Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 9
.augardagur 16. janúar 1993
Tíminn 9
Sennilegast er að þeir hafi gripið til
þessa sem áróðursvopns, er ljóst
varð hve mikla athygli nauðganirn-
ar vöktu á Vesturlöndum. Trúlega
eru frásagnir stríðsaðila af kynferð-
islegum hryðjuverkum, sem þeir
bera hver á annan, orðum auknar,
en af vitnisburðum af vettvangi má
ljóst vera að þau illvirki hafa eigi að
síður verið framin á fjölda kvenna
og telpna, jafnvel undir tíu ára
aldri.
í fjölmiðlunum kennir um þetta
margra grasa. Algengt er að Serbar
séu einkum hafðir fyrir sökinni og
vera má að þeir hafi unnið meira af
þessum hryðjuverkum en aðrir
stríðsaðilar, vegna þess m.a. að þeir
hafa að jafnaði haft yfirtökin í stríð-
inu og þar með mesta möguleika á
að leika sigraða óvini að vild sinni.
En rétt mundi í þessu samhengi að
hafa í huga þá útbreiddu tilhneig-
ingu að gera Serba að syndahöfrum
dauðastríðs hinnar fyrrverandi
Júgóslavíu. Serbar saka fyrir sitt
leyti múslíma og Króata um nauðg-
anir á þúsundum kvenna, stúlku-
barna og jafnvel karlmanna.
Yfirgefnar af sínum
nánustu
Ekki er laust við að hjá Vestur-
landamönnum þeim, sem um þetta
fjalla, gæti þess að skoðanir þeirra
og lífsviðhorf hafi áhrif á mat
þeirra. Cheryl Benard og Edit
Schlaffer, félagsfræðingar starfandi
í Vín, báðar um fertugt, halda því
fram eftir að hafa rætt við margar
bosnísk-íslamskar konur, er nauðg-
að var, að skammartilfinning út af
því sé þeim flestum fjarlæg; þær
þurfi og yfirleitt ekki að óttast að
aðstandendur þeirra skammist sín
fyrir þær og hreki þær frá sér. Vín-
arkonur þessar kunna að hafa eitt-
hvað til síns máls; margar konur,
sem látið hafa uppi að þeim hafi
verið nauðgað, hafa samþykkt að
myndir væru birtar af þeim með
frásögnum af hryllingsreynslu
þeirra.
Margir halda þó fram um þetta því
gagnstæða, þ.á m. geðlæknar sem
hér þekkja til, þar eð ófáar kvenn-
anna, sem orðið hafa fyrir kynferð-
islegum misþyrmingum og svívirð-
ingum, hafa hrunið saman andlega
og líkamlega. Um það fara svipaðar
sögur frá múslímum og Serbum.
Muhamed Sestic, bosnísk-íslamsk-
ur taugageðlæknir, segir flestar
þær konur, er nauðgað hafi verið,
reyna að leyna þvf, enda hafi þær
verið „aldar upp í íslömskum anda“.
Að hans sögn er það sama að segja
um fjölskyldur ungra stúlkna, sem
fyrir þessu hafa orðið, þar eð ef upp
komist geti stúlkan ekki gifst nema
niður fyrir sig. Sé giftri konu
SÆNSKTj
Þak- |
og veggstál |
allir fylgihlutir |
I
I
I
I
I
milliliðalaust Þú sparar 30% |
Upplýsingar og tilboð |
MARKAÐSÞJÓMUSTflM 1
SERSTAKUR
JANÚARAFSLÁTTUR
■ >n
fe
Skipholti 19 3. hæðl
Sími:9I-26911 foK:91-26904~
—í
041
nauðgað, reyni skyldmenni hennar
að leyna eiginmann hennar því.
Prófessor Slobodan Jakulic í Belgr-
ad, höfuðborg Serbíu, yfirlæknir á
geðsjúkrastofnun þar sem full er af
fómarlömbum stríðsins, tekur í
sama streng: „Meirihluti serbneskra
eiginmanna myndi yfirgefa konu
sína jafnskjótt og þeir yrðu þess vís-
ir að henni hefði verið nauðgað.
M.a.s. nánustu skyldmenni kvenna
og stúlkna, sem fyrir því hafa orðið,
hrekja þær frá sér.“
7-9% siðblindir
Eftir þessu er það sem sagt er af
konum þunguðum eftir nauðganir,
en af fréttum að dæma eru þær fjöl-
margar. Af þeim, íslömskum og
serbneskum jafnt, fréttist að þær
hati ófædd börn sfn, neiti að annast
þau eftir að þau fæðist, vilji losna
við þau og hóti jafnvel að drepa þau.
„Ég vil ekki sjá bamið," segir þrítug
íslömsk kona, þunguð eftir nauðg-
anir og nú í felum fyrir fjölskyldu
sinni á sjúkrahúsi í Sarajevo. „Ég
vil ekki hafa það á brjósti, ég vil
ekkert hafa með það gera.“ Hún
segist hafa verið sex mánuði í serb-
neskum fangabúðum og hafi þá
þetta fimm-sex hermenn nauðgað
henni hverja nótt. Eitthvað er um
sjálfsvíg og tilraunir til þeirra af
þessu tilefni. Miomir Krstic, serb-
neskur læknir starfandi á fæðinga-
deild sjúkrahúss f Belgrad, segir:
„Engin kvenna þeirra, þungaðra
eftir nauðganir sem fætt hafa hjá
okkur, vildi svo mikið sem sjá barn-
Vojslav Seselj, foringi serb-
neskra sétníka: nauöganir her-
stjórnarstefna?
ið.“ Sagt er að serbneskar mæður
nauðganabarna reyni að losna við
þau með því að láta ættleiða þau.
En stofnanir, sem ættleiðingar ann-
ast, kváðu neita því að þær taki við
nauðganabömum, þar eð slíkt komi
óorði á stofnanirnar. Fólk í ættleið-
ingahug vill ekki nauðganabörn,
hefur þýska tímaritið Der Spiegel
eftir heimildamönnum í Belgrad.
Hvemig í ósköpunum stendur á
þessu? er spurt eins og oftar, þegar
skelfingaratburðir gerast af manna-
völdum. Prófessor Jakulic, þekktur
á alþjóðavettvangi sem fær maður í
sinni grein, telur að ganga megi út
frá því að 7-9% fólks sé „psychopat-
ar“. Það orð hefur verið þýtt „sið-
blindur“, „siðvilltur", m.a. Með því
mundi átt við fólk sem á alþýðumáli
er gjarnan kallað samviskulaust,
fólk að mestu laust við siðgæðis-
kennd er heldur sér frá illu athæfi
aðeins ef það þorir ekki annað eða
telur það borga sig. En prófessor-
inn bætir því við að allt að 30% her-
manna í stríði þessu fremji nauðg-
anir og/eða önnur hryðjuverk.
Nauðgarar þessir segja oft að þeir
nauðgi samkvæmt skipun yfir-
manna og jafnvel að þeim sé hótað
bana ef þeir nauðgi ekki.
Niðurbrot þjóðar
óvíst er hve mikinn hlut herstjóm-
ir eiga að þessum hryðjuverkum og
öðrum í Bosníustríði, en útilokað
er varla að nauðganirnar þar séu,
með- og ómeðvitað, liður f þeim
gagnkvæma útrýmingarhernaði
sem stríð þetta virðist vera. Bent
hefur verið á í þessu samhengi að í
mannkynssálinni standi djúpum
rótum viðhorf eða tilfinning á þá
leið, að hin kvenlega hlið lífsins sé
undirstaða þess.
öruggasta leiðin til að brjóta niður
t.d. ættkvísl eða þjóð sé því að
svipta ættkvíslina/þjóðina konum
hennar, ræna þær heiðrinum (sem
kann að hafa þær afleiðingar að
þeirra eigið fólk hafni þeim), eigna
sér þær, neyða þær til að ala sigur-
vegurunum börn. Hjá Bosníumúsl-
ímum og Serbum, sem mörgum
öðrum, er reglan að telja börnin til
ættar föðurins. Ófáir vitnisburðir
benda til þess að báðir þessir aðilar
nauðgi öðrum þræði beinlínis í
þeim tilgangi að þunga konur óvin-
arins og haldi þeim föngnum þang-
að til þær séu komnar það langt á
leið að fóstureyðingar séu útilokað-
ar.
IMÝTT ÚTLIT.
Framhlutinn hefur veriö
endurhannaöur með nýju
grilli og svuntu. Vindskeið
er staöalbúnaöur á 3ja dyra
Sunny. Nýir hjólkoppar.
NÝ IIMIMRÉTTIIMG.
Nýtt áklæöi er komið á sæti
og er breytt, þannig aö sætin
aðlagast líkamanum en betur.
Mjóhryggsstuöningur er stillanl.
Nýtt og þægilegra stýrishjól og
mælum hefur einnig verið breytt,
einnig hefur útihitamælir bæst við.
NISSAIM
BILASYIXIIIMG
LAUGARD./SUNNUD. KL. 14-17
FJÖLIIMIMSPRAUTUIM:
Nú er 16QO cc vélin
búin fjölinnsprautun
og 16 ventlum, sem
eykur aflið upp í
102 hestöfl.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföa 2
síma 91-674000