Tíminn - 28.11.1992, Síða 1

Tíminn - 28.11.1992, Síða 1
Flokksþing Framsóknarflokksins stendur nú yfir. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks: Emðleikana má rekja til ríkisstjómarinnar „Ég ætla alls ekki að gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem steðja að í íslensku efnahagslífi vegna samdráttar erlendis. Vissulega hefur það sín áhrif. Alls ekki vil ég heldur gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem sam- dráttur í afla veldur. Vitanlega hefur það mikii áhrif á þjóðfé- lag, sem byggir svo mjög á flsk- veiðum. Ég vil hins vegar mót- mæla því harðlega að einhver fortíðarvandi sé meginorsök fyrir þeim erflðleikum, sem ís- lenskt efnahagslíf hefur enn einu sinni ratað í.“ Þetta mælti Steingrímur Her- mannsson í ræðu sinni í gær á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem nú stendur yfir á Hótel Sögu. Sjónvarpað er beint frá flokksþing- inu á Sýn, sem er nýmæli og hefur ekki áður verið gert á þingum ís- lenskra stjórnmálaflokka. Steingrímur sagði ennfremur í ræðu sinni að staðreynd væri að þegar núverandi ríkisstjórn tók við, var staða atvinnuveganna betri en hún hafði verið um langa hríð og staðan á sviði efnahagsmála al- mennt góð. Núverandi ríkisstjórn hefði hins vegar snúið þróuninni í öfuga átt, eins og þjóðin væri nú að súpa seyðið af. Utdráttur úr ræðu Steingríms Her- mannssonar er á blaðsíðu 3. Þar er einnig sagt frá umrœðum um EES á flokksþinginu og á blaðsíðum 14 og 15 er ávarp Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, birt í heild. VERÐLAUJM- KROSSGATA ÍTÍMANUM Verðlaunakrossgáta er í Tímanum i dag. Dregið veröur úr réttum lausnum og fær hinn heppni vinn- inginn sendan heim. Vinningurinn er íslensk menn- ingargersemi: Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar — heildarútgáfa Máls og menningar á verkum skálds- ins ástsæla. Hundruða milljóna eftirskattar? Skattalögreglan hefur fundið gullnámu í svörtum greiðslum til íþróttaþjálfara og fleiri sem tengjast íþróttahreyfingunni. KJARAÁTÖK ERUAD HEFJAST Kennarasamband (slands sagði upp kjarasamn- ingum sínum í gær og i kjaramálaályktun ASl- þings eru aðildarfélög hvött til að segja upp samningum og undirbúa kröfugerð. Átökin eru að hefjast. B LAÐSIÐA 16 BLAÐSIÐA 18

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.