Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 16. janúar 1993 Tíminn 19 r Ahrif J.M. Keynes The Political Power of Economic Ide- as, ed. by Peter A. Hall, Princeton Unl- versity Press, 406 bls. Bók þessi er safn ritgerða eftir þrettán höfunda um áhrif kenn- inga J.M. Keynes á mótun efna- hagsstefnu í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og á Norðurlöndum. í inngangi segir Peter A. Hall, sem bókinni ritstýrir: „Við fjöllum einkum um tvennt varðandi stefnumörkun, sem á er bryddað í fyrri verkum Keynes, en frekar fram dregið í fræðilegri greiningu í Alhæfu kenningunni um at- vinnu, vexti og peninga, sem út kom 1936. Hið íyrra hlýst af því, að Keynes hafnar lögmáli Say (að heildarframboð skapi sína eigin eftirspurn) sem og tilsvarandi meginsetningu (tenet) jaðars- greiningarinnar, að upp á eigin spýtur komi markaðir á (ath. full- um) skiptum fyrir sakir tilhnikun- ar verðs fremur en magns. í því viðhorfi klassískrar hagfræði fólst, að markaðir séu í meginþáttum stöðugir og beri efnahagskerfið til jafnvægis við hið hæsta raunhæfa atvinnustig... Af þessari greiningu sinni dró Keynes þá ályktun, að nauðsyn kunni að vera til einhvers konar aðgerða ríkisins til að draga úr sveiflum í einka(geira) efna- hagslífsins og að koma aftur á fullri atvinnu." „í öðrum lið þessarar sömu grein- ingar (J.M. Keynes) er tilgreint, hvers konar stefria henti best til að draga úr sveiflum í atvinnulífi. í Eilendar bækur Alhæfu kenningunni hafnar Key- nes þeim viðteknu skoðunum um samhengi spamaðar og fjárfest- ingar, að fjárfesting verði helst aukin með lækkun vaxta (eða verðs fjármagns) og með takmörk- un á endurgreiðslu ríkislána. í stað þess færði hann rök að því, að fjárfesting sé undir mörgum þátt- um komin og að ríkisstjóm bregð- ist best við efnahagslegri kreppu (depression) með því að halda uppi eftirspurn eftir varningi." (Bls. 6) „Af þessum sökum fjalla ritgerðir í bók þessari um þrennL í þeim er í fyrsta lagi reynt að skýra, hvers vegna ríki vom í mismiklum mæli fús til að taka upp hallabúskap á fjórða áratugnum eða hnika til eft- irspum til mótvægis hagsveifium eftir (síðari heims)styrjöldina. í þeim er í öðm lagi reynt að rekja og gera grein fyrir mismiklum áhrifum hugmynda Keynes á stefnumótun (í efnahagsmálum) í hinum ýmsu löndum. Og í þeim er í þriðja lagi hugað að, hvemig Keynesismi sem víðari hugmynda- flokkur átti hlut að þeirri samfylk- ingu stétta (class coalition) og pól- itískri málamiðlun, sem var þjóð- hagsleg uppistaða eftirstríðsár- anna.“ (Bls. 7) Nýj ar bækur frá Aventura í haust og í jólabókaflóðinu send- ir Aventura-forlagið í Ósló frá sér margar áhugaverðar bækur. Meðal þeirra em tvær bækur frægra höf- unda, sem ekki hafa komið út áð- ur. Þarna er um að ræða bók eftir Sigrid Undset, er nefriist Friður á jörðu. Er þetta samantekt ýmissa greina og sagna er hún skrifaði fyrir jólablöð og jólahefti. Meðal þeirra em kaþólska jólaheftið „Kimer I Klokker" og jólahefti rit- höfundafélagsins norska, „Jule- helg“. Fjölhæfni Sigrid Undset sýnir sig best í bók þessari. Fyrsti hlutinn er frásagnir frá ámnum 1920-1924. Annar hlutinn er svo sögulegur fróðleikur. Þar má nefna sagnir um Magnús Orkneyjajarl, Eystein erkibiskup og fleira. Þessar sagnir em frá ámnum 1929-1946. Þriðji og síðasti hlutinn em svo hugleið- ingar. Friður á jörð og Klukkurn- ar. Þama er um að ræða ýmsa þætti er Undset skrifaði á 30 ára tíma- bili. Má segja að þama sé saman- komið skemmtilegt yfirlit yfir rit- hæfrii hennar og fjölhæfni. Carl Fredrik Engelstad hefir tek- ið bókina saman og ritstýrt henni, en hann gerði leikverkin um Siða- skiptin og það sem þeim fylgdi í Noregi. Vom þetta þrjú Ieikverk sem flutt vom í kirkjurústunum í Maríudalnum norð-austan við Ósló. Kynnti Gran biskup verkin er þau vom flutt Hin bókin eftir þekktan höfund er svo Onkel Robinson eftir Jules Veme. Þarna er um að ræða útgáfu handrits, sem fannst að Jules Veme látnum, en hann mun hafa skrifað það um 1860. Þegar Róbin- son Crúsó- bylgjan fór yfir Evrópu, hefír hann því einnig reynt sig við eyðieyjar- ævintýrið. Þó mun Veme hafa verið einna hrifnastur af bók J.R. Wyss um svissnesku Róbinsonfjölskylduna. Þetta mun hafa verið fyrsta bókin sem Veme skrifar, með barn í aðal- hlutverki, en hún fjallar um upp- reisn á skipi, þar sem móður og fjórum bömum hennar er komið fyrir í skipsbátnum og honum síð- an sleppt. Hásetinn Flip kastar sér fyrir borð og syndir til þeirra og verður svo Róbinson frændi í þeirra augum. Þeim tekst að kom- ast í land á eyðieyju með hníf og eldspýtu eina að vopni, en það nægir til að bjarga lífinu. Bókin ber öll merki lifandi frásagnar og stfls Jules Verne. Fangi Michelangelos eftir Caro- lyn Swetland er um margt merki- leg frásögn. Hún er í raun byggð á symfóníunni Fantastique eftir Berlioz, í fimm köflum. Reynt er að fylgja nákvæmni og fullkomleik lögmála tónlistarinnar og sérstak- lega þessa verks. Fyrsta persóna sögunnar er Ja- not, sem gefur Yves hugmyndirnar að því er hann vinnur svo úr. Hann fullkomnar verkið og skapar vem- leika úr hugmyndunum. Inn í verkið vefst svo vandamál tíðar- andans, samkynhneigð og sjúk- dómurinn Aids. Dauðinn er svo lokapunkturinn. Janot heldur lífi, en Yves deyr. Edvard Grieg: Tónlistin sem víg- völlur er bók eftir Dag Bredal og Teiju Ström Olsen. Það er loks nú á 150 ára aftnælinu (1993), sem samin er bók um Grieg sem setur hann á bekk með þeim stóm í Evr- ópu. Það er forlagið Aventura og margir fleiri sem halda stóran konsert í gömlu frímúrarahöllinni í Ósló, studd af Þjóðleikhúsinu og Lillehammer-Ólympíuleikunum, ásamt Norsku bókaklúbbunum. Þama var það á sínum tíma sem Grieg sjálfur hitti áheyrendur sína, ýmist marga eða fáa. Að minnsta kosti elskaði hann ekki Kristíaníu. En í bókinni em hon- um ekki gerð skil með ævisögu eða þessháttar frásögnum. Heldur er lagt mat á hann sem hið rót- tæka, leitandi og uppreisnarglaða evrópska tónskáld, sem þegar á samtíma sínum var meðal þeirra bestu, þótt ekki yrði hann strax spámaður í ættlandi sínu. Hann heldur hinsvegar enn þeirri stöðu að vera með þeim bestu. Bamas Kunstbok, samantekin af Bengt Lagerkvist og Tone Hamm- erstad. Hér er á ferðinni bók um listaverk á Norðurlöndum. Þetta er bók sem er ætluð til að kynna börnum helstu myndlistarmenn í þessum löndum og verk þeirra, sem prentuð eru í litum. Þarna eru til dæmis verk eins og „Sum- arnótt“, eftir Jón Stefánsson, frá 1929. Eign Listasafns ríkisins. Sami að- ili á „Heklu“ eftir Ásgrím Jónsson frá 1909. Einnig rhá nefna mynd- ina „Þingvellir" eftir Þórarin B. Þorláksson, sem einnig er í eigu Listasafns íslands. Stutt frásögn um myndeínið og tilurð mynd- anna fylgir hverri mynd og er þá gjama tengt sögu viðkomandi lands, þjóðsögum þess og sögnum. Þá er einnig stutt æviágrip lista- mannsins og nánar sagt frá störf- um hans og afrekum á sviði mynd- listarinnar. Það þarf vart að taka það fram að frásagnirnar eru sniðnar fyrir böm. Hafa þær tekist með ágætum, svo að bókin er skemmtileg fyrir börn á öllum aldri, svo lengi sem sjónin leyfir þeim að njóta bókarinnar. í lokin er svo örstutt kynning landanna. Sov godt, lev bedre eftir Pierre Fluchaire í þýðingu Adne Goplen. Þarna er á ferðinni bók til að kenna fólki hvemig það á að fást við svefnvandamál sín. Fluchaire hefir unnið að rannsóknum á vandamálum fólks varðandi svefn, í yfir 30 ár. Það er svo reynslan af þessum rannsóknum og niður- stöðumar sem hann segir frá í þessari bók. Svefninn er einn af þeim þáttum tilverunnar, sem þarfnast eigin sérstakrar meðferð- ar. Þama er lesandanum kennt að sofa skemur, sofa dýpra, nota svefninn á skapandi hátt, þola tímabreytingar milli staða á jörð- inni, eða vinnutíma, hjálpa göml- um og börnum að sofa og komast af án svefnlyfja, sem er ef til vill mikilvægast. Aage Kaurin Johnsen sjúkrasál- fræðingur hefir aðlagað bókina norrænum aðstæðum og farið yfir efnið og bætt við upplýsingum um hvar leita má hjálpar í þessum efn- um í Noregi. NORGE ad notam, undir rit- stjóm Nönnu Segelcke, með teikningum eftir Vebjöm Sand. Þarna er um menningarsögu að ræða og eru margir höfundar að henni, enda gefur hún mjög fjöl- breytta kynningu á sögu, listum, vísindum og menningu yfirleitt, sem stendur að baki hvunndags þess sem lifað er í Noregi í dag. Jafnvel þróun velferðarríkisins eru gerð sldl og því hvernig íþróttir í Noregi geta verið bestar þótt þær nái ekki fyrsta sæti. Þróun grunn- skólans er tekin fyrir, frá fjaðra- penna að PC-tölvunni, sem ég skrifa þetta á, og svona mætti lengi telj?.. í lok bókarinnar eru svo höfund- arnir, sem eru 22, kynntir nánar fyrir lesendum. Vel mætti kalla bókina handbók í bakgmnni norskrar menningar. Sigurður H. Þorsteinsson TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS^? © Breyttar reglur um lyfjakostnað Frá og með mánudeginum 18. janúar 1993 gildir eftir- farandi: * Frílyf. Engar breytingar verða varðandi þennan flokk. * Lyf sem sjúklingur greiðir að fullu. Nokkur lyf bætast í þennan flokk, svo sem væg verkjalyf og lyf til lækkunar á blóðfitu. * Lyf gegn hlutfallsgreiðslu, B merkt í lyfjaskrám. Sjúk- lingur greiðir fyrstu 500 kr. af hverri lyfjaávísun og 12,5% af verðinu umfram 500 kr., þó aldrei meira en 1.500 kr. Lífeyrisþegar greiða fýrstu 150 kr. af hverri lyfjaávísun og umfram það 5% af verði lyfsins, þó aldr- ei meira en 400 kr. * Lyf gegn hlutfallsgreiðslu, E merkt í lyfjaskrám. Sjúk- lingur greiðir fýrstu 500 kr. af hverri lyfjaávísun og 25% af verðinu umfram 500 kr., þó aldrei meira en 3.000 kr. Lífeyrisþegar greiða fyrstu 150 kr. af hverri lyfjaávísun og umfram það 10% af verði lyfsins, þó aldrei meira en 800 kr. Nú verða flest lyfjaskírteini óþörf. Þeir, sem áður fengu lyf greidd að fullu gegn framvísun lyfjaskírteinis, fá þau nú gegn hlutfallsgreiðslu. Við næstu lyfjaafgreiðslu geta handhafar lyfjaskírteina fengið upplýsingar hjá lyf- sölum um hvort lyfjaskírteinið sé óþarft eða ekki. Tryggingastofnun ríkisins MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til náms í Finnlandi og styrkir til náms í Svíþjóð Finnsk stjómvöld bjóða fram styrk handa Islendingum til háskólanáms eða rannsóknarstarfa ( Finnlandi námsárið 1993-94. Styrkurinn er veitturtil níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 3.000 finnsk mörk á mán- uði. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa (slendingi til háskólanáms í Sviþjóð námsárið 1993-94. Styrkfjár- hæðin er 6.740 s.kr. á mánuöi ( átta mánuöi. — Jafn- framt bjóða sænsk stjórnvöld fram tvo styrki handa Is- lendingum til vlsindalegs sérnáms ( Svíþjóö á sama háskólaári. Styrkimir eru til 8 mánaða dvalar, en skipt- ing í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 19. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytiö, 15. janúar 1993. AKSTUR Innkaupastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum í akstur fyrir þvottahús Ríkisspítala. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11:00, 2. febrúar 1993 kl. 11:00. ÍNNKAUPASTOFNÚN.RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.