Tíminn - 13.02.1993, Side 19

Tíminn - 13.02.1993, Side 19
Laugardagur 13. febrúar 1993 Tíminn 19 Volvo 240 á 19. framleiðsluárinu og þvf síðasta: Gamall einjárnungur eöa ódýr gæðavagn? Senn er komið að endalokum á framleiðslu hins gamalkunna Volvo 240 bíls. Volvo 240 hefur verið fram- leiddur í næstum tvo áratugi við góðan orðstír en Volvo fyrirtækið áætlar að hætta framleiðslu hans að aprílmánuði liðnum. Þeir sem enn vilja eignast þennan trausta vinnu- þjark geta því gripið tækifærið nú. Verðið er mjög hagstætt, sama við hvað er miðað, eða 1598 þúsund krónur á götuna. Þrátt fyrir að Voivo hafi þegar hafið framleiðslu á fjölda annarra bíla, og raunar hætt við suma þeirra aftur, hefur stöðug eftirspum verið eftir gamla góða 240. Það var þó einkum skutbfllinn sem þótti og þykir enn hagkvæmur og góður fyrir stórar ftölskyldur með sumarbústað, hest og hund, eða fólk með mikla ferða- gleði. Þeir sem vildu og vilja rúm- góðan, burðarmikinn og sterkan bfl þeir fá það sem þeir borga fyrir í Vol- vo 240. Raunar er það aðeins skut- bfllinn sem enn er framleiddur, einkum vegna þess að stöðug eftir- spum hefur verið eftir honum í Bandaríkjunum og er enn. Þar var hann td. valinn ftölskyldubfll ársins árið 1992. Þrátt fyrir að útlit bflsins hafi lítið breyst í gegnum árin hefur hann stöðugt verið endurbættur tækni- lega og raunar er það svo að sárafáir ef nokkrir varahlutir úr 1974 árgerð- inni passa f 1993 árgerðina. Þegar sest er undir stýri á Volvo 240 fær maður tilfinningu af traustleika og styrk sem þama er ekki skynvilla heldur raunvemlegur eiginleiki. Þessi traustleiki var vissulega fyrir hendi í fyrstu 240 bflunum sem runnu af færiböndum Svíanna í Gautaborg vorið 1974 og á rætur sínar í langri reynslu framleiðanda sem alltaf Ieitaðist við að gera góða vöm betri og ömggari en er ekki að breyta henni breytinganna vegna. Þannig er framrúðan hæfilega sveigð til þess að gluggapóstamir hefti ekki útsýni ökumanns að ráði, fremur smáar hliðarrúðumar sitja bratt í hurðunum og em lítið boga- dregnar, öfugt við það sem almennt er í bflum nú til dags, og það er alveg pottþétt að mælaborðið speglast ekki í framrúðunni og ökumaður situr hátt og þægilega. Gírkassinn er fimm gíra og skiptingin er nákvæm og auðveld þótt fera þurfi gírstöng- ina talsvert langt milíi gíra. í akstri heyrist svolítill „aftansöngur" frá heilli afturhásingunni og afturhjóla- drifinu sem hvorttveggja er núorðið nánast horfið úr bflum, einkanlega það fyrmefnda. Vindgnauð heyrist nokkuð í akstri í þessum „gamlá' og kantaða bfl og hann er ekkert yfirmáta rúmgóður að innan. Sætarýmið í honum er raunar aðeins minna en í nýjustu ár- gerð Volkswagen Golf en farangurs- rými auðvitað miklu meira. Vagninn er auðvitað mikið stærri að utan en Golf og raunar svipaður að lengd og stóm „Benzamir”. Fjöðrunin í Volvo 240 þykir bfla- mönnum ekkert sérstök lengur samanborið við nýja bfla af svipaðri stærð. Er þá átt við að Volvo 240 sé í raun úreltur gamall einjámungur og náttröll? Langt í frál Evrópskir bflablaðamenn telja að hér fái mað- ur vel búinn, þægilegan og umfram allt sterkan og endingargóðan bfl sem dugað getur með góðri um- hirðu og viðhaldi í áratugi. í hvaða bfl öðmm hefur maður meiri örygg- istilfinningu þegar ekið er í roki og rigningu eða hagléli á vondum mal- arvegi? spyija þeir. Engum, því að Volvo 240 er með síðustu bflum sem kalla má góða malarvegabfla. Hér á landi og í löndum með svip- aða tollalöggjöf er Volvo 240 seldur með tveggja lítra 111 hestafla vél með beinni innspýtingu og efna- hvarfa en annars staðar er hann boð- inn með 2,3 1. 115 hestafla vél sem hæfir þessum 4,8 metra langa bfl óneitanlega betur. Annar staðalbún- aður er skyggt gler í rúðum, farang- ursbitar á þaki, snúningshraðamæl- ir, stillanlegir höfuðpúðar á fram- og aftursætum, sjálfvirk stilling á aftur- fjöðmm eftir hlassþyngd, hreinsi- búnaður fyrir framljósin, vökvastýri og samlæsing. Hægt er að fá auka- Danir kalla Volvo 240 skutbflinn „herregárdsvogn“ enda er far- angursrýmiö mikiö og gott og hentar „stórbændum Iega loftpúða í stýrið, ABS hemla, rafdrifnar rúður í framhurðir, lakk með málmáferð og leðuráklæði. Eyðsla er furðulítil eða að meðaltali 9,51. á hundraðið. Hvað getur hann? (tölur miðaðar við 2,31. vél) Hröðun 0-50 km/klst 4,0 sek. 0-100 km/klst 12,7 sek. 0-13o km/klst 21,8 sek. Millihröðun 60-100 km/klsL í 4. gír 12,4 sek. í 5. gír 18,8 sek. Hámarkshraði 177 kmTklst. Þvermál beygjuhrings 9,8 m. Hávaði inni Á 50 km. hraða í 3. gír 62 dB Á100 km. hraða í 4. gír 69 dB Á130 km hraða í 5. gír 72 dB Eyðsla (Blýlaust súper) Á 90 km. hraða 7,31/100 km Á120 km. hraða 9,81/100 km Borgammferð 11,81/100 km Blönduð keyrsla 9,51/100 km Kemst um 630 km. á fullum tanki. Þyngdartölur Eigin þyngd 1360 kg. Heildarþyngd 1950 kg. Burðargeta 590 kg. Tengivagn með hemlum, hámarksþ. 1500 kg. Gamalkunnur gæöabíll sem veriö er aö hætta framleiöslu á eftir 18 ár. Volvo 240. Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Sveit Kristjönu íslandsmeistarí Fremur óvænt úrslit urðu á fyrsta íslandsmótinu f parasveitakeppni sem haldið var í húsnæði BSÍ, um síðustu helgi. Sveit Kristjönu Steingrfmsdóttur bar sigur úr býtum og var gaman að því að fulltrúar þriggja kynslóða sameinuðu þar krafta sína með fyrrgreindum árangri. Elsti með- limur sveitarinnar, Soffía Guð- mundsdóttir, er á miðjum áttræð- isaldri en spilafélagi hennar er undir þrítugu. Það kemur því enn á daginn að bridge er ein fárra íþrótta þar sem aldur er aukaatriði. Kristjana lét þess getið að sigur- inn væri mjög sætur vegna þess að sveitin hefði orðið að vinna fyrir sínu, þar sem andstæðingamir hefðu ekkert verið að gefa stig til sveitarinnar. Allgóð þátttaka var í mótinu og mun betri en búist var við, s^ði Helgi Jóhannsson, forseti BSI, í ræðu við verðlaunaafhendinguna. Hann sagði einnig að nú væri hringnum lokað þar sem BSÍ hefði nú bætt í röð íslandsmóta, tveimur árvissum keppnum. Skemmst er þess að minnast hve íslandsmótið í einmenningi, sem endurvakið var í haust, tókst vel. Alls spiluðu 23 sveitir, sjö 16- spila leiki, eftir Monradkerfi. Keppnis- stjóri var Kristján Hauksson og stjómaði hann mótinu af röggsemi að vanda. í sigursveitinni spiluðu auk Kristjönu; Soffía Guðmundsdóttir, Sigurður B. Þorsteinsson og Jón Ingi Bjömsson. Þess má geta að sveitin er blanda af norðlenskum og reykvískum spilumm. Staða 5 efstu sveita í mótslok: 1) Kristjana Steingrímsdóttir......151 2) Suðurlandsvídeó_________________143 3) Keiluhöllin.................... 128 4) Stefanía Skarphéðinsdóttir......114 5) Grethe Iversen________________ 114 Eftirfarandi spil er úr mótinu: 7. umferð, spil 10. Austur gefur all- ir á hættu. NORÐUR * 10862 V 1064 ♦ K4 * D1065 VESTUR AUSTUR A ÁG53 * K97 V DG985 * Á72 ♦ 76 ♦ Á102 * 42 A KG98 SUÐUR V K3 ♦ DG9853 * Á73 Sagnir: Vestur Norður Austur Suður lgr. dobl redobl pass pass 2 tíglar 2gr. pass 3 gr. pass pass dobl pass pass pass Sagnir em eðlilegar en þó taldi vestur að hann væri frekar að segja frá hálitum með redoblinu. Suður spilaði út tíguldrottningu og norð- ur lagði strax kónginn á til að stífla ekki litinn. Austur hugsaði í mín- útu eða svo og ákvað síðan að dúkka. Þar með gat norður spilað seinni tíglinum sem austur drap á ás og eftir spaðasvíningu var hjarta svínað með þeim árangri að suður tók sfna upplögðu 6 slagi og spilið var 3 niður. Það þýddi að NS skrif- uðu 800 í sinn dálk ístað þess að geimið stæði slétt sem hefði þýtt 750 fyrir AV, sveifla upp á 1550. Eins og spilið er (og eftir sagnir er líklegast að það sé) þá hefði verið rökrétt hjá austri að drepa fyrsta slag og vemda þannig tígultíuna. Norður á enga innkomu til að spila tfgli og suður getur hvorki spilað tígli né laufi án þess að gefa 9. slag- inn. Besta vömin hjá suðri eftir að hann tekur hjartaslaginn er að spila aftur hjarta um hæl. Norður má missa tvö lauf og austur verður þá að svína laufi á gosann. En það ætti ekki að vera erfitt því án lauf- ássins hefði suður varla doblað eitt grand. Brídshátíö í gærkvöldi hófst Bridshátíð ‘93 með tvímenningi sem e.t.v. er eitt af sterkustu tvímenningsmótum ársins. Auk heimsmeistaranna okk- ar og norðurlandameistaranna ís- lensku, spila margir af frægustu spilurum í heimi. Gaman verður að sjá Belladonna og Forquet frá ítalíu setjast við spilaborðið en þeir tóku nýlega upp þráðinn eftir allt of langt hlé. Þeir hafa unnið fleiri heimsmeistaratitla en nokkurt Hinn frábærl spilari Zia Mahmood, íbygginn á svip. annað par. Zia Mahmood lætur sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og mun væntanlega sópa að sér áhorf- endum eins og endranær, enda er hann með eindæmum skemmti- legur og litríkur spilari. Frá Hol- landi koma Leufkens og Westra, einnig má nefna Robson frá Eng- landi og Cohen sem spilar við Zia. íslensku pörin voru valin eftir styrkleikaröð auk fjögurra para sem áunnu sér rétt til þátttöku í opinni forkeppni sem haldin var á dögunum. Sveitakeppnin er öllum opin og fer hún fram á morgun og á mánudag. Yfir 60 sveitir voru skráðar til leiks þegar síðast frétt- ist. Að lokum má geta þess að verð- Iaunaféð á Bridshátíð er 15.000 dollarar. þrciut 3 Skemmtileg enda- staða Eftirfarandi staða er ólíkleg til að ksoma upp við spilaborðið. Það rýr- ir þó ekki lausnina sem er frekar einföld. NORÐUR AÁ2 V Á432 ♦ 2 * 2 VESTUR AUSTUR 4 DG1098765 * 4 V --------- y DG1098 ♦ ------ ♦ - * ---------- * DG SUÐUR ♦ K3 V K765 ♦ Á ♦ 3 í janúarhefti „Bridge" tímaritsins breska, lýsir Chris nokkur Dixon eiginleikum Base III bridgeforrits- ins sem er eitt það fullkomnasta á markaðnum í dag. Suður á út og þarf að fá sex slagi af átta mögulegum. Tígull er tromp. „Base III leysti vandamálið á sekúndubroti," segir Dixon, „hvað með þig?" Hann lætur lesandann sjálfan um Iausn gátunnar og um- sjónarmaður viðurkennir fúslega að hann var búinn að skoða all- marga möguleika áður en lausnin fannst. Lausnin verður birt í næsta bridge- þætti Tímans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.