Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. febrúar 1993 15 Tíminn Frakklandsmótið í handknattleik: Sigur á Sviss íslendfagar faáru sigurorð af Svisslendingum á Frakklandsmót- fau í handknattleik en Hðin áttust við í Frakklandi í gær. Loka- töiur urðu 28- 26 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-13. ís- lendingar iágu með sjö mörkum i fyrradag gegn Tékkum en leika síðasta ieikfan í mótinu á sunnudag gegn Frökkum. Knattspyrna: Þýski boltinn sýndur MOLAR _____________________J ... Knattspyrnumenn á Kýp- ur hafa hótað knattspyrnyfirvöld- um verkfalli. Þeir hafa sett fram kröfu um að leikmenn I fyrstu og annarri deild sem náð hafa 32 ára aldri fái frjálsa sölu. Knatt- spyrnuyfirvöld á Kýpur segja að þetta brjóti gegn samkomulagi sem gert var I maf slðastliðnum. Fyrir utan örfáa erlenda knatt- spyrnumenn leika engir atvinnu- menn á Kýpur. Öllum leikjum sem áttu að fara fram um helg- ina hefur verið frestað. ... Enska úrvalsdeildin hefur gert auglýsingasamning við stærsta bjórgerðarfyrirtæki Bret- landseyja og greiöir fyrirtækið tólf milljónir punda fyrir, eða 1,2 milljarða króna. Frá og með næsta tlmabili heitir enska deildin Carling- úrvalsdeildin i knattspyrnu og er um fjögura ára samning að ræða. Á siðasta ári tókust samningar við sama fyrirtæki um að greiða einn millj- arð en þá tóku átta úrvalsdeild- arlið sig saman og felldu samn- inginn á þeim forsendum að hann skaraðist viö aðra samn- inga sem félögin heföu gert við önnur bjórgerðarfyrirtæki. ... Stjörnuleikurinn I Banda- rikjunum verður leikin f Utah á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur á gervihnattasjónvarps- stöðinni Screensport á sunnu- dagskvöld og hefst hann klukk- an 23.15 að Islenskum tima. Vit- að er til að nokkrir veitingastaöir muni bjóða gestum slnum upp á að horfa á leikinn og sem dæmi má nefna munu leikmenn úr- valsdeildarliðs KR safnast sam- an á Rauða Ijóninu við Eiðistorg og horfa þar á leikinn. Er upp- lagt að steðja þangað og sjá ieikinn og sötra ódýran þjór. ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: PJETUR SIGUROSSON V_____: ... ____y Knattspyrna: Koeman í þrigg- ja leikja bann Ronald Koeman, hollenski landsliös- maðurinn og leikmaður með Barcel- ona, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna framkomu sinnar í garð dómara í og eftir leik Barcelona og Atletico Madrid sem fram fór um síðustu helgi. Bann þetta kemur til viðbótar eins leiks banni sem hann ásamt tveimur öðrum fékk þegar þeir voru reknir af leikveUi á dögunum. Dómari leiksins kærði Ronald Koe- man vegna ummæla hans eftir leikinn en hann kallaði Pajeres Paz „hóru- unga“. Þegar Koeman var kallaður fyr- ir hjá aganefnd spánska knattspymu- sambandsins neitaði hann því að hafa nokkru sinni sagt slíkt og þvílíkt. Spánska sambandið sektaði einnig Carlos Bilardo, þjálfara Sevilla, um 550 þúsund krónur. Það hafði komist upp með aðstoð hljóðupptöku að hann hefði sagt sjúkraþjálfara liðsins, sem var að aðstoða siasaðan leikmann, að stíga ofan á andstæðinginn sem var valdur að atvikinu. Laugardagur Körfuknattleikur Japisdeild Haukar-Valur kl. 14.00 1. deild karla Bolungarvík-Þór kl. 14.00 ÍS-UMF Akureyrar kl. 17.00 Badminton Um helgina verður háð íslandsmót í öðlingaflokki í badminton. Leikið verður í íþróttahúsi TBR. ísknattleikur Skautaf. Ak.-Bjöminn kl. 14.00 Sunnudagur Körfuknattleikur Japisdeild UBK-Snæfell kl. 16.00 Ríkissjónvarpið hefur á morgun til- raunaútsendingar á markapakka úr þýsku knattspyraunni. Um er að ræða 45 mínútna þátt, Anphiff, sem sýndur er á þýsku stöð- ÍBK-Skallagrímur kl. 16.00 UMFT-KR kl. 20.00 UMFN-UMFG kl. 20.00 1. deild karla ÍR-UMF Akureyrar kl. 17.00 Þráinn Þráinn Hafsteinsson hefur verið ráðinn landsliðþjálfari Fijáls- íþróttasambands íslands. Frjálsíþróttasambandið hefur ekki haft starfandi landsliðsþjálf- ara síðan Guðmundur Karlsson, sem nú er aðstoðarþjálfari Krist- á RUV inni RTL á laugardagseftirmiðdög- um en er styttur niður í hálfa klukkustund. Verður hann sýndur á sunnudag klukkan 13.45. Sýnd verða mörk úr öllum leikjum en heil umferð er yfirleitt í þýska boltanum á laugardögum. Samkvæmt upplýs- ingum frá íþróttadeild Ríkisútvarps- ins hefur verið talsverður áhugi fyr- ir þýska boltanum og þá vegna Eyj- ólfs Sverrissonar sem leikur með Stuttgart. Nú hafi myndast lag og því verið ákveðið að framkvæma. Um er að ræða tilraun tvo næstu sunnudaga og verður málið síðan athugað með tilliti til kostnaðar. þjálfar jáns Arasonar hjá handknattleiks- liði FH, gengdi starfmu fyrir fjór- um árum. Um er að ræða hlutastarfi hjá FRÍ en Þráinn mun jafnframt þjálfa frjálsíþróttafólk hjá Héraðsam- bandinu Skarphéðni. MOLAR _____________________ ... Um helgina verður leikiö á íslandsmótinu (innanhússknatt- spyrnu þriðja flokks. Hefst keppni klukkan 10 f dag og lýkur keppni um klukkan 18 á morgun. Leikiö er ((þróttahúsinu á Seltjarnarnesi og er mótið i umsjá Gróttu. ... Eins og fram kemur annars staöar I molum, verður Stjörnuleik- urinn (Bandarikjunum leikinn á sunnudag. Nú er Ijóst aö Mitch Richmond frá Sacramento getur ekki leikið með vegna meiðsla. í stað hans kemur Terry Porter frá Portland Trailblazers i liö vestur- deildarinnar. ... Vitaö er að Michael Jordan var ekki ánægður meö aö leikið yrði ( Utah þvi mjög kalt er þar á þessum tima. Leikurinn verður á sunnudag en troðsiukeppnin á laugardag. Ástæöan fyrir óánægju Jordans er sú aö hann er vanur að leika golf á milli at- burðanna en veöráttan ( Utah er of slæm nú til að hægt sé að spila golf. ... Sagt er frá því I DV i gær að Guðmundur Torfason leikmaður meö St. Johnstone sé óánægður hjá liöinu. Hann sé ekki ( náöinpi og vilji fara heim. Blaöið er ekki frá þv( að um slikar fréttir hafi heyrst áöur. Þaö heyrir til undan- tekninga ef ii 'enskir leikmenn á erlendri grundu eru ekki upp á kant við þjálfarann og er þá öllu öðru um aö kenna en frammistöðu þeirra eöa getu. ... Júlíus Jónasson náði þeim áfanga i landsleik íslands og Tékka, sem veröur reyndar ekki í minnum hafður, að skora sitt 500. mark fyrir landsliðið. Júlíus var bestur (slendinga (leiknum og gerði fjögur mörk. Leiknum töp- uöu Islendingar með sjö marka mun. ... Á sama tíma léku Frakkar og Svisslendingar og sigruöu Frakkar 26-22. Frakkar og ís- lendingar eigast við á sunnu- dag. Um helgina Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Enn vinnur Zia Úrslit á 12. Bridshátíð Flugleiða og BSf, urðu eftir bókinni í tví- menningnum. Þar sigraðu Zia Mahmood og Larry Cohen og voru yfirburðir þeirra miklir, einkum fyrri daginn. Margir erlendir spil- arar sóttu mótið að venju en að öðmm ólöstuðum var sérstaklega gaman að fá Belladonna og Forqu- et sem spiluðu í 1. skipti saman á íslandi. Lokastaða efstu para í tvímenningnum: Zia Mahmood Larry Cohen 259 Tor Hoeyland Even Ulfen 218 Helgi Jóhansson Guðm. Hermannsson 207 Sverrir Armannsson Matth. Þorvaldsson 202 Belladonna Forquet 198 Öm Amþðrsson Guðlaugur Jóhannsson 168 Bjöm Eysteinsson Aðalsteinn Jörgensen 164 Ib Lundby Inge Keith Hansen 143 Mikil spenna var í sveitakeppn- inni í baráttunni um sigursætið. Ýmsar sveitir skiptust á að leiða mótið en þegar upp var staðið hlaut sveit Glitnis 1. sætið eftir góðan endasprett. í henni spiluðu Aðalsteinn Jörgensen, Bjöm Ey- steinsson, Helgi Jóhannsson, Guð- mundur Hermannsson og Ragnar Magnússon. Lokastaðan: Glitnir...................190 Holland...................186 Zia Mahmood...............182 S Ármann Magnússon........181 Norge Landsbréf...........180 Þátttaka var með eindæmum góð eða 70 sveitir. Því má reikna með að hátt í 400 spilarar hafi leitt sam- an hesta sína í keppninni. Spilaðar voru 10 umferðir, 10 spil í leik, handgefin spil. Þrátt fyrir þennan fjölda tókst framkvæmd mótsins mjög vel og er Bridshátíðin íslend- ingum til mikils sóma. þraut 4 Eftirfarandi spil er ættað úr smiðju Erics Jannerstein Austur gefur; NS á hættu NORÐUR Á D9863 V ÁK4 ♦ 10 * Á1085 SUÐUR Á ÁKG105 V _____ * ÁK2 * G9643 Sagnir eru heldur villtar: Vestur Norður Austur Suður 3 V 3 Á pass 6 A pass pass pass Útspil: Iauftvistur Hvaða íferð er rökréttust? Þær upplýsingar sem við þegar höfum eru mikilvægar. Annars vegar sögn austurs og hins vegar útspilið. Útilokum möguleikann að vestur eigi 0-lit í hjarta. Hvers vegna spilar hann laufi? Líkumar á einspili eru yfirgnæfandi. Það þýð- ir að austur á 3 lauf, sennilega 7-lit í hjarta (eftir 3ja hjarta opnunina) og eftir að sagnhafi stingur upp ás í upphafi og tekur tvisvar tromp dregur Jannerstein upp eftirfar- Emdi mynd af spilum austurs/vest- urs. VESTUR Á 72 V XXX ♦ DXXXXXX *2 AUSTUR A 4 V DG10XXXX ♦ GX * KD7 Reyndar er ekki vitað um tígulhá- spilin á þessari stundu en austur getur ekki átt meira en tvílit og það er það sem skiptir máli eins og framhaldið mun leiða í ljós. Nú er íferðin augljós. Suður kast- ar 2 laufum í hjartaslagina í blind- um og trompar síðan þriðja hjart- að. Köstum einu laufi í blindum í háan tígul og þá er staðan þessi: NORÐUR $ 986 ♦ z * 108 VESTUR AUSTUR * — A — V — V DG10 ♦ D9765 ♦ — * — * KD SUÐUR Á KG V — ♦ 2 * G9 „Og fegurðin mun ríkja ein,“ sagði Laxness. Þegar tígli er spilað og laufi kastað í blindum þá neyð- ist vestur til að spila upp f tvöfalda eyðu. Laufi hent í borði og lagt upp. Spilið hefði væntanlega aldrei unnist ef hindrun austurs auk upp- lýsandi útspils hefði ekki gefið mikilvægar upplýsingar. Lausn á síðustu brídgeþraut Eins og flestir hafa séð byggist íferðin á að fella saman spaðakóng og ás og hleypa síðan vestri inn á spaða. Vestur er látinn eiga næsta slag síðan og niðurkastið er handa- vinna eftir það. Austur lendir í óverjandi þvingun. LANDY Umsjónarmaður hefúr ákveðið að kynna nokkrar gerfisagnir sem rutt hafa sér til rúms á síðustu ár- um eða áratugum. Að mörgu er að hyggja en eðlilegast er að einbeita sér að þeim sögnum sem þegar hafa náð útbreiðslu hér á landi og eru viðurkenndar sem snjallar og upplýsandi sagnvenjur. Ekki verð- ur um vikulegar kynningar að ræða heldur verður þetta týnt til eftir aðstæðum í hvert skipti. Það getur verið mjög áhættusamt að segja lit eftir opnun mótherja á einu grandi. Hvort sem grandið er veikt (12-14p.) eða sterkt (15-18p.) er alltaf mögulegt að makker eigi lítil spil og sé stuttur í lit sagnhafa. Þá er það auðvelt fyrir samherja grandopnarans að lesa stöðuna, hvort dobla skuli til refsingar eða gera eitthvað annað þar sem hann veit nokkuð nákvæmlega punkta- Ijölda opnara auk þess sem hann hlýtur að eiga 2 spil eða meira í hinum sagða lit. Ef önnur eða fjórða hönd, á eftir grandopnun, er með tvo langliti þá minnkar áhættan verulega. Þá get- ur makker valið á milli tveggja lita sem eykur líkurnar á samlegu auk þess sem erfiðara er fyrir andstæð- ingana að meta hvort rétt sé að do- bla eða segja. LANDY-sagnvenjan er sniðin fyrir þessar aðstæður. Hún er einfaidlega 2 lauf eftir 1 grand mótherjanna sem skýrir svar- hendinni frá alla vega 4-Iit í báðum hálitum og alla vega 13 punktum, skiptingarpunkta má þó telja með til að því lágmarki séð náð. Dæmi um þetta: A) ÁKlOx DGxx Áxx xx B) ÁDxxx Kxxxx xx x Svör við Landy Svarhönd passar með færri en þrjú spil í báðum hálitanna og lauflit (5-6 lauf lágmark. Svarhönd segir 2 tígla undir sömu kringumstæðum ef lág- liturinn er tíglar. Þessar sagnir em stoppsagnir, vísa á lélega samlegu og opnara er skylt að passa. Á sama máta er einföld hækkun í 2 hjörtu og 2 spaða hjá svarhönd ekki krafa. Svarhöndin á þá alla vega þrílit í litn- um og er aðeins að velja betri stubb. 3 hjörtu/spaðar em ekki geimkrafa en em hvetjandi og lýsa verulega góðum stuðningi við litinn og skiptrí hendi eða góðum punktasfyrk. Tök- um spil af þessu tagi sem svarhönd gæti átt: xx Dxxxx KCx KDx Ath. að ef sagnir ganga; Vestur Noröur Austur Suður 1 gr. 2 lauf pass ? þá ætti suður að láta sér nægja að hækka í 2 hjörtu. Þrátt fyrir 10 punkta eru þeir flestir í láglitunum og á undan grandhendi og e.t.v. á móti einspilum hjá norðri, er ekki líklegt að þeir verði til nokkurs gagns. Aftur á móti með; x ÁDxxx xxx xxxx - þá væri ekki óeðlilegt að hækka í 3 þar sem trompstuðningurinn er mjög góður og miklar líkur á að með víidtrompun sé hægt að fá 10 slagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.