Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. janúar 1993 Tfminn 15 Horfnir góö- hestar - þó ekki með öllu Ef til vill hefur tækniþróun í bílaiðn- aði ekki verið hraðari í annan tíma en nú og bflar líkast til ekki áður verið betri hvað varðar þægindi, endingu og nýtingu á eldsneyti. En vitanlega hafa alla tíð verið framleiddir bflar sem voru á einhvem - en þó mismargan - hátt framúrskarandi og sumir lifa enn góðu ll'fi. Nokkrir bflar sem hannaðir voru fyr- ir áratugum síðan, eru enn framleidd- ir og stakar tegundir ganga hreinlega aftur hingað og þangað um heiminn og ganga í endumýjun lífdaga. Dæmi um hið fyrmefnda er Volvo 240 bfla- línan sem byrjað var að framleiða árið 1974. Það er eins og Svíamir fái ekki að hætta að framleiða þennan bfl því að eftirspum eftir honum, ekki hvað síst í Bandaríkjunum, er stöðug enda er þessi bfll löngu orðinn góður af bamasjúkdómum hvers konar og kaupendur fá mjög góðan bfl og sterk- an fýrir sanngjamt verð. Gott dæmi um hið síðamefnda er gamii góði bfllinn sem upphaflega hét Fiat 124 en Lada hjá Rússunum aust- ur í Togliatti við Volgu. Ladan er hundódýr en þrátt fyrir það er hún langt frá því að vera slæmur bfll held- ur þvert á móti, kannski besti bfllinn í ódýrasta flokknum. Allavega em mörg dæmi um Lödur sem með sæmilegri umhirðu og eðlilegu viðhaldi hefur verið ekið langt yfir 200 þúsund kfló- metra án nokkurra meiriháttar við- gerða eða endumýjunar. Fyrir þá sem gjaman sjá fortíðina í ljóma og telja að bflar hafi verið miklu betri hér áður fyrr, þá skal þeim bent á að þeir gömlu bflar sem hér að ofan hafa verið nefndir em síður en svo einu gömlu bflamir sem enn em fáan- legir. Þannig er tímamótabfllinn Austin Mini enn framleiddur í Englandi og heitir nú Rover Mini Cooper. 33 ár em síðan byrjað var að framleiða Mini og enn er eftirspumin það mikil að ekki þykir vit í öðm en halda áfram að smíða Mini. Man einhver enn eftir Ford Falcon sem var talsvert algengur hér upp úr 1960? Sá bfll er enn framleiddur hjá Ford í Argentínu, bæði sem fólksbfll og skutbfll. Þá skal getið þess bfls sem framleidd- ur hefur verið í flestum eintökum, en það er Volkswagen bjallan. Hún er enn framleidd, eða var til skamms tíma í Mexíkó. Þessa stundina er þó óvíst um framhaldið þar sem verkföll hafa tafið framleiðsluna og stjómendur Volks- wagen í Þýskalandi hafa í kjölfar þeirra hótað að hætta allri framleiðslu sinni í landinu. ,J4exíkóbjallan“ er með 1600 rúmsentimetra vél í stað 1300 sem algengast var lengst af. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn hafa talsvert sóst eftir að kaupa „bjöllur" frá Mexíkó og í Þýskalandi er til fyr- irtæki sem flytur þá inn, og hvað haldiði að það heiti? Jú, Beatles Revival. —sá Man einhver eftir Ford V8 Ro- adster 1938? Framleiðsla á hon- um hófst í Kanada árið 1968 og hefur staðið óslitið síðan. Ytra út- lit er það sama og í gamia daga en vél, drifgírkassi og hemlar eru samskonar og var í Ford bíl- um sem framleiddir voru I Kan- adaáárunum 1949-1954. Vélin er fjögurra lítra V8 vél, 125 hest- öfl og hámarkshraði er 160 km. Ford Falcon frá því upp úr 1960 er enn framleiddur ÍArgentínu. Bjallan er framleidd I Mexlkó. Hún hefur nú 1600 rúmsm vél með inn- spýtingu og hvarfakút. Austin Mini heitir nú Rover Mini Cooper. - Enn í fullu fjöri eftir 33 ár. Þessi er framleiddur I Indlandi og heitir Hindustan. Hann hefur 1500 rúmsm vél, 41 hestafl. Gott ef hér er ekki afturgenginn einhver Austin bfllinn frá því um 1950. Indverjar segja að þetta sé sterkasti bill heims. Indverjar framleiöa þennan bíl sem hjá þeim heitir Premier en er í raun Fiat 1100 frá því um 1960. Það hafa margir spreytt sig á að smíða gamla Willysinn. Þessi er glæ- nýr frá Mitsubishi í Japan. Með sínu nefí Þá styttist í bóndadag, sem er nk. föstudag, og þar með upphaf þorra og söngurinn á heimilum tekur mið af því. Þorrablót og tilheyrandi gleðskapur fer iíka að setja mark sitt á mannlífið og því ekki úr vegi að miða lagavalið í þættinum í dag við þær staðreyndir. Fyrst em það hljómamir við Þorraþræl 1866, eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld, en lagið er þjóðlag. Síðan kemur ljóð Sigurðar Þórarinssonar við lag Schuberts: „Að lífið sé skjálfandi lítið gras.“ Loks kemur svo húsgangurinn „Kmmmi kmnkar úti", en það er þjóð- lag sem er sungið við hann. Góða söngskemmtun! - BG ÞORRAÞRÆLLINN 1866 c Nú er frost á Fróni, F C frýs í æðum blóð, G7 kveður kuldaljóð C Kári í jötunmóð. Yfir laxalóni F C liggur klakaþil, G7 hlær við hríðarbyl C hamragil. G Mararbáran blá C brotnar þung og há, A7 Dm G7 unnar steinum á C yggld og grett á brá. Yfir aflatjóni F C æðrast skipstjórinn, A7 Dm harmar hlutinn sinn G7 C hásetinn. Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: „Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin. Nú er hann enn á norðan, næðir kuldaél yfir móa og mel, myrkt sem hel.“ Bóndans býli á björtum þeytir snjá. Hjúin döpur hjá honum sitja þá. Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt Brátt er búrið autt, búið snautt. Þögull Þorri heyrir þetta harmakvein, en gefur grið ei nein, glíkur hörðum stein, engri skepnu eirir, alla fjaer og nær kuldaklónum slær og kalt við hlær. „Bóndi minn þitt bú betur stunda þú. Hugarhrelling sú er hart þér þjakar nú, þá mun hverfa, en fleiri höpp þér falla í skaut. Senn er sigruð þraut, ég svíf á braut“ AÐ LÍFIÐ SÉ SKJÁLFANDI... C G C Að lífið sé skjálfandi lítið gras, G C má lesa í kvæði eftir Matthías, G C en allir vita hver örlög fær G C sú urt, sem hvergi í vætu nær. C C7 F Dm :,: Mikið Iifandi skelfingar ósköp er gaman C G C að vera svolítið hífaður.:,: Það sæmir mér ekki sem íslending Nú þekkist sú skoðun og þykir fín, að efast um þjóðskáldsins staðhaefing, að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín, en skrælna úr þurrki ég víst ei vil menn eigi að lifa hér ósköp trist og vökva því lífsblómið af og til. og öðlast í himninum sæluvist :,: Mikið Iifandi.... :,: Mikið lifandi.... En ég verð að telja það tryggara að taka út forskot á sæluna, því fyrir því gefst ekkert garantf að hjá guði ég komist á fyllerí. :,: Mikið lifandi.... C Krummi krunkar úti, G C kallar á nafna sinn: C „Ég fann höfuð af hrúti, G C hrygg og gæru skinn. C Am KRUMMI KRUNKAR ÚTI F G7 Am t ► t 1 < » X O 2 3 1 O X 3 2 O 1 O C7 X X 2 3 1 4 Dm x O O 2 3 1 :,: Komdu nú og kroppaðu með mér, G7 C krummi nafrii minrí':,:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.