Tíminn - 28.11.1992, Side 11

Tíminn - 28.11.1992, Side 11
Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminn 11 „Fólk snýr sér enn meir að bókinni þegar að kreppir“ Rætt við Sigurð Valgeirsson, útgáfustjóra Iðunnar, en margt merkra bóka er meðal 85 titla sem forlagið gefur út Sigurður Valgeirsson: „Sjálfsagt dregur samdrátturinn í þjóðfélaginu úr mögu- leikum óþekktra höfunda á aö fá gefiö út eftir sig. “ Tlmamynd Árni Bjarna „í Noregi segja þeir aö þegar að kreppi í efnhagslífinu snúi fólk sér enn meir að bókinni, og hví skyldi það ekki reynast svo á íslandi einnig,“ segir Sigurður Valgeirsson, útgáfu- stjóri Iðunnar, í samtali við Tímann þegar við spyrjum hann tíðinda af helstu bókum forlagsins í ár. „Fjöldi bóka- titla, sem Iðunn gefur út nú, er að minnsta kosti ekki minni en í fyrra. Þetta er svipað magn, eða 85 titlar alls, og ég er bjartsýnn á söiuna og held að þetta muni ganga vel. Eigi ég að nefna eitthvað af því, sem hæst ber, þá er þar um margt að ræða, en líklega rétt að byrja á bókmenntum ætluðum fullorðn- um. Vil ég þá fyrst telja skáldsögu eftir Vigdísi Grímsdóttur, „Stúlkan í skóginum," en þetta er þriðja skáldsaga höfundar og mun varla vekja minni athygli en þær fyrri. Þá er Ijóðabókin „Sæfarinn sof- andi“ eftir Þorstein frá Hamri og hlýtur ný ijóðabók eftir hann að teljast til verulegra tíðinda meðal ljóðaunnenda. Sama á við um aðra ljóðabók sem við gefum út — „Árstíðaferð um innri mann“, eftir Matthías Johannessen. Bókmenntaleg ævisaga Þá er það ævisaga Astu Sigurðar- dóttur skáldkonu eftir Friðriku Benonýsdóttur, „Minn hlátur er sorg“. Þetta er sérstætt rit í flokki ævisagna, en ég held að svo megi komast að orði að hún sé á eins konar mörkum, þar sem þetta er bókmenntaleg ævisaga. Höfund- urinn leyfir sér vissar sviðsetning- ar og fyrir mitt leyti tel ég að þarna sé mjög vel heppnað verk á ferð um þá óvenjulegu konu sem Ásta var, bæði vegna persónu sinnar og örlaga. Af öðrum ævisögum skal hér getið um ævisögu Guðlaugs Berg- manns, sem ber titilinn „Og nátt- úran hrópar og kallar" og ævisögu Thelmu Ingvarsdóttur, en sú bók heitir því stutta og laggóða nafni „Thelma". Svo er auðvitað annað bindi ævisögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriks- son — „Dómsmálaráðherrann". Þeirrar bókar munu margir bíða með eftirvæntingu, af þeim við- tökum að dæma sem fyrsta bindið hlut. Hér erum við farin að nálgast sagnfræðina og nýtt bindi af „Öld- inni okkar" lítur nú dagsins ljós og spannar það árin 1986-1990. Þá er „Söguatlas", þriðja bindi, á lokastigi í vinnslu. Verk þekktra bama- bókahöfunda Þegar um svo marga titla er að ræða, leiðir af sjálfu að barnabæk- ur eru allmargar meðal útgáfu- verka og þetta er allsterkur listi. Sé V_____________________/ byrjað á bókum, sem ætlaðar eru yngstu börnunum, vil ég nefna bókina „Velkominn heim, Hanni- bal Hansson" eftir Guðrúnu Helgadóttur. Þessi ágæta bók Guð- rúnar er myndskreytt af Brian Pilkington og segir frá strák sem er á heimleið ásamt foreldrum sín- um, sem verið hafa í námi erlend- is. Sagan gerist í flugvélinni og er mjög skemmtileg, enda annars ekki að vænta frá hendi Guðrúnar Helgadóttur. „Litli skógarbjörn- inn“ heitir bók eftir Illuga Jökuls- son og er bókin myndskreytt af Gunnari Karlssyni. Sé haldið áfram og vikið að bók- um ætluðum eldri krökkum verða fyrir bók Iðunnar Steinsdóttur, „Fjársjóðurinn í Útsölum", og „Allt í besta lagi“ eftir Andrés Indriða- son. Bæði eru þau Iðunn og Andr- és löngu kunn fyrir skrif sín fyrir börn og unglinga og bækur frá hendi Iðunnar Steindóttur eru ekki upp taldar hér með. Við gef- um út alls sex bækur eftir hana, og eru þær auk „Fjársjóðsins í Útsöl- um“ fimm bækur um „Snuðru og Tuðru“. Um þær stöllur komu einnig út fimm bækur á fyrra ári, en taka skal fram að þær eru ekki stórar hver um sig - aðeins sextán síður. Þýðingar á verkum Iris Murdoch og Antti Tuuri Loks víkur sögunni að þýðingum og þá komum við aftur að bók- menntum ætluðum fullorðnum. Nú kemur út skáldsagan „Svarti prinsinn" eftir Iris Murdoch í þýð- ingu Steinunnar Sigurðardóttur og „Ný Jerúsalem", skáldsaga eftir fínnska höfundinn Antti T\iuri. Hana hefur Njörður P. Njarðvík þýtt. Eins og skilja gefur gæti ég lengt þetta mál mikið, og þótt það kunni að hljóma eins og einhver klisja, fær ekkert haggað því að við Is- Iendingar erum vissulega bók- menntaþjóð. Ég vil ekki dyljast þess að sjálfsagt dregur samdrátt- urinn í þjóðfélaginu, boðuð endur- álagning virðisaukaskatts á bækur og annað, úr möguleikum óþekktra höfunda á að fá gefið út eftir sig. Útgefendur verða nokkru varfærnari og það þótt um annars álitleg handritsé að ræða. En þetta er sveiflubundið og fer eftir árferð- inu og við skulum vona að rofi sem fyrst til á ný.“ ~ ,KVEÐJU CÁLSINN Kostulegur vals Út er komin Kfa Máli og menningu skáldsagan Kveðjuvalsinn eftir Milan Kundera. Sagan gerist á fimm haustdögum í litlum, fallegum heilsubótarbæ í Mið- Evrópu. Þangað kemur fjöldi kvenna til að leita sér lækninga við ófrjósemi, auk nokkurra karla sem stunda þar heit böð í þeirri von að ráða bót á hjartakvillum. Frægur djasstrompetisti, fögur hjúkrunarkona, hugmyndaríkur kvensjúkdómalæknir, amerískur auð- maður (dýrlingur og kvennabósi í senn) og fyrrverandi stjómmálamað- ur eru meðal sögupersóna, sem höf- vrndur lætur hér stíga vals óvæntra atburða og kostulegra hugleiðinga. Vals sem hefst með ljúfri hrynjandi, en verður bæði hraðari og sárari þeg- ar lengra líður á söguna. Friðrik Rafnsson þýddi bókina, sem er 182 blaðsíður, prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Bókin kostar 2680 kr. Öfgar Út er komin hjá Máli og menningu skáld- sagan Sannleikur allífsins eftir Isabel Al- lende. Gregory Reeves er aðalpersóna og annar aðalsögumaður þessarar margslungnu skáldsögu. Hann er hvítur, en elst upp meðal spænskumælandi fólks í Kalifom- íu og reynir á sjálfum sér ýmsar öfgar bandarísks þjóðfélags, veistu og bestu hliðar þess, auk þess sem hann hrærist í sögulegu umróti áranna kringum 1968 og kynnist því helvfti sem Víetnamstríðið var. Höfundur lýsir andstæðum banda- rísks þjóðfélags, upplausn fjölskyldunn- ar, leit einstaldingsins að lífsfyllingu og ást — leit Gregory Reeves að þeim „Sann- leika allffsins" sem hann heyrði föður sinn predika um sem bam. Þetta er fimmta skáldsaga Isabel Al- lende sem kemur út á íslensku, en þekkt- ust þeirra er Hús andanna. Tómas R. Einarsson þýddi bókina, sem er 306 blaðsíður. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin kostar 2980 kr. íslenskar lækningaiurtir Söfnun þeirra, notkun og áhrif eftir Ambjörgu Lindu Jóhannsdóttur Grasalækningar hafa verið stundað- ar frá alda öðli og hér á landi frá landnámstíð. Á síðari árum hefur áhugi á þessum fomu lækningaað- ferðum farið vaxandi og marga fýsir að öðlast innsýn í heim þeirra. HI slfks er þessi bók vel falíin. í henni má lesa um útbreiðslu jurtanna og kjörlendi þeirra, tínslu og söfnun jurta, þá jurtahluta sem nýta má til lækninga, virk efni í jurtum og áhrif þeirra á mannslíkamann, helstu sjúk- dóma og kvilla sem jurtalyf geta lin- að og ráðið bót á og blöndun jurta- lyfja og notkun þeirra. í bókinni er ennfremur sagt frá úrvali erlendra lækningajurta, sem margar er auðvelt að rækta í íslenskum görðum og gróðurskálum. Á annað hundrað glæsilegar Ijósmyndir í lit af öllum jurtunum prýða bókina og auðvelda greiningu þeirra í náttúrunni. Ambjörg Linda Jóhannsdóttir stundaði nám í grasalækningum við School of Herbal Medicine East Sus- sex 1984-1987. Hún stundaði grasa- lækningar á íslandi 1987-1989 og hef- ur síðan ásamt manni sínum, sem einnig er grasalæknir, lagt shmd á grasalækningar á Englandi. Útgefandi er Öm og Örlygur. Nýjar bækur frá Bókaútgáfunni Björk 1992: Selurinn Snorri Selurinn Snorri, hin víðkunna og vinsæla bama- og unglingabók eftir norska höfundinn Frithjof Sælen, er nýlega komin út hjá Bókaútgáfunni Björk í nýjum og glæsilegum bún- ingi. Selurinn Snorri kom fyrst út á íslensku 1950 og kemur nú út í 4. út- gáfu. Síðasta útgáfan er uppseld fyrir mörgum árum. Bókin hefur verið þýdd í mörgum löndum og hvarvetna notið mikilla vinsælda og komið út aftur og aftur. Vilbergur Júliusson skólastjóri hefur þýtt bókina á íslensku. Hún er 96 bls. að stærð og er önnur hver síða mynd í 4 Iitum. Oddi h/f hefur annast gerð bókarinnar. Tvær nýjar bækur í bókaflokknum Skemmtilegu smábamabækumar. Tinna byggir kastala er nr. 31 í bókaflokki þessum. Hún segir frá kettinum Tinnu, sem byggir veglegan kastala úr sandi á sjávar- ströndinni, og hinu fjölþætta lífríki í flæðarmálinu. Höfundur bókarinnar er Stephanie Calmenson. Teiknari: Sheila Beckett. Prentsmiðjan Oddi h/f prentaði bókina. eftir Éystein munk Vaka-Helgafell hefur sent frá sér nýja bók, Lilju eftir Eystein munk, í aðgengilegri útgáfu fyrir almenning. Lilja er frægasta helgikvæði sem ort hefur verið á íslenska tungu. Hrifn- ing manna á kvæðinu var slík á sín- um tíma að svo var sagt að „allir vildu Lilju kveðið hafa". Kvæðinu fylgja formáli og ítarlegar skýringar, en Pétur Már Ólafsson bókmennta- fræðingur hafði umsjón með útgáf- unni. Lilja er þriðja verkið í nýjum flokki lítilla gjafabóka, sem Vaka- Helgafell hóf útgáfu á í tilefni af tfu ára afmæli forlagsins. Hinar tvær em í skugga Iárviðar, ljóð eftir Hóras, höfuðskáld Rómverja, og Úr sagna- bmnni, þjóðsögur, sagnir og ævintýri Ásdísar Ólafsdóttur. Lilja er helgikvæði frá miðri fjór- tándu öld, byggt upp sem drápa í hundrað erindum. Tungutak kvæðis- ins markar tímamót f íslenskum kveðskap, þvf að höfundur hennar hafnaði að yfirlögðu ráði hinu foma kenningastagli og tók upp nýtt og auðskiljaniegra mál. Efni Lilju var einnig nýlunda. Hún fjallar um sjálft drama veraldarsögunnar frá sköpun- inni til dómsins. Meginefni hennar er barátta góðs og ills, Krists og hins færaglögga fjanda, og er skáldið sjálft f ormstunni miðri, því að hún stend- ur um sálu þess. í formála bókarinnar segir Pétur Már Ólafsson: „Það er hvorki samfelld heimssaga né sæt lofgjörð. Sagan er sögð með því að bregða upp mynd- um frá helstu atburðum þar sem hin- ar miklu andstæður takast á. Við finnum glöggt fyrir nálægð skáldsins sem talar til okkar í fyrstu persónu, tökum þátt í baráttu þess, hlýðum á bænir þess sem hljóma hæst í lokin f örvæntingarfullu ákalli um miskunn þegar dómurinn fellur. Kvæðið ein- kennist af trúarlegri auðmýkt og trú- arhita, ásamt léttu tungutalki og skýr- um myndum." Lilja er 152 blaðsfður að stærð, prent- uð og bundin í Prentsmiðjunni Ódda hf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.