Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 20. febrúar 1993 Krafa íslands í EES-viðræðunum var að íslendingar einir mættu eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Tvíhöfðanefndin vill opna fyrir útlendingum: Fá útlendingar að kaupa hér sjávarútvegsfyrirtæki? Tvíhöfðanefnd ríkisstjórnarinnar sem vinnur að endurskoðun sjáv- arútvegsstefnunnar leggur til að útlendingar fái að eignast hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. í samningaviðræðunum um Evrópskt efnahagssvæði var það ein meginkrafa íslendinga að þeir héldu óskiptu eignarhaldi á sínum sjávarútvegsfyrirtækjum. íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum er að verði það ekki gert muni sjáv- arútvegurinn drabbast niður vegna skorts á nýju fjármagni. Greinin þurfi á auknu fjármagni að halda og innlendir fjárfestar séu einfaldlega of fáir og veikburða til aö þeir dugi sjávarútveginum. Vilhjálmur Egilsson, annar tveggja formanna nefndarinnar, segir að menn eigi að láta hagsmuni sjávar- útvegsins ráða ferðinni hvað sem líði fyrirvörum sem settir hafi verið í EES- samningnum. Sjónarmið þeirra sem leggja til að útlendingum verði leyft að fjárfesta í Á móti benda andstæðingar eignar- aðildar útlendinga að sjávarútvegi á að fái allir að eignast hér hlut í sjáv- arútvegsfyrirtækjum sé mikil hætta á að útlend fyrirtæki nái miklum ítökum í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Erlendu fyrirtækin muni þá eðlilega láta sína hagsmuni ganga fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Vilhjálmur Egilsson sagðist vilja vekja athygli á því að útlendingar hafi haft heimild til að fjárfesta í ís- lenskum sjávarútvegi í um 70 ár. Þeim hafi verið bannað að fjárfesta hér með lögum sem nýlega voru samþykkt á Alþingi. Vilhjálmur var spurður hvort það væri ekki sérkennilegt að leggja til að opna útlendingum aðgang að ís- lenskum sjávarútvegi þegar það hafi verið ein meginkrafa íslendinga í EES-viðræðunum að fslendingar einir fengju að fjárfesta í honum. „Aðalfyrirvarinn f EES-samningn- um var að við hefðum þetta í hendi okkar, að við réðum þessu. Ég lít ekki svo á að við munum beita þess- Aðildarfélög ASI hafa almennt ekki aflað sér heimildar til verkfallsboðunar: Geta boöað til verkfalls með einnar viku fyrirvara Stjómir og trúnaðannannaráð aðildarfélaga innan Alþýðusambands ís- lands hafa almennt ekki aflað sér heimildar til verkfalls, enda mun ekki vera vilji til að hefja þá umræðu fyrr en línur eru eitthvað famar að skýrast við samningaborðið. Hins vegar geta þau brugðið skjótt við ef svo ber undir og boð- að verkfall með aðeins viku fyrir- vara samkvæmt núgildandi vinnu- löggjöf frá árinu 1938. Aðeins stjóm og trúnaðarmanna- ráð Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum munu hafa aflað sér heimildar til verkfallsboðunar og var það gert á félagsfundi þegar uppsögn kjarasamnings var sam- þykkt í lok síðasta árs. Snær Karlsson hjá Verkamanna- sambandi íslands segir að yfirleitt sé verkfallsheimildar handa stjórn og trúnaðarmannaráði verkalýðs- félaga aflað á félagsfundi. Hins vegar er það í lögum margra félaga að trúnaðarmannaráðin geta tekið ákvörðun um boðun verkfalls án þess að samþykki félagsfundar þurfi að liggja fyrir. „Þrátt fyrir þetta er almenna regl- an að leita samþykkis félagsfund- ar.“ Núverandi vinnulöggjöf er frá ár- inu 1938 og frá þeim tíma hefur oft verið bryddað uppá nauðsyn þess að löggjöfín yrði endurskoð- uð í samræmi við „breytta tíma“ og hefur sá vilji fyrst og fremst komið frá ríkisvaldi og atvinnu- rekendum. Á miðju kjörtímabili ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1974-1978 lét þáverandi félagsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, vinna drög að frumvarpi um nýja vinnulög- gjöf. Þar var m.a. lagt til að ríkis- sáttasemjari fengi umtalsvert vald og m.a. til að fresta boðuðum verkföllum í töluverðan tíma. Þar fyrir utan var ýmislegt annað í frumvarpsdrögunum sem átti að skerða heimildir verkalýðsfélaga til verkfalla. Sökum mikillar andstöðu verka- lýðshreyfingarinnar treysti ráð- herra og þáverandi stjóm sér ekki til að bera frumvarpið upp á þingi. -grh um fyrirvara okkur beinlínis í óhag. Við hljótum að þurfa að meta málið út frá því hvað er okkur hagstæð- ast,“ sagði Vilhjálmur. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt tillögu tvíhöfðanefndar- innar um að gefa útlendingum heimild til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Formaður LÍU, fram- kvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslu- stöðva og núverandi og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafa hafnað tillögu nefndarinnar. Vilhjálmur sagði að þessi viðbrögð kæmu sér ekki á óvart. Þau gæfu hins vegar ekki endilega rétta mynd af afstöðu sjávarútvegsins til þessa máls. Nefndin mun strax eftir helgina senda frá sér uppkast að nefndar- áliti. Álitið verður sent sjávarútvegs- nefnd Alþingis og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. I framhaldi af því mun nefndin halda fund með þess- um aðilum þar sem farið verður yfir skýrsluna. Að loknum þessum fund- um mun nefndin senda sjávarút- vegsráðherra endanlegt nefndarálit. Ráðherra mun síðan leggja fram frumvarp á Alþingi um stjóm fisk- veiða. Vilhjálmur Egilsson sagði að nefndin legði fram þær tillögur sem henni þættu skynsamlegastar. Ekki væri endilega verið að finna ein- hvern samnefnara sem menn teldu Iíklegt að Alþingi geti fallist á. Það væri sjávarútvegsráðherra að ákveða hvernig málið yrði lagt fyrir Alþingi. -EÓ Ríkisábyrgð á launum 526 millj. árið 1991 Ríkissjóður þurfti að greiða 526 milljónir króna vegna ríkis- ábyrgðar á launum árið 1991, þ.e. vegna fólks sem átti inni ógreidd laun hjá fyrírtækjum sem orðið höfðu gjaldþrota. Um helmingur upphæðarínnar var ógreidd vinnulaun. Gjöld til lífeyrissjóða námu 138 milljónum, vaxtagjöld 83 milljónum og lögfræðikostn- aður 18 milljónum króna. Þessar tölur koma fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Ríkisábyrgð á launum byggðist á lögum frá árinu 1990. Samkvæmt þeim lögum ábyrgðist ríkissjóður greiðslu vinnulaunakröfu laun- þega á gjaldþrota vinnuveitanda. Ríkissjóði var auk þess skylt að greiða þann kostnað sem launþeg- ar höfðu orðið að greiða vegna nauðsynlegra ráðstafana til inn- heimtu á kröfum sínum, dráttar- vöxtum og greiðslum í lífeyris- sjóði. Þessi ríkisábyrgð á laun féll úr gildi með nýjum lögum sem sett voru tveim árum síðar, þ.e. árið 1992. Samkvæmt nýju lögunum er settur á fót ábyrgðarsjóður sem fjármagna skal með sérstöku ábyrgðargjaldi af greiddum vinnu- launum, þóknunum og reiknuðu endurgjaldi. Þá styttist réttur launþega til launagreiðslna um helming, í þrjá mánuði í stað sex áður. Greiðslur í lífeyrissjóði tak- markast framvegis við átján mán- uði. Þar að auki verða nú meiri kröfur gerðar til lífeyrissjóða og sjóðsfélaga varðandi innheimtu og skil á iðgjöldum. - HEI Ferro Zink STÁLVÖRUR EFNISSALA Trönuhrauni 3 Hafnarfiröi sími 91-65 39 90 PLÖTUJÁRN PRÓFÍLRÖR STÁLRÖR FERKANTUR FLATJÁRN VINKLAR RÚNNJÁRN UNP BITAR IPE BITAR sudufittings Til afgreíðslu af lager Ritskoðun á Alþýðublaðinu? AlþýðubUðið hefur að undanloniu farið mikinn og m.a. skammað Tímann fyrir að segja ekki frá því ef rifist er í Framsóknarflokknum. Sjálft segist Alþýðublaðið ótrúlega frjálslynt. Þeim virðist nú vera að hefnast fyrir þetta frjálsræði því í sérstöku Kópavogsblaði Alþýðu- blaðsins f gær er búið að taka í burt heilu og hálfu setningaraar þannig aö blaöið h'tur úr eins og sovésk kennslubók í sögu fyrir tíma glas- nost Þannig er t.d. birt viðtal við Guðmund Oddsson, oddvita krata í Kópavogi, en eitthvað óflokkshollt hefur Guðmundur sagt um Fram- sókn í lok viðtalsins því það er Idippt aftan af því í miðri setningu. Það jafnast þó ekki á við trúviUuna sem Rannveig Guðmundsdóttir sagði „um margvísleg störf sín á Alþingi“ í fyrirsögn, því fyrirsögnin var beinlinis tekin burt og ekkert stendur eftir nema undirfyrirsögn- in. Og nú spytja menn: Hvað sagði Rannveig? Kona - ekki giftast! Þau eru margvísleg skUaboðin sem femínistamir í Kvennalistanum bera á borð fyrir alþjóð. í nýrri Veru, málgagni samtakanna, er dálkur frá „Rannsóknarstofu í kvennafræðum" með ýmsum fróð- leiksmolum. Kvennafræði þessi segja að hjónabandið sé heilsuspill- andi samkvæmt kanadískri rann- sókn. „í ljós kemur að einhleypar - segir Rannveig Guðmundsdóttur Qlþingismaður um margvísleg störf sín ó fllþingi, í viðtoli við fllþýðubloðlð •J-S bc/ Íiuudum uti sc þur in hj«ru mlil «l*r. i**ir kunnvrix CuOmunaidúltir, mlþinpun»)ur Alþýðunukluins úr Kr> kjanru. um rtUpmilio. Ilún itzir *t> Wr flnnltl *S fyrir Alþýðu- floklunn Wu ÚU tJold. WnuUrg. ny þjúmulutJöU I bcilbrigduþjóo- uilunm. n\jof rrfld ruun. lUnnvcig hrfur rlokum «rU þrkkl fjrir ufUipU «ln .1 frlutunúlum tn bún ul um SnbU i b*j.rrijúrn Kóp» «n Alpyúufl>Akwru*l hrfur ul Mlu .crtcfiu Lntu uðu, þí hefui ■Jum |miuu Auk þcu W fcgna vcnð yfir þcui nndunil i irUjMiUUncfnd cr .crtúÝO«hrtyfin|unni Of nnnu irruficnurtir i uunnVii- l'srii ið huemyndum >rrkuljðnbrr)iini;.riniu 1-u.l hclur .cní ccn lj» konur eru sérstaklega vel á slg komnar andiega og líkamlega og leita mun sjaldnar til læknis en þær giftu eða fráskildu,“ segir í Veru. Greinilegt er að Sighvatur ætti að tala við Kvennalistann næst þegar hann hellir sér í sparaað í heil- brigðiskerfinu, því þær geta bent honurn á að banna giftingar og fækka þannig komum til iækna og sérfræðinga. Þær hefðu ifka varað hann við að hneykslast á því að konur á besta aldri væru að eignast öll þessi börn. Ekki vildi ég Úr því að farið er að tala um Sig- hvat er ekki úr vegi að láta fljóta með elna sögu enn. Fyrir stuttu var mikill hestabóndi norður f landi að horfa á heiibrigðisráðherra í mild- um ham í sjónvarpsviðtaii, Þá heyrðlst bóndinn segja: „Ekki vildi ég eiga hest með þessi augu.“ Nú mega veirumar vara sig Dropateljari var að skoða tímaritið Bleikt og Blátt í gær og rakst þar á meðfylgjandi myndatexta með grein eftir Sigtrygg Jónsson sál- fræðing. Þetta er tvímælaust myndatexti ársins en hann er svona: JVð nota sprautu eða annan þann hlut sem kemst í snertingu við blóðrás, eftir einhvera annan, án þess að sótthreinsa á möli, ieiðir einnig til smits á veirum sem ber- ast með blóðbiöndun, sé sá fyrri sýktur." Gagnlegar upplýsingar, ekki satt?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.