Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vamir em ekki úreltar Þegar Sovétríkin lognðust útaf og Varsjárbandalagið leystist upp og ríki þess fóru að sýna áhuga á að komast undir verndarvæng Nato var almennt álitið að ógnarjafn- vægið væri úr sögunni og að heimurinn væri mun frið- sælli en áður var. Rétt er það að risaveldin standa ekki hvort framan í öðru skakandi atómvopn sín og hótandi heimsendi ef þeim þykir ofgert á sinn hlut. Annað risaveldið er horfíð og hitt fær uppáskrift hjá SÞ þegar það þarf að sýna veldi sitt. Samningar um eyðingu kjarnorkuvopna em undirritaðir og miklum birgðum verður eytt á næstu ámm. Hitt er annað mál að nóg verð- ur eftir af atómvopnum samt og miklu meira en það og það sem verra er, að núorðið eru jafnvel enn fleiri ríki sem ráða yfir gereyðingarvopnum en var þegar bæði hernaðarbandalögin voru hvað sterkust. En þótt hættunni af hernaðarbandalagi alræðisríkjanna sé bægt frá horfir því miður ekki friðvænlega í heiminum og sífellt bætast við fleiri þjóðir og þjóðabrot sem eru miklu fúsari að að gera út um deilumál með vopnavaldi en samningum. Misskipting auðs og náttúrugæða og mismunandi menningarstig þjóða eru þau ágreiningsefni sem mestri misklíð valda og eru nú fleiri styrjaldir í gangi en tölu verður á komið og sýnist heimsmyndin breytast jafnvel dag frá degi. Hvergi er vitað til að vopnuð átök hafi leyst þau vandamál sem þau spunnust af. Varnarbandalag vestrænna þjóða er enn í fullu gildi og veitir ekki síður meðlimaríkjunum öryggi nú en þegar alræðið var enn við lýði, grátt fyrir jámum. Rótleysið og óvissan í þeim ríkjum sem kommúnisminn hélt áður í heljargreipum veldur því að þar blossa upp skærur og styrjaldir sem ástæða er til að óttast að geti breiðst út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kröfur em uppi um að Atlantshafsbandalagið beiti her- valdi til að koma á friði í stríðshrjáðum ríkjum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Það er að vísu andstætt sáttmálan- um um að Nató skipti sér ekki af deilum utan aðildarríkj- anna og beiti ekki hervaldi nema á eitthvert þeirra sé ráð- ist. En stríðsrekstur og mikil og svívirðileg mannréttinda- brot í Evrópu ógna öryggi allrar álfunnar og réttlæta að beitt sé hörku til að stilla til friðar. Hitt vita menn sjald- an eða aldrei til hvers vopnaviðskipti og afskipti af þeim leiða. Eru leiðtogar lýðræðisríkjanna því tregir til að beita valdi nema að vel yfirveguðu ráði. Utan Evrópu eru menn fúsari að senda heri á vettvang. í Sómalíu eru miklar hemaðaraðgerðir í gangi í nafni mannúðar. í írak er verið að kenna harðstjóra hvar Dav- íð keypti ölið með öflugum loftárásum sem mælast mjög misjafnlega fyrir og hafa önnur og verri áhrif í araba- heiminum en árásaraðilar virðast hafa búist við. Öryggisráðið heimtar aðgerðir í ísrael og Bosníu eins og í írak og Sómalíu. Við því er skellt skollaeyrum. Heimurinn er því ekki eins friðsæll og tryggur og vonir stóðu til þegar múrar alræðisins hrundu. Því er lýðræð- isþjóðunum nauðsynlegt að halda vöku sinni og treysta sín varnarbandalög og láta ekki telja sér trú um að þau séu úrelt. Þegar blöðin og fjölmiðlar aðr- ir gengu á menn fyrir áramótin og báðu þá að gefa árinu sem var að líða hæfilega og viðeigandi einkunn, þá stilltu fleiri en færri lofsyrðunum mjög í hóf. Flest- um þótti satt að segja að hábölv- að ár væri að berja nestið og það sem meira var —- fáum sagði vel hugur um nýja árið. Hvort sem svo mun reynast og að þar hafi hið virkilega „sjöunda skilning- arvit" talað fyrir munn manna eða ekki, þá verður að segjast að ekki hafa þær tvær vikur sem af nýja árinu eru gert hugboði þeirra skömm til. Fyrst er nú að telja þá metskepnu af ætt lægða yfir norðurhafinu sem reið yfir á dögunum og var um það bil að botnkeyra öll landsins barómet. (Andrúmloftið nálgaðist víst að verða eins og innan í Magde- borgar-kúlunum sem sagði frá í eðlisfræðinni í barnaskóla). í öðru lagi bálaði að nýju upp ófriðurinn suður við Flóann með tilþrifamikilli aðför að skelminum Hussein, sem seint ætlar að láta skipast. Bendir þó satt að segja fátt til að sæmdir hans muni minnka í nálægri framtíð þótt þeir Bush og Schlúter fái að bergja á kaleik forgengileikans á sínum valda- stólum. Eins og í gustinum af þessum hamförum náttúrunnar' og heimsmálanna feyktist hið íslenska lýðveldi inn á Evrópska efnahagssvæðið og eru menn ekki á eitt sáttir um hvemig það verður fram gengið eftir velk- inginn um völl þann... Forseti vor kom að undirrita gjöming- inn með áþekkum svip og móð- ir sem kvitta þarf í einkunnabók sonar síns lata Geira. Leyndi sér ekki hvað hún hefði gert við piltinn ef ekki hefðu verið of margir áhorfendur. En einhvern veginn hefur þjóðin verið frekar fáorð um þetta allt nú allra síðustu dag- ana. Það er einhver drómi í forstköldu loftinu, klakabrynj- aðir bflar lötra milli hárra snjó- dyngja á götum sem ekkert gengur að hreinsa — alltaf bæt- ir í. Ofan á snjódyngjunum reyna dúðaðar manneskjur að missa ekki fótanna og hafa varla hugann við annað. Það er lítill hugur í flestum og svosem eng- in sérstök trú á eitt né neitt í bili. Og maður skynjar að það er ekki einskorað við okkar land. Það er að heyra að það sama sé uppi á teningnum í útlandinu og það er ekki gott. Nú tölum við um það: TVú aldanna Allar aldir og tímaskeið þurfa einhvern meiri átrúnað, einn eða fleiri í senn, sem engum heilvita manni dettur f hug að hrófla við uns honum er skipt út en það gerist aðeins á löngum (og áður stundum alda-) fresti. Hér er síður átt við trú á guði og goðmögn en hugmyndir. Þann- ig var það svo öldum saman að enginn maður lét sér detta í hug að véfengja kenningar meistar- ans Aristótelesar þar sem því var til dæmis slegið föstu að jörðin væri marflöt og að minni kvik- indi eins og kuðungar og flær „kviknuðu" án nokkurs nátt- úrulegs samgangs. Þetta var mönnum eitt sinn nauðsynlegt að yrði ekki véfengt. Brúnó kembdi líka ekki hærurnar og tæpt stóð með Galileo er þeir viðruðu aðra sýn á sumt af þessu. Hverju urðu menn líka bættari að vita betur? „Hvaða máli skiptir hvort skriðjökull færist aftur á bak eða áfram eða stend- ur í stað?“ spurði Carlyle, sem gaf skít í öll náttúruvísindi. Loks er átrúnaðinum á Aris- tóteles var varpað fyrir róða tók að hilla undir öld vísindatrúar- innar, sem auðvitað var góð og gagnaðist vel sem trú. Á blóma- skeiði hennar var það ekki bein- línis hyggins manns háttur að efa ágæti og möguleika vísinda. Mannskepnan sem áður tók ekki annað í mál en að hún væri sköpuð í mynd Guðs almáttugs gerðist nú óðfús að segja upp frændseminni við Adam og skipaði apaketti alsæl í sess hans. Stoðir taka að ríðlast En loks tóku margar megin- stoðir að riðlast undir vísinda- trúnni — og er þá komið fram á okkar tíma. Nú líst mörgum manninum hreint ekki á blik- una þegar tekið er að skeggræða möguleika vísinda. Ekki má heldur miklu muna að vísinda- þekkingin sé að gerast samnefn- ari auðnar og tortímingar. Sum- ir vilja helst geta snúið vísinda- klukkunni aftur á bak og er það í sjálfu sér að vonum f ýmsu til- liti. Náttúruvernd hefur því um skeið gert eitt háværasta tilkall- ið til hásætis trúarinnar, þegar menn hafa fengið kappnóg af framförum og til dæmis endur- vinnsla er hafin til skýja. Endur- vinnslan speglar þrána eftir að strika út gamla og erfiða þróun, til dæmis í pappírsgerð. Menn vilja fara að skrifa á muskulegan þerripappír sem í hálf-trúarlegri fórnarathöfn til dýrðar um- hverfinu. í sama tilgangi hefur fólk líka löngu afsagt að nota vissa þrýstibrúsa þar sem úðinn úr þeim rjúfi gat á ósonlagið. En allt er þetta meira og minna for- gefins: Framleiðsla „þerripapp- írsins" reynist vera enn meira eitursull en framleiðsla á öðrum pappír. Og það kemur á daginn að þeg- ar kýr lyftir halanum og losar sig við eina kúadillu líða aftur af henni skaðræðisgufur nauðalík- ar þeim sem leyndust í um- hverfisfjandsamlegasta skegg- sápubrúsa. Fari svo fram sem horfir er óvíst um hvort um- hverfisverndarviðleitnin á líf fyrir höndum sem heimsátrún- aður. Því fer að vanta trú sem hefur einhverja endingu fólgna í sér eins og Aristóteles eða vís- indatrúin. Menn eru að prufa sig áfram með hvort lausnin kunni að felast í trúnni á mark- aðshyggjuna. Einmitt þeirrar tilraunar vegna erum við að kanna efnahags- svæðið. En það liggur um of í loftinu að að markaðstrúin muni aldrei líta ljósið nema til hálfs eins og kommúnisminn, sem var enn í fæðingu þegar hann dó... Því göngum vér álút í snjónum þessi dægrin. Það vantar hug- mynd að trúa á — um leið og það er áleitið að mannkindin sé orðin of margvís um fávisku sína til þess að hún finni nokkra brúklega hugmynd nokkru sinni framar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.