Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 1
BSB8I Laugardagur 20. febrúar 1993 35. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Herjólfsdeilan: Slitnaði upp úr viðræðum heimi. ,; Þær eru óneitanlega gómsætar að sjá boll- | umar sem Vigfús Bjömsson bakari og fé- ^ lagar I Breiðholtsbakaríi bjóða viðskipta- p vinum sinum uppá þessa dagana. Þaö er ■ því viðbúið að það veröl f nógu aö snúast I hjá Margréti Guöjónsdóttur við að afgreiöa lalla þá fjölmörgu sem munu leggja leið 1 sína í bakaríið sem verður 20 ára f næstu f§ viku. Timamynd Ámi Bjama Bolludagurinn: Annríki í bakaríum Þótt bolludagurinn sé á mánudag taka margir forskot á sæluna og gæða sér á gómsætum bollum um þessa helgi. Það er því viðbúið að það verði handagangur í öskjunni í bakaríum landsins, bæði við afgreiðslu og bakst- ur. Að sama skapi mun ungviðið verða iðið við flengja sína nánustu með vendi og fá bollu fyrir. Ekki er óvarlegt að ætla að bakaðar verði hátt í 400 þúsund bollur á land- inu öllu en verð á hverri einstakri er frá 109 og allt upp í 150-160 krónur. Þetta mun vera sama verð og á síðasta ári en engu að síður er líklegt að ein- hverjir muni baka sína bollur sjálfir í stað þess að kaupa þær tilbúnar. -grh SFR hótar verkfalli Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur samþykkt að efna til allsherj- aratkvæðagreiðslu um verkfall sem hæfist 22. mars. Atkvæðagreiðslan fer fram 4. mars Baksvið heims- viðburðanna Dagur Þorleifsson skrífar um glæpi og of- beldi í hinum vestræna og verða atkvæði talin daginn eftir. Kjarakröfum sem félagið hefur sett fram hefur verið hafnað og telur fé- lagið verkfallsboðun eðlilegt fram- hald af því. í tilkynningu frá SFR er hvatt til samstöðu allra launþegahreyfing- anna í landinu. Það sé eina leiðin til að hrinda þeim skerðingum sem yfir almenning hafa dunið að undan- fömu. Jafnframt er skorað á ríkið að fallast á réttlátar kröfur félagsins svo að hægt verði að komast hjá verk- föllum. -EÓ I gær slitnaði upp úr samninga- viðræðum í Herjólfsdeilunni. Stjórn Herjólfs kom saman síð- degis í gær og ræddi þann möguleika að segja allri áhöfn- inni upp störfum. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, segir að eftir fund með stjórn Herjólfs og formanni Sjómannafélagsins Jötuns í gær hafi hann það á tilfinningunni að lausn deilunnar felist í því að lækka laun undirmanna. „Þá er orðið nægilegt launabil svo menn séu sáttir. Það er Stýrimanna- félagið sem er í verkfalli en ekki Sjó- mannafélagið Jötunn en við stýri- mennina er nánast ekkert talað. Það versta í þessu er að það er ekki VSÍ sem hefur sett þetta svona upp held- ur yfirmennirnir.“ Svo virðist sem engin lausn sé í sjónmáli í verkfalli stýrimanna á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Á fundi í gær lagði Sjómannafélagið Jötunn fram tilboð um framleng- ingu á óbreyttum kjarasamningi undirmanna á Herjólfi án tillits til þess hvað aðrir í áhöfn skipsins mundu semja um síðar. En samn- ingur undirmanna rennur út 1. mars. Jötunn fór þó fram á að stjórn Her- jólfs mundi taka til baka uppsögn á greiðslu á frídögum. Hólmgeir segir ekki tímabært að ræða um einhvern heildarsamning í þeirri stöðu sem málið virðist vera komið í. „Ég held að það sé rétt að þeir svari okkar tilboði fyrst." Sáttafundur í deilunni hefur ekki verið boðaður og ekki útlit fýrir að svo verði á næstunni eftir það sem á undan er gengið. -grh Ábyrgðar- leysi að berjast ekki Helgarviðtalið er við Svanhildi Kaaber, for- mann KÍ. Blaðsíða 6-7. Undankeppni Evrópu- söngva- keppninnar Hvaða Iag og flytjendur fara til írlands fyrir hönd íslands? Blaðsíða 12. Löng og erfið barátta Soffíu Hansen heldur áfram: Dætur Soffíu búa við ömurlegar aðstæður Mál Soffíu Hansen sem berst fyrir því að fá dætur sínar heim til ís- lands hefur veríð tekið fyrir hjá tyrkneskum dómstólum að nýju. Um er að ræða mál sem höfðað var vegna brota Halims Al, foður stúlknanna, á umgengisrétti, en sem kunnugt er hefur Soffía ekki fengið að sjá dætur sínar þrátt fyrír að dómstólar hafl dæmt henni rétt til þess. í vikunni birti tyrkneskt blað frétt þar sem lýst er öm- urlegum aðstæðum barnanna. Blaðsíða 8-9. J r Fá útlend- ^ ingar aö fjár- festa í ís- lenskum sjávarút- vegsfyrir- tækjum? Blaðsíða 2. V_J Við réttarhöldin í fýrradag mætti Halim Al ekki og enginn fyrir hans hönd. Lögmaður Soffíu óskaði eftir því að skipt yrði um dómara þar sem honum fannst sem dómarinn drægi taum Halims. Var orðið við þeirri kröfu. Dómarinn samþykkti að sameina fjögur mál sem höfðuð hafa verið á hendur Halim A1 vegna brota á um- gengisrétti og brota á farbanni. Dóms er að vænta í málinu 18. mars. í vikunni birtist frétt í tyrkneska blaðinu Aktuel. Þar er líst þeim að- stæðum sem dætur Soffíu búa við. í greininni kemur fram að stúlk- urnar sækja ekki skóla, þrátt fyrir að það beri þeim að gera lögum sam- kvæmt. í staðinn eru þær látnar lesa íslömsk fræði. Faðir telpnanna ekur þeim í skólann klukkan hálf átta á morgnanna og koma þær heim tólf tímum síðar. Stúlkunum er haldið mikið inni við og fá ekki að leika sér við önnur börn. Lokað hefur verið á öll sam- skipti við nágranna. Blaðamaðurinn náði tali af einum þeirra sem leiðbeinir stúlkunum í íslömskum fræðum. Leiðbeinand- inn sagði að stúlkunum gengi vel að læra. Eldri telpunni gengi þó mun betur að læra kóraninn utan að en þeirri yngri. Blaðamaðurinn spurði leiðbeinandann hvort stúlkurnar söknuðu móður sinnar og fékk það svar að þær vildu ekki hitta mömmu sína. Blaðamaðurinn reyndi oftar en einu sinni að ná sambandi við stúlk- urnar og ná myndum af þeim að skóladegi loknum en Halim kom í veg fyrir að honum tækist það. Hann Ijafði í hótunum við blaðamanninn, tófiti honum m.a. á þrjá menn sem biðu í bíl hans. í greininni segir blaðamaðurinn að telpurnar hafi verið því sem næst heilaþvegnar og þeim hafi verið inn- prentað að láta ekki útlendinga eða útlend trúarbrögð hafa áhrif á sig og hafa að engu það sem útlendingar segðu. Lokaorð greinarinnar eru að telp- urnar búi við aðstæður sem geri það að verkum að þær viti ekki einu sinni hvað þær vilja sjálfar. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.