Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.01.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1993 Bosnísk-íslamskar konur, sem nauögað hefur veriö, I flóttamannabúöum I Tuzla, Bosníu: sumar leyna engu. Nauðganir í Bosníustríði: að einhverju leyti. Þegar menn Mú- hameðs annars Tyrkjasoldáns höfðu unnið Konstantínópel fyrir hann 1453, leyfði hann þeim að leika lausum hala í borginni í þrjá daga, en stöðvaði hryðjuverk þeirra síð- an, enda hafði hann ákveðið að gera Konstantínópel að höfuðborg sinni. Sænsk mannúð Hernaðarsagan er sem sé ekki án merkja um viðleitni til að setja nauðgunum einhver takmörk eða jafnvel koma f veg fyrir þær með öllu. í þrjátíuárastríðinu þótti sænski herinn a.m.k. öðru hvoru sýna af sér meiri mannúð en aðrir herir, einnig gagnvart konum í her- teknum löndum. í innrás Svía í Danmörku í því stríði bar við að hermenn í liði þeirra voru teknir af lífi íyrir nauðganir. Heyrst hefur og að í Þýskalandi hafi sænska her- stjórnin leitast við að hafa hemil nokkurn á liði sínu í þessum efn- um, a.m.k. á svæðum byggðum mótmælendum. Ótti herstjóra við agaleysi í herjum almennt út frá ránum og nauðgunum kemur í þessu samhengi til greina. Japansk- ir herstjórar síðari heimsstyrjaldar óttuðust að fjöldanauðganir her- manna þeirra leiddu til þess að her- irnir lömuðust af kynsjúkdómum og útveguðu því „þægindakonur", kóreanskar og kínverskar stúlkur sem neyddar voru til þess að verða kynferðislegar ambáttir hermann- anna í herstöðvum og á vígvöllum. Sókn mannúðarviðhorfa kann og að hafa valdið einhverju um það, að í Evrópu/Vesturlöndum a.m.k. hafa nauðganir í hernaði þótt óviðeig- andi á síðari tímum, þótt því fari fjarri að Evrópumenn/Vesturlanda- menn hafi aflagt þær með öllu, eins og dæmin úr heimsstyrjöldinni síð- ari og frá Bosníu sýna best. Frá sögunnar sjónarhóli séð eru kynferðisleg hryðjuverk Bosníu- stríðsins líklega einkum sérstök fyrir það að vera hvað efst á baugi meðal frétta af stríði þessu meðan það er háð, í stað þess að hverfa á bak við aðrar fréttir eða komast fyrst í hámæli löngu seinna. Liður í útrýmingar- hernaði? Nauðganir eru á meðal þess, sem efst er á baugi í fréttum frá Bosníu- Herzegóvínu. Eftirlitsmenn frá Evrópubanda- lagi telja sig vita að Serbar hafi nauðgað um 20.000 bos- nísk-íslömskum konum; sjálfir nefna Bosníumúslímar um það miklu hærri tölur. Að sögn Serba hafa Bosníu- múslímar og Króatar nauðgað mörgum þúsundum serb- neskra kvenna. Hæpið mundi að telja Bosníustríð sérstakt í sinni röð af þessu tilefni. Nauðganir hafa verið harla algengar í hern- aðarsögunni, svo langt aftur sem hún nær. Djengis stórk- han Mongóla á að hafa sagt eitthvað á þá leið aö meðal þess unaðslegasta í heimi hér væri að nauðga konum óvina sinna. Skemmst er að minnast gegndarlausra nauðgana íraka á konum í Kúvæt, meðan þeir hersátu það furstadæmi. Margt bendir til að hegðun hermanna í mörg- um öðrum stríðum í þriðja heiminum allt fram á þennan dag hafi verið álíka eða litlu skárri. Þreytt fýsn iilv Dagur Þorleifsson skrifar „Japanir nauðguðu konum (Norð- ur- Kína) þangað til fýsn þeirra þreyttist," skrifaði sagnfræðingur einn um framferði japanska hersins í Kína í heimsstyrjöldinni síðari. í sigurför sovéska hersins vestur á bóginn í sama stríði hegðaði hann sér eitthvað svipað, sérstaklega í Þýskalandi. Verst var það í héruð- unum austan við Oder og Lausitzer Neisse, sem Sovétmenn og Pólverj- ar innlimuðu og framkvæmdu þar „þjóðarhreinsun" á Þjóðverjum. Þýskt fólk þar var réttlaust f augum sigurvegaranna og meðhöndlað eft- ir því, einnig konurnar. Talsvert var þá og um nauðganir af hálfu herja Bandaríkjamanna og Frakka, er þeir sóttu inn í Þýskaland að vestan. Svona mætti nánast endalaust telja. Tekið skal fram að mikið vantar enn á ítarlega umfjöllun á þessum þætti hernaðarsögunnar, af ýmsum ástæðum. A.m.k. á síðari öldum hafa nauðganir í hernaði víða verið taldar nauðgurunum til skammar. Hafa sigurvegarar því reynt að þagga umtal um það niður. Nauðg- anir eru yfirleitt taldar með því versta, sem fyrir konur kemur og sömuleiðis aðstandendur þeirra. Þau sár geta jafnvel haft sín áhrif á hugarfar heilla þjóða. Af þeim ástæðum kann að hafa gætt við- leitni til að láta þesskonar illvirki í hernaði liggja í þagnargildi. Fyrri tíðar menn gerðu yfirleitt ekki mik- ið úr þeim miðað við annað, hugs- anlega stundum af skömmustutil- finningu, oft trúlega sökum þess að þeir hafa litið á slíkt sem óhjá- kvæmilegan fylgifisk hernaðar. Konur sem herfang Varla fer þó á milli mála að nauðg- anir í hernaði stafa að verulegu leyti af því ævaforna viðhorfi að líta á konur óvinarins sem herfang. Þær hafa verið meðal þess, sem her- menn hafa átt von á að launum fyr- ir að berjast vel. Áður en áhlaup var gert á víggirta borg í evrópskum stríðum í „gamla daga“ var algengt að gefa áhlaupshermönnum frjálsar hendur gagnvart borgarbúum ef áhlaupið tækist. Áhlaupslið mátti gjarnan búast við miklu mannfalli við slík tækifæri og munu herfor- ingjar því hafa talið þesskonar hvatningar nauðsynlegar. Á16. og 17. öld t.d. voru herir Evr- ópuríkja mikið til málalið, sem barðist aðeins fyrir kaupið og önn- ur hlunnindi sem höfðust upp úr hermennskunni. Þegar herstjóra skorti fé, sem oft vildi verða, er svo að sjá á ýmsum heimildum að þeir hafi bætt málaliðunum það upp með því að leyfa þeim að ræna og nauðga. Stundum var þó reynt að setja þessari „hernaðarnauðsyn" vissar skorður, líklega ekki síst ef herstjóri vildi af eiginhagsmuna- ástæðum hlífa sigruðum við tjóni Opinská umfjöllun Margt stuðlar að því að svo er orð- ið. Hryllingur sá, er Evrópu- menn/Vesturlandamenn finna til út af Bosníustríði, virðist mjög bland- inn undrun yfir því að evrópskir hermenn skuli hegða sér þannig, pynda og myrða óbreytta borgara, þ.á m. böm fyrir augum foreldr- anna, svelta fólk og misþyrma því í fangabúðum, nauðga konum og stúlkubörnum. Sú undrun (sem kann að virðast undarleg með hlið- sjón af atburðum heimsstyrjaldar- innar síðari, þ.á m. í Júgóslavíu) virðist hafa lyft undir nauðgana- fréttirnar frá Bosníu. Önnur ástæða er að undanfarin ár hefur umræða um kynferðislegt ofbeldi yfirleitt orðið opinskárri en vaninn var. Mikil nálægð fjölmiðla hefur haft sitt að segja í þessu sambandi. Enn eitt, sem vakið hefur athygli á þessum þætti Bosníustríðsins eru gagnkvæmar ásakanir stríðsaðila. Prófessor Jakulic og einn sjúklinga hans: ófáar konur hafa hruniö saman, andlega og llkamlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.