Tíminn - 30.01.1993, Síða 12
12 Tíminn
Laugardagur 30. janúar 1993
SÖLVHÓLSGATA 7,
REYKJAVÍK
Tilboð óskast í múrtiúðun útveggja, lagningu ofnakerfis og ein-
angrun þaks 4. hæðar Sölvhólsgötu 7, sem er um 850 m2að
gólffieti, og þar af innrétta að fullu um 250 m2. Auk þess setja
upp loftræstisamstæðu á 4. hæö fyrir allt húsið.
Verktími er til 10. september 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7,
Reykjavík, frá og með mánudeginum 1. febrúar til og með föstu-
deginum 12. febnjar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað 18. febrúar 1993 kl. 11:00 í við-
urvist viðstaddra bjóöenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK
ÞRIF SKÓLAHÚSNÆÐIS Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Innkaupastofnun rikisins fyrir hönd menntamálaráðuneytisins
óskar hér meö eftir tilboöum ( þrif (ræstingu og hreingemingu)
skólahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Alls er um að ræða 23 skóla og er ræst rými þeirra 84.158 m2.
Útboðiö er i þremur hlutum og eru kennitölur eftirfarandi:
Hluti 1 Fjöldi skóla 17
Ræst rými 61.380 m2
Hluti 2 Fjöldi skóla 5
Ræst rými 10.782 m2
Hluti 3 Fjöldi skóla 1
Ræst rými 11.996 m2
Útboðsgögn verða seld hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni
7,105 Reykjavlk, frá og með þriöjudeginum 2. febrúar og kosta
gögnin kr. 10.000,-.
Tilboð skulu hafa borist Innkaupastofnun ríkisins eigi síðar en
þriðjudaginn 9. mars 1993 kl. 11:00 og verða þau þá opnuö í
viöurvist þeirra bjóðenda sem viöstaddir kunna að verða.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK
Varnarliðið:
umhverfisverkfræðingar
(Environmental Engineers)
Varnarliðið óskar að ráða tvo umhverfisverkfræðinga til
starfa hjá Stofnun verklegra framkvæmda, umhverfis-
máladeild.
Starfið felur í sér að framfylgja íslenskum og bandarískum
lögum og reglum um umhverfismál og framkvæma önnur
verkefni á sviöi umhverfismála innan varnarsvæðanna.
Krafist er viðeigandi háskólamenntunar, mjög góðrar
munnlegrar og skriflegrar enskukunnáttu, ásamt hæfileik-
um til að vinna sjálfstætt. Samskipti við aðra eru áríðandi
þáttur í starfi.
Umsækjendur þurfa að hafa gilt ökuskírteini.
Ráðning er tímabundin, en framlenging möguleg.
Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnarmálaskrif-
stofu, ráöningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi
síðar en 10. febrúar 1993.
- v ■
Þorsteinn Hilmarsson hjá Landsvirkjun segir að hugsanleg lagning sæ-
strengs til Evrópu kalli á umræðu um eignarhald á virkjunum á íslandi:
Eiga útlendingar að
fá að eiga hlut í
íslenskum virkjunum?
„Útlendingum er bannað með lögum að byggja og eiga virkjanir
á íslandi,“ sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, þegar hann var spurður hvort sá möguleiki hefði
verið ræddur innan Landsvirkjunar að heimila útlendingum að
byggja virkjanir hér á landi. Um þessar mundir íhuga Grænlend-
ingar að bjóða útlendingum að virkja á Grænlandi.
í grein um virkjun við Nuuk á
Grænlandi í Tímanum í dag er sagt
frá hugmyndum Grænlendinga að
virkja jökulbráðið vatn sem renn-
ur frá Grænlandsjökli. Það gildir
um Grænlendinga eins og fleiri að
þá skortir fjármagn og þess vegna
velta þeir fyrir sér að bjóða útlend-
um stórfyrirtækjum að virkja hjá
sér. Hagur Grænlendinga yrði þá
einungis sá að í efnahagslíf þeirra
kæmi aukið fjármagn sem þýddi
meiri vinnu og meiri umsvif á
mörgum sviðum.
Þorsteinn Hilmarsson sagði að
lítið hefði verið rætt hér á landi
um þennan möguleika að útlend-
ingar byggðu og rækju virkjanir á
íslandi. Fyrir löngu hefði sú stefna
verið mörkuð að íslendingar hefðu
einir rétt til að virkja fallvötn á ís-
Iandi. Þessi stefna hefði verið lög-
fest á Alþingi.
Þorsteinn sagði að það væri verk-
efni stjórnmálamanna að taka af-
stöðu til spumingarinnar hvort
breyta eigi lögum um eignarhald á
íslenskum virkjunum og leyfa út-
lendingum að eiga hlut í þeim.
Þorsteinn sagði að menn hefði að
sjálfsögðu velt þessum hlutum fyr-
ir sér í tengslum við hugsanlegan
útflutning á íslenskri raforku með
sæstreng til Skotlands eða landa á
meginlandi Evrópu. Sá möguleiki
hefði talsvert verið ræddur að út-
lend fyrirtæki ættu sæstrenginn
og einnig hefðu menn nefnt þann
möguleika að útlend fyrirtæki fjár-
mögnuðu byggingu virkjanna hér
á landi ásamt íslendingum. Þor-
steinn sagði hins vegar að það væri
stjórnmálamanna að svara spum-
ingu um hugsanlega breytingu á
eignarhaldi á virkjunum sem
byggðar yrðu hér í framtíðinni.