Tíminn - 09.05.1992, Page 18

Tíminn - 09.05.1992, Page 18
18 Tfminn Laugardagur Laugardagur 9. maí 1992 Þróttarar frá Reykjavík uröu sigurvegarar í 1. deild karla og kemur þaö vart á óvart, þar sem margt þekktra blakkappa voru I því liöi. Heimasæturnar frá Siglufiröi, Súlan 1, uröu sigurvegarar í 2. deild kvenna. Óöinn frá Akureyri sigraöi í öölingaflokki. Tímamyndir: Þorteifur Haraidsson, Sigiuflrði Um fjögurhundruð blakarar tóku þátt í íslandsmóti öldunga í blaki, sem fram fór á Siglufirði um síðustu helgi: HK varö Islandsmeistari í 1. deild kvenna. Síðastliðna helgi fór fram íslandsmót öldunga í blaki og var það haldið í nýja íþróttahúsinu á Siglufirði. Alls tóku um fjögur hundruð manns, þrjátíu ára og eldri, þátt í mót- inu, sem án efa er eitt það stærsta sem haldið hefur verið á Siglufirði. Keppt var í fimm deildum öldunga, karla og kvenna, en mótið er haldið árlega. Að sögn Runólfs Birgissonar, öld- ungs mótsins — en það viður- nefni hlýtur sá aðili sem hefur umsjón mótsins með höndum — gekk mótið alveg geysilega vel, umfang þess hefur aldrei verið meira en nú. „Ég held að það sé enginn vafi á því að þetta er eitt stærsta mótið, sem haldið hefur verið hér á Siglufirði. Það hefur verið í undirbúningi frá áramót- um, en síðustu dagana fyrir mótið hafa bæði nótt og dagur farið í undirbúning," sagði Runólfur í samtali við Tímann. Ástæðan fyrir því að mótið var haldið nú á Siglufirði er að eins og komið hefur fram hér á síðum blaðsins hefur verið tekið í notk- un nýtt íþróttahús, þar sem hægt er að leika blak á þremur völlum. Siglfirðingar hafa reyndar haldið mótið tvívegis áður, síðast fyrir átta árum og var þá leikið í sund- laugarbyggingunni, en sett var gólf yfir laugina sjálfa. Nú er mót- ið hins vegar orðið svo viðamikið að ekki dugar minna en þrír til fjórir vellir til að hægt sé að halda mótið. Blak hefur ekki verið mikið stundað á Siglufirði, en þó hefur á undanfömum árum verið tölu- fyrr en menn eru orðnir svona gamlir, þ.e.a.s. komnir yfír þrí- tugt. Menn hafa ekki spilað það fyrr og við kunnum varla reglurn- ar, en þeir, sem eru að leika blak nú, eru mest íþróttagarpar úr öðrum greinum. Blakið er að Aöstaöan í nýju Iþróttamiöstööinni á Siglufiröi, en þar eru sundlaug- in og íþróttahúsiö sambyggö. Þaö hefur því veriö kærkomiö fyrir keppenduma á mótinu aö hvíla lúin bein í heita pottinum, eins og sjá má á meöfylgjandi mynd. vert um að leikið hafi verið í öld- ungaflokkum. Tvö félög eru starf- andi: Súlan, sem er kvennalið, og Hyrnan, sem er karlalið. Draga liðin nöfn sín af fiöllum við fjörð- inn. „Nei, það hefur ekki verið stund- sumu leyti sterkara hjá kvenfólk- inu, þær byrja fýrr og æfa rneira," sagði Runólfur Birgisson. Nú er ljóst að næsta mót, sem haldið verður eftir ár, fer fram á höfuðborgarsvæðinu og hefur Jónas Traustason verið tilnefndur Fram Reykjavík varö sigurvegari i 2. deild karla. öldungur mótsins. Er nú verið að vinna í því að fá keppnisstað. í 1. deild karla voru það Þróttar- ar sem stóðu uppi sem íslands- meistarar, og sigruðu þeir í öllum hrinum nema einni. Lið Óðins frá Akureyri varð í öðru sæti. HK bar sigur úr býtum í 1. deild kvenna, með sömu yfirburðum. í 2. deild karla báru Framarar frá Reykjavík sigur úr býtum, en þeir töpuðu ekki hrinu í mótinu, en Rimar höfnuðu í öðru sæti. í annarri deild kvenna voru tveir riðlar leiknir og var því hreinn úrslita- leikur um efsta sætið í deildinni. Þar léku til úrslita Súlan 1 frá Siglufirði og HK, og er skemmst frá því að segja að heimasætur sigruðu í tveimur hrinum gegn engri hrinu HK-kvenna, 15-11 og 15-9. Óðinn frá Akureyri sigraði í öðlingaflokki karla, en í þeim flokki keppa leikmenn sem eru 40 ára eða eldri. Runólfur Birgisson sagði að það hefði ríkt mikil og góð stemmn- ing meðan á mótinu stóð. „Þetta

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.