, og
þegar hún hafði brúkað úr tveimur
flöskum, fór henni þegar að batna. —
Meltingin varð betri og taugamar
styrktust. Ég get þessvegna af eigin
reynslu mælt fram með bitter þessum,
og er viss um, að ef hún heldur áfram
að nota þetta ágæta meðal, verður hún
heil heilsu, er fram líöa stundir."
Svo mælti Loftur í Kollabæ, og þurfti
vart að efa, að hann segði grandvarlega
frá sjúkleika konu sinnar og síðan
lækningu hennar. Þó voru til kvaddir
tveir menn, þeir Bárður Sigurðsson,
fyrrum bóndi í Kollabæ, og Þorgeir
Guðnason bóndi í Stuðlakoti, til þess
að votta, að Loftur færi ekki með fleip-
ur út af þessu í blöðin. Þeir skrifuðu
eftirgreinda yfirlýsingu:
„Við undirritaðir, sem þekkt höfum
konu Lofts Loftssonar í fleiri ár og séð
hana þjást af ofannefndum sjúkdóm-
um, getum vottað það upp á æru og
samvisku, að það, sem sagt er í ofan-
skráðu vottorði, er fyllilega sannleik-
anum samkvæmt, að því er snertir
heilsusamlegar verkanir hins heims-
fræga Kína-lífs-elixír.“
Þetta tók því af öll tvímæli um, að
Loftur færi ekki með fals og dár, enda
setti Valdimar þetta í blöðin á íslandi.
Og margur maðurinn hugsaði til sinn-
ar konu og færði henni bitter, þegar
hann kom úr kaupstaðnum. Eftir
hæfilegan tíma skrifaði eiginmaður-
inn svo lýsingu á heilsufari konunnar
og setti á prent undir sínu nafni.
Stundum vitnuðu karlmennimir um
sína eigin reynslu eftir inntöku bitters-
ins. Það gerðu konur líka. Má þar til
nefna konuna á Grafarbakka, er sendi
Valdimari svofellda yfirlýsingu:
„Ég hef um langan tíma þjáðst af
óhægð fyrir brjósti og óreglulegri
meltingu, en eftir að hafa tekið inn 2
flöskur af Kína-lífs-elíxír frá hr. Valdi-
mar Petersen í Frederikshavn, get ég
með ánægju vitnað það, að ég hef ekki
kennt þessara sjúkdóma.
í þessu skal ég ekki láta undir höfuð
leggjast að skýra frá því, að gömul
kona hér á bænum (Sigr. Jónsd.) hefúr
brúkað Kína-lífs-elixír við meltingar-
leysi, sem komiö hefur af stöðugum
kyrrsetum innanhúss, eftir að hafa áð-
ur vanist vinnu undir berum himni,
og hefúr henni orðið gott af. Eins er
því varið með ýmsa aðra hér, sem hafa
brúkað hann, og gera það enn, við
ýmsum kvillum. Ég get því af fullri
sannfæringu mælt með þessum elixír
gegn nefndum sjúkdómum, og það því
ffemur sem auövelt er að hafa hann
við hendina, og hann er jafnvel ódýr í
samanburði við það, sem meðul kosta
og læknishjálp.
Grafarbakka,
Ástríður Jónsdóttir.“
Svo sem nærri má geta, varð Valdi-
mar hugumglaður af bréfi þessu.
Sjaldan hafði verið gefin í einu og
sama bréfi jafn yfirgripsmikil lýsing á
ágæti bittersins, sem hann sendi hinu
hrjáða fólki. Hann lét því bréfiö snar-
lega á þrykk út ganga
Reynt að hlúa að lífinu
Svo sem löngum í sögu þjóðarinnar,
var fólk um þetta leyti fjarska ber-
skjaldað fyrir válegum sjúkdómum,
pestum og landfarsóttum.
Það þurfti ekki að fara aftur í aldir og
riQa upp hörmungasagnir ffá svarta
dauða og stóru bólu. Á 19. öldinni
höfðu geisað farsóttir, sem ögruðu
þjóðinni með tortímingu, og þá fyrst
og fremst mislingaárin 1846 og 1881.
Fólk hrundi niður, einkum ungviðið.
Og jafhlfamt riðu yfir ógnir annarra
sjúkdóma: bamaveiki, taugaveiki,
skarlatssóttar.
En eftir hveija pláguna hjamaði þjóð-
in við með undraverðum mætti.
Reynt var að hlúa að lífinu með
heimafenginni reynslu, þar eð Iæknar
voru fáir og stijálir. Grasakonan sauð
jurtir náttúmnnar og lagði lífgrös við
sár og kaun. í rauninni vom til ráð við
öllu, við hveijum kvilla og hverri sótt
Þau ráð dugðu þó oft skammt En
hvað var um að sakast, — það gerði
hver sem hann gat til þess að vemda líf
þessarar þjóðar, líf hvítvoðungsins.
Hvítvoðungurinn var sú lífvera, sem
ekki skyldi reikna með að kæmist til
þroska, hans líf var blaktandi ljós fyrir
gusti veraldarinnar. Það var mikil/
hamingja, ef hann fékk að komast úr
vöggu og vaxa og dafna, en líklegra
mátti oft teljast að ljós hans slokknaði.
Við slíkum umskiptum mátti jafnan
búast Og þó að sjónarsviptir mikill
væri að því að missa hið ómálga bam,
var söknuðurinn út af því ekki eins
djúpstæður og þá er hinir eldri féllu
frá. Bóndi nokkur hafði misst tvö
böm, hvítvoðung og stálpað bam.
Honum varð að orði: „Það var bágara
að missa hann Nonna litla, því að hann
var farinn að grauta í flekk.“
Þjóðin hafði að vísu mikla trú á hinni
lærðu og vaxandi læknastétt, en á 19.
öldinni vom læknar enn fáir og dreifð-
ir í víðlendum héruðum, en frá útskik-
um var of langt að vitja þeirra við
hverjum krankleika, svo að til ýmissa
ráða varð að grípa, þegar sjúkleika bar
að höndum.
Hómopataöld
Hómopatar og aðrir ólærðir læknar
vom víða um sveitir. Þeir höfðu með-
alaskrín og stokka og gáfu dropa við
margskonar kvillum. Glös þeirra vom
jafnan mjög lítil, á stærð við vísifingur
fermingarbams að gildleika, en inni-
haldið var sterkt og hressandi.
Hómopatadropar og allopatadropar
vom tíðast látnir drjúpa í hvítasykur-
smola eða í blávatn, — 3-4 dropar, —
8-10 dropar, stærri skammtar í senn
vom óalgengir. Og margur lasburða
hresstist í bili af inntökunr.i, og það
var altjend talsverð huggun að eiga
hómopataglas eða allopataglas í fómm
sínum, þegar kveisur og kvillar steðj-
uðu að.
Auk þess komu til hjálpar andlegar
lækningar og andleg vemd, orð send
frá guði, fyrir milligöngu höfuðengl-
anna, til hjálpar og blessunar þeim,
sem í lotningu og skilyrðislaust trúðu
lækningamætti hins innblásna orðs.
Þannig var Himnabréfið þýska eitt-
hvert voldugasta tákn þess læknandi
máttar og vemdandi afla, sem send
vom frá dularheimum hins mikla
skapara alls sem var, — þess, er skóp
duftkomið á veginum og var einnig
hnattanna herra.
Þar að auki streymdu til hinnar fó-
mennu þjóðar elfur annarra meðala,
sem höfðu lækningamátt sinn af jarð-
neskum uppmna, en bjuggu yfir
undra eiginleikum til þess að lina
hvers konar vesaldóm: hressa maga-
veikan, styrkja hinn blóðlitla og mátt-
vana, reka burtu bijóstveiki, létta höf-
uðkvalir, draga úr blóðsókn, næra
hinn sljóa og endurvekja lífsvon hjá
þeim, er áður sá sæng sína uppreidda í
eymd og volæði.
Óþægilegar afleiðingar æskusynda
í frönskumælandi löndum höfðu
frægir menn hugboð um, að eyja-