Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. janúar 1993
Tíminn 7
II ÚTVEGÁ
SNÆFELLS-
I MESINU
Þrír togarar Fiskiðjunnar/Skagfirðings á
Sauðárkróki selja afla erlendis:
Frá Guttormi Óskarssyni, fréttarítara
Timans á Sauðárkróki.
Tekist hafa samningar milli Fisk-
iðjunnar/Skagfirðings og Hrað-
ffystihúss Grundarfjarðar annars
vegar og Útgerðarfélags Bílddæl-
inga hf. hins vegar um kaup á tog-
aranum Sölva Bjamasyni frá
Bíldudal en kaup togarans voru
ein forsendna kaupa Fiskiðjunn-
ar/Skagfirðings á stórum hluta í
Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar.
Togarar Fiskiðjunnar/Skagfirð-
ings hf. seldu afla sinn erlendis nú
í janúar en þeir vom að veiðum
um jólin og áramótin. Aðstæður
til fiskveiða undanfamar vikur
hafa oft verið erfiðar vegna ógæfta.
Skapti SK seldi þann fjórða janú-
ar í Bretlandi 150 tonn og fékkst
að meðaltali 151 kr. fyrir hvert
kfió, eða alls tæp 21 milljón króna
fyrir aflann.
Mánudaginn 11. janúar seldi
Skagfirðingur SK í Bremerhaven.
Aflinn var aðallega karfi, alls 130
tonn. Mjög gott verð fékkst fyrir
aflann og var salan sú fjórða besta
hjá íslensku skipi frá upphafi.
Kflóverð reyndist að meðaltali
161,60 kr. og heildarverð aflans
23,7 milljónir.
Fagranesið seldi svo í Bremerha-
ven þriðjudaginn 12. janúar. Afl-
inn var mestmegnis karfi, alls 140
tonn. Meðalverð á kfló var 124,50
kr. Alls fengust 17,5 milljónir fyrir
aflann. Alls seldu togarar Fiskiðj-
unnar/Skagfirðings afla erlendis í
janúarmánuði fyrir 62 milljónir
króna.
Stöðug vinna er í frystihúsi Fisk-
iðjunnar þrátt fyrir þessar sölur
erlendis. Bæði er unninn Rússa-
fiskur sem og fiskur sem keyptur
er af innlendum útgerðarfyrir-
tækjum. Uppgjöri síðasta árs fyrir
Fiskiðjuna/Skagfirðing hf. er ekki
lokið en Einar Svansson fram-
kvæmdastjóri telur afkomu ársins
vera vel viðunandi og réttum meg-
in við strikið.
íslenskur tölvuhugbúnaður til atferlisrannsókna í erlendum háskól-
um. Dr Magnús S. Magnússon, höfundur Theme og Theme Coder:
Atferli manna er
mynsturbundið
LÍÚ vill fá jöfnun
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, segir að útgerðarmenn séu
orðnir þreyttir á að bíða eftir að
stjórnvöld taki ákvörðun um
með hvað hætti skerðing á veiði-
heimildum verði jafnað milli
landshluta. Hann segir að LÍÚ
hafi þrýst á að taka ákvörðun í
málinu en engin svör fengið.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að
aflaskerðingin yrði jöfnuð með sér-
stökum hætti milli landshluta.
Ákvörðun hefur hins vegar ekki verið
tekin um með hvað hætti það verði
gert. Málið var falið þriggja manna
embættismannanefnd til úrlausnar.
Kristján sagði að þetta mál hefði
dregist úr hömlu. Útgerðarmenn
þyrftu að fá að vita hve mikinn afla
þeir mættu draga úr sjó svo þeir
gætu hagað veiðum í samræmi við
það.
Kristján sagði að LÍÚ hefði óskað
eftir að stjórnvöld tækju ákvörðun í
málinu og sagðist vita að það hefði
orðið til þess að embættisnefndin
sem færi með málið hefði hist á
fundi.
Kristján sagðist ekki vita til þess að
fallið hefði verið frá ákvörðun um að
jafna aflaskerðinguna enda væri það
sérkennilegt eftir þær yfirlýsingar sem
stjómvöld hefðu gefið í málinu. -EÓ
Sálfræðideild Sorbonnehá-
skóla í París hefur leitað eftir
því að kaupa nýjan hugbúnað
til rannsókna og kennslu en
þessi hugbúnaður er hannað-
ur af íslendingi, dr Magnúsi S.
Magnússyni.
Nýi hugbúnaðurinn sem nefnist
Theme Coder er stoðkerfi við
rannsóknaforrit sem nefnist
Theme, en það er einnig sköpun-
arverk Magnúsar og hefur verið
notað við sálfræði- og atferlisrann-
sóknir austan hafs og vestan, m.a
við Sorbonne í sjö ár, en um 12 ár
eru síðan Magnús hóf að þróa for-
ritið.
Dr Magnús hefúr að undanfömu
starfað við kennslu og rannsóknir
í Háskóla íslands. Á þeim tíma hef-
ur hann unnið að hönnun nýja
stoðkerfisins í samvinnu við verk-
fræðistofuna Fjarhönnun hf. með
stuðningi Nýherja hf.
Theme rannsóknaforritið er not-
að til að leita að og greina ýmis
mynstur í samskiptaatferli manna
á grundvelli fræðilíkans og tíma-
settra atferlisgagna. En með því að
beita nýja stoðkerfinu við það er
mögulegt að safna gögnum um
raunverulegt atferli, skrá þau
mjög nákvæmlega, flokka og tíma-
setja og síðan með hjálp búnaðar-
ins að greina ákveðin mynstur í at-
ferli fólks sem hulin eru sjónum
manna að mestu. „Að finna þessi
mynstur er nær ómögulegt án að-
stoðar tölvu og sérstakra forrita,"
segir dr Magnús, „vegna þess að
mannlegt atferli er svo fullt af
smáum tilbrigðum sem hylja þessi
mynstur og endurtekningu þeirra
Dr Magnús S Magnússon.
sjónum manna."
Sjálft forritið Theme og stoðkerf-
ið Theme Coder er því hugbúnað-
ur til atferlisrannsókna hvers kon-
ar og sá vélbúnaður eða tölvubún-
aður sem forritin vinna á eru öflug
tölva, myndbandstæki og mynd-
bandstökuvél. Búnaðinn í heild
mætti að sögn dr Magnúsar nefna
atferlissjá.
Dr Magnús S. Magnússon segir
að þessi tækni geti nýst bæði í
beinum hagnýtum tilgangi sem og
til grundvallarrannsókna á atferli
bæði manna og dýra. Hugsa mætti
sér dæmi um hið fyrrnefnda að
teknar yrðu upp á myndband
myndir af farþegum sem væru að
koma til landsins. Myndbönd af
háttemi þeirra sem staðnir hafa
verið að smygli yrðu þá mötuð í
tölvu sem greindi sameiginlegt at-
ferlismynstur smyglara. Slíkan
gagnagrunn mætti síðan nota til
Tímamynd Sigursteinn
að finna þá sem „haga sér eins og
smyglarar" og tollverðir tækju þá
sérstaklega til bæna í tollhliðinu
og eyddu ekki tíma sínum á aðra.
—sá
SH-verktakar:
Lokatilraun
um helgina
Stjóm SH-verktaka sat á
ftindl síðdegis í gær og ræddi
framtíð fyrírtækisins.
Heimildir herma að fullreyna
eigi um helgina að bjarga fyr-
irtækinu frá yfirvofandi gjald-
þroti. Ektri náðist í stjómar-
menn fyrirtækisins í gær.
-HÞ
MUNfÐ
okkar frábæra þorramat.
AFURÐASTOÐINIBUÐARDAL
Sími 93-41195. Fax: 41426.
UTSALA - UTSALA - UTSALA - UTSALA
MEIRIHATTAR
VERÐLÆKKUN
iui/£iai S)i 1 istíí WJl
K\ 1 ■
RAUÐARÁRSTÍG 14
SÍMI 13505-14303