Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1993 „Mér hefur aldrei orðið jafn kalt og í Kúrdistan“ Jónas Þórir Þórisson sem sl. tvö og hálft ár hefur veriö fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar er þeim störfum vel kunnur sem honum eru falin. Um þrettán ára skeiö boðaði hann ásamt konu sinni kristni í suðurhluta Eþíópíu og kynntist á þeim tíma tvisvar átakanlegri hungursneyð. Hann tók mikinn þátt í baráttunni gegn þeim svo hann vissi vel að hverju hann gekk er hann hóf núverandi starf þótt á starfstíma hans hafi aðstoðin orðið að beinast meir að erfíðleikum sem stafa af völdum manna en ekki náttúruaflanna. Grimmd og stríðsátök færast í aukana í heiminum. Við fundum Jónas að máli í gær- morgun meðan fréttir voru enn að streyma inn um afrakstur fatasöfn- unarinnar til handa Júgóslövum á fimmtudag og spurðum fyrst hve mikið væri áætlað að safnast hefði. „Enn höfum við ekki heildaryfirlit yfir söfnunina en við fyrstu sýn er að sjá sem hún hafi tekist afskap- Iega vel. Settar voru strangar kröf- ur um hverskonar fatnað við vild- um og að fólk flokkaði þetta svo pökkunin yrði einíaldari. Almenn- ingur hefur tekið þessu mjög vel, komið með góðan fatnað og vel að- greindan. Ég hef fréttir frá Akur- eyri þar sem hafa safnast ein tíu eða tólf tonn sem allt var pakkað og frágengið í gær. Hér í Reykjavík eru að verða tilbúnir fjórir eða fimm gámar. Reynslan frá því er við sendum föt til Kúrdistan í fyrra sýnir að ætla má að fjögur og hálft til fimm tonn séu í hverjum gámi.“ Hvenær berst þessi aðstoð á áfangastað? „Fyrstu gámamir fara með Sam- skipum nú síðari partinn í næstu viku til Rotterdam. Ætla má að sendingar utan af landi fari ögn síðar og ræðst það af því hvemig ferðir falla. Síðustu sendingunum kann að dragast að koma af stað fram í þriðju viku héðan í frá. Frá Rotterdam mun leiðin liggja til Ungverjalands og þá til Júgóslavíu þar sem fötunum verður dreift til þeirra neyðarsvæða sem hægt verður að ná til og þar sem þörf er mest. Starfsmenn Rauða krossins munu meta þörfina. Fatasendingarnar til Kúrda í fyrra komu að ákaflega góðum notum og varð ég sjálfur vitni að því er ég fór þangað og tók á móti 30-40 tonnum héðan. Alls sendu íslend- ingar þá um 200 tonn af fatnaði en um 250 tonn söfnuðust j allt sem svarar einu kílói á hvern íslending. Það er örugglega heimsmet miðað við fólksfjölda eins og í svo mörgu hjá okkur. Um það bil 30 tonn af þessum 250 tonnum voru send til jarðskjálftasvæðanna í TVrklandi sem bar upp á svipuðum tíma og neyðina í Kúrdistan. Á jarðskjálfta- svæðunum reyndust annars einnig vera margir Kúrdar. Ég fylgdist með útdeilingunni og það var ógleymanlegt að sjá fólk sem verið hafði skjálfandi í kuldanum og snjónum vera komið í íslenskar lopapeysur eða regnfrakka sem héldu vætu og kulda. Ég skildi það enn betur af því að aldrei á ævinni hefur mér orðið jafn kalt sjálfum og þann tíma sem ég dvaldi í Kúrd- istan. Jafnfallinn snjór var sums staðar á þriðja metra þama í fjöll- unum. Núna eru í Kúrdistan mikl- ir kuldar og þá kann að vanta meira af fötum." Þarna er um mikil verðmæti að ræða. ,Já, þetta var mikið magn sem safnaðist í fyrra og tryggingaverð- mæti þess var um 60 milljónir. Væri verðmætið hins vegar áætiað helmingur af smásöluverði á nýj- um flíkum úr Hagkaupum heftir þarna verið um 300 milljóna verð- mæti að ræða. Ýmsar þjóðir sendu fatnað til Kúrdistan og Tyrklands og það kom í ljós að besti fátnaður- inn kom frá íslandi. Ekki er gott að segja hví fatasöfn- unin hélendis skilaði svo ágætum árangri. Kannske hafði það sitt að segja að kulda þekkja íslendingar vel og betur en hungur sem nú- tíma Islendingar hafa ekki orðið að líða. Því hafa menn af sjónvarps- myndum sjálfsagt átt auðvelt með að ímynda sér líðan fólksins sem stóð berfætt og tötrum klætt í snjó á fjöllum uppi. Þar að auki virðast menn hér al- mennt eiga mikið af fötum og þyk- ir þeir hugsanlega mega ganga á fataeign sína fremur en til dæmis peninga." Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nú greinilega jafnað sig eftir þá gagnrýni er hún varð fyrir á sín- um tíma. „Það hefúr hún gert. Víst spruttu upp allmikil leiðindi varðandi starfsemina hér fyrir nokkrum ár- um þótt ég fylgdist lítið með því þar sem ég var erlendis. Þarna var að hluta um fjölmiðlafár að ræða og ekki alltaf farið rétt með. En stofnunin varð þarna fyrir miklum skakkaföllum. Sem betur fer er þetta gleymt og grafið nú. Ný skipulagsskrá hefur verið sam- þykkt varðandi starfshætti og rekstrarkostnað og almenningur hefur sýnt að hann hefur tiltrú á Hjálparstofnun kirkunnar og að árangur náist af þeim störfum sem hún vinnur. Hérna starfa nú aðeins þrjár manneskjur og fjölgun starfsliðs ekki fyrirhuguð því stofnunin reynir að halda kostnaði við starf sitt í lágmarki. Tekjur eru svo að segja eingöngu frjáls framlög og nokkrar sértekjur og síðustu tvö eða þrjú árin höfum við ekki þurft að snerta söfnunarfé til þess að reka stofnunina. Markmiðið er að þess þurfi heldur ekki í framtíð- inni. Þessi fjárhagsrammi má þó ekki þrengri vera. Ætlast er til að við sinnum eftirliti með flutning- um og dreifmgu og sinnum því af öryggi. Það hlýtur að kosta sitt þegar starfsemin þenst úL Við er- um nú með þróunarverkefni á Ind- landi þar sem byggt hefur verið sjúkrahús og verið er að kosta 400 börn til mennta. Þar er og sinnt fjölfötluðum bömum og ýmislegt annað unnið niðri við grasrótina í samtökum sem vinna á meðal þeirra allra lægst settu. Ég fmn að þetta kunna þeir sem á annað borð um þessi mál hugsa að meta.“ Alkunna er að stundum er erfitt að tryggja að hjálpin berist í réttar hendur. „Eigi að síður er eftir megni reynt að sjá um það og þar um eigum við gott samstarf við ýmsa aðila, svo sem dönsku hjálparstofnunina. Við förum með sendingum til þess að tryggja að þær lendi á réttum stöð- um og nefni ég sem dæmi ferð sem ég fór til Bagdad eftir Persaflóa- stríðið. Það er vissulega þörf á að geta vottað að menn hafi séð það eigin augum að hjálpin berist þangað sem til stóð. Oft er þetta þó afar flókið úrlausn- ar eins og í Sómalíu. Því miður gerist það að hluti af hjálpargögn- unum fer á glæ vegna hernaðar eða ýmissa spillingarafla, kannske 25% af heildarmagninu. Vegna slíks vilja sumir hætta við allt sam- an en þá vaknar sú spurning hvort láta eigi þá sem notið hefðu 75% af farminum líða. Þá vefst mönnum gjaman tunga um tönn.“ Nú fer vaxandi sú neyð sem rekja má til styijaldarátaka. „Þegar litið er á ástandið í heim- inum hin allra síðustu ár kemur í ljós að neyð af mannavöldum hef- ur aukist að mjög miklum mun og það eru því hörmungar af því tagi sem hjálparstofnanir eru í aukn- um mæli að fást við. Eftir sem áð- ur em þau ósköp sem jarðskjálftar, flóð og þurrkar valda að gerast sem fyr. En í síðarnefndu dæmunum er hægt að ná til fólksins og til dæm- is er það sjaldgæft í Eþíópíu að þurrkur sé í öllu landinu og ekki hægt að sækja björg í önnur hér- uð. En þar sem mennimir valda neyðinni teppast aðflutningsleiðir, stríðið gengur fyrir og hjálparliði og hjálpargögnum er oft vamað vegarins eins og nú er að gerast í Júgólslavíu og verið hefur í Sómal- íu. Það er hið grátlega og þver- stæðukennda." Þú hefur bæði dvalið á og heim- sótt mörg hörmungasvæði. Kemst þetta upp í vana? „Þótt neyðina hafi svo oft borið fyrir sjónir mínar þá snertir hún mann alltaf djúpt og stundum skapar það vissa reiði hið innra með manni að sjá svo miklar ógnir sem að stómm hluta hefðu verið óþarfar. Oft tekur svo langan tíma að vekja menn til vitundar um ástandið að fyrir vikið dynur það yfir sem hægt hefði verið að fyrir- byggja. Það snertir mann illa. Okk- ur Islendingum tókst að vinna mikið fyrirbyggjandi starf á okkar svæði í Eþíópíu þegar plágur gengu þar yfir á áttunda og níunda áratugnum. Það var meðal annars að þakka neyðarsendingum og hjúkmnarfólki frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Þegar maður verður vitni að því hve lítið þarf til að bjarga barni í Afríku frá hungur- dauða er það nístandi tilfinning að standa með barn í fanginu og hafa lítið sem ekkert milli handanna. Þetta þyrfti ekki að gerast. En líkt og læknar og sjúkraflutninga- menn venst fólk á sinn hátt því sem það verður vitni að. Öðm vísi væri ekki hægt að sinna þessu. Menn verða að læra að lifa við hin- ar ömurlegu aðstæður. En þegar mönnum finnst þeir orðnir ónæmir fyrir þessu ættu þeir að hætta." Hveraig var var starfi þínu í Eþí- ópíu varið í sem stystu máli? „Ég var við kristniboðsstörfin í þrettán ár á vegum Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga og vann þar við neyðar- og hjálparstörf og þróunarverkefni auk þess sem ég sinnti safnaðarstarfinu við kristni- boðið sem prestur og kennari. Ég kom til Eþíópíu í árslok 1973 eða rétt áður en hungursneyðin 1974- 1976 hófst og eitt af mínum fyrstu verkefnum varð að takast á við það ásamt samstarfsmönnum mínum. Þá tók við fyrirbyggjandi þróunar- starf sem enn var rofið af nýrri hungursneyð árið 1984. Meðfram þessum stóm verkefnum var ég starfsmaður lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu sem fól í sér stjórnunar- og skipulagsverk af margvíslegum toga. Meðal annars hafði ég eftirlit með fjármálum alls þróunarstarfs kirkjunnar í suðurhluta Eþíópíu um tíma. í viðbót get ég nefnt að ég sinnti tæknilegu eftirliti sem varðaði vélbúnaði og farartæki er snertu þróunarstarfið og rak heilt verkstæði um tíma. Sem betur fer hef ég alltaf haft gaman af að fást við bíla, jarðýtur og annað slíkt, enda var faðir minn vélstjóri á Ak- ureyri. Já, ég er borinn og barn- fæddur Akureyringur. En eins og þú heyrir þá fylgir það kristniborðsstarfinu að menn verða að geta innt hin fjarskyld- ustu verkefni af hendi. Sumir halda að kristniboð sé ekki annað en bænalestur og kennsla en því fer nú fjarri. Dvölin þama varð mér enda lærdómsrík." Undirtektimar við ákallinu vegna Júgóslavíu nú sýna að starf stofn- unarinnar í þágu mannúðar á hljómgrunn með íslendingum. „Um það er ekki að villast og ég vil hér að lokum koma á framfæri þakk- læti til þjóðarinnar fyrir það traust sem hún hefur sýnt stofnuninni og alla aðstoðina. Stofnunin er algjör- lega háð velvilja almennings og án hans gætum við ekki sinnt þessu. Við vonum aðeins að þessi velvilji vaxi og að enn fleiru verði unnt að sinna. Neyðarbeiðnimar eru ótal margar og svo oft er hægt að bæta úr sárri neyð með svo tiltölulega litlu fé sé rétt að farið. Draumur minn er að Hjálparstofnunin eflist og vaxi með þjóð og ekki síst kirkju sem stendur af trúfesti á bak við hana, að sóknir og sóknamefndir líti á hana sem sína. Þannig mætti ná bæði til sam- landa sem eiga í vanda og þeirra sem fjær lifa við aðstæður sem fá okkar geta skilið." Rætt við Jónas Þóri Þórisson, kristniboða og framkæmda- stjóra Hjálparstofnunar kirkj- unnar, um reynslu hans og neyðarhjálpina í þágu Júgóslava

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.