Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1993 & DAGBÓK BreiAfiröingafélagiö Félagsvist sunnudaginn 17. janúar kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Félag eldri borgara í Reykjavík Sunnudagun Bridge kl. 13. Félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansað í Goðheimum kl. 20. Mánudagur: Opið hús frá kl. 13-17. Lögfræðingur félagsins er við á þriðju- dag. Panta þarf tíma. Miðasala á leikritið Sólsetur er á skrifstofu félagsins. Fyrirlestur um kvennasififræöi Þriðjudaginn 19. janúar flytur Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur opinberan fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands. Fyr- irlesturinn nefnist: Er tíl kvennasið- fræði? Hugleiðingar um hugmyndir Carol Gilligan um siðgæði kvenna og þýðingu þess fyrir siðfræði KvennaUst- ans. Sigríður hefur B A-próf í heimspeki frá Boston University og MA-próf frá Freie Universitat í Berlín. Hún mun verja doktorsritgerð við háskólann í Berlín í febrúar næstkomandi, sem fjallar um list og sannleika í heimspeki Nietzsches. Sigríður fékk styrk á síðasta ári frá Rann- sóknastofu í kvennafræðum til að rann- saka hugmyndafræði kvennapólitíkur. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda kl. 17 og er öllum opinn. Menningartímaritiö Bjartur og frú Emilía komió út Níunda tölublað tímaritsins Bjartur og frú Emih'a — tímarit um bókmenntir og leiklist — er komið út Meðal efnis í þessu hefti er grein Berglindar Gunnars- dóttur um skáldakynslóð Lorca. Sigurð- ur A. Magnússon fjallar um bresku skáld- in W.H. Auden, C. Day-Lewis, Stephen Spender og Louis MacNeice. Skáldin Bragi Ólafsson, Charles Bukowski, Úlf- hildur Dagsdóttir, Kristín Bjamadóttir eiga ljóð f heftinu. Birtur er kafli úr hinu fræga verki Octavio Paz, Völundarhús einsemdarinnar, í þýðingu Ólafs Engil- bertssonar. Ritnefnd tímaritsins ræðir við Þór Tulinius leikara, einnig eru birt viðtöl við leikskáldið og rithöfundinn Peter Handke um splunkunýtt íeikrit eft- ir hann, og hinn þekkta leikstjóra Anat- olij Vassiljev. Þorvaldur Þorsteinsson á tvö leikverk í heftinu og fjallað er um nýja þýðingu Karls Guðmundssonar á verki Moliéres, Mannhataranum. Tímaritið Bjartur og frú Emilía er 125 síður. Forsíðu gerði Gretar Reynisson myndlistarmaður. Ritið kemur út fjórum sinnum á ári. Áskriftargjald er 1993 krónur fyrir árið 1993 og hækkar um 1 krónu ár hvert Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur. Halaleikhópurinn sýnir Aurasál Moliéres Halaleikhópurinn var stofnaður sl. haust sem sjálfstætt leikfélag með það markmið fyrst og fremst að iðka leiklist með aðgengi fyrir alla. Félagar eru nú rúmlega 50. Félagið hyggst einbeita sér að leiklist með þátttöku fatlaðra og ófatl- aðra, sem áhuga hafa á slíku leikhúsi. Fé- lagamir em enda á öllum aldri, fatlaðir sem ófatlaðir. Þegar var ákveðið að félag- ið sækti um inngöngu f Bandalag ís- lenskra leikfélaga. Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, hefur ljáð félaginu hús- rými fyrir starfsemina í Hátúni 12 (kjall- ara) og er það leikhópnum mikil lyftistöng. Þegar í upphafi var hugað að fyrstu verkefnum og varð niðurstaðan sú að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur takast á við klassískt leikverk. Fyrir valinu varð ,Aurasálin“ eftir franska leikskáldið Moliére.Æfingar hafa staðið yfir síðan í síðustu viku október og hefur nú verið ákveðið að fmmsýning verði í kvöld, laugardaginn 16. janúar, í félagsmiðstöðinni Árseli kl. 20.30. Það húsnæði er valið m.a. vegna aðgengis fyrir alla. Önnur sýning verður miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30 og þriðja sýning sunnudaginn 24. janúar og hefjast kl. 15. Forsala aðgöngumiða er f Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12, sími 29133 og er op- ið milli kl. 14 og 16. Miðaverð er kr. 800. Töluverður fjöldi fólks stendur að upp- færslunni. Leikarar em alls 15, auk að- stoðarfólks og leikstjóra, sem em tveir, Guðmundur Magnússon og Þorsteinn Guðmundsson. Fjöldi sýninga er að svo komnu máli óákveðinn. Menningarmiöstöóin Geróuberg Sýning HaraJdar Jónssonar Mánudaginn 18. febrúar kl. 20 opnar Haraldur Jónsson myndlistarsýningu á lágmyndum og skúlptúmm. Þetta er fimmta einkasýning Haraldar og er hún opin til 16. febrúar. Haraldur er fæddur 1961 f Helsinki í Finnlandi. Hann stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Kunst- akademie í Dússeldorf í Þýskalandi og út- skrifaðist þaðan 1990. Hann hefur haldið einkasýningar á íslandi og í Þýskalandi og tekið þátt í samsýningum á íslandi, í Þýskalandi, Austurríki, Finnlandi, Pól- landi og Hollandi. Haraldur hefur einnig stundað ritstörf og framið gjöminga. Verkin í Gerðubergi em rýmisverk og öll ný af nálinni. Þau em unnin úr ólík- um efhum og viðfangsefnin em gegnsæi og takmörk. Sýningin er opin mánudaga til fimmtu- daga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-18. Lokað á sunnudög- um. Tóta og táin á pabba Nú stendur yfir sýning á myndum úr samkeppni, sem haldin var í tengslum við sýninguna „Orðlist Guðbergs Bergs- sonar". Bömum var gefinn kostur á að teikna fallegustu, skemmtilegustu og skringilegustu tána í anda þeirra mynda sem prýða bamabók Guðbergs, „Tóta og táin á pabba". Verk í eigu Reykjavíkurborgar em einn- ig sýnd í Gerðubergi, þar á meðal stórt safn af myndum eftir Alfreð Flóka. Sýningamar em opnar mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10- 16, laugardaga kl. 13-16. Sunnudaga er lokað. Ása Lísbet Björgvinsdóttir heldur ein- söngstónleika Fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30 heldur Ása Lísbet Björgvinsdðttir, mezzosópran, tónleika í Gerðubergi ásamt VUhelmínu Ólafsdóttur pfanóleik- ara. Þær munu flytia verk m.a. eftir Sig- valda Kaldalóns, Áma Bjömsson, Jór- unni Viðar, Brahms, Sibelius, Grieg, Wagner og Verdi. Sendiherrafrúin, leikkonan, gestur MÍR á mánudagskvöld Rússneska sendiherrafrúin og leikkon- an Nína Akímnva verður gestur MÍR í húsakynnum félagsins að Vatnsstíg 10 nk. mánudagskvöld, 18. jan. kl. 20.30. Flytur hún spjall um Anton Tsjekhov og leiklist f Rússlandi og segir álit sitt á þeim 2 Tsjekhov-sýningum sem nú em á fjölunum í Reykjavík: Platanov og Vanja frænda í Borgaríeikhúsinu, sem og sýn- ingu Þjóðleikhússins á Kæm Jelenu. Nína Akímova hefur leikið bæði í kvik- myndum og á leiksviði. Fyrsta hlutverk hennar var reyndar í kvikmyndinni „Ein- vígi“, sem byggð var á einu verka Tsjek- hovs. Þá var hún á unglingsaldri. Síðan hefur hún leikið f allmörgum kvikmynd- um (m.a. undir leikstjóm M. Donskoj), sem og á sviði Mossovét- leikhússins í Moskvu og Aðalbamaleikhússins þar f borg. Þá hefur hún oft lesið upp smásög- ur Tsjekhovs fyrir almenning. Spjall Nínu Akímovu á mánudagskvöld er meðal dagskráratriða á Tsjekhov-viku MÍR dagana 17.-24. janúar. Þessi kynn- ing á verkum hins fræga rússneska leik- skálds og smásagnahöfundar hefst sunnudaginn 17. jan. kl. 16 með sýningu í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á kvikmynd- inni ,Anna um hálsinn", sem byggð er á samnefndri smásögu skáldsins. Síðan verða kvikmyndasýningar sem hér segir: Heimildarkvikmynd um Tsjekhov verður sýnd að loknu spjalli Nínu Akfmovu á mánudagskvöld 18. jan. Önnur eldri heimildarmynd um Tsjekhov verður svo sýnd miðvikudaginn 20. jan. kl. 18, „Vanja frændi" laugardaginn 23. jan. kl. 14 og „Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó“ sunnudaginn 24. jan. kl. 16. Aðgangur að öllum dagskráratriðum Tsjekhov-vikunnar er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. WEU-qEíRIEZÍqmMFEmmtÐ. SmÁUOmRPÓHVMOEmSARTíí FSRR/REWSUt Á/VORÐURSÍÓÐM.. KUBBUR 6678. Lárétt 1) Fugli. 5) Aur. 7) Frá. 9) Óhrein- indi. 11) Sarg. 13) Op. 14) Asökunar. 16) Öfug stafrófsröð. 17) Ákæra. 19) Óhreinkar. Lóðrétt 1) Halda út. 2) Hvort. 3) Neyðar- merki. 4) Matartrog. 6) Mengar. 8) Sáðkorn. 10) Rugla. 12) Skælur. 15) Stórveldi. 18) Hasar. Ráðning á gátu no. 6677 Lárétt 1) Skelfa. 5) Tál. 7) EG. 9) Sósa. 11) FOB. 13) Man. 14) AAAA. 16) GG. 17) Slægu. 19) Glaðar. Lóðrétt 1) Slefar. 2) ET. 3) Lás. 4) Flóm. 6) Sangur. 8) Goa. 10) Sagga. 12) Basl. 15) Ala. 18) Æð. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f Reykjavík frá 15.-21. jan. 1993 er f Árbæjar Apóteki og Laugarnes Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefn- ar f síma 18888. NeyAarvakt Tannlæknafélags íslands er starfrækt um helgar og á stórtiátiðum. Simsvari 681041. HafnarQörðun Hafnarijaröar apótek og Noröurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og ti skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek em opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, 0 kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá Id. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öðmm timum erlyfjafraðingur á bakvakl Upplýs- ingar em gefnar i sima 22445. Apótek Keflavikur Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til Id. 18.30. Álaugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. H. 13.00-14.00. Garöabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Geniisskrániitg IIIS! 15. janúar 1993 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar ....64,080 64,220 Sterlingspund .....98,299 98,513 Kanadadollar ....50,014 50,123 Dönsk króna ..10,2095 10,2318 Norsk króna 9,3122 9,3325 Sænsk króna 8,8609 8,8802 Finnskt mark ...11,8711 11,8970 Franskur franki ...11,6551 11,6806 Belgískur franki .....1,9171 1,9213 Svissneskur franki.. ...43,1501 43,2443 Hollenskt gyllini ...35,1133 35,1900 ...39,4812 39,5675 0,04281 (tölsk líra ...0,04271 Austurrískur sch 5,6100 5,6222 Portúg. escudo 0,4382 0,4391 Spánskur peseti 0,5558 0,5570 Japanskt yen ...0,50926 0,51037 ...103,906 104,133 88,2312 Sérst. dráttarr. ...88,0389 ECU-Evrópumynt.... ...77,4503 77,6195 Kjúk . ... gar HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. janúar 1993 Mánaöargreiöslur Elli/örorkulifeyrir (gmnnlífeyrir).......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir.......................... 11.096 Full tekjutrygging ellilifeyrisþega..........29.036 Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........29.850 Heimilisuppbót................................9.870 Sérstök heimilisuppbót........................6.789 Bamalifeyrir v/1 bams........................10.300 Meölag v/1 bams..............................10.300 Mæöralaun/feöralaun v/1 bams..................1.000 Mæöralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000 Mæöralaun/feöralaun v/3ja bama eöa fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa..............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa.............11.583 Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæöingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna.......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæöingardagpeningar....................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings................52620 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Stysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 28% tekjutryggingarauki (láglaunabætur), sem greiöist aöeins i janúar, er inni f upphæöum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. 30% tekjutryggingarauki var greiddur i desember, þessir bótaflokkar eru því heldur lægri í janúar, en I desember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.