Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 10
lOTÍminn Laugardagur 16. janúar 1993 Nýjasta myndin hans Kenneths Branagh, Peter’s Friends, hejur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi: SIGURGAN G A KENNETHS BRANAGH HELDUR ÁFRAM í desember var frumsýnd í Bretlandi nýjasta afurð kvikmyndaleikstjór- ans og leikarans Kenneths Branagh. Myndin heitir Peter’s Friends og hefur henni verið lýst sem eins konar breskri útgáfu af hinni vinsælu The Big Chill, sem Lawrence Kasdan gerði árið 1983. Hún fjallaði um hóp gamalla vina af ‘68-kynslóðinni, sem hittast aftur við jarðarför eins úr hópnum. Vinirnir fara síðan að skrafa saman um lífíð og tilveruna og gömul ástarsambönd rifjast upp. Peter’s Friends (jallar einnig um gamlan vinahóp, sem hittist heima hjá Peter, einum úr hópnum. Þetta er þriðja myndin, sem Bran- agh leikstýrir og leikur aðalhlut- verkið í, en hann hlaut heims- frægð fyrir Hinrik V, mynd sem hann gerði árið 1989 og byggði á leikriti Williams Shakespeare. Hann sannaði eftirminnilega að hægt er að gera vandaða kvik- mynd, byggða á leikriti Shakespe- ares, sem höfðar til hins almenna áhorfenda. Branagh Iék titilhlut- verkið sjálfur hreint frábærlega og var tilnefndur til Óskarsverðlauna, en myndin hlaut verðlaun fyrir bestu búningana. Kenneth Branagh fæddist árið 1960 í Belfast á Norður-írlandi. Hann nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Art í London og varð fljótt þekktur sem frábær sviðs- leikari hjá The Royal Shakespeare Company. Hann stofnaði The Renaissance Theatre Company ásamt David Parfitt og lék þar Hamlet við góðan orðstír, setti á svið sitt eigið verk, Public Enemy, og túlkaði Lé konung frábærlega að mati gagnrýnenda. Síðan kom frægðin utan Bret- lands með Hinriki V og var honum hampað sem arftaka Laurence 01- ivier. Allt þetta fyrir þrítugt og þá gaf Branagh út ævisögu sína, sem þótti að sjálfsögðu dálítið undar- Iegt ef tekið er mið af aldrinum. í henni lýsir hann uppvexti sínum og árunum á leiksviðinu, þegar hann varð einn af þeim sem fékk á sig stimpil vandræðabams. Hann segist reyndar í dag hafa róast og að hann taki sig ekki eins hátíð- lega. Hann giftist árið 1989 Emmu Thompson, sem hefur leikið í öll- um myndum hans. Hún leikur einmitt eitt aðalhlutverkið í Ho- ward’s End, sem sýnd er í Háskóla- bíói þessa dagana, og stendur sig mjög vel. Næstu mynd gerði Branagh í Hollywood eftir handriti Scotts Frank. Hún hét Dead Again og með honum léku aðalhlutverkin Emma Thompson, Derek Jacobi, Andy Garcia, Hanna Schygulla og Robin Williams. Myndin var í stíl við gömlu svart-hvítu einkaspæj- aramyndimar, þótt efnistökin W væm ef til vill nokkuð frumleg. Branagh lék einkaspæjara, sem fær það verkefni að grafast fyrir um fortíð konu, sem misst hefur minnið. Hana dreymir sífellt að hún hafi verið myrt í fyrra lífi, og eftir að miðill kemur til sögunnar fara persónumar að tengjast og myndin verður spennandi. Bæði Branagh og Thompson fara með tvö hlutverk í myndinni, sem fékk ágætis viðtökur hjá gagnrýnend- um og áhorfendum. Peter’s Friends var svo frumsýnd í Bretlandi í lok síðasta árs. Hefur hún fengið mjög góða dóma og verið ein vinsælasta myndin í Bret- landi um nokkurt skeið. Handritið að myndinni skrifuðu Martin Bergman og Rita Rudner, en Bran- agh framleiðir, leikstýrir og leikur eitt aðalhlutverkanna. Myndin fjallar eins og áður sagði um endurfundi gamalla vina, sem em í ólíkum stöðum í þjóðfélag- inu, og reifaðar em ólíkar skoðan- ir á ýmsum vandamálum nútím- Leikararnir í Peter’s Friends. ans. Einn úr hópnum er haldinn alnæmi og þykir sá flötur handrits- ins mjög vel skrifaður. Það er ömgglega stór þáttur í vin- sældum myndarinnar að meðleik- arar Branaghs em margir þekktir gamanleikarar úr bresku sjón- varpi. Má þar nefna Stephen Fry og Hugh Laurie, sem íslenskir sjón- varpsáhorfendur kannast við sem þjóninn Jeeves og spjátmnginn Bertie Wooster úr þáttunum Ráð undir rifi hverju. Tony Slattery, sem er þekktur gamanleikari í Bretlandi, leikur einnig í myndinni og hefur hann fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn. Háskólabíó á sýningarréttinn á myndinni og forráðamenn þess áætla að hún verði sýnd um pásk- ana. Þótt Kenneth Branagh hafi upp- haflega orðið þekktur fyrir túlkun sína á leikritum Shakespeares á .sviði, þá hefur hann sjálfur sagt í viðtölum að hann hafi ekki síður orðið fyrir áhrifum frá kvikmynd- um. Hann segist m.a. hafa dýrkað Steve McQueen í Flóttinn mikli (The Great Escape). Þegar hann er að leikstýra í leikhúsi, þá segist hann stundum útskýra út frá atriði úr sígildri kvikmynd. Hann telur að hægt sé að sameina áhuga á sí- gildum bókmenntum og verkum fyrir almenning, sem líklegri em til vinsælda, og hann viðurkennir fúslega að hann dreymdi um að verða frægur meðal alls almenn- ings, en ekki bara meðal afmark- aðs hóps leikhúsgesta. Örn Markússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.