Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 24
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTT OG FERSKT reiðholtsbakarí " V "VÖLVUFELL113 - SÍMI 73655 ■ fid" 1 1 1 Bil HOGG- DEYFAR 0i G) varahlutir Verslið hjá fagmönnum Ltt HanarshöfAa 1 - s. 67-6744 Tíminn LAUGARDAGUR 16. JANÚAR1993 Atvinnuleysi á Suðurnesjum orðið 8,9%, eða svipað og í EB-löndum: Atvinnuleysi þrefaldast í Reykjavík á einu ári Alls 7.000 manns voru skráðir atvinnulausir í lok desember, en að meðal- tali um 6.100 manns í mánuðinum öllum. Þetta er 4,8% af mannafla, og hafði þeim fjölgað um 1.800 frá næsta mánuði á undan. Borið saman við desember 1991 er um tvöföldun atvinnulausra að ræða. Sú fjölgun er þó langmest á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem 200% fleiri voru nú án vinnu en ári áður. Með 8,9% atvinnuleysi slá Suður- nesin metið, enda skráð atvinnu- leysi þar nú svipað og algengast er að sjá frá EB-löndunum. Sjöunda hver Suðurnesjakona var án vinnu, eða 14%, en 5,8% karla. At- vinnuleysi meðal karla er þó lang- mest á Norðurlandi eystra, 7,3%, og Austurlandi 6,5%. Þegar litið er á árið í heild, blasir við tvöföldun á atvinnuleysi. Rúm- lega milljón atvinnuleysisdagar voru skráðir árið 1992, sem svarar til þess að 3.850 manns hafi að Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur, sem var á staðnum þegar eldfjallið Galeras í Kólumbíu gaus glóandi grjóti yfir vísindamenn: OTRULEG TILVIUUN „Þetta er hreint dæmalaust undarleg tilviljun. Mánuðum saman bærir fjall- ið ekki á sér, svo fara mennimir þarna niður í gíginn í tvo eða þrjá klukku- tíma og þá verður þessi sprenging. Síðan er allt yfirstaðið og ekkert ger- ist meira." Þetta sagði Guðmundur Sigvaldason, forstöðumaður Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar, í samtali við Tímann, en eins og blaðið greindi frá í gær var hann staddur við eldfjall- ið Galeras í suðurhluta Kólumbíu, sem gaus litlu sprengi/öskugosi og varð sex vísindamönnum að bana og slasaði sex til viðbótar. Óttast er að tala slasaðra og látinna kunni að hækka enn frekar. Eldfjallafræðingar, sem voru saman- komnir á ráðstefnu í bænum Patso við rætur fjallsins, voru við sýnatöku úr gíg fjallsins þegar sprengingin varð. Með þeim í för voru einhverjir frétta- menn og borgarar, sem vildu fylgjast með störfum vísindamannanna. í símaviðtali frá Kólumbíu við Tím- ann í gær lýsti Guðmundur því hvem- ig upphaflegri áætlun um ferð upp á fjallið til sýnatöku í gígnum hafi verið breytt og seinkað um einn dag, þannig að mennimir voru á fjallinu örlagarík- um degi síðar en áætlað hafði verið. „Þannig háttar til hér í Kólumbíu að vegna orkuskorts er rafmagn skammt- að á ákveðnum svæðum. Á miðviku- dag, þegar til stóð að fara í ferðina, var rafmagnið á hér, en svo átti að taka rafmagnið af á fimmtudag. Þess vegna var áætluninni breytt og ákveðið að vera í ráðstefnusalnum á miðvikudag á meðan rafmagn var í boði, en fara síðan í leiðangurinn á fimmtudag þeg- ar skammta átti rafmagnið og því ekki hægt að nota myndvarpa, skugga- myndavélar o.þ.h.,“ sagði Guðmund- ur. Glóandi gijóti rígndi Hann sagði að ráðstefnugestum, um 100 manns, hafi verið skipt upp í sex flokka sem hver átti að skoða tiltekna hlið eldfjallsins. Einn hópurinn hafi átt að fara niður í gíginn til að safna gassýnum. „Þeir fara þama niður og ætla að vera þar í tvo eða þrjá tíma. Með þeim fóru einhverjir fréttamenn, sem ætluðu að taka af þeim myndir, og svo eitthvaö af öðru fólki, sem fór með fyrir forvitnissakir. Allt í allt gætu Guðmundur Sigvaldason, for- stöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. þetta hafa verið í kringum 20 manns," sagði Guðmundur. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa haft mikinn áhuga á að fara með hópnum niður, bæði vegna þess að honum þótti önnur verk meira spennandi og að gígurinn er í um 4000 metra hæð og um 200 m djúpur, þannig að líkamleg áreynsla í þunnu loftinu er mikil fyrir menn sem ekki eru í góðu formi. Hins vegar hafi hann farið akandi upp á gígbarminn, en þangað upp er bílvegur, nokkru fyrir sprenginguna, þar sem hann hafi ætl- að að fá betri yfirsýn yfir svæðið. Rign- ingarsúld var og þoka, þannig að hann fór niður aftur til að skoða aðra hluti. Um klukkustund síðar varð gosið. „Það var svo klukkan 13:41 í gær (fimmtudag) að það varð þessi spreng- ing og mennirnir eru niðri í gígnum. Einhverjir voru á leiðinni út og voru búnir að safna sýnum, m.a. voru tveir að klifra upp ytri gígbarminn, sem er um 200 m á hæð, sem urðu þeir illa úti. Gígurinn er raunar tvöfaldur: ytri gígurinn, sem er talsvert stór og djúp- ur, og svo miklu minni innri gígur, og þar voru menn að safna sýnum. Ann- ars voru mennirnir dreifðir og báru nokkrar byrðar á bakinu, sumir komn- ir langleiðina upp en aðrir voru nær innri gígnum þegar í honum varð sprenging og glóandi grjót og aska kastaðist um allt gígsvæðið. Afleiðing- in var að þrír menn fórust strax og sex slösuðust, þar af einn mjög alvarlega. Þriggja er enn saknað úr okkar hópi, þó almennt séu þeir taldir af,“ sagði Guðmundur. Varnir gegn náttúru- hamförum Það kann að hljóma kaldhæðnislega, en ráðstefnan, sem vísindamennimir voru á, snerist um það hvemig best væri að draga úr þeirri hættu, sem stafar af náttúmhamfömm. Hún er haldin í tengslum við það að Samein- uðu þjóðimar hafa ákveðið að tileinka tíunda áratuginn vömum gegn nátt- úmhamfömm. Eldfjallið Galeras í Kólumbíu er eitt af örfáum eldfjöllum, sem valin höfðu verið sem viðfangs- efni slíkrar viðleitni, og rannsóknir á því áttu að draga saman á einn stað í vísindalegri umræðu sérfræðinga alls staðar að úr heiminum. Eldfjallið hef- ur ekki áður valdið tjóni eða dauðsfalli á þeim 500 ámm, sem liðin em síðan landnám hófst á þessu svæði. Árið 1989 gaus fjallið mjög vægu gosi og síðan hefur eitthvað mallað í því. f júlí í fyrra varð í því sprenging dálítið stærri en sú, sem nú varð, en síðustu sex mánuði hefur ekkert gerst í fjall- inu. Aðspurður um hvers vegna þetta fjall hafi verið valið til rannsóknar með til- liti til hættu vegna náttúmhamfara, sagði Guðmundur að byggðin undir fjallinu, bærinn Pasto, hafi stækkað mikið á umliðnum ámm, og vaxið úr því að vera lítið þorp upp í að vera 500 þúsund manna bær. „Það er ljóst að eldfjallið hefúr verið virkt og leðju- straumar og skriður hafa farið yfir svæði, sem áður vom óbyggð en eru nú í byggð. Fjallið bærir oft á sér, þó það hafi ekki valdið skaða, og samfara því að byggðin breiðir úr sér eykst hættan af fjallinu," sagði Guðmundur. Ráðstefnunni var fram haldið þrátt fyrir slysið, en henni lýkur nú um helgina. Guðmundur flutti þama er- indi um tengsl vísindamanna og yfir- valda á álagstímum þegar hættu- ástand hefur skapast. Niðurstöður ráðstefnunnar samanstanda fyrst og fremst í áætlun um þær rannsóknir, sem þörf er á að gera á þessum stað, og eins í ráðleggingum um skipulagn- ingu á lítilli eldfjallastöð, sem verið er að koma á fót í Kólumbíu. -BC meðaltali verið án vinnu allt árið, eða í kringum 3% af áætluðum mannafla. Samsvarandi tölur 1991 voru 1.900 manns og um 1,5%, eða helmingi lægri. Á höfuðborgarsvæðinu var aukn- ingin þó miklu meiri, eða nær 180% milli ára, borið saman við tæplega 60% aukningu á lands- byggðinni. Ríflega helmingur alls skráðs atvinnuleysis á nýliðnu ári var á höfuðborgarsvæðinu, en ein- ungis drjúgur þriðjungur árið 1991. Sé litið á þróunina milli nóvem- ber og desember s.l., óx skráð at- vinnuleysi mun meira á lands- byggðinni, eða úr 3,6% upp í 6,4% af mannafla. Að mati vinnumála- skrifstofunnar má vafalaust rekja það að hluta til venjubundinnar árstíðasveiflu í fiskvinnslu og einnig erfiðrar veðráttu í desem- ber. Hlutfall atvinnulausra kvenna fór í 7,7% í mánuðinum. Lang- hæst var það á Suðurnesjum, sem áður segir. En einnig mjög hátt, eða 9,1%, á Austurlandi og 8% á Norðurlandi eystra. Eigi að síður virðast mun fleiri karlar en konur hafa misst vinn- una í desember, því þeim hafði þá fjölgað um 1.150 frá í nóvember, en atvinnulausum konum um 660 milli sömu mánaða. Þegar hins vegar eru bornar sam- an atvinnuleysistölur fyrir desem- bermánuð nú og sama mánuð 1991, kemur í ljós að atvinnuleysi hefur aukist margfalt meira í Reykjavík og nágrenni hennar, sérstaklega meðal kvenna, heldur en á landsbyggðinni. í desember 1991 voru rúmlega 900 manns skráð atvinnulaus á höfuðborgar- svæði (þ.a. 290 konur). Núna í des- ember hafði þeim fjölgað um rúm- lega 200%, upp í 2.750 manns. Þar af voru konur 1.250, sem þýðir að fjöldi atvinnulausra kvenna á höf- uðborgarsvæði hafði meira en fjórfaldast milli ára. Á landsbyggðinni hafði atvinnu- lausum flölgað miklu minna, eða um tæplega 60% (úr 2.100 í 3.330) á sama tímabili. Og þar var fjölg- unin heldur meiri meðal karla en kvenna. Skráð atvinnuleysi í desember 1992 Konur Karlar Höfuðborgarsvæði 3,9% 3,6% Landsbyggð 7,7% 5,5% Vesturland 5,8% 3,4% Vestfírðir 2,3% 2,3% Nl. vestra 6,3% 5,6% Nl. eystra 8,0% 7,3% Austurland 9,1% 6,5% Suðurland 6,7% 5,6% Suðumes 14,0% 5,8% Landið allt: 5,4% 4,4% Framangreindar tölur ná einungis til þeirra, sem skrá sig atvinnu- lausa hjá vinnumiðlunarskrifstof- um. Vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar í nóvember s.l. bendir til að atvinnulausir séu í raun vel á ann- að þúsund fleiri en koma til skrán- ingar. Atvinnulausir í desember gætu þannig hafa verið vel á 8. þúsund manns. - HEI DENNI DÆMALAUSI „Viltu lána okkur kaðalspotta, mamma? Við erum að búa til vatnshengirúm.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.