Tíminn - 13.02.1993, Side 5
Laugardagur 13. febrúar 1993
Tíminn 5
Ný stefna í skólamálum
Valgerður Sverrisdóttir skrifar
Skólamál hafa verið í brennidepli á síðustu
dögum og vikum. Nefnd um mótun mennta-
stefnu hefur skilað áfangaskýrslu um tillögur í
skólamálum. Nefnd þessa skipa 18 einstakling-
ar og er hún skipuð af menntamálaráðherra.
Það vakti strax ákveðna tortryggni að nefndin
er nær einlit hvað snertir pólitískar skoðanir
og hafa hagsmunaaðilar, sem tengjast skóla-
málum á ýmsan hátt, nær ekkert komið að
þessari vinnu fram til þessa.
Þrátt fýrir þetta er það mín skoðun að þessi
skýrsla geti verið grundvöllur umræðna um
skólastarf.
Stefna Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn hélt Qölmennt flokks-
þing s.l. haust þar sem skólamál voru að sjálf-
sögðu til umfjöllunar. Frumdrög að ályktun
um menntamál voru unnin með skólafólki á
Vesturlandi. Það er nýbreytni í undirbúnings-
vinnu fyrir flokksþing innan Framsóknar-
flokksins að vinna drög að ályktunum úti í
kjördæmunum. Þessi nýjung mæltist mjög vel
fýrir og verður áreiðanlega viðhöfð oftar.
Það var samdóma álit þeirra, sem tjáðu sig
um skólamál á þessum vettvangi, að breytinga
væri þörf á skólakerfinu í heild sinni, en fýrst
og fremst væri það framhaldsskólinn sem
krefðist róttækra breytinga.
Leikskóli — grunnskóli
í ályktun flokksþingsins um skólamál er lýst
stuðningi við nýsett lög um leikskóla, þar sem
m.a. er kveðið á um að leikskólinn sé hluti af
menntakerfinu. Þó er talið nauðsynlegt að
setja skýrari markmið fýrir starf í leikskóla og
tengja það betur starfi grunnskólans.
í ályktun um grunnskólann er m.a. bent á að
gott vald á lestri sé undirstaða náms og því
þurfi að leggja aukna áherslu á lestrarkennslu.
Bent er á að ein besta forvöm gegn lestrarerf-
iðleikum sé að böm umgangist bækur frá unga
aldri og að lesið sé fýrir þau. Þá kemur fram að
búa þurfi þannig að grunnskólanum að hann
geti ávallt komið til móts við mismunandi
þarfir nemenda. Lögð er áhersla á að stefnt
skuli að því að einsetinn skóli, Iengri og sam-
felldur skóladagur og aukin áhersla á skóla-
máltíðir komi til framkvæmda innan tíu ára.
Flokksþingið benti á að það þyrfti að auka val
í tækni- og verklegum greinum í efri bekkjum
skólans til þess að betur megi koma til móts
við og virkja ólík áhugasvið og mismunandi
hæfileika nemenda. Auk þess væri nauðsynlegt
að efla náms- og starfsfræðslu. Jafnframt verði
samstarf heimila og skóla aukið.
Þá var varað við að færa kostnað við grunn-
skólahald alfarið til sveitarfélaga nema að mjög
vandlega athuguðu máli og breyttum aðstæð-
um.
Framhaldsskóli — háskóli
Flokksþingið lagði áherslu á að allir skyldu
eiga rétt á ffamhaldsnámi við sitt hæfi. Endur-
skoða þurfi námsframboð og áherslu í fram-
haldsskóla, m.a. með því að fjölga stuttum
námsbrautum, sem búa nemendur undir til-
tekin störf. Þá var lögð áhersla á að endur-
skipuleggja þurfi og efla hvers konar verk- og
starfsnám og vinna að eflingu menntunar og
skólahalds á framhaldsskólastigi í samráði við
aðila vinnumarkaðarins.
í ályktun um máleftii háskólastigsins var m.a.
lögð áhersla á að standa þurfi vörð um Háskóla
íslands sem æðstu menntastofnun landsins og
að leggja beri áherslu á rannsóknir og tækni-
þróun við Háskólann og gildi þeirra til nýsköp-
unar atvinnulífsins. Þá var lýst stuðningi við
það merkilega framtak Kennaraháskólans að
bjóða upp á kennaranám með fjarkennslusniði.
Bent er á mikilvægi háskólanáms utan höfuð-
borgarsvæðisins, ekki síst vegna þeirra já-
kvæðu áhrifa, sem það hafi á byggðaþróun, og
var í því sambandi sérstaklega bent á Háskól-
annáAkureyri.
Flokksþingið taldi að auka þyrfti fjárframlög
til Rannsóknaráðs ríkisins og Vísindaráðs og
Rannsóknasjóðs Háskólans.
Mat á skólastarfi
Flokksþingið lagði
áherslu á að efla
þyrfti mat á skóla-
starfi á öllum skóla-
stigum og að æski-
legt væri að það
færi að sem mestu
leyti fram innan
skólanna sjálfra sem þáttur í þróunarstarfi
kennara. Á þann hátt yrði hægt að meta það
starf og þá þjónustu, sem fram fari í viðkom-
andi skóla, og um leið að vinna að samræm-
ingu í skólamálum og betri tengslum milli
skólastiga.
Samanburður við áfangaskýrsluna
Ekki ætla ég mér að fara í nákvæman saman-
burð á stefnu Framsóknarílokksins í skólamál-
um og þeim tillögum, sem nú liggja fýrir frá
neftid menntamálaráðherra. Mér sýnist þó
fljótt á litið að þar fari ýmislegt saman og er
það vel.
Ný grunnskólalög
í sfðasta mánuði voru samþykkt á Alþingi af
þingmönnum stjómarflokkanna lög um
grunnskóla. Lög þessi framlengdu þau ákvæði
í lögum frá fýrra ári, svokölluðum bandormi,
að skerða kennslustundafjölda nemenda og
heimila fjölgun í bekkjum. Þessi framlenging á
að spara ríkissjóði 100 milljónir áyfirstandandi
ári.
Fyrir u.þ.b. ári síðan fór fram mikil umræða
um skólamál í þjóðfélaginu í tengslum við
hinn illræmda bandorm og voru foreldrar virk-
ari í þeirri umræðu en oftast áður, og er það
vel.
Grunnskólinn hér, borið saman við aðrar
nálægar þjóðir
Aðstæður grunnskólabama em um margt
einstæðar hér á landi, þegar borið er saman við
þau lönd, sem við Islendingar bemm okkur
gjaman saman við. Ég leyfi mér að halda því
fram að ástandið sé hvergi verra en í Reykjavík.
Þar er skóladagurinn mest slitinn f sundur og
þar mest um það að böm séu ein á heimilum.
Það sem þó er verst af öllu er að í einhverjum
tilfellum fá þau ekki að koma heim, heldur er
nestispakki hengdur á hurðarhúninn og er
baminu ætlað að hirða hann þegar það kemur
úr skóla. Auðvitað vonum við að slíkt og þvflíkt
sé algjör undantekning, en engu að síður vita
allir að ástandið er ekki eins og það ætti að
vera, hvort heldur að litið er til líðanar bama
eða framtíðar þessarar þjóðar.
Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Lengri og samfelldur skóladagur hlýtur því að
vera eitt brýnasta hagsmunamál þessarar þjóð-
ar. Það vekur því nokkra athygli að í þeirri
áfangaskýrslu, sem nú liggur fýrir, em ekki
sett nein tímamörk á það hvenær slíkt eigi að
vera komið til framkvæmda, heldur aðeins sagt
að stefnt skuli að því að koma á einsetnum
skóla með samfelld-
um skóladegi um allt
land og að lengja
þurfi kennslutíma
yngri bama og gera
nauðsynlegar ráð-
stafanir til að tryggja
að öll böm hefji
skólagöngu að
morgni.
Grunnskólalögin frá 1991
í þeim gmnnskólalögum, sem samþykkt vom
af þingmönnum alira flokka á vorþingi 1991,
var að finna ákvæði þess efnis að þessum mark-
miðum skyldi náð innan 10 ára þaðan í frá.
Ennfremur var að finna í þeim lögum ákvæði,
sem kváðu á um það að skólamáltíðum skyldi
komið á í gmnnskólum á næstu 3 ámm.
Grunnskólinn til sveitarfélaganna
Tillögur nefndarinnar gera ráð fýrir því að
rekstur gmnnskóla færist að fullu til sveitarfé-
laga. Þetta er mál, sem þarfnast mjög ná-
kvæmrar athugunar, og verður að gæta þess að
ana ekki að neinu. Það em aðeins fjögur ár síð-
an gagngerar breytingar vom gerðar á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það má því
segja að á margan hátt sé rangt að fara strax að
hræra upp í því máli, sem hafði tekið mjög
langan tíma að ná samstöðu um.
Það hlýtur öllum að vera ljóst að sveitarfélög
em mjög misvel undir það búin að taka við
þessu verkefni, þrátt fýrir það að þeim verði
tryggður tekjustofrí á móti. Ég treysti þó á
margan hátt betur sveitarfélögum landsbyggð-
arinnar til þess að vilja standa með sóma að
skólamálum heldur en t.d. Reykjavíkurborg.
Efvið fömm yfir áherslur þess sveitarfélags á
síðustu ámm í fjárfestingarmálum, þá hafa
þær ekki legið á mjúku málunum, svo sem
uppbyggingu leikskóla, heldur miklu frekar á
gallharðri steinsteypu skrauthýsa, og er hætt
við að svo verði áfram á meðan Sjálfstæðis-
flokkurinn fer með stjóm borgarinnar. Þó má
vera að þessar áherslur hafi fýrst og fremst ver-
ið fýlgifiskar Davíðs Oddssonar sem borgar-
stjóra.
Lög um framhaldsskóla
Það er enginn vafi á því að framhaldsskólinn
hefur ekki verið að þróast í rétta átt á undan-
fömum ámm, hvort sem þar hefur verið um að
kenna að lög um framhaldsskóla hafi verið
slæm eða hitt að of lengi hafi skort heildstæða
lagasetningu um framhaldsskólann. Sú
áhersla, sem Iögð hefur verið á stúdentsprófið,
hefur verið óæskileg og því tel ég þá stefnu
nefndarinnar, að falla frá því að allt almennt
nám í framhaldsskólum sé byggt þannig upp
að það nýtist sem hluti af stúdentsprófi, af hinu
góða.
í lögum um framhaldsskóla frá 1988 segir í 2.
gr. þar sem fjallað er um hlutverk framhalds-
skólans:
„Hlutverk framhaldsskóla er eftirfarandi:
- að búa nemendur undir líf og starf í lýðræð-
issamfélagi með því að skapa skilyrði til náms
og þroska við allra hæfi.
- að búa nemendur undir störf í atvinnulífinu
með sémámi er veiti starfsréttindi.
- að búa nemendur undir nám í sérskólum og
á háskólastigi með því að veita þeim þekkingu
og þjálfun í vinnubrögðum."
I sjálfu sér er ekki hægt að sjá að þessi grein
geti verið orsök þess að mál hafa þróast eins og
raun ber vitni, heldur megi frekar álykta sem
svo að þessum markmiðum hafi ekki verið
fýlgt nægilega vel eftir og ásóknin í stúdents-
húfumar hafi alls staðar ráðið ferðinni.
Mat, úttektir, samræmd próf
Mat á skólastarfi fær all ítarlega umfjöllun f
skýrslu nefndarinnar. Lagt er til að heildarmat
á menntakerfinu verði tekið upp á næstu árum
til að afla áreiðanlegra upplýsinga um þætti
eins og innra eftirlit í skólum, skólanámsskrá,
námsárangur nemenda, umgengni nemenda
og aga í skólum, kennsluhætti og áhrif þeirra á
námsárangur svo og tengsl skóla og heimila.
Á síðasta þingi lagði ég fram þingsályktunar-
tillögu um mat á skólastarfi ásamt nokkmm
öðmm þingmönnum. Sú tillaga byggði á því að
mat á skólastarfi færi að sem mestu Ieyti fram
innan skólanna sem þáttur í þróunarstarfi
kennara. í tillögum nefndarinnar er að mínu
mati of mikil áhersla lögð á úttektir og notkun
samræmdra prófe.
Að lokum
Á heildina litið er sú áfangaskýrsla um mótun
nýrrar menntastefnu, sem nú hefur verið
kynnt, góður grundvöllur að áframhaldandi
umfjöllun um menntamál og fmmdrög að
lagasetningu. Það hlýtur að verða verkefríi
nefndarinnar nú að leita umsagna hjá ýmsum
aðilum þjóðfélagsins, sem best þekkja til skóla-
mála, sem vonandi verður tekið tillit til áður
en skýrslan verður færð í fmmvarpsform.
Það hefði að mínu mati verið eðlilegra að
þessir aðilar hefðu komið að málinu fýrr, en
það er auðséð að menntamálaráðherra er ann-
arrar skoðunar.