Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1993 Renault Twingo. Nafniö er samansett úr dansnöfnunum Twist og Tango. Evrópskum bllablaöa- mönnum þykir þessi bíll vel hannaöur og hafa góöa aksturseiginleika þrátt fyrir aö hann sé ekki stærri. Hann er aðeins tvennra dyra en auövelt er sagt aö kom- ast í aftursætiö. Nýr franskur smábíll vekur mikla athygli evrópskra bíla- sérfræðinga: Tímamótasmábíl I i n n frá Renault - Twinao Ný kynslóð smábíla er að koma fram í dagsljósið þessa mánuðina og nýjasti sprotinn er smábfllinn Twingo frá Renault í Frakklandi. Evr- ópsk bflablöð hafa að undanfömu fjallað um bflinn þótt hann hafi enn ekki verið settur í aimenna sölu og verði t.d. ekki á boðstólum í Þýskalandi fyrr en í júní nk. Þeir sem skoðað og prófað hafa bfl- inn, hrósa honum mjög fyrir hönn- un, notagildi og aksturseiginleika og hann er sagður vera byltingar- kennt framhald evrópskra tíma- mótasmábfla á borð við Citroén 2 CV, Volkswagen bjölluna, Austin Mini, Fiat 127 og Uno og Volksvagen Polo. Hingað til lands er Twingo væntanlegur síðla sumars. Renault TVvingo er afar sérstakur í útliti bæði hið ytra sem innra. Þótt bfllinn sé aðeins rúmir 3,43 m að lengd er bærilega rúmt um fjórar manneskjur í honum. Lengd milli hjólamiðja er tæplega 2,35. Það er því, í hlutfalli við heildarlengd bfls- ins, talsvert langt á milli hjóla. Ágætis fótarými er fyrir aftursætis- farþega og raunar talsvert betra en gengur og gerist í smábflum. Þann- ig er ljóslega ekki mikið pláss fyrir farangur aftast í bflnum en úr því er auðvelt að bæta, því að fella má nið- ur sætisbakið í tvennu lagi en auk þess má renna aftursætinu fram á við um heila 17 sm. Bara með því að renna aftursætinu fram eykst far- angursrýmið úr 168 í 2611. Vélin er þversumliggjandi frammi í og er hún byggð á þeirri vél sem Renault notaði í geröirnar Renault 6 og Renault 12. Hún er 1239 rúmsm og 55 hestöfl (40 kW). Þetta er venjuleg toppventlavél með undir- lyftum en samkvæmt kröfum tím- anna með beinni innspýtingu og hvarfakút. Þetta er gamalreynd vél og slitsterk og vinnsla og viðbragð er sagt vera fyllilega nóg. Gírkassi er fímm gíra, hámarkshraði er um 150 km og meðaleyðsla í kring um 71 á hundraðið. —sá Aftursætinu má renna fram um 17 sm. Hér erþaö í öftustu stöðu og eins og sjá má er rými fyrir farþega alveg ágætt f ekki stærri bíl. Innréttingin er sérstök ekki síöur en ytra útlit. Beint fyrir framan stýriö er Ijósarönd þar sem aðvörunarljós birtast fyrir Ijós, hleðslu, olíuþrýsting o.fl. Hraðamælirinn sem er afstafrænni gerö er hins vegar fyrirmiöri framrúöunni. í sama „glugga“ er einnig stafrænn þensínmælir sem sýnir bæöi yfirborösstöðu eldsneytisins og fjölda lltra bensíns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.