Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 8
8Tíminn Laugardagur 20. febrúar 1993 Óttinn við völd á götum Evrópu: Eitursjúklingar og eitursali l Bre- men. Dagur Þorleifsson skrifar ekki. Annars hefði glæpaaldan í iðnvædda heiminum átt að lækka á sjöunda áratugnum og a.m.k. framan af þeim áttunda. Samkvæmt kenningu þessari hefði fyrir þremur-fjórum ára- tugum átt að vera búið að út- rýma glæpum mikið til í löndum eins og Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þess í stað voru árin 1988-90 framin í Svíþjóð 7,2 morð á hverja 100.000 íbúa. Er Svíþjóð þannig meðal iðnrfkja þeirra er mesta morðatíðni hafa og slagar í þvf hátt upp í Banda- ríkin með 9,4 morð á 100.000 á sama tfma. „AHtaf verður til fólk, sem held- ur vill stela en vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt og er nógu samviskusnautt til að vera and- lega reiðubúið til ofbeldisbeit- Glæpum hraðfjölgar „Brotist er inn í bflana okkar og þeim stolið. Það er brotist inn á heimili okkar og þau rænd. Vinum okkar er ógnað með vopn- um og þeir rændir úti á götu. í blöðunum lesum við um ofbeldi, morð, mannrán, vopnuð rán. Og umfram allt erum við hrædd. Margir þora ekki að vera á ferð á götum úti að næturlagi." nauðganahættu en kynsystur þeirra í Evrópulöndum þar sem friður ríkir. Fátækt ekki eina orsökin Sérfræðingar eru svartsýnir um framvinduna f þessum málum. í bresk-hollenskri skýrslu er bent á að í iðnvædda heiminum, að Japan frátöldu, hafi glæpatíðnin verið á uppleið s.l. 30 ár. ,A1- menningur í þéttbýli víðast hvar er farinn að gera ráð fyrir glæp- um sem lið í daglega lífinu og niðurstöður skoðanakannana sýna að þetta er eitt af því sem fólk hefur mestar áhyggjur af,“ segir í skýrslunni. Mikið er bollalagt um þessa óheillaþróun, eldri kenningar um ástæður til glæpa vegnar og metnar og nýjar lagðar fram. Ljóst er að kenningin um að glæpir aflegðust að mestu ef fá- tækt og neyð yrði útrýmt stenst Vopn, sem rússnesk mafía smyglaöi vestur. aðeins í sambandi við þjófnaði". í Sviss fjölgaði ránum árin 1990-91 um 22%, ofbeldisárás- um um 3,3%. í Frakklandi var það svipað á sama tíma, aukn- ingin þó heldur minni. f Bret- landi hefur fjölgun glæpa síð- ustu ár verið meiri en nokkru sinni fyrr síðan farið var þar að gera skýrslur um slíkt. Tala of- beldisglæpa steig þar árin 1988- 91 um 20%, rána um 30% og skemmdarverka á eignum af ásettu ráði um 27%. Samkvæmt skýrslu frá dóms- og innanríkis- ráðuneytum Bretlands steig tala þess fólks í Englandi og Wales, sem glæpir höfðu verið framdir gegn, á þessum árum um 56%, meira en nokkru sinni fyrr, svo vitað sé. 1988-1990 steig tala ofbeldis- glæpa í Vestur-Þýskalandi um 9% og rána um 16,4%. Frá sam- einingu þýsku ríkjanna hefur glæpaaldan þar risið enn hraðar. A Ítalíu hraðfjölgaði morðum og nauðgunum 1988-91, en fækk- aði heldur s.l. ár. 1991 var um 39.200 konum nauðgað þarlend- is, miðað við lögregluskýrslur, en um 26.500 fyrstu tíu mánuði s.l. árs. ítalska innanríkisráðu- neytið þakkar þennan árangur eflingu lögreglunnar þar undan- farið til baráttu gegn mafíunum; hafi það gert henni fært að láta einnig betur til sfn taka en fyrr gegn glæpalýð almennt. Þegar slíkar tölur birtast er varla útilokað að spurt sé, hvort konur í Bosníu séu eftir allt saman í mjög miklu meiri Þannig var nýlega komist að orði í umfjöllun blaðsins The European um glæpi í Evrópu vestanverðri. í þeim heimshluta, þar sem haft er fyrir satt að fólki líði almennt betur en í flestum heimshlutum öðrum, er glæpa- tíðnin á allhraðri uppleið. Hræðsla fólks almennt, ekki síst gamals fólks og kvenna, við glæpalýðinn vex ekki síður. Ofbeldið í löndum friðarins Sameiginlegt flestum EB- og EFTA-löndum er að allrasíðustu ár hefur þjófnuðum og innbrot- um hraðfjölgað. Fjölgun ofbeld- isglæpa á sama tíma er eitthvað minni, þegar á heildina er litið, og misjafnari eftir löndum. Sumstaðar fjölgar slíkum glæp- um frá ári til árs, en fækkar eitt- hvað annars staðar. í The Eur- opean er komist svo að orði um þetta, dálítið einkennilega, að „tíðni ofbeldisglæpa fari vaxandi BAKSVIÐ V___________________^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.