Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 20. febrúar 1993 Úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins ráðast í kvöld: Stóra stundin nálgast í kvöld rennur hin stóra stund upp er lagið sem íslendingar senda í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stööva í Millstreet Town á írlandi þann 15. maí nk. verður valið í beinni útsendingu í Ríkissjónvarp- inu. í útsendingunni verða öll lögin tíu flutt og vonandi hafa áhorfendur flestir fengið færi á að hlýða á þau og mynda sér skoðun um hvert þeirra sé líklegast tii að efla hróður landans meðal stórþjóðanna. Auk ferðarinnar til írlands munu sigurvegararnir hljóta vegleg verð- laun. í sjónvarpssal mun sitja sjö manna sérnefnd sem mun veita einu lagi atkvæði og verður gaman að vita hvort nefndinni ber saman við þær átta dómnefndir sem skipaðar hafa verið um allt land og munu hringja inn atkvæði sín meðan á útsendingu stendur. Við áttum stutt spjall við aðila sem tengjast keppninni og standa — eða hafa staðið — í eldlínunni og spurð- um hvernig þeim væri innanbrjósts. Keppnin hvetjandi fyrir músíkbransann — segir Þórir Baldursson, höfundur lagsins „Ö, hve ijúft er að lifa“ „í heild sinni finnst mér lög- in að þessu sinni mjög góð,“ segir Þórir Baldursson tón- skáld, en hann á eitt laganna tíu í keppninni — „Ó, hve ljúft er að 1 jfa" sem Margrét Eir flytur. „Ég á auðvitað erfítt með að tjá mig um hvaða lag er sigur- stranglegast vegna þess hve ég er skyldur málinu. En mér hef- ur annars þótt lagaúrvalið gott í gegnum tíðina þótt mörg ágæt lög hafí fallið í gleymsku eins og gengur. Það bætist upp með þvf að alltaf eru einhver sem lifa áfram eins og við þekkjum. Hvað keppnina nú snertlr fínnst mér það miður og aftur- för að hætt er að láta Wjóm- cu c* uwuu eiu uu svuya au- sveitlr vera til staðar f sjón- Ponr Baldursson eins tll þess að semja lag. í varpssal eins og í upphafi var ist því að hér er í vaxandi mæli rauninni er aldrei hægt að setja gert. Núverandi form er síst verið að gera þetta að keppni tónlist upp í keppnisform svo kostnaðarminna. En þetta teng- um „pródúksjónina" fremur en vel sé fremur en nokkra aðra um hver skapar besta laglð. Ég álft að komið hafí fyrir að við höfum sent lög utan einungis vegna þess að þau þóttu vera góð f sjónvarpinu. Þama ætti að fara gætilegar í sakimar. En annað hefur tekið framför- um svo sem útsetningamar. Tónlistarskólamir hafa sldlað okkur nýrri kynslóð tónlista- manna sem eru mjög vel menntaðir og kunna tii verka. Reglur f keppni sem þessari setja þeim og höfundunum þó sínar skorður. Hvert lag má ekki taka lengri tíma en þtjár mfnútur og því verða menn að nálgast viðfangsefnið öðru vísi ____C__________-1____-I- 1.'J. .1 ,JVJig hafði Iengi langað til að taka þátt í þessari keppni og nú fékk ég tækifærið," sagði Anna Mjöll Olafsdóttir í spjalli við okk- ur í gærmorgun. Hún flytur okk- ur lagið „Eins og skot“ í Söngva- keppninni í kvöld. Höfundur er „Fuglinn fljúgandi**. „Mér finnst lagið mitt mjög gott og meina það þótt auðvitað sé ekki hægt að búast við að ég segði annað. Þú spyrð hvort faðir minn Ólafur Gaukur sé eitthvað með í þessu og ég get hvorki játað þvf né neitað. sé „leyndó"! Ég hef verið á kafi við undirbún- ing og æfingar og það er aðalæf- ing nú á eftir og svo aftur á morg- un, laugardag. Ég er raunar að máta búninginn enn einu sinni núna, en hann er keyptur erlend- is og ég þarf að venjast honum sem best. Það eru bráðum fimm ár frá því ég kom fyrst fram í sjónvarpi en það var í keppnini um Látúns- barkann ‘88. Næsta eldraunin var svo keppnin um „Landslagið ‘91.“ Þetta er ósköp svipað núna og undirbúningurinn ‘91. Ég get ekki sagt að ég hafi sviðsskrekk, miklu fremur að ég sé spennt. Og ég vildi ekki vera án spenn- unnar. Hún verður að vera því annars er ekkert gaman að þessu. Án spennu held ég líka að frammistaðan yrði ekki eins góð og annars. Ef ég sigraði? Nei, ég yrði ekkert kvíðin samt. Ég mundi halda áfram að gera mitt besta alveg eins og ég hef gert fram til þessa.“ Anna Mjöll Ólafsdóttir list. Það kann að vera að þetta valdi nokkru um það ef ein- hverjum þykir tónsmíðamar taka á sig visst svipmót — „Evróvisjónstfll“ hefúr það ver- íð kallað. En þótt auðvitað sé þetta ákveðið markaðstorg og húll- umhæ held ég að allt sé þetta af því góða samt og hvetjandi fyrir músíkbransann hjá okkur. Ég er annars ekld kvíðinn fyrir mína hönd vegna úrslitanna, tek þessu ekld þannig. Þetta er satt að segja mildl vinna og iyr- irhöfn fyrir þá sem lenda í úr- slitunum og (þetta má ekki prenta..!) það liggur við að menn óski þess að tagið fari ekki lengra vegna alls þess amsturs sem það hlyti að kosta...“ „Vildi ekki vera án spennunnai* — segir Anna Mjöll Ólafsdóttir sem flytur lagið „Eins og skot“ í Söngva- keppni Sjónvarpsins í kvöld Eigum við ekki að segja að það Valgeir Guðjónsson er að skrifa skáldsögu og sinnir tónsmíðum því minna í bili: „Ekki búinn að afskrifa söngvakeppnina11 „Ég á mjög erfitt með aö tjá mig um lögin að þessu sinni vegna þess að ég er ekki búinn að heyra nema helminginn af þeim,“ segir Valgeir Guðjónsson tónlistarmað- ur, höfundur sigurlagsins 1987 og 1989. „Ég vil ekki einu sinni segja neitt um þau sem ég hef heyrt vegna þess að lög geta svo oft unniö á þegar menn heyra þau oftar. Ég vona að menn telji þetta eng- an hofmóð af minni hálfu — ég hef bara haft svo mikið að gera að keppnin núna hefur að mestu farið fram hjá mér. Þetta er svona eins og tilviljanirnar verða í lífinu. Ég get ekki einu sinni fylgst með út- sendingunni á laugardagskvöldið því þá vill svo til að ég verð í óper- unni. Nei, ég sendi ekkert lag inn að þessu sinni, en það þýðir ekki að ég kunni ekki að gera það seinna. Ég er ekki búinn að afskrifa Söngva- keppnina, þótt reynsla mín af henni hafi verið svona „súrsæt“ ef ég má orða það svo. Þetta sæta ber þrátt fyrir allt hærra en það súra. Og Söngvakeppnin hefur sér það til ágætis að svona „smá-sirkus“ eins og hún er verður okkur ágæt tilbreyting í skammdeginu. Hún ber þess þó merki að okkur vantar hér á landi hefð í þessu formi, „chanson-forminu“, þ.e. söng með Valgeir Guöjónsson stórsveit. Fyrir vikið eru lögin svo ólík innbyrðis að það orkar tví- mælis að steypa þeim svona í einn og sama pottinn. Annir mínar að undanfömu hafa tengst vinnu vegna Tónlistarhúss- ins en málefni þess tel ég að séu nú að snúast inn á mjög hagstæða braut, m.a. vegna nýrrar lóðar sem allir eru geysiánægðir með. Svo hef ég verið að skrifa skáld- sögu og af þessum sökum er eðli- legt að ég helgi tónsmíðunum minni tíma en oft áður.“ STIGATAFLA SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPS LÖG Reykja- nes Vestur- land Vest- firðir Noröuri- vestra Norðuri. eystra Austur- land Suður- land Reykja- vik Sér- nefnd 7 Samtals Þá veistu svarið höf. Kling og Klang flytj. Ingibjörg Stefánsdóttir Ó, hve Ijúft er að lifa höf. Vinir flytj. Margrét Eir Samba höf. Samba og Sambó flytj. Katla María Hausmann Bless, bless höf. Nætur-galinn flytj. Guðlaug Ólafsdóttir Ég bý hér enn höf. Lilli klifurmús flytj. Ingunn Gylfadóttir Hopp - abla - ha höf. Eróbikkjan flytj. Eróbikkjan Himinn, jörð og haf höf. Menn með mönnum flytj. Júlíus Guðmundsson Eins og skot höf. Fuglinn fljúgandi flytj. Anna Mjöll Ólafsdóttir í roki og regni höf. Rudolf og Runbolt flytj. Haukur Hauksson Brenndar brýr höf. Garpur flytj. Ingunn Gylfadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.