Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. janúar 1993 Tlminn 13 MAÐURINN Spámaðurinn Júdas, spámaður Tímans, hefur oft reynst æði sannspár um atriði komandi ára, og er ástæða til að ætla annað á árinu 1993? Júdas er ólíkur öðrum spámönnum og völvum, því að spádómar hans eru mjög afdráttarlausir og síður en svo í véfréttastíl og gefa ekki tilefni til túlkana út og suður. Sem dæmi að nefna, þá spáði Júdas því í fyrra að Ríkisskip yrðu seld. Það gekk eftir. Hann spáði því að svokallaðir framsóknar- menn í þingflokki sjálfstæðismanna myndu gera Davíð Oddssyni lífið leitt á þingi. Það gekk eftir. Hann spáði því að íslensk kvik- mynd myndi vekja mikla athygli í Hollywood. Það gekk eftir. Af erlendum vettvangi má nefna að Júdas spáði því að Finnland og Svíþjóð myndu leita inngöngu í Evrópubandalagið, slæmt hneyksli myndi koma upp innan bresku konungsfjölskyldunnar og að stjórnarkreppa kæmi upp í Færeyjum. En lítum á spádóma Júdasar fyrir árið 1993. 1. Samningar nást um GATT-samkomulag. Sam- komulagið verður staðfest. 2. Mikill árangur næst í efnahagsmálum Bandaríkj- anna. 3. Efnahagskerfi vestrænna rikja styrkist nokkuð, enda þótt batinn verði minni en fyrir vestan. 4. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar lítillega. 5. Til átaka kemur milli (raka og Bandarlkjanna. 6. Strið brýst út á Balkanskaga, þar sem vestræn ríki reyna að koma skikk á Serba. 7. Forseti Serbíu verður ráðinn af dögum. 8. Albanir dragast inn i stríðið á Balkanskaga. Vaclav Havel verður for- seti tékkneska lýöveldis- ins. ERLENDIR ATBURÐIR 1993 22. Danir vinna mál gegn Norðmönnum fyrir alþjóðadóm- stóli. Málið snýst um lögsögu yfir hafsvæði og hvort ákveðnir grunnlínupunktar séu gildir. 23. Danir samþykkja i þjóðaratkvæðagreiðslu samning við Efnahagsbandalagið. 24. Poul Schluter, forsætisráðherra Dana, verður að segja af sér. 25. Upp kemur hneyksli innan dönsku konungsfjölskyld- unnar. 26. Landssjóður Færeyja verður gjaldþrota. dæmd. 27. Atli Dam, lögmaður Færeyja, dregur sig í hlé. 28. Finnar gera tilkall til Kirjálahérað- anna, sem tilheyrt hafa Rússum siðustu áratugina. 29. Svisslendingar gera tollsamning við Evrópubandalagið, sem kemur að nokkru leyti i stað EES- samningsins. 30. Uppbygging austurhluta Þýskalands þokast í rétta átt og smám saman dreg- ur úr atvinnuleysi þar í landi. 31. Uppgangur nýnasista í Þýskalandi fer rénandi og skilningur gagnvart út- lendingum vex. 32. Keisaraleg gifting verður i Japan, þegar krónprinsinn kvænist. 33. Miklar efnahagslegar framfarir verða í Kína. 34. Deng Sjaó Ping, hinn aldni kínverski stjómmálamaður, fellur frá. Winnie Mandela verður 9. Vaclav Havel verður kjörinn forseti tékkneska lýð- veldisins. 10. Kommúnistar gera misheppnaða tilraun til að ná völdum í Rússlandi. 11. Bill Clinton, hinn nýkjömi Bandarikjaforseti, stendur fljótlega frammi fyrir þvl að þurfa að grípa til hemaðaraðgerða gagnvart öðru ríki. Og tekst I leið- inni að þvo af sér roluímynd. 12. Clinton verður sýnt banatilræði. 13. Náttúruhamfarir verða í Kalifomiu. 14. Til hemaðarátaka kemur milli Israelsmanna og Sýriendinga. 15. Friðarviðræður ísraelsmanna og Palestinu- manna fara út um þúfur. 16. Merkar fomminjar finnast f Egyptalandi. 17. (slamskur útsendari ræður rithöfundinn Salman Rushdie af dögum. 18. Stigið verður skref til sameiningar Norður- og Suður-Kóreu. 19. Noregur verður beittur efnahagsþvingunum vegna hvalveiða. 20. Norskum hvalveiðibáti verður sökkt. 21. Norskum andstæðingum Evrópubandalagsins verður vel ágengt í baráttu sinni gegn aðild að bandalaginu. 35. Bylting veröur gerð í Thailandi. 36. Stjómvöld í Burma sleppa úr haldi þekktum stjómar- andstæðingi. 37. Til hemaðarátaka kemur með Indverjum og Pakistön- um. 38. Mafían á ítaliu grandar einum þekktasta stjómmála- manni Itala. 39. Winnie Mandela verður dæmd fýrir glæpi á árinu. 40. Samningur verður undirritaður milli svartra og hvítra, um framtíðarskipan mála I Suður- Afríka. 41. John Major, forsætisráðherra Breta, verður sýnt bana- tilræði. 42. Diana og Kari Bretaprins sækja um lögskilnað. Kari fær forræði yfir bömunum. 43. IRA-mönnum tekst að koma höggi á bresku konungsfjölskylduna. 44. Lög verða samþykkt á breska þinginu, sem þrengja mjög að breskum fjölmiðlum. 45. Spánverjar ítreka kröfur sínar um yfirráð yfir Gíbraltar. 46. Alvarlegt flugslys verður yfir London. 47. Byltingartilraun verður gerð I Alsír. 48. Tyrknesk stjómvöld reyna aö bæta ímynd landsins úf á við réttarfarslega. 49. Vináttu- og samvinnusáttmáli verður undirritaður milli USA og Víetnam. Castro á Kúbu hrekkur Lipp af. Bill Clinton gerist herskár. Gengi nýnasista dalar. 50. Fidel Castro Kúbuleiötogi fellur frá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.