Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 20. febrúar 1993
Chrysler hefur á þessu ári
endumýjað og endurskapað
Cherokee lúxusjeppann og nú
um helgina verður árangur-
inn, sem heitir Grand Che-
rokee, kynntur í fyrsta sinn
hér á landi, hjá Jöfri í Kópa-
vogi, umboðsaðila Chrysler
hérlendis. Blaðamönnum
gafst kostur á að kynna sér og
aka tveimur gerðum hins ný-
endurhannaða gæðabíls nú í
vikunni og hvað varðar Tíma-
menn, voru þau kynni hin
ánægjulegustu.
Stuttur kynningarakstur — um
130 km á hvorn bíl — er að sjálf-
sögðu hvorki nákvæm prófun né
marktækur reynsluakstur en gefur
þó ökumanni nokkrar vísbending-
ar sem benda í þá átt að hér hafi
farið fram endurbætur sem gera
góðan bfl betri.
Sem fyrr segir er um tvær gerðir
hins nýja Grand Cherokee að ræða
og ókum við þeim ódýrari fýrst. Sá
nefnist Grand Cherokee Laredo.
Vélin í honum er hin góðkunna
sex strokka fjögurra lítra línuvél
en samkvæmt kröfum tímanna
með beinni fjölinnspýtingu. Vél
þessi er 135 kW/190 hö. við 4700
snúninga og hámarkstog er 290
Nm við 3950 sn.
Að ytra útliti eru báðir bflarnir
svipaðir og öll helstu mál þau
sömu enda yfirbygging og undir-
vagn sá sami. Munurinn á Laredo
og hinum dýrari sem nefnist Lim-
ited felst fyrst og fremst í stærri vél
sem er V-8 strokka, 5,2 lítra, 158
kW/230 hö. við 4750 sn. Hámarks-
tog hennar er 375 Nm við 3050 sn.
Þá er sá dýrari með íburðarmeiri
innréttingu, svo sem vandaðri og
fallegri leöurklæðningu á sætum
og víðar, sjálfvirku hita- og loft-
ræstikerfi sem heldur völdu hita-
stigi í bflnum hvort sem bruna-
gaddur eða sjóðandi hiti sé úti. Þá
má einnig nefna rafdrifnar stilling-
ar á ökumannssæti og tölvuskjá
sem kalla má fram á fjölmargar
upplýsingar um eyðslu, ástand vél-
ar og vagns, hitastig úti og inni og
margt, margt fleira. Grand Che-
rokee er stór lúxusjeppi og rúm-
góður og er að stærð á milli t.d.
Toyota Forerunner og Nissan
Pathfinder annarsvegar og Toyota
Landcruiser og Nissan Patrol hins
vegar. Grand Cherokee eru bflar
sem smíðaðir eru af greinilegum
metnaði. Cherokee hefur vissulega
sannað sig á íslandi um árabil og í
Grand Cherokee má merkja
greinilega framþróun. Þannig er
t.d. fjöðrunin ekki lengur „amer-
ísk“ á þann máta að vera slöpp og
dúandi eins og í vatnsrúmi, heldur
er komin stinn „evrópsk" fjöðrun
með öflugum tvívirkum dempur-
um þannig að vagninn veður yfir
hvað sem er án minnstu vandræða
og er þrælstöðugur og ökumaður
fær tilfinningu af sterkri viðloðun
við veginn, hvort sem hann er góð-
ur eða vondur.
Þá hefur stýrinu verið breytt
þannig að færri hringi þarf að snúa
því en áður borð í borð og virkni
þess minnkar nú eftir því sem
hraðinn eykst þannig að snerting
við veginn skynjast betur, því hrað-
ar sem ekið er. Reyndar hafa fram-
leiðendur ekki lagt í að ganga alla
(---------í \
BILAR
Stutt kynni við tvo nýja lúxusjeppa frá Bandaríkjunum:
Grand Cherokee
Laredo og Limited
leið og gera stýrið „alevrópskt" að
þessu leytinu. Það er því ennþá
léttara en gengur og gerist í t.d.
evrópskum og japönskum jeppum
í svipuðum flokki.
Þá skal aftursætisins einnig getið
því að þar er rými orðið mun betra
en var í fyrirrennaranum og eins
eru sætin þægilegri og fara betur
með farþega á langleiðum en var.
Aftursætið má leggja fram og fá
þannig samfellt gólf frá afturhler-
anum og fram að framsætum.
sitt. Þá leggja þeir vel á þannig að
það er ekkert sérstakt mál að
leggja þeim í stæði, þótt ekki séu
þeir neinir smábflar, fjarri því. Þá
finnst strax hve báðar vélar eru afl-
miklar og innanbæjar má varla
finna mun á viðbragðinu. Hann
finnst hins vegar á þjóðvega-
keyrslu og millihröðun úr t.d. 80 í
120 gerist snöggt í bfl með sex
strokka vélinni en mjög snöggt
með þeirri stærri. Þá eru bflarnir
báðir með fjögurra hraða sjáif-
skiptingu þar sem fjórði gírinn er
yfirgír. Á þeim dýrari er sett í yfir-
gírinn með því að ýta á takka á
mælaborðinu og virkar hann þá
sem hreint „overdrive" ofan á öll
þrjú hraðastig gírkassans.
Eftirtektarvert er hversu vagn-
arnir eru hljóðlátir í akstri. Varla
heyrist hljóð, eða heldur að titr-
ingur finnist frá vélunum, ekki
einu sinni þeirri minni, og veg- og
vindgnauð er sáralítið. Þá fannst
það að hliðarvindur hefur lítið að
Innréttingin er smekkleg og fal-
leg. Auk hraða- og snúnings-
hraðamælis eru mælar sem
sýna eldsneytisstööuna,
ástand rafgeymis, smurþrýst-
ing og kælivatnshita. Ljósa-
skiptir, þurrkur og stefnuljós eru
I sama stilknum vinstra megin á
stýrisleggnum, Ijósarofi til
vinstri við mælaborðið aö amer-
ískum siö.
Leggja má fram 1/3 sætisins, eða
2/3, eða þá auðvitað allt.
í venjulegum bæjarakstri eru
þessir bflar mjög meðfærilegir. Út-
sýni úr ökumannssæti er fínt til
allra átta og stórir, lítillega ávalir
hliðarspeglar (rafstýrðir) gera þar
Mjúkar, ávalar línur einkenna hinn nýja eðalvagn. Afturhlerinn er nú í
heilu lagi og opnast á lömum uppi við þak.
Grand Cherokee hefur fengiö
mjúkar línur og smekklegar.
Fallegur og þægilegur „stór-
bænda- og forstjórabíll."
Tfmamyndir Árni Bjarna
segja nema hann sé þess öflugri.
Þannig verður hér ekki þrætt fyrir
það að rosalegir sviptivindar uppi á
Kjalamesi seint á miðvikudags-
kvöldið, tóku hressilega í Grand
Cherokee Limited en tókst þó ekki
að svipta honum af veginum. Þá
börðu hryðjumar bflinn utan af
ofsa, en furðu lítið heyrðist inni í
bflnum af þeim atgangi öllum.
Báðir bflar em annars með velti-
stýri, rafdrifnum rúðum í öllum
fjórum hliðarhurðum sem öku-
maður getur stýrt öllum og einnig
séð til þess að farþegar ýmist geti
eða geti ekki stýrt þeim. Þá er í bfl-
unum skriðstillir sem afar auðvelt
er að stjórna og stilla, og samlæs-
ingar sem opnast og læsa við það
að ýtt er á takka á kveiki- og dyra-
lyklinum. Þá hafa þeir, eins og títt
er um jeppa, hátt og lágt drif. Fjór-
hjóladrifið er sídrif með seigju-
tengsli milli fram- og afturöxuls.
Þetta em því alvöru jeppar þegar
þess þarf, annars lúxusvagnar. í
báðum eru ABS, læsivarðir hemlar
og loftpúði í stýrinu staðalbúnað-
ur, auk þess sem áður hefur verið
talið upp.
Það stendur sjálfsagt í taxtalaun-
þeganum að kaupa sér Grand Che-
rokee Laredo á 3.755.000 eða þann
fínni á 4.438.000. Það sakar ekki í
þessu samhengi þó að geta þess að
bflar á íslandi em tollaðir eftir
sprengirými vélar og bflar meö
jafn rúmtaksmiklar vélar og hér
um ræðir verða af þessum sökum
mjög hátt tollaðir og þar með
miklu dýrari en þeir þyrftu að vera
eða vom á árum áður. Það hefur
lengi verið háttur bandarískra
bflaframleiðenda að smíða bfla
með rúmtaksmiklar hæggengar og
þar með slitsterkar vélar sem þrátt
fyrir stærðina em nú orðið síst
eyðslufrekari en hraðgengar og
mjög háþrýstar vélar frá Japan og
Evrópu í sambærilegum bflum.
Sumir telja að löggjöfin um að
tolla bfla með þessum hætti sé í
raun sett til að mismuna bflafram-
leiðslu tiltekinna landa. Um það
skal þó ekkert fullyrt hér, en bíla-
skrifari Tímans, sem engra hags-
muna á að gæta, kemur þó ekki
auga á sanngirni þessarar tollun-
araðferðar.
—sá