Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Laugardagur 16. janúar 1993 Timamynd: Ami Bjama Hvað verður um EES? Halldór Asgrímsson skrifar Þegar Evrópubandalagið ákvað að koma á meira frelsi milli aðildarlanda bandalagsins á sviði viðskipta og annarra samskipta, komust EFTA- þjóðimar í mikinn vanda. EFtir allmikl- ar ráðagerðir varð það niðurstaða EFTA-land- anna að biðja um sameiginlegar viðræður við EB. Á þeim tíma var það sjónarmið Sjálfstæðis- flokksins að ekki væri rétt fyrir íslendinga að taka þátt í þessum viðræðum vegna sérstöðu landsins, og því ættum við að standa utan við málið og biðja um sérstakar tvíhliða viðræður. Það var mat þáverandi ríkisstjómar að slíkur kostur væri bæði óhagstæður íslendingum og jafnframt væru litlar líkur á að EB gæti fallist á að fjalla á því stigi um málefni íslands sérstak- lega. Þáttaskil Hvað sem líður ágreiningi um málsmeðferð í gegnum tíðina, eru komin þáttaskil í umræð- una um EES, og Alþingi hefur afgreitt lcggjöf um þátttöku íslendinga í hinu Evrópska efna- hagssvæði. Mikil óeining hefur verið um málið og núverandi ríkisstjóm hefur ekki lagt sig fríim um að ná samstöðu, þvert á móti. Það var eindreginn vilji meðal þjóðarinnar að fá að segja álit sitt á þessum samningum með svip- uðum hætti og gerst hefur meðal margra ann- arra þjóða. Almenningur hefur viljað fá fram meiri upplýsingar og skoðanaskipti í þessu stóra máli. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefði verið kjörið tækifæri og hefði áreiðanlega dregið úr þeim átökum sem hafa átt sér stað. Um hvað er samstaða? En hvað sem líður fortíðinni, er mikilvægt að átta sig á því hvað framundan er. Ef litið er til umræðunnar um EES, er ljóst að það er al- menn samstaða um tvennt: 1. Nær allir stjómmálamenn, sem hafa tjáð sig um samskipti við Evrópu eru andvígir aðild ís- lands að EB. 2. Allir flokkar hafa lýst því yfir að íslendingar verði að hafa samninga við EB sem séu byggðir á viðskiptaþáttum og öðrum meginefnisatrið- um EES-samningsins. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, eru miklar líkur á að hægt sé að ná breiðri sam- stöðu á næstu mánuðum um endanlega niður- stöðu, ef ríkisstjómin ogstjómarandstaðan eru tilbúin að leggja sig fram í þeim efrium. Það er vitað að með aðild flestra EFTA- þjóðanna að EB mun Evrópska efnahagssvæðið leysast upp. Miðað við þá andstöðu, sem er gegn aðild ís- lands að EB, kemur ekkert annað til greina af íslands hálfu en tvíhliða samningur milli fs- lands og EB, sem byggður verði á mikilvæg- ustu efnisatriðum EES-samningsins. Verður EES aldrei að veruleika? Það er jafríframt hugsanlegur möguleiki að hið Evrópska efríahagssvæði verði aldrei að veruleika og viðræðum um aðild einstakra EFTA-ríkja að EB verði flýtL Um þetta verður ekki fúllyrt fyrr en Spánn og aðrar EB-þjóðir hafa samþykkt eða hafríað áætlun fram- kvæmdastjómar EB um það, hvemig gengið verði frá EES- samningnum. Það er jafríframt hugsanlegt að EES lifi lengur en almennt er gert ráð fyrir í dag, vegna þeirr- ar þróunar sem nú á sér stað á hinum Norður- löndunum. Vax- andi andstaða er gegn aðild að EB í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þótt þjóðimar hafi beðið um viðræður um aðild, þá getur vel farið svo að niðurstaðan fái ekki meirihlutafylgi í viðkom- andi löndum. Það getur því gerst að EES verði varanlegri lausn fyrir EFTA-þjóðimar en álitið erídag. Verkefnin framundan Hvað sem líður þeirri óvissu, er nauðsynlegt að undirbúa framtíðina og meta líklegustu nið- urstöðuna til frambúðar. Næstu mánuði ber að nota til að samræma sjónarmiðin í þessu máli og þar verður ríkisstjóm íslands að hafa for- göngu. Það fyrsta, sem ríkisstjómin þarf að gera, er að biðja um viðræður milli íslands og EB um framtíðarstöðu okkar í samskiptum við bandalagið. Hinar EFTA-þjóðimar hafa beðið um viðræður um aðild og því er eðlilegt að við fömm fram á að okkar samskipti við EB verði tekin upp á þeim gmndvelli. Þótt forsætisráðherra hafi tekið undir þessa hugmynd, þá hefur engin formleg beiðni borist frá ríkisstjóm íslands til EB. Eftir að slík beiðni hefur ferið og svar við henni borist er eðlilegt að íslendingar hefji undirbúning að viðræðum. Ekki er víst að á það verði fallist að viðræður sem þessar hefrist nú þegar, en ekki er ástæða til annars en að ætla að þær gætu byrjað síðar á árinu. Það er því nauðsynlegt að hefra undir- búning þeirra sem fyrst og leita eftir samstöðu um hvaða meginkröfur íslendingar eiga að gera í framtíðarsamningi, sem yrði komið á milli íslands og EB. Kröfur íslands Helsta krafa íslendinga hlýtur að vera sú að sérstaða landsins verði viðurkennd í enn ríkari mæli og þeir fyrirvarar, sem upphaflega vom settir fram, teknir upp á nýjan leik. Jafríframt er nauðsynlegt að leita eftir sjávarútvegs- samningi sem byggð- ur yrði á jafnréttis- grundvelli og jafrígild- um veiðiheimildum. Ríkisstjómin verður að viðurkenna stað- reyndir þess máls og fara fram á að fullt jafrivægi ríki milli aðila. Af þessu má vera Ijóst að það em miklir mögu- leikar að ná fram breiðri samstöðu. Þeir mögu- leikar hafe fyrst og fremst skapast vegna al- mennrar andstöðu við aðild íslands að EB. Á næstunni mun á það reyna hvort sú andstaða er jafn ákveðin og fram hefur komið að undan- fömu. Ef ekki verður stefríubreyting af hálfú stjómarflokkanna, þá er vel hægt að ná sam- stöðu, efvilji er til þess. Þáttur utanríkisráöherra Það má vel vera að ekki sé áhugi á því hjá ut- anríkisráðherra landsins að hafa samstarf við stjómarandstöðuna í þessu stóra máli. Hann hefur oft á tíðum haldið óskynsamlega á því og verið með ýkjur og gífúryrði. Að undanfömu hefúr nokkuð skipt um tón og viðtöl við ráð- herrann síðustu daga benda til þess að meira raunsæis gæti í mati hans á stöðu EES-máls- ins. Þetta mál varðar hagsmuni hvers einasta íslendings og því eðlilegt að umfjöllun um það sé með öðrum hætti en ýmis önnur. Þær sam- skiptareglur, sem að endingu munu gilda, eru viðfengsefríi sem allir stjómmálaflokkar og sér- hver einstaklingur á eftir að búa við um langa ftamtíð. Það hlýtur því að vera eftirsóknarvert viðfangsefríi að ná betur saman. Sumir vilja átök, en það er mikil ástæða til að draga úr þeim öfgum sem ríkt hafa í umræðunni. Það er jafríframt nauðsynlegt að málefnalegar umræður fari fram um þá möguleika, sem fel- ast í EES- samningnum, og þær hættur sem helst ber að varast í kjölfar hans. Framkvæmd- in skiptir miklu máli og engin ástæða er til að hræðast um of að túlka samninginn ávallt okk- ur í hag. Sérstaða íslands er mikil og við þurf- um á því að halda að haldið sé á rétti okkar af fullri einurð. Þetta á ekki síst við um málefríi ís- lenskra atvinnuvega og forræði yfir auðlindum lands og sjávar. Virðum andstæð sjónarmið Það er eðlilegt að skiptar skoðanir komi fram. Það er líka eðlilegt að menn séu hræddir við af- leiðingamar af samningnum. Menn eiga að vera hræddir í öllum stórum málum, en ekki svo óttaslegnir að þeir treysti sér ekki til að tak- ast á við þau. Þjóðemiskennd íslendinga er mikil og við berum djúpa virðingu fyrir full- veldi og sjálfsákvörðunarrétti. Það verður alltaf fjallað um þessi hugtök, sem eru flestum kær, með mismunandi hætti. Það er ekki við hæfi að menn séu kallaðir föðurlandssvikarar eða ein- angmnarsinnar vegna mismunandi nálgunar. Sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki best varð- veitt með því að hugsa um of um liðna tíð, heldur fyrst og fremst um möguleikana og hættumar sem framundan eru. Það mat verð- um við hins vegar að byggja á einlægri virðingu fyrir fortíðinni og vinnu þeirra sem hafa byggt samfélag fúllvalda þjóðar, sem býr við betri kjör og hefúr meiri möguleika en flestar aðrar þjóð- ir í heiminum. Virðing fyrir lýðræðislegri um- ræðu og andstæðum sjónarmiðum er stór þátt- ur í að styrkja fullveldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.