Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn úar1993 INNLENDIR ATBURÐIR 1993 1. Óróasamt mun verða á vinnumarkaði framan af ár- inu. 2. Óeining mun vaxa innan stjómarflokkanna og hin- um sterku leiðtogum mun sífellt ganga vem að hafa skikk á sínum þingmönnum. 3. Stjómarsamstarfið mun liðast í sundur og efnt verð ur til kosninga síöla sumars. 4. Framsóknarflokkur telst sigurvegari, þótt Alþý iu- bandalag og Kvennalisti vinni einnig á. 5. Flestir munu una nokkuð sáttir við EES-samr ig- inn, þegar frá líður. Og jafnvel pistlahöfundar, sem skrifað hafa gegn samningi þessum, fara að hlaða lofi á hann og vildu gjaman Lilju kveðið hafa. 6. Loönuveiðar ganga firnavel þetta áriö. 7. Rússar munu koma aftur inn í saltsíldarkaup og greiða fyrir með vöruskiptum og aflaheimildum. 8. Álverð mun stíga upp á við. Rússar fara aftur aö kaupa saltsíld. 9. Erlent skipafélag mun kaupa stóran hlut í íslensku skipafélagi. 10. Verðbólga mun stíga mjög fyni hluta árs, en hjaðnar svo á seinni hluta ársins. 11. Vatnsútflutningur eflist verulega á árinu. 12. Verðlag á frosnum fiskafurðum á Bandaríkjamark- að fer að hækka upp úr miðju ári. 13. Raunvextir lækka á síðasta ársfjórðungi. 14. Nýr eriendur aðili sýnir áhuga á stóriðju. 15. Upp koma hugmyndir um að reisa þungavatns- verksmiöju hér á landi í samvinnu viö (rani. 16. Sumariö á suðvesturhominu verður ansi votviðra- samt, en hins vegar betra á Norður- og Austuriandi. 17. Laxveiðar ganga treglega um allt land. 18. Rjúpnastofninn tekur stórt stökk upp á við. 19. Verðmætur fjársjóður finnst við fomleifarannsóknir neöansjávar. 20. íslensk kvikmynd fær eftirsótt verðlaun. 21. Heimild verður gefin til vísindaveiða á hrefnu. 22. Þessi vetur verður sá snóþyngsti ( mörg ár. 23. Snjóflóð veldur manntjóni á austanveröu landinu. 24. Umbrot verða á Kröflusvæðinu. 25. Nokkuð verður um jarðskjálfta á árinu. 26. Þingmaöur neyðist til þess aö segja af sér, vegna hneykslismála. 27. Hryðjuverkasamtök á sviöi umhverfismála láta til sín taka hérlendis á árinu. 28. Heimilað verður, með lagabreytingu, að opna spilavíti. 29. Athafnamaður verður sýknaður af ákæru um að vera valdur að eldsvoða. 30. Illa gengur í Eurovision-söngvakeppninni þetta ár- ið. 31. Hægri öfgasamtök fara aö láta til sín taka á árinu, öllu hugsandi fólki til ama. 32. Ráðherra verður sýnt banatilræði. 33. Umferðarslysum fækkar þetta árið. 34. Eitt stórt flugslys verður á árinu. 35. Ferðamönnum til landsins fjölgar lítillega frá síðasta ári. 36. Þekktur andans mað- ur fellur frá. 37. Viðræður hefjast við Bandaríkjamenn og Kan- ada um fríverslunar- samning. 38. Gjaldþrotum fýrir- tækja fækkar frá síðasia ári. 39. Verð á (slenskum eld- islaxi hækkar verulega á árinu. Laxvelði verður treg. 40. Islensk fegurðardrottning sigrar í stóni alþjóð- legri keppni. Eurovisiongengi fslend- inga verður ekki hátt. 41. Karl Bretaprins kemur til laxveiða á Islandi, enda fátt sem bindur hendur hans núna. 42. Rannsóknir benda til þess að gull sé í vinnan- legum mæli á Vestfjöröum. 43. Tekin verður ákvörðun um að kaupa franska björgunarþyrlu. 44. Stór banki verður seldur og annar gerður að hlutafjár- banka. 45. Deilu milli kirkjunnar og dómsmálaráðuneytis verður vísað til dómstóla. 46. KR verður Islandsmeist- ari í knattspymu. 47. FH verður Mjólkurbikar- meistari. 48. Ekki gengur sem skyldi á heimsmeistaramótinu í hand- bolta, f Svíþjóð. 49. Selfoss verður bikar- meistari í handbolta. 50. FH verður íslandsmeist- ari ( handbolta, en Valur bik- armeistari. Umferðarslysum fækkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.